Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 7 ÉG minnist þess frá áratuga prestsstarfi, að þráinnis predikaði ég út frá þvi guð- spjalli þessa sunnudags, sem segirfrá ríka bóndanum og ævilokum hans. Þá sem oftar má kenna meistara dæmi- sagnanna,þegar Jesús sagði þessa sögu, þessa örlaga- sögu hins auðuga manns. Vel má vera, að ég hafi vikið að sögunni svipuðum orðum fyrr, en samt langar mig að biðja um samfylgd þína heim á höfuðbólið: Við stöndum i hlaðvarp- anum og dáumst að stórbýl- inu, þarsem umsvifamikill bóndi býr. Líklega hafa bændurnir í nágrenninu stundum rennt í leyni öfundaraugum þangað heim. Þegar þeir áttu fullt í fangi með að treina afraksturinn fyrir þörfum heimilisins, átti bóndinn á stórbýlinu ævin- lega fyrningar og gnægðir i búi. Hann hafði bætt teig eftir teig við jörðina sina og fullnægt þeirri eðlilegu löng- un bóndans að stækka jörð sina og bæta, auka húsakost- inn og fjölga vinnufólkinu. Nú ætti gamli maðurinn, faðir hans, að ..líta upp úr gröf sinni" og sjá jörðma sína, nýju húsin, nýju akr- ana, nýju aldingarðana og nýju kornhlöðurnar stóru. Þetta ætti nú faðir hans að sjá, og hafði hann þó verið góður bóndi. Sonur hans var gæfumaður. Við stöndum hér tveir i hlaðvarpanum, þú og ég, á dásamlegum síðsumardegi. Slegnirakrar svo langt, sem auga eygir, aldingarðar með höfgum ávexti heima við húsið, búféð hvílist á enginu, mettað þeim friði, þeirri ró sem er yfir málleysingjum, sem liður vel. Og hér liður öllum vel. Sumarið hafði verið gjöfult, akrar aldrei skilað öðrum eins arði Hve Guð er góður þess- um bónda og fólki hans Og nú er hann á heimleið. Hægt og þreytulega gengur hann upp traðirnar, því að nú býð- ur eitt erfiðið öðru heim. Aldrei fyrr hefur hann átt önnur eins kynstur af korni. En kornið heimtar nýjar hlöð- ur. Þegar heimilisfólk hanser gengið til náða biður hans vinna. Enginn skal sjá, að hann eigi ekki hlöður fyrir korniðsitt. í kveld ætlaði hann að reikna, á morgum skyldi hraustlega hafizt handa að byggja nýjar hlöð- ur, stórar hlöður. Já, óðara á morgun. Þann morgun leit gæfu- maðurinn ekki. Þá ríkti óvæntur harmur í hinu stóra húsi, og sjálfur var hann far- inn burt frá þessu öllu sam- an. Þar sem hann sat við reikningana hafði vitjað hans óvæntur gestur, sem hljóð- lega tók með sér örsnauða sál auðuga bóndans. Þegar heimafólkið reis úr rekkju voru báðirfarnir, gesturinn og bóndinn. Og Drottinn leit af miskun og mildi á mál þessa manns, og rómur hans var hlýr af vorkunnsemi þegar dómsorðið féll af vör- um hans: „Heimskingi" Ekki var þetta hið hinzta orð. Enn áttu honum að bjóð- ast tækifæri til að læra það, sem honum hafði láðzt að læra áður, og trúlega hafa honum reynzt sumar þær lex- íur erfiðar. Oft hefur þú heyrt þetta áður, og misjafnlega sterkum rökum stutt. Þó er þetta em- falda mál okkar báðum mikil nauðsyn að muna. Gleymi ég þvi verður dómsorð hins mikla herra yfir mér hið sama og yfir rika bóndanum: Heimskingi. Engin blóðug refsing, engin fyrirdæming, engin útskúfun, aðeins þetta: Þú fávísa, heimska barn, mörgu sinntir þú, sem misjafnlega mikils var um vert, eftir mörgu sóttist þú, sem var ekki annað en verð- laus aska, en þú gleymdir því, sem þú sízt máttir gleyma, og þessvegna verð- ur þú með einhverjum hætti og einhversstaðar i tilverunni að vinna það, sem aldrei var unnið, gera það, sem aldrei vargert, læra það, sem aldrei var lært. Hverjar hugmyndir gjörum við okkur um hin miklu skuldaskil? Þegar menn tóku að hverfa frá ógnarhugmynd- inni gömlu um eilífa refs- ingu, eilífa útskúfun, og mönnum varð Ijóst að þar voru á ferð gamlar hug- myndir, sem Gyðingar höfðu sumpart fengiðfrá Persum en gátu ekki staðizt við hlið hinnar kristilegu guðshug- myndar eins og hún birtist í