Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JtJNÍ 1977 Rætt við Gísla Vagnsson á Mýrum í Dýrafirði Vlð bæinn Mýrar f Dýrafirði er eitt mesta æðarvarp hérlend- is og fyrir nokkru var Mbl. þar á ferð til að ræða við Gfsla Vagnsson bónda á Mýrum nm æðarvarpið. Tveir synir Gfsla, Valdimar og Bergsveinn, búa þarna núna og sjá um búskap- inn, en Gfsli segist vera orðinn það heilsuveill að hann sé að mestu hættur störfum við búið. Hann var fyrst spurður hversu mörg hreiður væru hjá þeim núna: — í fyrra töldum við hér um 3.400 hreiður og hefur þeim farið heidur fækkandi hin síð- ari ár. Þegar mest var, á árun- um kringum 1964 voru hér um 6.000 hreiður, en nú hygg ég að Helgi bóndi í Æðey Þórarins- son sé kominn upp fyrir okkar og sennilega er hann með stærsta æðarvarp landsins núna. Skýringin er sennilega sú að Æðey liggur langt frá þétt- býlisstöðum og þar er því minna af vargfugli, sem er einn mesti óvinur og skaðvaldur æð- arvarpsins. Auk þess er Helgi mjög áhu.gasamur um æðar- varpið og sinnir því vel. í hverju er sú aðhlynning fólgin? — Æðarvarpið þarf margs konar aðhlynningu, segir Gísli Vagnsson, og stundum, þarf að vaka yfir þvi hér ef leysingar eru miklar á vorin og hætta er á að varplandið fari i vatn. Þá þarf að hækka hreiðrin með því að setja undir þau hey og reyna að halda þeim þurrum, taka burtu blautan dún o.s.frv. Það er vitað að fuglinn hænist að manninum þvi betur þar sem maðurinn er mikið á ferðinni um varpið. Fuglinum bregður þá síður við ferðir manns um varpið og fer jafnvel ekki af hreiðrinu þó að verið sé að taka dúninn og þá kemur fyrir að maður verður að lyfta honum af setja hann við hliðina á hreiðrinu meðan dúnn er tek- inn og síðan setja hann á hreiðrið aftur. — Ef fuglinn er hins vegar hræddur þá flýtir hann sér af hreiðrinu og skilur eftir sig skít og þá verður fremur óþrifalegt f hreiðrinu eins og gefur að skilja. GIsli Vagnsson, bóndi á Mýrum I Dýrafirði. Mesta ógnun ædarvarpsins er vargf uglinn — Aðrir fuglar hreyfa sig á meðan og nota tækifærið til að fara aðeins í vatn. Þá var rætt um dúntekjuna sjálfa og Gísli var spurður að því hvernig henni væri háttað: — Yfirferðin um varplandið tekur nokkra daga, en reynt er að fara eitthvað á hverjum degi, og ekki er hægt að fara um í rigningu. Dúnninn er tek- inn svona tvisvar til þrisvar yf- ir varptimann og það er talið að það þurfi um 50—60 hreiður til aó fylla kilóið. Við höfum því verið með um það bil 60 kg nú að undanförnu. Hvenær hefst varptíminn? — Það er um miðjan maí eða þar um bil og liður um það bil mánuður þar til ungarnir koma úr egginu. Nokkrar leggjast þó seinna, allt fram að mánaða- mótum maí—júní. Hverjar eru helztu hættur sem steðja að æðarvarpi? — Það er án efa vargfuglinn, sem er mesta ógnunin. Honum hefur fjölgað mjög á seinni ár- um og það er að mestu vegna þess að það er auðveldara fyrir hann en oft áður að afla sér fæðu. Þetta á við hér í Dýra- firði, en síður t.d. í Æðey, eins og ég sagði áðan. Varpstaðir svartbaks eru hér nærri og hann leitar fanga í æðarvarp- inu. Hann verpir líka t.d. í Breiðafjarðareyjunum, ekki sízt eftir að byggð þar hefur lagst niður