Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 Og hér erum við í „leyndar- dómsfulla herberginu" þar sem gestirnir hverfa eins og dögg fyrir sðlu. Sjáðu nú þetta: Ilún á hús, eiginmann og börn, en við er- um ennþá jómfrúr. Eitthvað hefur okkur orðið á, en ég þakka samt guði fyrir! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Algengar og einfaldar stöður í spilum geta verið tilefni bolla- legginga og hugleiðinga um spilið í heild. Og spilaaðferðir, sem reyndur spilari beitir ósjálfrátt liggja eðlilega ekki í augum uppi fyrir styttra komna. Þetta gerir vandvirkni að einum mikilvæg- asta þætti spilsins, ef svo má að orði komast. 1 spili dagsins spreyta lesendur sig á úrspilsverkefni. Vestur gef- ur, norður og suður á hættu. Norður S. 5 H. 863 T. AK9742 L. 1063 Suður S. ÁKDG98 H. K94 T. 853 L. 4 Ekki allir jafnir? Hér fer á eftir bréf þar sem fjallað er um eiturlyfjamál og nafnbirtingar og sitthvað í sambandi við þær: „Kæri Velvakandi. Ég vildi mega þakka Morgun- blaðinu sérstaklega fyrir þær greinar og viðtöl, sem birzt hafa, að undanförnu, um fíknilyfja- vandamálið. Á þvi leikur enginn vafi, að fiknilyfjavandamálið kann að verða — ef það er þá ekki þegar orðið það — eitthvert mesta vandamál þeirrar ungtr*kynslóð- ar, sem nú er að vaxa úr grasi. Eg ætla ekki að endurtaka það, sem margsagt hefur verið um nauðsyn þess að vinna gegn þess- um vanda. Athyglisvert er að fylgjast með þeim dómum, sem kveðnir hafa verið upp — og kveðnir verða upp, næstu daga — vegna fíkni- lyfjasölu, og vonandi verða þeir dómar öðrum, sem kunna að vilja leggja út á braut fikniefnasölu, og hafa þegar gert það, þótt hönd laganna hafi ekki ennþá náð til þeirra, þeim til viðvörunar. Meginerindi mitt, að þessu sinni, er þó að vekja athygli á einu, sem virðist hafa gleymzt, en það er birting nafna þeirra þriggja manna, sem játað hafa á sig að hafa fjármagnað innkaup á fíkniefnum til landsins. Hvers vegna má almenningur ekki fá að vita, hverjir þessir „góðgerðar- menn" æskunnar, og þjóðfélags- ins eru? Vonandi er ekki, vegna stöðu þeirra í þjóðfélaginu, verið að hlífa þeim. Komi það á daginn, að allir eru ekki jafnir fyrir lög- unum, er slík mál koma upp, er vissulega minni von en áður til þess að komast megi fyrir rætur þessa illkynjaða og alvarlega meins. Anna Guðjónsdóttir.“ Nafnbirtingar þeirra, sem hafa framið eða eru taldir hafa framið einhver afbrot, er mikið við- kvæmnismál eins og skiljanlegt er og það væri ef til vill þörf á að fá einhverja umræðu um þau mál og hér með er lesendum gefinn kostur á að láta skoðanir sínar í ljós á þvi máli. Eitt hlýtur ailtaf að vera haft i huga að ekki sé neinn álitinn afbrotamaður nema sekt sé sönnuð og það er jafnan haft í huga varðandi nafnbirting- ar. • Góð spftalavist „Mig langar að biðja Velvak- anda að birta eftirfarandi. Þannig Dóms yfir „Korkinum” að vænta innan skamms: Söluhagnaðurinn var jgfg tæpar 5 milljónir —en unnustan er líklega stungin af með peningana ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER =~T’ Vestur opnar á einu laufi og norður segir einn tígul. Þú ert auövitað ekki viss um hvaö stend- ur i spilinu en segir samt fjóra spaða á hendi suðurs. Og það er lokasögnin. Vestur tekur fyrsta slag á laufás og spilar síðan lauf- kóng. Nú (ekur þú við. Hver er tryggasta leiðin til aö fá tíu slagi? Vió sjáum strax, að austur má ekki komast inn því hann spilar auðvitað hjarta, en það þolum við ekki. Og tígullinn verður að gefa a.m.k. fjóra slagi og þarf því helst aö skiptast 2—2 á höndum and- stæðinganna. Aðferðin sem við veljum er að spila tígli eftir að hafa trompað