Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNl 1977 Krisíján Georgsson —Minningarorð Fæddur 13. nóv. 1928 Dáinn 12. apríl 1977. Það voru hörmuleg tíðindi er bárust okkur hjónunum, þegar okkur var tilkynnt að Kristján Georgsson hefði andast snögglega að heimili sínu i Vestmanna- eyjum, aðfaranótt 12. aprfl s.l., aðeins 48 ára að aldri. Skjótt getur sól brugðið sumri, það syrtir i lofti, harmurinn tekur sér bólfestu í sálum okkar en við vitum að dauðinn er óhrekjanleg sönnun lífsins og við erum til- neydd að taka honum hvepær og hvernig sem hann að höndum ber þótt sárt svfði. Nú mun vera liðinn rúmlega aldarfjórðungur sfðan ég fyrst kynntist þessum mági mínum eða nánar tiltekið sumarið 1950. Þau kynni höfðu ekki staðið lengi yfir er ég komst að raun um að þar var öðlingur á ferð. Þá var eilíft vor í brjóstum okkar yngri kynslóðar- innar, lífið var okkar og við biðum óþreyjufull eftir þvi að fá að njóta þess. Siðan hafa mörg vötn, bæði stór og smá, til sjávar runnið. Þannig hefur líf okkar einnig liðið, ýmist lfkt og sytrandi lækir sem falla niður friðsamar fjallahlíðar, eða beljandi stórfljót sem enginn mannlegur máttur fær staðist. Kristján Georgsson var fæddur í Vestmannaeyjum 13. nóv. 1928, sonur hjónanna og tengdafor- eldra minna, Guðfinnu Kristjáns- dóttur, fiskimatsmanns í Klöpp Ingimundarsonar og Georgs kaup- manns Gíslasonar Lárussonar úr- smiðs og mikils fræðimanns frá Stakkagerði. Allt var þetta hið mesta myndar- og dugnaðarfólk og sómi síns byggðarlags. Þau Guðfinna og Georg eignuðust þrjú börn, en aðeins tveir synir þeirra komust til fullorðinsára. Kristján ólst upp hjá foreldrum sínum í Vestmannaeyjum vió mikið ástríki og hygg ég að sjald- gæft muni að finna foreldra sem svo mjög lögðu sig fram um að búa börn sín undir væntanlega framtfð. Það var ekkert til sparað. Hann stundaði nám við Verslunarskóla íslands og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1950. Hugur hans stóð þó ekki til frek- ara framhaldsnáms, enda áttu Eyjarnar of sterk ítök í honum til þess að vera lengur í burtu þaðan. Hann vildi taka þátt i athafnalffi þeirra og hefjast strax handa. Hann gerðist framkvæmdastjóri Samkomuhúss Vestmannaeyja um skeið en réðst siðan í stofnun útgerðarfélags ásamt fleirum. Félagið gerði f nokkur ár út tvo báta auk þess sem það hafði meó höndum fiskverkun. Eftir lát föður sfns 1955 tók Kristján við rekstri verzlunar hans, þar til hún var lögð niður nokkrum árum seinna. Eftir það stundaði hann ýmis störf bæði til sjós og lands. Kristján var með afbrigðum félagslyndur maður. Undraðist ég oft stórum þá eljusemi og ósér- hlífni sem hann sýndi á því sviði. Þessir eiginleikar hans komu þegar fram á unglingsárunum en þá gerðist hann félagi í skáta- félaginu Faxa, strax að hann hafði aldur til. Þar sýndi hann fljótt óvenjulegan félagsþroska og var snemma valinn þar til for- ystu, enda munu skátafélagar hans minnast þess enn í dag eins og best kom fram við útför hans er fram fór frá Landakirkju 19. apríl s.i. Einnig vann hann mikið að félagsmálum á skólaárum sínum f Verslunarskóla íslands. Eftir heimkomu sína úr skólanum tók hann við formennsku í íþróttafélaginu Þór, en faðir hans hafði átt stóran þátt í stofnun þess félags á sínum tíma og gegnt þar forystustörfum um áratuga skeið. Auk formannsstarfa sinna í Þór, var Kristján virkur þátttak- andi í íþróttum félagsins, sérstak- lega knattspyrnu, sem hann t Móðir okkar. SIGRÍÐUR ÞÓROARDÓTTIR, frá Bakkaseli verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. mánudaginn 13 júnfkl. 10 30. Marla og Ingibjörg Kristjánsdætur. t Útför móður minnar, KARITASAR GUÐMUNDU BERGSDÓTTUR. Hringbraut 63, fer fram frá Fossvogskirkju. þriðjudaginn 14 júnfkl. 