Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 VtK> MORöJKí HflFF/NU 'V)' ^— (0 Fyrir fáeinum augnablikum stóð ég við hlið konu minnar og varpaði peningum i Peninga- gjá! Tap á öllum sviðum BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Blekkispilamennska er einn af skemmtilegri þáttum spilsins en j er alltaf hættuleg, sé hún reynd í vörn. Makker tekur ef til vill mark á manni og eyðileggur allt. Það er því skynsamlegt að fara varlega í þessa hluti og velja tæki- færin. Hálfur sannleikur getur virkað sem blekking því andstæðingur getur séð um hinn helminginn. Spil dagsins kom fyrir í rúbertu- bridge, suður gaf og allir voru á hættu. .. . Norður S. Á1094 II. 1083 T. G9 L. DG104 Vestur Austur S. K7 S. 8652 H.Á75 H. 962 T. K86543 T. Á2 L. 52 L. 9876 Suður S. DG3 H. KDG4 — T. D107 L. ÁK3 Opnunin eitt grand hjá suðri var sterk og norður spurði um háliti með tveim laufum. Suður sýndi fjórlit sinn í hjarta og norð- ur stökk þá I þrjú grönd, sem varð lokasögnin. Vestur spilaði út tígulfimmi, sínu fjórða hæðsta í litnum. Aust- ur tók með ásnum og spilaði tvist- inum til baka og vestur gaf slag- inn — lét sexið. Það var í lagi að plata austur, því hann gat ekki átt annað háspil. En það gat verið, að suður byggist við annarri iegu tígullitarins. Suður þurfti nú að velja um leiðir. Hann gat svínað spaða og fjórir lagir á þann lit nægðu til að vinna spilið. En ætti austur spaðakónginn þá var spilið tapað. Hann gat orðið fimmti slagur varnarinnar. En tígulliturinn virtist liggja 4—4. Austur hafði jú spilað tvistinum og vestur hafði ekki sýnt nema fjórlit. Hjartað virtist þvi vera betri kosturinn. Þá var sama hvar spaðakóngurinn var. Tigullinn þurfti bara að vera jafnt skiptur. Suður spilaði því hjartakóng. En vestur tók þá sigri hrósandi á ásinn og síðan tígulslaginu. Tveir niður. Vestur plataði í raun og veru engan. Hann sagði að vísu bara hálfan sannleikann en ímynd- unarafl suðurs sá um afganginn. cCCb C05PER. 742*/ Bless við hittumst á frjádegi! „Stykkishólmi. 5. júnf 1977 Eg vil ekki láta hjá líða að þakka sjónvarpinu og þeim sem stóðu að þvi að taka hina 5 þætti sem sýndir hafa verið að undan- förnu um áfengisvandamál þjóð- arinnar i dag. Þessir þættir sýndu svo ekki verður um villst að við bindindismenn höfum haft þvi miður alltof margt fyrir okkur I þessum efnum. Enda er fjöldinn orðinn rámari í að afgreiða okkur með fanatík þegar spilin liggja á borðinu. Afengis- og fikniefnaböl- ið er í dag okkar mesta vandamál. Ekkert nema tap á öllum sviðum, tap fjárhagslega þegar öll kurl koma til grafar, tap siðferðislega, og síðast en ekki síst, tap góðra drengja og kvenna fyrir aldur fram, frá þjónustu við land og þjóð. Hversu mörg mannslíf hafa farist í þessum sora verður ekki tölum talið en fróðlegt væri ef hægt væri að gera þann reikning upp. En manngildið verður seint metið. Eg horfi út um gluggann minn. Ég sé þarna fyrir utan glað- an æskuhóp að leik. Falleg bros um andlit og eitthvað svo bjart yfir öllu. Léttir hlátrar, líf og fjör. Þarna þarf enga vimugjafa. En hve þetta er allt heilbrigt og elskulegt. Spurning kemur fram. Hvar verður þessi fríði hópur staddur eftir 10 ár og hver eru viðhorfin og eftir hvaða vegvísum hefir hann farið. Hvernig leiðbeinir fullorðna fólkið? Það er talað um unglingavanda- mál. Mér finnast þau blikna i sam- bandi við vandamál fullorðna fólksins sem vísar veginn. Hvað skyldu þau vera mörg heimilin á tslandi i dag þar sem ráðamenn þeirra vaka i vimu fram um nætur meðan börnin sem þau eiga að vaka yfir hafa varla svefnfrið. Eru partýin svo- nefndu ekki vaxandi og hvað ger- ist i þeim. Myndu sumir ekki roðna ef hægt væri að sýna mynd af þessum samkvæmum og þeir sæju þar sjálfa sig? Nei, börnin eru ekki vandamál ef foreldrarnir og heimilin standa á verði um uppeldið." 0 Rumska menn? „Það fer ekki hjá að margir hafa vaknað við vondan draum þegar umræddir þættir voru sýndir i sjónvarpinu. En rumska menn og ganga hreint að verki við að uppræta þennan sora? Margir fordæmdu bannlögin. Og á fölskum forsendum voru þau afnumin. Eg man tima bannlag- anna þegar vindýrkendur höfðu sett ljóta fleyga þar i. Þjóðinni var lofað dýrðardögum við afnám þeirra. Ég man ekki eftir drykkju- mannaheimilum á þeim tima, man ekki eftir afvötnunarhúsum. Sjúkrahúsið á Kleppi hafði allt öðrum viðfangsefnum að sinna en nú. Sjálfsmorðum man ég ekki eftir. Og menn voru sómakærir og þurftu ekki eins og nú að hafa allt vottfest sem sagt var og gert. En í dag. Og hvað hafa menn upp úr þessu lifi. I stað fagurs mannlífs blasir við hætta á hverju götu- horni. Þetta þættu ekki góð kaup I matvöruverslun. Það er alltaf talað um að eitt- hvað þurfi að gera. En hvað er gert. Þorir enginn að ganga til leiks af heilum hug. Stjórnmála- menn okkar eru kjörnir til for- ystu með það fyrir augum að verða landi og þjóð til gagns. Þeir vita manna bezt, að aðalmein aldarinnar er áfengissýkin. Læknar, sem vita um sýkilinn og hvar meinið er, ráðast til atlögu. Hvað gera ábyrgir menn þjóðar- innar? Árni Helgason." 