Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 33 fólk f fréttum Inger Johanne segist ekki vera fljót að vefa en það sem hún býr til er fallegt. Vélritunin er ekkert vandamál, tærnar eru jafnmargar og fing- urnir. + Norska stúlkan Inger Johanne er það sem kallað er spastisk lömuð (cerebral presse). Hún getur lítið talað og á erfitt með aö stjórna hreyf- ingum sinum. Hendurnar getur hún mjög lltið notað en hún gerir ótrúlegustu hluti með fót- unum. Með þeim saumar hún, vefur, straujar, skrifar á ritvél og setur plötur á plötuspilar- ann sinn. Hún les mikið og horfir á sjónvarpið. Það er fyrst og framst löngunin til að bjarga sér sem mest sjálf og svo auðvitað þolinmæðin og þrautseigja sem hefur gert henni fært að þjálfa sig til að gera þessa hluti. Þegar Inger Johanne er inni situr hún oft- ast á lágum stól á fjórum hjól- um sem hún getur ýtt sér áfram á en utan dyra verður hún að nota hjólastól. Hún býr sjálf um rúmið sitt á morgnana og klæðir sig að mestu hjálpar- laust. Það er þrennt sem hún getur ekki hjálparlaust. Hún getur ekki borðað án hjálpar, farið á salerni eða í bað. Hún á mjög erfitt með að segja heilar setningar en það kemur ekki að sök þegar hún er heima. For- eldrar hennar eru orðin svo vön að átta sig á óskum hennar að oft dugar augnatillitið eitt. Inger Johanne fæddist 17. júli 1947. Af þessum 30 árum sem hún hefur lifað hefur hún dvalið 17 ár á sjúkrahúsum og hælum. En það er einmitt á þessum hælum sem hún hefur lært að bjarga sér og vinna með fótunum. Inger Johanne virtist fullkomlega heilbrigð sem ný- fætt barn en fljótlega tóku for- eldrarnir eftir því að eitthvað var að. Þau héldu þó lengi í þá von að litla stúlkan þeirra væri bara sein til en að lokum fóru þau með hana til læknis. Lækn- irinn var fljótur að kveða upp úrskurð sinn, barnið væri fá- viti. Foreldrunum datt ekki f hug að efast um að úrskurður læknisins væri réttur, þótt þau ættu erfitt með að trúa þvl. Inger Johanne hafði skýr og falleg augu og virtist fylgjast vel með öllu sem gerðist I kringum hana þótt hún gæti ekki hreyft sig mikið. Þegar hún var þriggja ára var Kun svo sett á fávitaheimili fyrir börn. Það var forstöðukonan á fávita- heimilinu sem tók eftir þvf að Inger Johanne var ekki and- lega sjúk og hún kom þvf í kring að láta rannsaka litlu stúlkuna f Rfkisspítalanum f Osló. Og það kom f ljós að for- stöðukonan hafði rétt fyrir sér, fötlunin var aðeins lfkamleg, og nú var Kun flutt á hæli þar sem hún fékk rétta meðhöndl- un og þjálfun. Þótt Inger Johanne Ifði vel hjá foreldrum sfnum og geti alltaf fundið sér eitthvað til að gera, saknar hún félagsskapar við jafnaldra sfna. Hún hefur að vfsu eignast vinkonur en nú eru þær flestar giftar og hafa eignast börn og vinna jafnvel Ifka utan heimilisins og þá gefst lítill tfmi til heimsókna. En Inger Johanne er glöð og þakklát fyrir allt það sem gert er fyrir hana og hún lætur á sér skilja að þótt erfiðleikarnir séu margvíslegir sé oftast hægt með einhverju móti að vinna bug á þeim og það versta sem henni er gert er að vorkenna henni. Hún grfpur um nálina með tánum af ótrúlegu öryggi. VANDAÐAR STAL FOLKSBILAKERRUR með yfirbreiðslu, Ijósum og varahjóli. Gísli Jónsson &Co. h.f Sundaborg — Simi 86644 SUMARHÚS, fullbúin með öllum húsgögn- um og búnaði, tilbúin að flytja inn í. Ótrú- lega hagstætt verð. VONDUÐUSTU TJALDVAGNAR á márkaðinum. Þýzkir 7 — 8 manna, sterkur undirvagn með venjulegum fólksbíladekkj- um afgreiðslu strax HJÓLHYSI í ýmsum stærðum, fyrirliggj- andi og væntanleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.