1.30eh Blóm vinsamlega afþökkuð. Laufey Friðriksdóttir. Útför SIGURÐAR SIGURJÓNSSONAR, Drápuhlfð 1 7. Reykjavfk, er lést 3 júnf s.l verður gerð frá Háteigskirkju miðvikudaginn 1 5. júnf n.k. kl. 13 30 Unnur Bjarnadóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigrfður Jónsdóttir, sigrfður Marfa Sigurðardóttir, Sigurður St. Amalds, Þorbjörg Sigurðerdóttir, Kristinn Jónsson og barnaböm. t Utför KATRÍNAR S. HANSEN Laugarnesvegi 50 fer fram frá Laugarneskirkju. miðvikudaginn 1 5 júnf kl 1 30 e h. Blóm og kransar afbeðnir, þeir sem vildu minnast hinnar látnu. er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélagið. Leifur Guðmundsson Hlff Leif sdóttir. Tbeodór Þorvaldsson Guðmundur Leifsson, Helga Gunnþórsdóttir, Valdimar Leifsson. Bryndfs Kristjánsdóttir og barnabörn. stundaði um margra ára bil og var þá mörg hörð hildi háð á vellinum í Vestmannaeyjum milli félag- anna Þórs og Týs. Leikfélag Vest- mannaeyja átti góðan félagsmann þar sem Kristján var. Lék hann þar mörg og oft vandasöm hlut- verk við góðan orðstír. Hann var sjálfstæðismaður af lifi og sál og mikill málafylgjumaður þeirra mála er hann hugði flokki sinum og heimabyggð til framfara. í stjórn Félags ungra sjálfstæðis- manna var hann um árabil. Ég fékk aldrei betra tækifæri til þess að kynnast mági mínum en á þeim árum er hann rak verslun föður síns, þar eð verslunarhúsið var nær áfast fbúðarhúsi okkar hjóna og var Kristján þvf daglegur gestur á heimili mínu. Öll þau ár get ég ekki munað að hafa séð hann skipta skapi í eitt einasta skipti og þykir mér hann þar hafa uppfyllt þær kröfur höfundar Hávamála um bestu dyggð mannlegra sam- skipta „að hyggjandi sinni / skylit maður hræsinn vera / heldur gæt- inn að geði. Allt dagfar hans ein- kenndist af prúðmennsku og illar tungur um náungann náðu aldrei eyrum hans. Er ég ekki grunlaus um að þá eiginleika hafi hann tekið f arf eftir afa sinn og nafna, Kristján i Klöpp, þess ljúfmennis sem allflestir eldri vestmannaey- ingar munu minnast enn þann dag í dag og sem ég var svo hepp- in að fá að kynnast þó um stuttan tíma væri. Kristján kvænist eftirlifandi konu sinni, Helgu Björnsdóttur frá Seyðisfirði, 24. ágúst 1950. Upp frá því var sá mánaðardagur dagurinn þeirra. Helga er ekki síður en bóndi hennar mikil mannkostakona og orðlögð fyrir dugnað sinn og ráðdeild í hvívetna eins og hún á kyn til. Hún tók af lífi og sál þátt í störfum manns sins innan íþróttafélagsins Þórs og keppti m.a. í handboltaliði félagsins, þar sem hún var siður en svo nokkur liðleskja. Ekki fór Leikfélagið heldur varhluta af starfskröftum hennar og lögðu þau hjón þar með sitt af mörkum til eflingar hins annars svo fátæklega menningar- lffs þess byggðarlags. Gæfan virt- ist því brosa við þessum ungu efnilegu brúðhjónum þótt miskunnarlausar örlaganornir höguðu því á annan veg. Ég bið guð að styrkja svilkonu mfna f áframhaldandi lífsbaráttu henn- ar. Þótt hún standi nú ein eftir er ég þess fullviss að dugnaður hennar og einbeitni muni ekki yfirgefa hana fremur en endra- nær. Þau Kristján og Helga eignuðust átta börn sem flest eru nú komin til fullorðinsára og hin mannvænlegustu. Þau eru: Georg Þór, kvæntur Hörpu Rútsdóttur, Björn, Guðfinna Sigríður gift Hafsteini Björnssyni, Margrét Grfmlaug heitbundin Reyni Jóhannessyni, tvfburarnir Mjöll og Drífa og tvíburarnir Óðinn og Þór. Má nærri geta hvort ekki hefur einhvern tímann þurft að taka til hendinni á svo barnmörgu heimili og við þau frumstæðu skilyrði sem þá voru allt of algeng í Vestmannaeyjum. En þau hjónin létu það ekkert á sig fá þvi verkin léku í höndum þeirra. Við hjónin þökkum þeim hundruðum manna og kvenna viðsvegar um landið, sem sýndu fjölskyldu Kristjáns virðingu sína með minningargjöfum til ýmissa liknarstofnana, einnig þökkum við Útlögum í Reykjavfk, íþróta- félaginu Þór og Skátafélaginu Faxa fyrir sérstaka vináttu og virðingu sem þau sýndu við útför hans og ekki síst öllum Vest- mannaeyingum sem alltaf standa saman sem einn maður til hjálpar meðbræðrum í neyð. Ég vona, að Einar Benediktsson hafi haft rétt fyrir sér er hann sagði „bölið sem aldrei fékk upp- reisn á jörð / var auðlegð á vöxt- um í guðanna rfki“. Blessuð sé minning góðs drengs. Ásta Þórðardóttir. Að morgni 12. apríl sfðastliðinn barst mér sú harmafregn að Krist- ján Georgsson f Klöpp hér f Vest- mannaeyjum hefði látist þá um nóttina. Hann hafði veikst nokkrum dögum fyrir lát