Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JUNÍ 1977 Sauð- nautskýr annast klukku- stundargamalt afkvæmi. Á SÍÐARI árum hefur miklu starfi verið varið til þess að ala upp útvalin sauðnaut og gera þau að mikilvægri búbót fyrir Eski- móa, aðallega með nýtingu hárfínnar ullarinnar, sem er köll- uð quviut. Svo umfagnsmikil er þessi starfsemi í Alaska og Kanada, að á síðari árum hefur ekkert annað jórturdýr verið tam- ið í jafn ríkum mli. Sauðnautin eru sótt á norðurhjara, en þau lifa nú eingöngu villt á fjarlægustu landsvæðum í norðri. Reyndar er þetta dýr ekki naut og hefur ekki moskukirtla. Hið venjulega nafn þess, moskuuxi, er frá 17. öld og byggjist á óskhyggju frá þeim tíma, þegar moskus var eftirsótt efni í ilmvötn. Ef til vill er þetta rangnefni komið af ilmin- um af mykju dýrsins og hlandi á eyðilegum viðavangi. Tegundarheiti sauðnautsins, sem það fékk 1916, stafar af öðr- um misskilningi, því að Ovibos felur það í sér, að dýrið sé að hluta sauðkind og að hluta naut- gripur. En raunin er sú, að nán- ustu núlifandi ættingjar sauð- nautanna eru geitur og ef til vill antilópur. Allir beinir forfeður þeirra hafa dáið út. Kannski er nafngift Eskimóanna bezt — Oomongmak, ,,sá skeggjaði“. Hinir skeggjuðu voru á sínum timá dreifðir víða um norðurhvel- ið, en urðu að hörfa suður á bóginn fyrir vaxandi ísbreiðum og frummaðurinn veiddi þá í Mið- Evrópu. Nú á dögum eru hin eðli- legu heimkynni þeirra aðeins í Norður-Kanada, þar sem eru um 10.000 dýr, og í Grænlandi, þar sem eru um 6.000. Vörnin miðuð við úlfa, en ekki menn Hin fasta varnarskipun sauð- nautanna — hringur utan um kálfana — var miðuð við höfuð- óvinina, úlfana. Slík vörn, þar sem vopnin voru beitt horn, dugði vel gagnvart úlfum, en hefur ver- ið gagnlaus gagnvart mönnum. Jafnvel frumstæðir veiðimenn gátu auðveldlega nálgast þau til að drepa með spjótum og örvum. Sú eðlishvöt sauðnautsins að verja hræ fallins félaga leiddi oft til slátrunar allrar hjarðarinnar. Afleiðingarnar urðu þær, að dýrin voru veidd, þangað til þau voru útdauð í Evrópu og Asíu, áður en sögur hófust, og þeim var nærri því útrýmt í Norður- Ameríku á síðari tímum. Síðasta sauðnautið í Alaska var drepið um 1850. Um aldamótin voru þau drepin þúsundum saman I Kanada. Hinn mikilsvirti heimskauta- könnuður Otto Sverdrup skrifaði árið 1904 um þá grimmd, sem fælist í því að drepa þessi „frið- sömu dýr“: „Það er engin í íþrótt, það er einfaldlega slátrun. Til þess þarf litla leikni, og ekki er um neina eftirvæntingu eða spennu að ræða. Hver sem er getur komið hópi af hundum á sporið og siðan elt þá rólega með byssu, gengið að dýrunum og skotið niður heila hjörð....“ Árið 1926 fellst ríkisstjórn Kanada á sjónarmið Sverdrups og friðaði sauðnautin algerlega. Hæfileiki þessa þýðlinda jórtur- dýrs til að breyta hinum fátæk- legu stráum heimskautssvæðanna i gagnlegar afurðir fyrir mann- kynið ætti að vera augljós mönn- um i þröngbýlum heimi. Ull dýrs- ins, sem það fellir í stórum breiðum f maí eða júní, er gædd sömu kostum og kasmír-ull. Og í rauninni eru qiviutþræðir jafnvel lengri en kasmír-þræðir og að jafnaði aðeins tveir þriðju hlutar þeirra að þvermáli. Landkönn- uðir á 18. öld söfnuðu saman lögðum af þessum híalíni sem feykist um auðnirnar, og hvöttu eindregið til þess, að sauðnautið yrði tamið sem húsdýr vegna ullarinnar. En það var ekki fyrr en 1954, að sá gamli draumur tók að rætast. Það ár og síðan aftur árið eftir sendi Rannsóknastofnun land- búnaðar á norðlægum svæðum leiðangra til hrjóstrugra land- svæða Kanada um 300 milur fyrir norðaustan Yellowknife á Great Slave Lake. Fangaðir voru sjö kálfar og fluttir á tilraunabúgarð stofnunarinnar i Vermont. Sá hluti áætlunarinnar tók tíu ár. Eftir ítarlegar rannsóknir á dýrunum komust menn að þeirri niðurstöðu, að sauðnaut væru í rauninni vel til þess fallin að vera húsdýr. Þau gæfu af sér verð- mætar afurðir, væru hænd að mönnum, ykju auðveldlega kyn sitt í haldi, löguðu sig vel að stjórn og venjum búsins og væru jafnvel ástúðleg. Forvitin dýr læra að opna hlið I grein eftir John J. Teal jr. framkvæmdastjóra rannsókn- anna segir, að undanförnum árum hafi fólk á stofnuninni oft furðað sig á því, hvað fósturbörn þess gætu verið gáskafull og haft gaman af að leika sér. Teal segir: „Á hinum ýmsu uppeldisstöðvum okkar nota bústjórar okkar vél- knúna sleða, þegar fer að snjóa á haustin, til að flytja heyðið í ■ fóðurgrindurnar. Jafnskjótt og sleði birtist í girðingunni, safnast öll hjörðin í kringum hann, hnus- ar af honum með trúnunum, setur lappirnar upp á hann og prófar hann. Síðan fara þeir upp á sleðann einn og einn og fá sér bunu. Eftir að hafa farið 5 til 10 metra verður farþeginn, frá sér numinn af hrifningu, að þoka fyr- ir öðrum, sem vill fá að fara eina ferð líka. Þegar við höfum verið að horfa á bústjóra okkar aka þannig um með sauðnauts- farþega, hefur okkur orðið á að spyrja: Hver er að temja hvern? Tamin sauðnaut hafa yndi af þvi að taka þátt í athöfnum manna. Eitt sinn voru kona min og börn að synda í sundlaug okkar í Vermont-stöðinni, þegar þau heyrðu allt í einu mikið skvamp og busl og blástur. Þau voru þá skyndilega umkringd sauðnaut- um, sem hoppuðu út í til þeirra og vildu leika sér eins og þau, enda skemmtu þau sér ekki síður. Þau voru eins og óvenju stórir hundar. Sauðnautin eru svo greind og forvitin, að það er erfitt fyrir ljós- myndara að taka myndir af þeim, því að þau koma og stökkva upp til að hnusa af myndavélinni. Þau nugga einnig trýninu upp að hverjum gesti til að vera klórað og klappað, og meðan fórnar- lambið er að því, ieita þau í vösum þess að ávöxtum. . Ég komst að raun um það við tilraunir okkar í Vermont, að því fer fjarri að forvitni sauðnauta sé óvirk. Þegar ég lokaði hliðinu að girðingunni, fylgdust sauðnautin Sauðnaut norðursins orðin dýrmæt húsdýr I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.