Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1977
fMtogtmlifftfeft
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6. sfmi 22480
Áskrfftargjald 1300.00 kr. i mánuði innanlands.
í lausasólu 70.00 kr. eintakið.
Framför í
samningagerð
Kjarasamningar hafa nú verið undirritaðir milli
flestra launþegafélaga og vinnuveitenda. Nokkrir starfs-
hópar eiga þó enn eftir að ganga frá sinum samningum og
verður það væntanlega gert á næstunni, en þá er enn ósamið
við sjómenn og opinbera starfsmenn. Hinir nýju kjarasamn-
ingar og áhrif þeirra á efnahagsþróun og atvinnulíf munu
verða mjög til umræðu á næstunni, en nú við lok þessarar
umfangsmiklu samningsgerðar er ástæða til að fara nokkrum
orðum um framvindu samningaviðræðna og þau vinnubrögð,
sem höfð hafa verið uppi við þessa samningsgerð.
Hér á landi höfum við vanizt býsna hörðum átökum milli
vinnuveitenda og verkalýðsfélaga. Verkalýðshreyfingin hefur
oft verið gagnrýnd fyrir það, að hún'hafi verið of fljót á sér að
grípa til verkfallsvopnsins. í því sambandi hefur verið vísað til
vinnubragða við gerð kjarasamninga í nálægum löndum og þá
ekki sízt t.d. í Svíþjóð og V-Þýzkalandi, þar sem tekizt hefur
að gera kjarasamninga í áratugi án þess að til verulegra
verkfallsaðgerða hafi komið og þar með tekjutaps fyrir laun-
þega, atvinnureksturinn og þjóðfélagið í heild. Þegar þetta er
haft í huga er sérstök ástæða til að vekja athygli á því, að
framvinda þeirrar samningsgerðar, sem nú er lokið, hefur
verið með nokkuð öðrum hætti en við höfum átt að venjast.
Samningaviðræður hafa staðið á fjórða mánuð, en hinir
gömlu kjarasamningar féllu úrgildi i apríllok. Samkvæmt fyrri
venjum og starfsháttum verkalýðshreyfingarinnar hefði mátt
búast við þvi, að gripið yrði til almennra verkfallsaðgerða um
miðjan maímánuð. Svo varð þó ekki, heldur tilkynntu verka-
lýðsfélögin 1. maí, að þau hefðu ákveðið að setja á yfirvinnu-
bann. Þegar líða fór á maimánuð var síðan gripið til lands-
hlutaverkfalla og starfsgreinaverkfalla, sem bundin voru við
einn dag. Enda þótt þessar takmörkuðu og tímabundnu
verkfallsaðgerðir hefðu að sjálfsögðu haft tr"flandi áhrif á
atvinnulífið i landinu og sú óvissa, sem ríkt hefur um
niðurstöðu kjarasamninga í langan tíma hafi haft samdráttar-
áhrif í öllu athafna- og viðskiptalífi, er auðvitað Ijóst, að hér er
um allt önnur vinnubrögð að ræða og skynsamlegri en
verkalýðshreyfingin hefuráður beitt.
Sjálfsagt má deila um það, hvers vegna þessi samningsgerð
hefur þróazt á annan veg en við íslendingar höfum yfirleitt átt
að venjast í nokkra áratugi. Vafalaust er það svo, að andrúms-
loftið i þjóðfélaginu hefur átt ríkan þátt í að beina aðgerðum
verkalýðsfélaganna inn á þessar brautir. Það hefur ósköp
einfaldlega komið i Ijós undanfarnar vikur, að hjá almenningi
hefur ekki verið hljómgrunnur fyrir almennum og lamandi
verkföllum. Verkalýðsforystan hefur orðið að taka tillit til
þessara ríkjandi viðhorfa launþega i landinu, og af þeim
sökum gripið til mun mildari verkfallsaðgerða en áður. Þegar
hliðsjón er höfð af fyrri starfsaðferðum verkalýðsfélaganna er
um jákvæða þróun að ræða og framför i gerð kjarasamninga á
vinnumarkaðnum. j þetta sinn hafa samningsmenn verið
reiðubúnir til að taka sér góðan tíma i að fjalla um málin
almennt og einstök atriði þeirra án þess að beita almennum
verkföllum. Enda er ekki við öðru að búast en verulegan tíma
þurfi til að ráða kjaramálum megin þorra landsmanna.