sitt, en elnað skjótt sóttin, og siðustu nóttina sem Kiddi lifði — en svo var hann jafnan kallaður — veikt- ist hann heiftúðlega og lést upp úr því. Foreldrar hans voru Georg Gfslason kaupmaður frá Stakka- gerði og kona hans Guðfinna Kristjánsdóttir. Hann ólst upp í foreldrahúsum fyrst í Sætúni og síðan að Vest- mannabraut 25. Snemma kom f ljós hæfileikar Kidda til bóklegs náms. Eftir venjulegt nám í barnaskóla og gagnfræðaskóla hélt hann til Reykjavíkur til náms f Verzlunarskóla íslands og braut- skráðist þaðan sem stúdent vorið 1950. í þeim skóla var hann jafnan meðal þeirra fremstu hvar sem á var litið, ekki síst i félagsmálum nemenda. Og samsumars f ágúst kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Helgu Björnsdóttur frá Seyðis- firði. Þau hófu sinn búskap i Sætúni og síðan í Klöpp sem þau hjónin og börn þeirra voru jafnan kennd við. Börn þeirra hjóna urðu alls átta. Elstur systkinanna er Georg Þór, þá koma Björn, Guðfinna Sigríður, Margrét Grim- laug, sfðan fæddust tvíburar, Drffa og Mjöll, og aftur tvíburar, Óðinn og Þór. Sfðar á brúðkaups- árum sínum fluttust þau að Faxa- stíg 11. Eftir að Kiddi lauk prófi frá Verzlunarskóla gerist hann fram- kvæmdastjóri hjá Samkomuhúsi Vestmannaeyja og þar starfaði hann um árabil. Síðar fór hann í Vélskóla Vestmannaeyja og hóf útgerð ásamt fleirum og rak um árabil. Einnig rak Kiddi verzlun- ina Georg ásamt Thoedóri bróður sfnum. Kiddi var skáti mikill og starf- aði þar löngum. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir, sem dæmi um það var hann um árabil f stjórn íþróttafélagsins Þórs hér í Vestmannaeyjum. Traust Þórsara á Kidda var slíkt að seinna var hann formaður íþróttafélagsins Þórs. Á sinum yngri árum var hann i stjórn félags ungra sjálfstæðis- manna, Eyverja. Kiddi var jafnan hrókur alls fagnaðar og félags- Framhald á bls. 39. Sigurður Stefáns- son -Minn ingarorð Hinn 16. aprfl andaðist að heimili sínu Sigurður K. Stefánsson bifvélavirki, svo kveðjan er nokkuð sfðbúin i dag. Sigurður er fæddur að Hrísum, Fróðárhreppi hinn 24. des. 1923 og ólst þar upp ásamt stórum syst- kinahópi. Um tvítugsaldur fluttist hann fyrst til Akraness, þar sem hann lærði bifvélavirkjun og stundaði fleiri störf. Nokkrum ár- um seinna fluttist hann til Reykjavfkur og stundaði iðn sína sjálfstætt alla tíð síðan. Nokkru eftir að hann fluttist til Reykja- vikur kvæntist hann eftirlifandi konu sinni Lilju Kristinsdóttur og eignuðust þau 2 dætur, Soffíu og Kristínu, en einnig gekk hann stjúpdóttur sinni Maríu í föður- stað. Leiðir okkar Sigurðar lágu sam- an um langt skeið, við störfuðum hlið við hlið þó ekki væri að sama starfi, og kynntist ég því Sigurði vel. Sigurður var atorkumaður og áhugasamur um allt er hann t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, GUÐRUNARJÓNSDÓTTUR. Langholtsvegi 85 Guðmundur Guðjónsson og börn. t Þökkum af alhug. samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður. MARGRÉTAR HJALTADÓTTUR. Valgerður Hrólfsdóttir Kristinn EyjóHsson. Birna Pálsdóttir. Vagn Hrólfsson. fékkst við, og þó kominn væri á miðjan aldur varðveitti hann eiginleika barnsins, í þeim skiln- ingi að vera opinn og ferskur f hugsun. Hann var hreinhjartaður maður með ríka réttlætis- og sið- gæðiskennd, i stuttu máli: góður drengur. Sigurður hafði um langt árabil verið heilsuveill en stundaði þó vinnuna fast og hlífðist lítt við og má vera að það hafi fækkað ævi- dögunum. Ekki virðist sann- gjarnt, að eftir óvenjumikið starf áratugum saman við að koma sér fyrir og skila lífinu áfram með nýrri kynslóð, séu menn sviptir kvöldfriði fullorðinsáranna e'n það varð þó hlutskipti hans eins og margra annarra. Ekki veit ég hvernig háttar til að baki tjalds- ins mikla, en Sigurður hafði stað- fasta trú á lífi að loknu þessu, og sé svo hefur hann mátt hafa góða heimvon. Þegar ég lít yfir farinn veg, þykir mér gott að hafa kynnst Sigurði og kveð hann með þakk- læti fyrir samfylgdina. Konu og börnum sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Hannes Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.