Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1977 17 ÁFENGISNOTK- UN í Noregi árið 1975 var slík að hver Norðmaður sem kominn var yfir fimmtán ár var að meðaltali fullur 45 sinnum eða upp undir það einu sinni ( viku. Ef 30 prósent fullorð- inna er bind- indasfólk eða drekkur sjaldan svarar það svo til þess, að hinir drekki sig fulla að minnsta kosti tvisvar ( viku hverri. Og þó er áfengisneyzla í Noregi minni en ( nokkru öðru Evrópulandi — nema íslandi. Þetta segir ( norska blaðinu Aftenposten á dögunum. Þar er því bætt við, að þessar upplýsingar sé að finna í vísinda- legri rannsókn sem gerð hafi ver- ið á áfengisnotk- un og áfengis- venjum Norð- manna og hafi þær nú verið gefnar út í bók af Háskólaforlaginu og heitir bókin „Ulykker, alkohol og nervemedisin" og unnu að gerð og samantekt bókarinnar ýmsir þekktir norskir vísinda- og fræði- menn. Þar kemur fram, að áfengis- notkun í Noregi hefur vaxið jafnt og þétt síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Hver Norðm.aður hefur nú alkóhól i blóð- inu í meira en 7% af klukkustundum ársins. Hliðstæðar tölur fyrir Ósló eru nokkru hærri eða 10%. Auk þess nota um 10% þjóðarinnar að staðaldri róandi lyf og síðan bæt- ast þar ofan á svefnlyf af ýmsu tagi. Vísindamenn- irnir komast að þeirri niðurstöðu að notkun áfengis sé meiri hjá fólki sem hefur orðið fyrir slysum eða einhverju öðru óláni. Sérstaklega áberandi var þetta hjá fólki sem á einhvern hátt hafði orðið fyrir líkamsárás- um og var engu líkara en viðkom- andi reyndi síðan að leita á náðir áfengis lengi eftir slíkan atburð. Um 63 prósent þeirra sem höfðu orðið fyrir þvílíkri reynslu áttu við áfengisvanda að glíma. AUÐVELT í UPPSETNINGU - ÖNDVEGIS GEYMSLA Reiðhjól,sláttuvélar,garðyrkjuáhöld o.fl. þurfa líka „þak yfir höfuðið’’ HÖFUM Á LAGER KANADÍSK GARÐHÚS ÚR STÁLI Auövett í uppsetningu—Öndvegis geymsla pnnai S4t>%eimon h.f. Frá aðalfundi Samvinnutrygginga. Velgengni í rekstn Samvinnutrygginga REKSTUR Samvinnu- trygginga gekk vel á síð- asta ári og skilaði hann af sér 81,9 milljóna króna hagnaði. Allar frumtrygg- ingadeildir skiluðu af- gangi að samanlagri upp- hæð 134,6 milljónir króna og tekjur af óreglulegri starfsemi námu 7,4 milljónum. Eins og árið 1975 varð tap á endur- tryggingum, sem nam 60,1 miiljón. Rekstur ábyrgðatrygginga bif- reiða gekk vel á árinu 1976, þann- ig að i fyrsta sinn um árabil var mögulegt að endurgreiða trygg- ingatökum tekjuafgang. Voru 21,6 milljónir króna, eða 5% af nettóiðgjöldum ársins 1976 endurgreiddar á þessu ári til bif- reiðaeigenda, sem tryggja bifreið- ir sínar hjá Samvinnutrygging- um. Auk þessa tekjuafgangs var 610 bifreiðaeigendum veitt ókeypis iðgjald fyrir 10 ára tjónlausan akstur, sem reiknast hefðu um 13,1 milljón króna. Hafa Sam- vinnutryggingar því með þessu lækkað iðgjöld um 34,7 milljónir króna. Rekstrarafgangur Liftrygginga- félagsins Andvöku varð 8,7 milljónir króna. Akveðið hefur verið að greiða bónus af áhættu- líftryggingum, 5% af iðgjöldum endurnýjuðum á árinu 1977 af tryggingum, er teknar voru 1974 og fyrr, sem nemur 1,2 milljónum króna. Rekstrarafgangur Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga h.f. varð 6,8 milljónir króna og hefur verið ákveöið að greiða hluthöfum 10% arð af innborg: uðu hlutafé, eins og það var i upphafi ársins. í desember 1976 var hlutafé félagsins tvöfaldað i 40 milljónir. Heiidariðgjöld ársins 1976 hjá félögunum þremur námu samtals 2.431,3 milljónum króna saman- borið við 1.913,4 milljónir 1975. Er aukningin 517,9 milljónir króna eða 27%. Á aðalfundi Samvinnutrygg- inga voru kjörnir í stjórn þeir Erlendur Einarsson, formaður, Ingólfur Ölafsson, Ragnar Guð- leifsson, Karvel Ögmundsson og Valur Arnþórsson, sem kosinn var I stað Jakobs Frímannssonar. sem baðst undan endurkjöri. Gerið góð kaup STRÁSYKUR 1 KG 1TflL FRÓN MJÓLKURKEX 1 PAKKI ................. m,. LIBBY'S TÓMATSÓSA 680 GR FLASKA 3i'6. LIBBY'S BAKAÐAR BAUNIR Vz DÓS ...........240. HRÍSGRJÓN 907 GR.........................230 EMMESS MARSIPAN — APPELSÍNUÍS 1 LÍTR. SÍRÍUS- LINDU- ÓPAL SUÐUSÚKKULAÐI 100 GR.26a Leyft Okkar verð verð 1 va. 97 T8-2.. 164 340. 284 24ÍL 189 23a. 207 260, 234 2oa 180 Ath.: Nú er aftur opið á föstudögum til kl. 10 £ Vörumarkaðurinn hf. Sími8611 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.