og þar hefur það stórlega aukizt. Nú hefur verið ráðinn skotmaður og í fyrra fylgdi honum nemi á vegum Líffræðistofnunar háskólans og athugaði innihald maga svart- bakanna. Það kom í ljós þegar fuglinn var krufinn, að í fjór- um af hverjum fimm fuglum var einn eða fleiri æðarungar þ.e. þar sem æðarvarp var nærri. — Svartbakurinn t.d. sækir mjög í varpið þegar ungar hans eru litlir, svona frá miðjum júní og fram í júlímánuð, og jafnvel lengur, en minna eftir að ungar hans verða stærri. Það hefur líka komið fyrir þó það sé sjaldgæfara að svartbakur hef- ur ráðist á fullvaxinn æðarfugl og þreytt hann á sundinu og síðan rifið hann í sig. — En þó að vargfugl sé skað- valdur er það ýmislegt annað, sem ógnar æðarvarpinu, t.d. hitastig sjávarins þegar ung- arnjr fara í sjóinn. Hitastigið getur raskað allri fæðuöflun fyrir þeim og t.d. hafísveturinn 1965 var sjórinn mjög kaldur og það er enginn vafi á að það hafði mikil áhrif til fækkunar. Þá má nefna að hrafninn getur gert mikinn óskunda í æðar- varpi, en hann tekur ekki unga eftir að þeir koma á sjóinn. Að síðustu ræddi Gísli nokk- uð leiðir, sem farnar hafa verið til að bægja frá hættunni, sem stafar af vargfugli: — Við höfum margoft lagt til að Sveinn Einarsson veiðistjóri væri fenginn með flokk manna til að vinna að fækkun varg- fuglsins t.d. með viðeigandi svefnlyfjum og hafa nokkrar tegundir svefnlyfja verið próf- aðar. Fuglafræðingar eru hins vegar alltaf hræddir um örn- inn, að honum verði hætta búin ef miklu verður dreift af svefn- lyfjum, þar sem þessir fuglar leita sér ætis. Æðarvarpinu stafar einnig mikil hætta af erninum, því t.d. þegar hann flýgur yfir æðarvarp þá fara allar kollurnar af hreiðrunum og á meðan geta aðrir fuglar, t.d. hrafninn ráðist á egginn og hreinsað hreiðrin. Við Breiða- fjörðinn þar sem örninn hefur setzt að hefur æðarfugli t.d. stórfækkað og bændur á Skála- eyjum og Látrum sjá ekki fram á annað en eyðingu æðarvarps hjá þeim. — En hér er á ferðinni mikið vandamál og það þarf að finna einhverja lausn á því og við viljum helzt að notað sé svo sterkt svefnlyf að vargfuglarn- ir, sem komast í það sofni á nokkrum mínútum, því þá ná þeir ekki að dreifa sér og geta þvi ekki legið hér og þar, sem æti fyrir örninn, sagði Gisli Vagnsson að lokum. Eftir spjallið við Gísla var gengið í fylgd heimamanna nið- ur í æðarvarpið, sem er í fjör- unni neðan við bæinn og verða myndirnar hér látnar nægja sem lýsing á þeirri gönguför. . Hér sést yfir hluta varplandsins neóan við Mýrar og bærinn í brekkunni ofan við. ■ - -. / L? > ■>» Kollurnar gera sér hreiður nánast við hvaða aðstæður sem er og hér hefur þeim verið gefinn kostur á gömlum hjól- barða... Tveir æðarkóngar eru í varpinu við Mýrar og hér er annar á miðri myndinni og má sjá að m.a. nef hans er nokkuð öðru vísi en á blikunum I kring I kýs að vera innan um grjótið. Þannig Hggja kollurnar á hreiðrunum og renna mjög saman við umhverfið svo að varlega verður að ganga um varpið. Sumar fara ekki af hreiðrun- um þó að dúnninn sé tekinn og verður þá að lyfta þeim af og setja þær síðan aftur á þau.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.