Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977 3 FIDE er á pólitískum villigötum og hefur vanrækt skákina sjálfa Þegar hefur verið tilkynnt um tvo aðra frambjóðendur; júgóslavneska stórmeistarann Svetozar Gligoric og Rafael Mendez frá Puerto Rico Talið er að við forsetakjörið speglist ann- ars vegar vilji þriðja heimsins til að fá höfuðstöðvar skákarinnar til sln og hins vegar vilji þeirra, sem vilja höfuðstöðvarnar áfram I Evrópu, en þær eru nú I Hollandi. Að Alþjóða- skáksambandinu standa nú 97 þjóð- ir. Friðrik Ólafsson sagði að af þeim lausafregnum, sem hann hefði feng- ið af stöðunni, væri talið llklegt að Rafael Mendez myndi hljóta flest atkvæði I fyrstu umferð forsetakjörs- ins, en þó ekki tilskilin 50% at- kvæða. Myndi þá fyrsta atkvæða- greiðslan skera úr um, hvort Friðrik eða Gligoric kæmust áfram I aðra atkvæðagreiðslu og slðan væri spurningin, hvernig þau atkvæði, sem sá fengi er félli út, skiptust i annarri atkvæðagreiðslunni. Að sögn Einars S. Einarssonar, forseta Sí, er skiptingin I grófum dráttum sú, að vesturevrópuþjóðir ráða um 30 atkvæðum við forsetakjörið, austurevrópuþjóðirnar 15 og þriðji heimurinn, sem svo væri nefndur; austurlönd, suðurameríkulönd og afrtkuþjóðir, réði yfir 40 atkvæðum Frá norðuramerlku eru svo Banda- rikin og Kanada með sitt atkvæðið hvort. Þegar spurt var um, hvort vitað væri um afstöðu Sovétríkjanna til framboðs Friðriks svaraði Einar neitandi og Friðrik kvaðst állta, að austurevrópuþjóðirnar myndu styðja framboð Gligoric; hann væri að minnsta kosti tæknilega séð heppi- legasti frambjóðandi frá þeirra sjón- arhóli og einnig hefði verið talað um stuðning einhverra arabalanda við hann Virðast möguleikar Friðriks þvi liggja I þvi að vesturevrópuþjóð- irnar fylki sér um hann I fyrstu atkvæðagreiðslunni og að honum takist að bera sigurorð af Gligoric þar og síðan vinna Mendez með þremur varaforsetum FIDE Ihugaði að sögn framboð og væri þá með öllu óljóst, hvað slikt hefði að segja fyrir framboð Rafael Mendez. Þegar Friðrik var spurður að þvi, hvort dr Euwe, forseti FIDE, hefði ekki fullyrt, er hann bað Friðrik að gefa kost á sér, að hann gæti tryggt honum kjörið, svaraði hann að það væri að visu rétt. Hins vegar hefði dr Euwe fyrst snúið sér til Gligoric, sem þá hefði neitað, þannig að ef til vill hefðu mál eitthvað snúist eftirað Gligoric ákvað að fara fram.. Ýmsir vartkantar Friðrik Ólafsson sagði, að sér hefði ekki unnizt timi til að leggja nákvæmlega niður fyrir sér, hvaða breytingar hann vildi framkvæma á starfsemi Alþjóðaskáksambandsins. Hins vegar hefði hann sem virkur skákmaður undanfarin ár kynnzt ýmsum vanköntum. sem brýnt væri að bæta úr Nefndi hann sem dæmi. að fyrirkomulag heimsmeistara- keppninnar i skák væri nú almennt meðal skákmanna talið of þung- lamalegt og taldi hann æskilegt að á þvi yrði gerðar breytingar i þá átt að keppnin yrði liprari Þá sagði Friðrik að sú afstaða skákmanna að vilja helzt fá að tefla sínar skákir i friði frá öðru stússi, hefði leitt til þess, að ýmis hagsmunamál skákmanna sjálfra hefðu orðið útundan og sagði, að starfsemi FIDE hefði að sumu leyti beinzt frá hagsmunum skákmanna. Nefndi hann, að meðal stórmeistara hefði óánægjan með Alþjóðaskáksambandið orðið svo megn að þeir hefðu rætt um stofnun sérsambands, þar sem stórmeistarar sjálfir hefðu töglin og hagldirnar. Hins vegar mætti lita á framboð sitt og Gligoric sem merki um það, að stórmeistarar hefðu nú hug á að freista þess að ná áhrifum í Alþjóða- skáksambandinu sjálfu i stað þess að stofna til enn eins klofnings i röðum skákmanna Friðrik sagði, að meðal skák- manna væri mikil óánægja með það, að Alþjóðaskáksambandið væri