Vonandi er framvinda kjarasamninga nú vísbending um, að
verkalýðshreyfingin sé að fara inn á nýjar brautir í baráttu
sinni og vinnubrögðum.
Þegar fjallað er um þessa kjarasamninga út frá þessu
sjónarmiði eingöngu og burtséð frá efnahagslegum áhrifum
þeirra hlýtur því niðurstaðan að verða sú, að þeir séu að þessu
leyti framför og rík ástæða til að beina samningsgerðinni í
framtíðinni í rikari mæli inn á þessar jákvæðu brautir.
Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið hafa smátt og
smátt verið að byggja upp starfslið sérfræðinga, sem hefur
einnig auðveldað mjög samningagerðina og gert aðilum kleift
að leggja sjálfstætt mat á ýmsa efnisþætti samninganna. Það
er einnig framför. Við lok hverra samninga undanfarin ár
hefur sú ósk mjög almennt komið fram, að tíminn milli
samninga verði notaður til þess að koma á umbótum t
samningagerð Nú þegar nokkuð hefur áunnizt í þeim efnum
er ekki sízt ástæða til að hvetja til þess að þeim framfaraspor-
um verði fylgt eftir.
Ritsaf n Gunnars
Gunnarssonar
Á liðnu ári komu út sjö bindi I
ritsafni Gunnars Gunnarssonar
hjá Almenna bókafélaginu:
Dimmufjöll, Fimm fræknisögur,
Fjandvinir, Jón Arason, Sálu-
messa, Sælir eru einfaldir og
Vargur I véum. 1 Dimmufjöllum
og Fjandvinum eru smásögur og I
Fimm fræknisögum Aðventa,
Brimhenda, Blindhús, Á botni
breðans og Drengurinn.
Öll þessi skáldverk birtast nú í
gerð Gunnars sjálfs, enda var það
honum kappsmál að þau kæmu
endanlega út með hans eigin
tungutaki. Að sögn Eiríks Hreins
Finnbogasonar vann Gunnar við
það síðustu tíu árin að þýða og
alveg fram á síðustu stundu skildi
eftir í ritvélinni hálfskrifaða örk.
í þessum fáu orðum sem ætlað er
það hlutverk að minna á útgáfu
ritsafnsins verður ekki farið út í
neinn samanburð við eldri útgáf-
ur. Aðeins skal því fagnað að
Gunnari skyldi endast aldur til að
ganga frá jafn mörgum bókum og
raun ber vitni til útgáfu. Utgáf-
unni er ekki lokið. Væntanlegar
eru m.a. skáldsögurnar Fóstbræð-
ur, Hvíti Kristur, og Ströndin auk
ljóða, leikrita, ritgerða og greina.
Ekki verður sagt um tungutak
Gunnars Gunnarssonar að það sé
lipurt. Það getur aftur á móti ver-
ið stirt, oft hrjúft eins og stórskor-
ið landslag. Setningar eru stund-
um óþarflega langar, orðaröð
óvenjuleg og orðaval sérvisku-
legt. Fyrir kemur að fyrnska í
notkun orða spillir fyrir. En les-
andinn má ekki láta þetta aftra
sér. Tungutak skáldsins venst og
verður hugstætt vegna þess að
lesandinn finnur að efni og form
eiga samleið. Sum verk Gunnars
eru siður en svo auðtekin. Þau
krefjast mikils af lesandanum.
Fáar bækur Gunnars geta flokk-
ast undir skemmtilestur, en vilji
lesandinn fylgja skáldinu eftir á
ferð þess um mannheima verður
honum endurgoldið.
í Sælir eru einfaldir sem að
minu mati er ein bezta skáldsaga
Gunnars Gunnarssonar standa
þessi orð: „Ástundið að auðsýna
náunganum umburðarlyndi og
góðsemi". Sú viska sem við þurf-
um á að halda rúmast í þessari
setningu að hyggju skáldsins,
ekki síst þegar þess er gætt að
„hróp mannsandans eftir eilifð og
fullkomnun“ er „hégóminn ein-
ber og eltingar við vind“ Sælir
eru einfaldir er ekki verk bjart-
sýnismanns, hverfulleiki og fall-
valtleiki haldast í hendur í bók-
inni, Válegir atburðir gerast hið
ytra og innra. Af miskunnarleysi
brýtur skáldið til mergjar þau
undarlegu öfl sem búa í manns-
huganum. Gunnari hefur sjaldan
tekist betur en í Sálumessu að ná
tökum á lesandanum, maður verð-
ur gagntekinn af þessari bók. Það
er líkt og hún sé skrifuð i einum
áfanga, á náðarstund, og umfram
allt ber hún þess vitni að vera
höfundi sínum nauðsyn.