Fjallræðu Jesú og dæmisög- um, var tiðum horfið að þvi að leggja þá áherslu á kær- leika Guðs, að allt yrði fyrir- gefið, öll brek manna, van- ræksla og gleymska. Þetta gat auðvitað ekki samrýmst tvimælalausri kenningu Jesú um skuldaskil og ábyrgð hvers manns á gjörðum sin- um og breytni. Hvað segir mér og þér sag- ,an um rika bóndann og korn- hlöður hans? Hann var hvorki glæpamaður né grimmdar- seggur, en hann hafði gleymt því, sem engin mannssál má að ósekju gleyma, þótt fyrirmyndar- borgari sé að öðru leyti og þarfur mannlegu félagi. Hvað segir okkur þá þessi lærdómsrika saga: Mundu það, mannssál, að þú ert jarðarbarn aðeins um stutta stund en átt eilíf mark- mið fyrir handan jörðina og það, sem henni heyrir. Mundu það, að þótt þú eigir stundarbústað hér, og jafn- vel auðugt stórbýli, áttu ann- að heimkynni, því að þú átt ójarðneskan uppruna. Og gleymdú því ekki, að dvöl þín hér er skammvinn, að þegar likamsaugu þin lokast, opnast þér önnur sjón, og að fylgdarvinur þinn, leiðsögu- vinur þinn héðan af heimi, lýkur upp fyrir þér öðrum dyrum þegar hurðir jarð- neska hússins falla að stöfum á hælum þér í hinzta sinn. Sú reynsla kann að hafa orðið óvænt bóndanum, sem dauðinn gaf ekki tóm til að byggja nýjar kornhlöður. Á STÓRBÝLENU Stofnað Nemendasam- band Skálholtsskóla STOFNAÐ hefur verið Nemendasamband Skál- holtsskóla og sóttu um það bil 40 manns stofnfundinn, en nemendur skólans þau ár er hann hefur starfað eru nú um 160 alls. Ákveð- ið hefur verið að Nemenda- sambandið gangist fyrir nemendamóti árlega og jafnframt verður komið á fót svæðahópum er vinna munu að því að efla sam- skipti Skálhyltinga í byggð- um landsins, eins og segir í frétt frá Nemendasam- bandinu. I stjórn sambandsins voru kiörnir: Steinarr Þórðarson, Egilsstöðum, formaður, Ásgrímur Jörundsson, Kópavogi, féhirðir og Eyþór Árnason, Skagafirói, ritari. Meðstjórnendur eru Óskar Bjart- marz, Reykjavík og Rúnar Kol- beinn Óskarsson, Keflavik. Á stofnfundi Nemendasam- bands Skálholtsskóla voru sam- þykktar ályktanir, m.a. ein þar sem Skálholtsskólafélaginu er þakkaður stuðningur við eflingu lýðháskóla í Skálholti og lét stofn- fundurinn í Ijós von um sam- vinnu á ókomnum árum. Þá var samþykkt ályktun þess efnis að biskupi, kirkjuráði og kirkjuþingsmönnum og prestum séu færðar árnaðaróskir og segir að Skálholtsskóli hefði seint kom- izt á laggirnar ef ekki hefði notið stuðnings Þjóðkirkjunnar og hennar forgöngu. Að sfðustu var samþykkt ályktun þar sem fagnað er lögum þeim er Alþingi hefur nýlega sett um skólann og sú von látin í ljós að samvinna Skálholts- skóla og fræðsluyfirvalda megi verða snurðulaus og heil. Snyrtistofan Hótel Loftleiðum, sími 25320 & $ $i & Andlitsböð, húðhreinsun, fótaaðgerð, handsnyrt- ing, litun, fjarlægi óæskileg hár af fótleggjum og andliti. Líkamsnudd — partanudd. 1 . flokks aðstaða. fótaaðgsrða- og Helga Þóra Jónsdótti,, SSSÆST m $ $ * Juno Él JUNO gufugleypar eru með skyggni og kolsigti. JUNO gufugleypar Vestur-þýzk gæðavara. Jón Jóhannesson & Co. s.f. Hafnarhúsinu, Reykjarvik. Símar 26988 og 15821 ÞAÐ SEM KOMA SKAL. ( stað þess að múra husið utan, bera á það þéttiefni og mála það síðan 2-3 sinnum, getur húsbyggjandi unnið sjálfur, eða fengið aðra til að kústa, sprauta eða rúlla THOROSEAL á veggina, utan sem innan, ofan jarðar sem neðan. Og er hann þá i senn, búinn að vatnsþétta, múrhúða og lita. THOROSEAL endist eins lengi og steinninn, sem það er sett á, þaöflagnarekki, er áferðarfallegt og ..andar' án þessaðhleypa vatni í gegn, sem sagt varanlegt efni. Og það sem er ekki minna um vert, það stórlækkar þyggingakostnað. Leitið nánari upplýsinga. I| steinprýði DUGGUVOGI 2 SIMI 83340 ss 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.