laufkónginn. Láti vestur drottn- inguna gefum við, tökum annars á ásinn — spilum spaða og svínum níunni. Að vísu er slæmt aö gefa á tíuna blanka en það er mun senni- legra, að hún sé hjá austri, eigi hann fimm spaða. En iáti vestur drottninguna þegar tíglinum er spilað þá fær hann að eiga slaginn. Sé drottn- ingin einspil náum við þannig nógu mörgum slögum á litinn. Þetta þýðir, aö við hættum við spaða svíninguna og vonum, að við náum öllum trompunum af andstæðingunum áður en tigl- unum er spilaö aftur. Þannig eru allir möguleikar nýttir 42 kannski sé mér alvara og þá sé voðinn v.fs. Og þá sé betra að það gerist hér þegar fólk er að minnsta kosti í grenndinni. — Eitthvað svoleiðis. — bað er kjánalega vanhugs- að. Hér má ég skjðta. Inni í skóginum er það bannað. Farðu af stað. — Nei. Frede otaði að honum byss- unni. — Þú hefur kannski ekki skilið alvöruna f þessu. Ég hika nefnilega ekki við að skjóta ef mér býður svo við að horfa. Það skiptir út af fyrir sig engu máli. Og nú gef ég þér minútu tii að skipta um skoðun og aka afstað. . Peter kinkaði kollí. — Ég skal keyra af stað. Hann sveigði aftur inn á veginn. Þegar þeir höfðu ekið nokkra hrfð án þess að skiptast á orðum, rétti Frede sig upp f sætinu og hallaði sér fram. — Þegar þú ert kominn fram hjá bænum sem er á vinstri hönd, sagði hann, beygir þú f þá átt. Þar liggur vegur upp í skðginn og eftir honum get- urðu farið þar til ég segi þér nánar til. Þetta var mjór malarvegur sem lá f bröttum bugðum inn á milli hárra grenitrjáa. — Svo beygirðu hér til hægri, sagði Frede. Peter nam staðar. Troðníngar lágu áfram og upp. — Á ég að fara þessa leið? — Já. — Það er ekki gott fyrir bfl- inn. Gerðu eíns og ég segi þér. Bfllinn hökti upp hæðina og festi sig ekki f skorningunum. — Þarna við sandnámuna skaltu stoppa. Peter kyngdi f sffellu og fann að svitinn perlaði af honum. Hann nam staðar og Frede hallaði sér aftur á bak og lokaði augunum, fölt bros fór yfir þreytulegt andlitið. — Þolir þú allan þennan djöfuldóm f heiminum? spurði hann. — Hvað ertu að hugsa um? — AHt. Þú skilur ekkert. Þú hefur enga reynslu f slfku. Peter ók sér f sætinu. — Væri þér sama þótt ég færi út? Ég þyrfti að létta á mér. — Góði gerðu það. — Er það óhætt. — Auðvitað. Peter gekk nokkur skref og nam staðar og gau^ svo augum hikandi yfir öxlina. En Frede sat allan timann f aftursætinu og vírtist engar áhyggjur hafa af ferðum hans. Peter gekk hægt aftúr. Þegar hann ætlaði að opna dyrnar stirðnaði hann upp. Frede hafði lokað augunum og hallað sér út á aðra hliðina. Peter vissi ekki hversu lengi hann hafði staðið i sömu stell- ingum. Hann nötraði allur. En Frede opnaði ekki augun. En byssan hvfldi í hendi hans. Gæti hann opnað bflhurðina og náð vopninu frá Frede án þess hann vaknaði. Þetta er allt úthugsað hjá honum, hugsaði hann svo. Auðvitað er hann ekki sofandi. Hann ætlar að skjóta mig f nauðvörn, þá Iftur það skár út. Peter vissi að tjakkur var undir framsætinu. Ef hann gæti náð honum án þess að Frede vaknaði gæti hann rotað hann. Einkennilegur hlátur þrengdi sér allt að þvf upp úr honum. Frede hreyfði sig, en hann vaknaði ekki. Peter opnaði gætiiega hurðina og lagðist á magann yfir sætið meðan hann fálmaði eftir tjakknum. Þegar hann hafði loks náð haldi á honum og ætlaði að fara að hnika honum til hugsaði hann. Á ég að lemja Frede f höfuðið með þessu verkfæri? Hann sleppti takinu og smeygði sér út. Hann þorði ekki að loka dyrunum aftur, það þyrfti kannski ekki meira til að Frede vaknaði. Peter hörfaði nokkur skref aftur á bak og fór að hlaupa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.