Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 15 BLðM UMSJÓN: ÁB. 0® Murur í steinhæð (Potentilla) Fimm murutegundir eru nefndar í Flóru Islands en aðeins tvær þeirra eru algengar. Það eru TÁGAMURA með löng og fjaður- skipt, silkihærð blöð og ofanjarðarrenglur sem hún skríður með og GULLMURA með lítil fimmfingruð blöð og gul blóm með rauðgulum blettum neðst á krónublöðunum. Þær eru báðar fallegar 1 steinhæð. Tágamuran þarf þó aðgæslu við og kannske hentar hún best í sendna óræktarjörð þar sem fátt annað getur þrifist. Af erlendum tegundum langar mig til að nefna fyrst GRÆNLANDSMURU (P. tridentata). Hún er runna- kennd og ósköp smávaxin og flngerð. Blöðin eru lítil þrífingruð og þrítennt 1 endann og blómin eru hvít. Hún stendur 1 blóma mikinn hluta sumarsins. Það er gaman að henni bæði vegna litarins sem er sjaldgæfur hjá murunum og einnig vegna upprun- ans. GARÐAGULLMURA (P. aurea) er ættuð úr Alpafjöllum og Pyreneaf jöllum. Hún er ekki nema 10—15 sm. og minnir talsvert á íslensku gullmuruna. Hún er þó öll heldur smágerðari. Hún er mjög greinótt og getur myndað fallega breiðu. Blómin eru dökk- gul. VORMURA (P. tabernaemontani) er önnur lítil mura sem myndar breiður. Stönglarnir eru jarðlægir og skjóta rótum. Blöðin eru dökkgræn og gljáandi að ofan. Þá má og nefna LITLA VORMURU (P. verna nana) sem er ákaflega blómsæl og harð- gerð. Báðar þessar murur blómstra á vorin eins og nafnið bendir til. Vormuran vex villt víða um Vestur-Evrópu og er nokkuð breytileg I útliti. Að slðustu ætla ég að nefna tegund sem ég hef þó ekki séð en mun vera til á stöku stað I Reykjavík og e.t.v. víðar. Það er engin önnur er GLITMURA (P. nitida) sem þykir lang fallegust af öllum murutegundum I Evrópu. Hún er með fremur stór rósbleik blóm og er eina villta murutegundin á vesturlöndum með þennan blómalit. Þar að auki eru til afbrigði með dekkri eða rauð blóm og annað næstum hvítt. Hún er hálfrunni með jarðlægar greinar og lítil þrífingruð þétt silkihærð laufblöð. Ekki verður hún nema fáir sm. á hæð en blómin eru stór einstök eða tvö saman og ná rétt upp úr blaðhvirfingunni. Hún vex sunnantil I Alpafjöllum og víðar í fjöllum I Suðaustur-Evrópu. H. Sig. Lftil vormura — Potentilla verna nana. (Ljósm. Mbl. Kr.Ol.) — Sauðnaut Framhald af bls. 19 hinum tömdu dýrum okkar, þar sem hvert þeirra þekkir sitt eigið nafn og kemur á stökki, um leið og það heyrir það. Eini maðurinn, sem sauðnautin koma alls ekki til, þó að hann kalli á þau með nafni, er dýralæknirinn. Þau þekkja bíl hans i mikilli fjarlægð og þar sem þeim er meinilla við sprautur, þá flýja þau sem óðast i fjarlægasta hluta girðingarinnar. Með kynbótum vonumst við til að geta aukið qiviut-afrakstur dýranna verulega. Þegar eru beztu fullorðnu sauðnautin farin að gefa af sér sex og hálft pund á ári. Það er hagstæður saman- burður við innan við pund af aik;lýsin(;asíminn kr: ^22480 J 3W#r0unblat>U» pashm, sem kasmir-geitur gefa af sér árlega. Við reiknum með þvl, að sauðnaut gefi af sér qiviut i 20 ár. Eftir hreinsun er hægt að spinna 10 mllna þráð úr einu pundi af ullinni — qiviut. Fatnaður úr qiviut er dásam- lega hlýr og svo mjúkur og léttur, að sá sem er I honum, finnur varla fyrir þvl. Ullin hleypur ekki, þó að hún sé soðin eða skrúbbuð, tekur við öllum þeim yfir 50 náttúrulegu litum, sem Eskimóarnir hafa reynt fram að þessu, og hægt er að prjóna úr henni samkvæmt hefðbundnum mynztrum Eskimóa. En mestu hrifningana sýndu þó fuglarnir umhverfis stöðina I Vermont, rauðbrystingarnir og spörfuglarnir, sem heilluðust svo af qiviut, að þeir bættu þvi við hin venjulegu efni sin I hreiðrin og fóðruðu þau með þvi. Þannig stefnir allt. I þá átt að þúsundir fátækra fjölskyldna fái tækifæri til að afla sér reglubund- inna og góðra tekna fyrir tilstilli dýrs, sem forfeður þeirra höfðu einu sinni nær útrýmt. (Sveinn Ásgeirsson þýddi) MosfeUssveit Opið til kl. 22 alla daga. Ath. einniglaugard. ogsunnud. sími:66656. tt§i»mw>n6' skakkur stafur ííerir ekki svo mikid til, ef þú notar kúluritvél med leidréttingarbúnadi iifyitiiii'i' '...! 1 in . | v r*1 1L Lei rétt N Leiðrétt Sé ritadur skakkur stafur----- er sleginn þ.t.g. leidréttingar- lykill. Ritkúlan færist yfir skakka stafinn sem er sleginn ó ný, og sogast þö of blaðinu svo leidréttingin sést ekki Réttur stafur er sleginn.. og haldið öfram þar sem frö var horfid aukin afköst — minna erfidi SKRIFSTOFUVELAR H.F. tA Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.