Vargur í véum hefur ekki til að
bera þá dýpt sem einkennir Sælir
eru einfaldir. Engu að síður er
bókin athyglisverð saga um
mannleg örlög. Söguhetjan Ulfur
hagar lífi sínu á annan hátt en
gert hafði verið ráð fyrir. Hann
gerir uppreisn gegn spillingu og
skinhelgi á æðri stöðum, snýr
baki við embættisframa og gerist
sjómaður. Þeir sem ráða eru að
hans dómi fulltrúar rotins kerfis,
tilfinningar þeirra eru gervitil-
finningar, hjá þeim skiptir mestu
að skara eld að eigin köku. Sjó-
mennskan er dæmigerð fyrir hið
náttúrlega i manninum, á sjónum
fer fram barátta milli lífs og
dauða og sjómennirnir færa björg
í bú. Vargur í véum er í hópi
veigaminni skáldsagna Gunnars.
Efnistök eru ekki markviss og
þrátt fyrir það að sagan er læsileg
á köflum reynir hún á lang-
lundargeð lesandans. Mesti gall-
inn er sá að skáldið er of ákaft í
boðun sinni.
Sálumessa er framhald Heiða-
harms. Ég er einlægur aðdáandi
Heiðaharms, en get ekki sætt mig
við Sálumessu. Sagán er lang-
dregin og margklofin þannig að
lesandinn á erfitt með að fylgja
skáldinu eftir. Það sem máli
skiptir um líf fólksins á heiðinni
er að finna i Heiðaharmi, Sálu-
messa bætir iitlu við. Sagan er
aftur á móti gott dæmi um hinn
breiða epíska stíl skáldsins, metn-
Gunnar Gunnarsson
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
að sagnaskálds sem vill draga upp
yfirgripsmikla mynd. Einstakir
kaflar Sálumessu eru lika vel
gerðir og átakanlegar myndir úr
lifi fólks, samanber drukknun
Hjálmu. Gnnari er mikið i mun að
tengja saman gamlan og nýjan
tíma í Sálumessu, sýna innreið
nýrrar aldar með undratækinu
sima og annarri tæknivæðingu og
mettun þjóðar á leið til sjálfstæð-
is. En einhvern veginn verður lít-
ið úr þeim ásetningi skáldsins að
túlka þessi aldaskil. Ekki tekst
með nógu skýrum dæmum að
sýna áhrif nýjunganna á sveita-
fólkið.
Jón Arason er eins og nafnið
bendir til söguleg skáldsaga. Jóni
Arasyni og sonum hans eru gerð
viðeigandi skil í þessari bók sam-
kvæmt hefðbundnum söguskiln-
ingi. Saga þjóðarinnar var Gunn-
ari Gunnarssyni hugleikin eins og
Jón Arason, Jörð; Hvíti-Kristur og
Grámann eru til vitnis um. Frum-
legasta verk Gunnars með sögu-
legu efni er án efa Vikiv.aki þar
sem fortíð og nútið renna saman í
eitt.
Smásögur Gunnars Gunnars-
sonar í Dimmufjöllum og Fjand-
vinum sækja flestar efnivið í lifs-
baráttu þjóðarinnar. Þótt meitlað-
ur og hóflegur stíll sé ekki ein-
kennandi fyrir Gunnar eru smá-
sögur hans margar þessu marki
brenndar. í smásögunum er oft að
finna drög að síðari verkum
skáldsins og eitt af því sem gerir
þær eftirtektarverðar er sér-
kennileg kýmni. Gunnar laðast að
kynlegum kvistum og þeir njóta
sín einna bezt I smásögunum.
