Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 12. JUNÍ 1977 17 — Aðferðir SCn Þeir ættu þvi að greiða 114.000 krónur fyrir hvert veiðileyfi. Nú selur ríkið eða samtök sjáv- arútvegsins þess vegna 70 veiði- leyfi á 114.000 krónur hvert í stað 100 leyfa á 60.000 krónur hvert. Er því greitt 1.980.000 krónum meira fyrir veiðileyfin en þegar markmiðið var að tak- marka sóknina við hagstæðast- an afla. 30 fiskimenn hverfa að annarri vinnu og framleiða þar fyrir 4.200.000 krónur. Hins vegar minnkar aflinn um 2.220.00 krónur. Mismunurinn er 1.980.000 krónur eða ná- kvæmlega sú upphæð, sem greidd hafði verið í viðbót fyrir veiðileyfin. Kaupmáttur hefur skapazt við sölu veiðileyfanna til þess að kaupa þessa fram- leiðsluaukningu. 1 ljós kemur, að heildaraukn- ing þjóðarteknanna hefur num- ið 7.980.000 krónum. Meðan sókn á miðin var frjáls, veiddu þar 121 fiskimaður og var afla- verðmætið 16.9 milljónir króna. Nú veiða þar aðeins 70 fiski- menn, en aflaverðmætið hefur vaxið í 17.8 milljónir eða um tæpar 0.9 milljónir. 51 fiski- maður starfar nú í landi og framleiðir þar fyrir rúma 7.1 milljón. Aukning þjóðartekn- anna er því tæpar 8 milljónir eða nánar tiltekið 7.980.000 krónur eða nákvæmlega sama upphæðin og greidd hefur ver- ið fyrir veiðileyfin. Aukning þjóðarteknanna er til ráðstöf- unar fyrir rikisvaldið eða sam- tök sjávarútvegsins ef löggjaf- ar*aldið ákveður, að það skuli fá tekjurnar af veiðileyfunum, sem eru jafnar aukningu þjóð- arteknanna. Hagur þjóðarheild- arinnar verður hér enn betri en þegar tala fiskimannanna var takmörkuð við 100 á þessum miðum, til þess að tryggja hag- stæðastan afla. Hliðstæða út- reikninga mætti að sjálfsögðu framkvæma varðandi hin mið- in. Utgáfa veiðileyfa er ávallt bundin miklum og margvisleg- um framkvæmdaörðugleikum. Einkum og sér í lagi yrði þó eflaust miklum vandkvæðum bundið að ákveða verð veiði- leyfanna réttilega þannig, að það markmið næðist, að sókn yrði einmitt sú, sem skilar mestum hreinum tekjum af ákveðnum miðum eða við ákveðnar veiðar. Auk þess verður að hafa í huga, að for- senda fyrir þeirri röksemda- færslu, sem hér er um að ræða, er sú, að þeir fiskimenn, sem hætta veiðum til þess að sóknin í fiskistofnana minnki, eigi kost á öðrum störfum í landi. Til skýringar á því, hvernig beita má sölu veiðileyfa sem stjórnunaraðferð í sjávarút- vegi, má nefna, að Kanada- menn tóku árið 1968 upp veiði- leyfakerfi í sambandi við lax- veiðar i Kyrrahafi. Þeim, sem stundað höfðu veiðarnar, var skipt i tvo hópa. í hinum fyrri voru þeir, sem vildu halda veið- unum áfram og greiða tilskilið gjald fyrir veiðileyfin. En í hin- um siðari voru þeir, sem treystu sér ekki til þess að halda veiðum áfram. Verðið, sem greiða skyldi fyrir veiði- leyfin, hefur farið stighækk- andi ár frá ári, og á hækkunin að halda áfram í vissan tima. Tekjurnar af veiðileyfunum, sem fyrri hópurinn kaupir og greiðir fyrir, eru notaðar til þess að bæta hinum hópnum það tjón, sem hann verður fyrir við það að hætta veiðum. Það er tvímælalaust rétt, að sé þeirri stjórnunaraðferð beitt í sjávarútvegi, að fiskveiðar verði háðar veiðileyfum og sé innheimt fyrir þær gjald, er nauðsynlegt að gera það smám saman, þ.e. framkvæma slíka stjórnunaraðferð í áföngum. Ef t.d. skyndilega væri tekin ákvörðun um að selja veiðileyfi á öllum þeim sviðum fiskveiða, þar sem talið er, að um ofveiði sé að ræða innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu, — að