Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNl 1977 21 Kvennaskólanum berast góð- ar gjafir við skólauppsögn Kvennaskólanum í Reykjavík var sagt upp 21. maí sl. aö við- stöddu f jölmenni, en niunda bekk skólans var sagt upp 27. maí og hlutu allir nemendur rétt til framhaldsnáms. Forstöðukonan, dr. Guðrún P. Helgadóttir, minntist í upphafi Ragnheiðar Jónsdóttur skóla- stjóra, sem lést 7. mai sl. og risu menn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Ráðgert er að stofna við skólann minningasjóð um frk. Ragnheiði Jónsdóttur og veita úr honum söguverðlaun. Forstöðukona gerði grein fyrir starfsemi skólans þetta skólaár og skýrði frá úrslitum prófa. 198 stúlkur settust í skólann í haust og luku 14 burtfararprófi, 59 grunnskólaprófi 9. bekkjar og unglingaprófi 62. Hæstu einkunn á burtfarar- prófi hlaut Anna Maria Sigurðar- dóttir 9.50. 1 9. bekk var Lilja Petra Ásgeirsdóttir hæst með 9.00, i 2. bekk Rósa Baldursdóttir með 9.30 og í 1. bekk Helga Lauf- ey Finnbogadóttir með 9.32. Við skólauppsögn voru Kvenna- skólanum færðar góðar gjafir og heillaóskir. Fyrir hönd Kvenna- skólastúlkna sem brautskráðust fyrir 40 árum talaði frú Anna Erlendsdóttir og færðu þær skól- anum að gjöf Ferðabók Páls Gaimard. Fyrir hönd 30 ára ár- gangsins talaði frú Borghildur Fenger og færði skólanum fjár- upphæð til frjálsra afnota. Full- trúi 25 ára árgangsins var frú Sigurbjörg Axelsdóttir og gaf sá árgangur fjárupphæð til bóka- safns skólans. Fyrir hönd 20 ára árgangsins talaði frú Guðrún Lára Ásgeirsdóttir og afhenti hún fjárupphæð i minningarsjóð frk. Ragnheiðar Jónsdóttur. Fyrir hönd 15 ára árgangsins talaði Dóra Ingvadóttir og færði skólan- um fjárupphæð í listaverkasjóð. Fyrir hönd 10 ára árgangsins tal- aði Valgerður Sverrisdóttir og af- henti hún fjárupphæð í Hildar- sjóð, og fyrir hönd 5 ára árgangs- ins talaði Auður Guðmundsdóttir og færðu þær skólanum góða bókagjöf. Forstöðukona þakkaði afmælis- árgöngum alla tryggð og ræktar- semi við sinn gamla skóla, og hún væri kennurum og nemendum styrkur og hvatning. Að því búnu fór fram verð- launaafhending. . Verðlaun úr Minningarsjóði Thoru Melsteð fyrir bestan árangur burtfarar- prófi hlaut Anna María Sigurðar- dóttir, og hlaut hún einnig verð- laun fyrir besta frammistöðu í fatasaumi úr Verólaunasjóði frú Guðrúnar J. Briem. Verðlaun úr Thomsenssjóði hlaut Björg Ólafs- dóttir 2. bekk c. Þá voru veitt verðlaun úr Móðurmálssjóði, en þau hlaut Laufey Karlsdóttir. Danska sendiráðið gaf tvenn FYRIRTÆKIÐ Hekluvikur, sem á undanförnum árum, hefur flutt út nokkurt magn af byggingar- vikri reit hafnarstjórn Reykja- vlkur bréf f vor og fór þess á leit, að fá betri aðstöðu til að skipa út vikrinum. Mál þetta var tekið fyrir á sfðasta fundi hafnarstjórn- ar og var þvf vfsað til hafnar- stjóra til frekari umf jöllunar. Ágúst Hafberg forstjóri, einn af forráðamönnum Hekluvikurs, sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að fram til þessa hefði fyrir- tækið aldrei haft neinn ákveðinn stað við höfnina, en þeir hefðu lengi haft áhuga á að koma á verðlaun fyrir ágæta frammi- stöðu i dönsku á burtfararprófi en þau hlutu Laufey Karlsdóttir og Selma Petersen. Enskuverð- laun