Meðal sagna í fimm fræknisög-
um er Aðventa. Þar segir frá
Benedikt sem ásamt hundi sinum
Leó og forystusauðinum Eitli
heldur til fjalla i byrjun Jólaföstu
til að svipast um eftir eftirlegu-
kindum sem leitarmönnum hefur
sést yfir. Aðventa getur naumast
kallast smásaga, en á það sam-
merkt með öðrum sögum í Fimm
fræknisögum að vera stutt skáld-
saga þegar undan er skilin smá-
sagan Á botni breðans. Hinar sög-
urnar eru Brimhenda, Blindhús
og Drengurinn.
Saga Benedikts, fyrirmyndin er
Fjalla-Bensi, er einstök í sagna-
gerð Gunnars Gunnarssonar og án
efa eitt af helstu afrekum hans.
Galdur þessarar sögu er með fá-
dæmum, efni hennar og stíll eru í
æskilegu samræmi. I rauninni
minnir þessi saga um manninn
sem leggur lífið í sölurnar „til
þess eins að bjarga fáeinum
flökkurollum, sinni úr hverri átt-
inni“, en á sjálfur „aðeins fáar
kindur og vantar enga“ á helgi-
sögu. Sagan um Jesúm sem hélt
innreið sína í Jerúsalem ríðandi á
asna er Benedikt ofarlega í huga.
Jesús, konungurinn, er hógvær,
það veit Benedikt. Aöventa er lof-
söngur hógværðarinnar og ein-
faldleikans I samskiptum manna
og dýra: „Ekkert lifandi né dautt
er of lítilmótlegt til þjónustunn-
ar“.
Brimhenda, sagan um Sesar eða
Sesam, og Blindhús sem segir frá
Sigurbirni-sigurbirninum, eru
sögur um hetjur hversdagsleik-
ans. Brimhenda er að mörgu leyti
flókin saga, Blindhús sver sig i
ætt við smásögur Gunnars frá
yngri árum. í Brimhendu sem
kom út 1955 og frumsamin er á
íslenzku leggur Gunnar að
nokkru inn á nýjar brautir í lýs-
ingu sinni á torfskurðumanninum
Sesari. 1 Brimhendu er listilega
beitt eintali eins og víðar í verk-
um Gunnars, söguhetjan talar við
sjálfa sig, rifjar upp ævi sína,
sagan gerist öðrum þræði í huga
hennar. Steingrfmur J. Þorsteins-
son sagði í tilefni Brimhendu að
Gunnar væri orðinn ungur í ann-
að sinn. En það átti eftir að koma
í ljós að Brimhenda stendur að
mörgu leyti sér i sagnagerð Gunn-
ars þótt tengsl við aðrar sögur
hans séu augljós. Kannski var
sagan aðeins tilraun frá skáldsins
hálfu.
Drengurinn getur vel kallast
undanfari Fjallkirkjunnar eins
og bent hefur verið á. Þetta er að
mörgu leyti heillandi saga með
ljóðrænu ivafi, en skortir list-
rænan aga Fjallkirkjunnar.
Dulræn náttúruskynjun og dauða-
þrá fá útrás i þessari sögu sem
samin er í anda tímans, kom fyrst
út á dönsku 1917.
Upphafsorð Á botni breðans
gætu staðið sem einkunnarorð
margra smásagna Gunnars
Gunnarssonar: „í sveitum sem
liggja að opnum norðurhöfum
andar stundum kalt.“ í þessari
sögu segir frá konu og börnum
hennar sem lokast inni i bæ sin-
um af völdum snjóa. Konan og
börnin gefast ekki upp, þraut-
seigja þeirra verður að hetjudáð
og hjálp berst að lokum. Frá-
sagnarmáti þessarar sögu er
hljóðlátur. En einfaldur og hóf-
samur still sögunnar gerir hana
eftirtektarverða.
Mér finnst stundum að smásög-
ur Gunnars Gunnarssonar verði
útundan. Um of er einblínt á
Fjallkirkjuna þegar framlag
Gunnars til íslenzkra bókmennta
er metið. 1 skólabókum eru birtir
kaflar úr Fjallkirkjunni þegar
jafn vel eða betur færi á því að
birta smásögur hans. Fjall-
kirkjuna þarf að lesa í heild, ekki
einstaka kafla slitna úr samhengi.
Það er misráðið. Sjálfum var
Gunnari Gunnarssyni annt um
smásögur sínar, vildi að þær væru
á sinum stað I ritsafni hans.