Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 Juan Carlos með hermönnum Emilio Villaescusa hershöfðingi, yfirdðmari spænska hersins, ásamt fjölskyldu sinni eftir að iögreglumenn björguðu honum úr höndum mannræningja sem höfðu hann á valdi sínu (19 daga í febrúar. um herstöðvum í staðinn fyrir hernaðar- aðstoð, sem þeir veita Spánverjum. Daglegt samneyti við verkamenn, skrifstofumenn og stúdenta breytti af- stöðu ýmissa liðsforingja, sem höfðu fengið stjórnmála menntun sína í her- búðum. Frjálslynd hreyfing varð til í heraflanum og nokkrir liðsforingjar stofnuðu samtök, er voru kölluð Lýð- ræðissamband hersins, UMD. Níu félags- menn þessara samtaka voru leiddir fyrir herrétt og dæmdir fyrir samsæri um byltingu í hernum 1975. Juan Carlos konungur og Suarez for- sætisráðherra reyna að binda enda á stjórnmálaafskipti heraflans, en auka jafnframt hæfni hermannanna og hækka laun þeirra. Hafizt var handa í janúar um að hrinda í framkvæmd ráð- stöfunum, sem miða að þvl að gera her- inn ópólitískan og breyta skipulagi hans á þann veg, að það verði svipað því sem Reynirherinn aðhrifsa til sfn völdin? Mesta hættumerkið við kosningarnar á Spáni 15. júní er mikil reiði, sem þær stjórnmálabreytingar, er orðið hafa í landinu síðan Franco lézt fyrir tæpum tveimur árum, hafa vakið meðal íhalds- samra hershöfðingja. Hvorki stjórn Adolfo Suarez forsætisráðherra né and- stöðuflokkur stjórnarinnar hafa dregið dul á ótta um, að herinn kunni að freist- ast til að hrifsa til sín völdin með stjórn- arbyltingu. Öfgasinnar til hægri virðast vera stað- ráðnir I því að kynda undir óánægju í hernum, sem er skipaður 300.000 mönn- um. Að vísu felst í því nokkur trygging gegn byltingu, að herinn hefur lýst yfir hollustu við Juan Carlos konung, sem hefur verið driffjöður þeirra breytinga er hafa verið gerðar í lýðræðisátt. En herinn hefur lýst því yfir, að hann muni ekki halda að sér höndum og gefa stjórn- inni frjálsar hendur til að breyta kerf- inu, sem Franco setti á laggirnar. Mesta reiði vakti í hernum að stjórnin aflétti banni við starfsemi kommúnista- flokksins í aprílr þar sem Suarez for- sætisráðherra taldi að kosningarnar gætu ekki orðið lýðræðislegar ef komm- únistar fengju ekki að taka þátt I þeim. Flotamálaráðherrann, Gabriel Pita de Veiga aðmíráll, sagði af sér. Yfirstjórn hersins kom saman til fundar og gaf út yfirlýsingu þar sem látin var I ljós megn- asta fyrirlitning á ákvörðun stjórnarinn- ar en sagt að herinn sætti sig við orðinn hlut. Hins vegar sagði i yfirlýsingunni, að herinn léti ekki viðgangast nokkuð það, sem stofnað gæti í hættu tilveru konungsdæmisins og einingu Spánar. Herinn vandist því á stjórnardögum Francos að taka þátt í stjórn landsins. Margir yfirmenn fengu mikilvæg em- bætti og að minnsta kosti tveir hershöfð- ingjar og einn flotaforingi hafa alltaf setið I ríkisstjórninni og gegnt störfum hermálaráðherra, flugmálaráðherra og flotamálaráðherra. Luis Carrero Blanco forsætisráðherra, hægri hönd Francos hershöfðingja um árabil, var aðmiráll. Skæruliðar þjóðernissinnaðra Baska réðu hann af dögum 1974. Franco greiddi hermönnum sínum ríf- legt kaup í mörg ár eftir sigurinn í borgarastríðinu 1936 — ’39, en hermenn- irnir drógust aftur úr óbreyttum borgur— um þegar mikill uppgangur hófst í spænsku efnahagslífi um og eftir 1960. Ofurstar og höfuðsmenn urðu á fá sér aukavinnu til að framfleyta fjölskyldum sínum og gerðust sölumenn og skóla- kennarar í frístundum. Og þótt Franco veitti heraflanum pólitísk völd og aðild að stjórn ríkisins hélt hann herútgjöld- um niðri. Heraflinn varð að sætta sig við notaðar flugvélar, skriðdreka og skip, sem fengust aðallega frá Bandarikja- mönnum samkvæmt samningi, er heimil- aði Bandaríkjamönnum afnot af spænsk- er í herjum NATO sem Spánverjar vilja aðild að. Þrátt fyrir efnahagssamdrátt jók stjórnin herútgjöld i febrúar og hét framlögum í sjóð, sem á að nota til að hrinda i framkvæmd áætlun um nútíma- breytingar í heraflanum. Herinn mundi hagnast á aðild að NATO, þar sem þjálf- un hermanna yrði bætt og gæði og stöðl- un hergagna aukast. Jafnframt fælist í þvi trygging fyrir þvi að önnur aðildar- ríki kæmu Spáni tii hjálpar er á landið yrði ráðizt og slíka tryggingu er ekki að finna i samningi Spánverja og Banda- ríkjamanna. Konungurinn hefur gefið út tilskipan- ir um hlutleysi hersins, en eftir á að koma í ljós hvort herinn sættir sig við það, að pólitísk áhrif hans verði að engu. Dagblað hægrisinnaðra hermanna, sem börðust í borgarastríðinu, E1 Alcazar, flýtir sér jafnan að notfæra sér allt sem bendir til óánægju í hernum. Blaðið stendur í nánu sambandi við öfgasinn- aða hershöfðingja, þar á meðal marga er börðust í „Bláa herfylkinu" á austurvíg- stöðvunum í síðari heimsstyrjöldinni. Nýlega hermdi E1 Alcazar, að stjórnin hefði bannað skriðdrekasveitum að taka þátt í hersýningu í Madrid af ótta við að yfirmenn þeirra reyndu að gera bylt- ingu. Yfírmenn heraflans skutu á fundi til þess eins til að láta í ljós fyrirlitningu á greininni og það sýndi hvað þeir litu hana alvarlegum augum. Juan Carlos konungur hefur ýmist fengið hrós eða gagnrýni fyrir að leggja áherzlu á náið samband sitt við herinn. Kvartað er yfir því að í hernum séu of margir ofurstar og hershöfðingjar sem „lifðu í öðrum heimi“, bæði frá pólitísku og hernaðarlegu sjónarmiði. Flestir frjálslyndir foringjar í hernum gengu í hann eftir 1965 og sumir þeirra hafa háskólapróf og aðrir próf úr tækniskól- um. Þeir vilja að hernum stjórni sér- fræðingar í hernaðartækni og að hreinsað verði til í skrifstofubákni hers- ins. Eini hægrisinninn í hernum, sem þeir virða, er Milans del Bosch hershöfð- ingi, yfirmaður brynvarða herfylkisins, er þeir telja anjallasta og hættulegasta mann hersins og háskalegan lýðræði. Lögregla á götu f miðborg Madridar þar sem hún dreifði mótmælafólki með reyksprengjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.