hlaut að þessu sinni Anna Maria Sigurðardóttir. Verðlaun fyrir besta bestan árangur i sögu á burtfararprófi hlaut Anna María Sigurðardóttir. Verðlaun fyrir besta frammistöðu í heilsu- fræði og hjúkrun hlaut Kolbrún Sigmundsdóttir. Verðlaun úr minningasjóði um Rannveigu og Sigríði Þórðardætur fyrir besta teiknikunnáttu hlaut Ása Jó- hannsdóttir 3. bekk z. Þá voru afhent verðlaun fyrir ritgerð um umferðarfræðslu og hlaut þau Salbjörg Óskarsdóttir 4. bekk. Að lokum þakkaði forstöðukona skólanefnd, kennurum og stjórn nemendasambandsins ánægjulegt samstarf og óskaði stúlkunum sem brautskráðust allra heilla á komandi árum. betra útskipunarfyrirkomuiagi, sem bæði væri fljótvirkara og betra en það sem þeir hefðu nú, og ef fyrirtækið gæti fengið ákveðinn stað við höfnina og betri aðstöðu ætlaði það að reyna þetta, þótt erfitt væri að fara út f stórar framkvæmdir á þessum verð- bólgutímum. Ágúst kvað víða vera eftirspurn eftir vikri, en mjög erfitt væri að keppa við erlendan vikur hvað verð snerti. Höfu'ðástæðan væri hin langa flutningaleið frá þeim stað þar sem vikurinn er tekinn til Reykjavíkur en það eru 140 kílómetrar. Hekluvikur hf. hyggst bæta útskipunaraðstöðu um aðstæðum starfsbróður síns, lithaugska ljóðskáldsins Venc- lova, sem „er bezta ljóðskáld, sem býr á iandsvæði þess heimsveldis, sem hefur Lithaugaland að litlu skattlandi", eins og Brodský kemst að orði i bréfi sínu. En bréf hans er svohljóðandi: „Til ritstjóra: Hér er eitt bréfið enn handa ykkur að lesa fyrir hönd manns, sem nú finnur lífi sínu ógnað af kunnuglegri skammstöfun: KGB. Andstætt guðum finnst þvi sem er af hinu illa gott að láta skamm- stafa sig, þvi að á þann hátt fær það á sig visst heimilislegt yfir- bragð — ekki ósvipað fangamarki manns — og öðlast þannig nánast löglegan tilverurétt. Á einkenni- legan hátt draga skammstafanir hins illa úr vilja okkar til að berj- ast gegn þvf, og við getum jafnvel farið villt á þeim og skamm- stöfunum flugfélags eða sjón- varpsstöðvar. Alla vega einfalda þær hugmynd okkar um fyrirbær- ið. KGB merkir á rússnesku ríkis- öryggisnefnd, og vegna þess að hinir ensku upphafsstafir sam- svara ekki þeim rússnesku, legg ég til að þið lesið úr þessari skammstöfun einfaldlega „af- tökusveit", „vinnubúðir“, eða „geðveikrahæli", og eitt af þessu þrennu er framundan fyrir Tomas Venclova, en það er fyrir hans hönd sem þetta bréf er ritað. Tomas Venclova er Lithái — og það er slæmt vegna þess að mjög fáir Bandaríkjamenn hafa nokkra hugmynd um hvar Lithaugaland er. Ég ætla að hlifa ykkur við kennslustund i landafræði og sögu, en lýsi þess i stað yfir, að hr. Venclova er bezta ljóðskáld sem býr á landsvæði þess heimsveldis, sem hefur Lithaugaland að litlu skattlandi. Ég hætti á að gefa verkum hans þessa einkunn vegna þess að ég þekki þau jafn- vel betur en nokkur annar á vesturhveli jarðar, þvi ég hef þýtt ljóð hans á rússnesku. Auk rúss- nesku hafa verk hans verið þýdd á pólsku, þýzku, og frönsku. Hann er einnig mjög vel þekktur meðal evrópskra málvísindamanna fyrir táknfræðirannsóknir sinar, og á siðasta ári var honum boðið að kenna við Berkeley-háskólann í eitt ár, en honum var synjað um ferðaleyfi. Hr. Venclova varð sjálfur fyrst- ur til að þýða á litháísku verk T.S. Eliot, W.H. Auden, Robert Frost, W.B. Yeats, Ezra Pound og fleiri. Hann hefur einnig þýtt ljóð ensku metafýsisku skáldanna. Látið það ekki valda ykkur vandræðum að þessi nöfn skuli vera úr svona mörgum áttum, þvi það er algeng venja I bókmenntum litilla þjóða, að einn maður vinni mörg störf. Þar fyrir utan hafa þýðingar ver- ið helzta lifsviðurværi Venclova árum saman. 