koroið á villigötur i pólitiskum skiln- ingi með of miklum afskiptum í stjórnmálalegum hráskinnaleik, sem ekki kæmi skákmálum beint við Nefndi hann sem dæmi, að nú væri ákveðið að auka-aðalþing FIDE i Sviss í júli, þar sem bitast ætti um aðild skáksambands Suður-Afriku að FIDE. Enda þótt mannréttindamál væru i sjálfu sér hin markverðustu, væri ómögulegt að sjá, að með ærnum tilkostnaði þyrfti að halda fyrrgreint auka-aðalþing af tilefni sem væri meira stjórnmálalegs eðlis en skáklegs, þar sem aðalþing FIDE væri lögboðið einu sinni á ári Með- an slíkt vafstur tæki tíma og fjár- muni frá sambandinu væri sjálfsagt málefni eins og reglur um skákmót og framkvæmd þeirra látið sitja á hakanum Þetta veldur skákmönn- um gremju og sagði Friðrik, að hann teldi eitt brýnasta verkefni næsta forseta FIDE að bæta úr þessari yfirsjón Þá sagði Friðrik, að hann teldi það hreint ófremdarástand að Alþjóða- skáksambandið skyldi ekki vinna ötullegar að þvi að koma á einvigi milli tveggja sterkustu skákmanna heims; þeirra Karpovs og Fischers „Ég hefði að vlsu ekki gefið Karpov mikla möguleika fyrir tveimurárum. En hann hefur siðan unnið hvern sigurinn öðrum betri og mér sýnist hann vera að nálgast þann styrk- leika, sem Fischer hafði að minnsta kosti fyrir tveimur árum ' Stuðningur ríkisins Skáksamband íslands hefur nú tilkynnt FIDE, að Friðrik Ólafsson hafi formlega verið tilnefndur af hálfu SÍ sem forsetaefni. í lögum FIDE er talið fara bezt á því að aðalstöðvar FIDE séu í heimalandi forsetans og að framkvæmdastjóri sambandsins og gjaldkeri, sem einnig eru kosnir, en að loknu for- setakjöri, séu sömu þjóðar og forset- inn. Friðrik sagði þetta þó ekki af- dráttarlaust samkvæmt lögunum, en að sjálfsögðu réði það nokkru um framboð sitt að hann teldi það nokk- urs virði að fá höfuðstöðvar FIDE til íslands. Um hugsanlega fram- kvæmdastjóra og gjaldkera. ef hann næði kjöri, sagðist Friðrik ekkert geta sgat um á þessu stigi, en sér léki hugur á að gera skrifstofu FIDE mun öflugri og virkari en hún er nú j sambandi við framboð Friðriks hefur Skáksamband íslands átt við- ræður við ríkisstjórnina og hafa ráð- herrar allir lýst áhuga sínum og stuðningi við framboðið Sagði Ein- ar S. Einarsson að við ráðherra hefði verið ræddur stuðningur ríkisins við kynningu á framboði Friðriks í sam- bandi við ferðalög og útgáfustarf- semi og hefði ríkisstjórnin heitið fjárstuðningi f því sambandi. auk þess sem lauslega hefði verið rætt um stuðning ríkisins, til dæmis í sambandi við húsnæði og fjarskipta- kost, ef af kjöri Friðriks yrði Sagði Einar undirtektir þar um hafa verið jákvæðar Starf forseta FIDE hefur verið ólaunað heiðursstarf, en Ijóst er, að ef Friðrik á að gefast kostur á að rækja starfið sem hann vill, er nauðsynlegt að koma því á fjárhags- legan grundvöll. Friðrik nýtur nú nokkurra opinberra launa sem skák- maður og sagði Einar, að það hefði komið fram, að þau yrðu ekki af honum tekin, þótt hann yrði forseti FIDE. Með forsetastöðu FIDE mun Frið- rik verða að draga mjög úr skák- keppni sinni, til dæmis taldi hann útilokað að hann gæti tekið þátt í •svæðamótum eða öðrum mótum, sem beint eru haldin að tilstuðlan FIDE. Hins vegar væru ýms skák- mót, sem hann ætti eftir sem áður að geta teflt á og nefndi hann IBM- mótið í Hollandi og Reykjavikur- skákmótið sem dæmi þar um. Þess má geta, að næst á dagskrá hjá Friðrik er skákmót í Hollandi í sept- ember. Kosningaslag- urinn hafinn Stjórn Skáksambands íslands hef- ur ákveðið að bjóða Ineke Bakker, aðalritara FIDE, hingað til lands og er hún væntanleg 29. júní. Mun hún veita Friðrik og Skáksambands- mönnum itarlegar upplýsingar um alla starfsemi FIDE og ástand