0 Lélegir textar? „Það hefur töluvert verið rætt um það hér í Velvakanda hvað textar við hin ýmsu lög hér á landi eru lélegir og því er ég innilega sammála. Þannig eru mörg góð lög eyðilögð með mjög slæmum textum og sem dæmi um þetta vil ég nefna lög Stuðmanna, sem eru fyrir neðan allgr hellur og þá á ég við textana sem 5 ára krakkar gætu alveg eins hafa samið, svo lélegir eru þeir. Lög eins og Biólagið, Stina stuð og fleiri eru að mínu áliti ekki hæf til flutnings hvorki I útvarpi né sjónvarpi. Sama gildir um lög eins og Ryksugulagið og Litlu andaraularnir og fleiri. Það að textahöfundar skuli bjóða upp á texta sem eru á þessa leið: haltu kjafti og snúðu skafti og svo framvegis eða ryksugan á fullu etur alla drullu — það er furðulegt, þegar það er haft í huga að þessi lög eru ætluð aðal- lega yngri kynslóðinni, sem er að mótast. Ég er þeirrar skoðunar að ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER 34 ég sagðist geta gubbað á þig, sagði hún vandræðalega. — Þú fórst bara allt f einu. svo ofboðs- lega mikið f taugarnar ð mér. Ég varð svo fjúkandi vond að þú getur ekki ímyndað þér. Og þegar þú dróst sængina upp að höku eins og þú vildir flýja frá mér, missti ég alveg stjórn á mér. Ég skammast mfn pfnu- Iftið fyrir þetta, því að ég býst við að eitthvað hafi orðið til að skelfa þig. Hvað var það, Peter? Hún stóð fast við rúmið og horfði niður til hans. Hann fann f sér sterka löngun til að gripa utan um hana, þrýsta andlitinu að lærum hennar, sleppa öllu sem batt hann, láta berast með straumnum, fá frið. Én hann lá kyrr og óróinn nagaði hann. Ég er áreiðanlega aumingi, hugsaði hann. En það er öldungis rétt. Það hefur dálftið orðið til að vekja hjá mér skelf- ingu. Ilann minntist skyndilega þeirrar einkennilegu tilfinn- ingar sem hafði gert vart við sig innra með honum, þegar hann ók brott frá Ellen. Hvar var sú kennd nú? — Frede er Ifka skrftinn, sagði Lena. — Ég var ástfangin f honum um tfma. En hann vár öðruvísi skrftinn en þú. Honum fannst hann vera ókunnugur f þessum heimi. Honum fannst allt svo mikil lágkúra. Ástin var Ifka lágkúruleg i hans aug- um, held ég. Það bjó 1 honum einhver skrftin en voðalega sterk þörf til einlægni og hrein- leika. Stundum fannst mér þetta sjúkiegt. Hann er líkur móður sinni, segir Victor. Það gekk ekki nógu vel hjá Frede og mér. Ég vildi manneskju og ást. En ég fékk eitthvað allt annað, orð og abstrakt tal. Röddin varð spotzk. — Stundum held ég hann hafi verið hræddur við mig. Ég var of flókin, ég ruglaði þessum furðulega heimi fyrir honum. Hann vildi hafa allt f föstum skorðum, sem mátti ekki hrófla við. En þar var eitthvað fallegt í honum lfka, einhver draumur. Þegar ég hitti þessa fáráðlinga sem halda að þeir megi rífa utan af mér flíkurnar bara af þvf ég hef fallizt á að fara með þeim f bfltúr, þá hugsa ég um Frede. Og þá læt ég þá verða vara við það hvað þeir eru yfir- gengilega miklir bjálfar. Þeir eru svo hlægilegir með sitt karlmennskugort. Oj, mér býð- ur víð þvf. Þá hugsa ég um Frede. Og Ifka þegar ég hitti hina — sem eru svo miklir hræsnarar að ég fæ köfnunar- tilfinningu. Þá verð ég að fara út og fá mér frfskt loft. Hvað er það sem Frede hefur gert? — Ég veit það ekki. — Segðir þú frá því ef þú vissir það? — Ef ég teldi það réttara. — Og hvernig fa-rírðu að þvf að skera úr um það? Ilann svaraði ekki. — Þú hefur sem sagt Ifka Framhaldssaga eftir Bernt Vestre. Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi. innantóm orð á takteinum. Seg- ir þau bara öðruvfsi. — Ef þú vilt vita eitthvaðm skaltu spyrja Hemmer, sagði hann lágt. — Þú ert alténd tryggur Vic- tor. Það er auðvitað ágætt út af fyrir sig. Ertu svo tryggur hon- um að þú viljir ekki sofa hjá mér. llann greip andann á loftí. Svaraði ekki. — Ertu það? — Það er undir þvf komið hvernig... — Hvernig samskipti okkar eru? — Já. — Þú gerðir það ekki ef við stæðum f einhverju sambandi? — Nei. — Og er ekki? — Ef þú... ef ég... Hann fann ekki orðin, þau böggluðust fyrir honum og hann þagnaði aftur. — Vertu ekki að gera þér neinar grillur, sagði hún stutt- lega. — Ég gæti ekki hugsað mér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.