ekki sé talaö um, þegar líkur benda til, að sókn sé meiri en tryggir há- mark hreinna tekna í hiutaðeig- andi grein fiskveiðanna, — þá mundi það valda óeðlilegri og eflaust skaölegri röskun. En stjórnunarráðstafanir í sjávar- útvegi eru orðnar brýn nauð- syn. Framhjá þvi verður ekki horft, að hér á landi — og víða annars staðar — er sókn i fiski- stofna orðin svo mikil, að tak- mörkun hennar mundi auka heildartekjur einstakra greina fiskveiðanna og sjávarútvegs- ins i heild og þó einkum hrein- ar tekjur á hverja sóknarein- ingu. Undir mörgum kringum- stæðum gæti verið hagstætt fyr- ir heildina að greiða mönnum fyrir að hætta þátttöku i veið- um, eins og sannazt hefur með reynslu annarra þjóða. Það væri að sjálfsögðu byggt i misskilningi, ef einhver héldi 'VÍ fram, að sú stjórnunarað- erð í sjávarútvegi, að selja eiðileyfi væri skattur á sjávar- tveginn í heild, því að hann ,æti fengið allar tekjurnar af sölu leyfanna. Það, sem gerðist, væri, að fluttar væru til tekjur innan sjávarútvegsins. En miklu mikilvægara — og raun- ar aðalatriði — er hitt, að með þessu móti tækist væntanlega að draga úr sókninni, þar sem hún er talin orðin óhagkvæm. Það ylli aukningu þjóðartekna, sem stjórnvöld yrðu að ákveða, hvernig skyldi ráðstafa. Sú grundvallarstaðreynd, sem ætlunin var að vekja at- hygli á hér, er að allt bendir til þess, að sókn i fiskistofna í is- lenzku fiskveiðilögsögunni sé orðin svo mikil, að um ofveiði sé að ræða á ýmsum sviðum, og sömuleiðis, að hún sé mun meiri en til þess svarar, að hreinar tekjur af ýmsum grein- um sjávarútvegs og jafnvel honum í heild séu eins miklar og þær gætu verið. Þó að útgáfa veiðileyfa og sala þeirra sé ef- laust mjög vandmeðfarið tæki til stjórnunar i sjávarútvegs- málum, er hér tvímælalaust um hugmynd að ræða, sem á það skilið, að henni sé miklu ríkari gaumur gefinn en átt hefur sér stað. Og sú meginniðurstaða nútíma fiskihagfræðinga er tvi- mælalaust rétt, að tengsl séu milli ofveiðivandamálsins og efnahagsskipulags sjávarút- vegsins, þ.e. þeirrar staðreynd- ar, að flskimiðin éru sameign og aðgangur að þeim frjáls og ótakmarkaður. í tilefni 75 ára afmælis Sambands ísl. samvinnuf élaga verður í Háskólabíói mánudaginn 13. júní n.k. kl. 20.30. DAGSKRÁ: 1. Fundarsetning: Eysteinn Jónsson stjórnarfor- maður Sambandsins. 2. Ávarp: Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra. 3- Ávarp: Ebbe Groes, stjórnarformaður Norræna samvinnusambandsins. 4. Kórsöngur: Kór Söngskólans í Reykjavík. Stjórn- andi Garðar Cortes. Við hljóðfærið Krystyna Cortes. 5. Ávarp: Ólafur Sverrisson, fulltrúi Sambands- kaupfélaganna. 6. Ávarp: Magnús Friðgeirsson, formaður Starfs- mannafélags Sambandsins i Reykjavík. 7. Söngur: Óperusöngvararnir Sieglinde Kahman og Sigurður Björnsson. Við hljóðfærið Carl Billich. 8. Ræða: Erlendur Einarsson forstjóri. 9. Fundarslit og hópsöngur. Fundurinn hefst kl. 20.30 húsið opnað kl. 20.00. Frá kl. 20.00 til 20.30 leikur Lúðrasveitin Svanur undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar. ALLIR VELKOMNIR Á HÁTÍÐARFUNDINN SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA VÖRUBIFREIÐASTJÓRAR BRIDGEST0NE VÖRUBÍLADEKKIN hafa lækkað í verði. Það er margsannað að BRIDGEST0NE DEKKIN hafa reynst jafnbest áíslenskum vegum. Þessvegnaerávallt öryggiog þægindi íakstrimeð BRIDGESTONE undirbílnum BRIDGESTONE hjólbarðarfást um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.