og horfur ? málefnum þess, jafnframt því sem henni verður gefinn kostur á að kynnast íslandi og aðstæðum hér. Einar S. Einarsson sagði, að nú yrði strax hafizt handa við að kynna framboð Friðriks og i næsta mánuði verður aðalfundur norræna skák- sambandsins haldinn i Finnlandi Þangað verður sendur fulltrúi og á auka-aðalþing FIDE. sem haldið verður 23. og 24 júli í Luzera ? Sviss sagði Einar að senda yrði myndarlega sendinefnd Enda þótt þetta þing bæri meiri keim af stjórn- málum en skák, þá gæfist þar kostur á að hitta fulltrúa fjölmargra skák- sambanda og yrði þingið þv? góður vettvangur til að kynna framboð Friðriks Ólafssonar til forsetakjörs ié FIDE Dr. Max Euwe, sem nú gegnir starfi forseta FIDE, er þriðji maður- inn í því embbætti Fyrsti forsetinn var hollendingurinn Alexander Rúbe, sem gegndi starfinu 1924—49, en þá tók við svíinn Folke Rogaerd og gegndi hann þvi til 1 970, er dr Euwe tók við. Friðrik Olafsson, sem keppir að kjöri sem forseti FIDE „ÉG TEL aS AlþjóSaskáksamband- ið sé komiS á villigötur meS af- skiptum af pólitlskum hlutum, sem ekki koma skákinni beint vi8. Einnig hefur sambandiS illa van- rækt ýmis málefni skákmanna sjálfra og þessum hlutum hef8i ég hug a8 a8 reyna a8 kippa I lag og um Iei8 a8 gera útbreiSslustarf- semi sambandsins sem og alla starfsemi þess sem öflugasta. Ein- vlgi milli tveggja sterkustu skák- manna heims. þeirra Fischers og Karpovs, er lika hlutur, sem ég hef8i áhuga á a8 koma I fram- kvæmd, ef ég næ kjöri," sagSi FriSrik Ólafsson stórmeistari, er Skáksamband íslands kynnti formlega I gær, a8 hann hefSi ákveSiS a8 verSa a8 óskum um a8 vera I kjöri sem næsti forseti Al- þjóSaskáksambandsins. en kosn- ingin verSur I Hollandi haustiS 1978. viðbótaratkvæðum frá stuðnings- þjóðum Gligoric, þegar til annarrar atkvæðagreiðslu kemur. Hins vegar sagði Einar S. Einarsson, að heyrzt hefði um fleiri frambjóðendur úr röðum þeirra, sem vilja höfuðstöðv- ar skákarinnar frá Evrópu og nefndi hann að Campomanes. forseti skák- sambands Filipseyja, og einn af FRAMBOÐ Friðriks Ólafssonar kynnt á fundi með blaðamönnum f gær. Friðrik Ólafsson stórmeist- ari er lengst til hægri á myndinni, og Högni Torfa- son, varaforseti Sí, situr til vinstri. 1 miðju er Einar S. Einarsson, forseti Skáksam- bands tslands, að lesa til- kynninguna um framboð Friðriks. Ljósm. Mbl. Emilía. Ljósm. Mbl.: RAX. Séra Garðar Þorsteinsson og Sveinbjörg Helgadóttir fyrir framan myndirnar sem safnaðarstjórnirnar í Kjalarnesprófastdæmi létu mála og gáfu þeim hjónum. Létu mála málverk af prófastshjónunum SÉRA Garðari Þorsteins- syni, fyrrverandi prðfasti í Hafnarfirði, og konu hans, Sveinbjörgu Helgadóttur, var í fyrradag afhent mál- verk af þeim hjðnum, sem Eiríkur Smith listmálari hefur málað af þeim, en gefendur eru safnaðar- stjórnir prðfastdæmis Garðars. Séra Garðar sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að hann hefði flutt sína kveðjuræðu í Hafnarfirði hinn 27. marz s.l. Þá hefði þeim hjónum verið haldið samsæti af safnaðarstjórninni og verið tilkynnt að ætlunin væri að láta gera málverk af honum og mætti hann velja listamanninn. Síðan hefði það gerzt á héraðs- fundi safnaðanna að samþykkt hefði verið að láta gera málverk af honum, en þegar frést hefði urn ákvörðun safnaðarstjórnar- innar í Hafnarfirói hefði ákvörð- uninni verið breytt á þann veg að láta mála málverk af konu hans Sveinbjörgu Helgadóttur. Eirfkur Smith hefði siðan verið fenginn til að mála myndirnar. Kvað hann safnaðrarstjórnirnar hafa boðað þau hjón til kaffidrykkju i Géð- templarahúsinu i fyrradag og þar hefðu þeim verið afhentar mynd- irnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.