11. maí 1975 sótti Venclova um leyfi til að fara úr landi til mið- stjórnar lithaugska kommúnista- flokksins. Siðan hefur ekkert til hans spurzt, og i ljósi atburða sem lýst er i fyrirliggjandi skjölum er ekki annað hægt en að óttast um afdrif hans. „Neðanjarðaráskor- un“ til menntamanna á Vestur- löndum var birt í nýlegu tölublaði (nr. 20) ,,samizdatritsins“ Annáls kaþólsku kirkjunnar i Lithauga- landi. Þar segir að þrir mennta- menn og andófsmenn í Lithauga- landi, Mindaugas Tamonis, Arunas Tarabilda og J. Kazl- auskas, hafi látizt við dularfullar kringumstæðúr á siðustu árum, og er ábyrgð á dauða þeirra lýst á hendur KGB. Ritstjórar Annáls- ins óttast að sams konar örlög biði Tomas Venclova, sem óskað hefur eftir leyfi til að flytja úr landi. Ég hvet alla þá sem lesa þetta bréf til að gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til að aóstoða hr. Venclova við að fá leyfi til að fara frá Sovétríkjunum. Bréf ykkar og skeyti skal senda: Anatoly Dobrynin, sendiherra, Sendiráði Sovétríkjanna í Washington, DC, 2)Miðstjórn kommúnistaflokks Lithaugalands, 3)Rithöfundasam- bandinu þar, Vilnius, Sovét- rikjunum, 4) hr. Charles Runyon, lögfræðilegum ráðunaut um mannúðarmál, lUanríkisráðu- neytinu, Washington, DC,20520; og 5) þingmönnum ykkar. Þvi miður getur manneskjan aðeins skilið jafn mikla illsku og hún getur sjálf sýnt af sér. Ein- mitt þetta veitir öllum þessum skammstöfuðu stofnunum yfir- burðastöðu og gerir okkur erfitt um vik að berjast gegn þeim. Sovétrikin eru land þar sem glæpavandamálið hefur verið leyst af ríkisvaldinu — glæpirnir eru stundaðir af starfsmönnum ríkisins, og þeir eru atvinnu- menn. Þess vegna langar mig til að grípa þetta tækifæri til að ieggja til við alla þá í þessu landi, sem áhuga hafa á mannréttindum í austri, að setja á fót, undir verndarvæng Bandaríkjaþings eða utanríkisráðuneytisins, sér- staka stofnun, sem fjallaði um vandamál af þessu tagi. Þar að auki ætti að setja allar upplýsing- ar um handtökur, pyntingar og morð i tölvur og tengja þær nöfn- um manna og samtaka, sem gætu hafið aðgerðir eða vakið athygli á slikum málum. Þörfin fyrir sam- ræmingu allrar okkar viðleitni i þessu efni stafar af þeirri stað- reynd, að við eigum i höggi við atvinnumenn á vegum rikisvalds- ins, og við höfum ekki efni á að dreifa kröftunum og starfa við- vaningslega. Amnesty Inter- national er ekki nóg, þrátt fyrir allt hið góða starf þeirra samtaka — of seint er að vernda utanfrá mann, sem þegar er kominn i fangelsi. Við þurfum að gripa til raunhæfra aðgerða mun fyrr. Sér- hver vörn tekur mun lengri tima en sókn — og tíminn er ekki gott afl lengur, þegar hann er rikis- valdinu til umráða. Joseph Brodský University of Michigan."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.