Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 44
AUííLYSINíiASIMINN EK: 22480 2R*r#unWiií>ií> AUÍiLÝSINíiASÍMINN ER: 22480 3Hflrj}«nfelaí)i& FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977 Hvalveiði- bátarnir farnir út Á FUNDI í verkalýðsfélaginu Herði í Hvalfirði í gær, voru nýju kjarasamningarnir samþykktir. Strax og fréttist af niðurstöðum fundarins voru hvalbátarnir fjor- ir gerðir klárir til brottfarar. Áhafnir bátanna voru skráðar kl. 21 í gærkvöldi og halda átti á miðin kringum miðnættið. Rúta með 46 manns valt í gær Flestir á slysadeild HÓPFERÐABÍLL með 46 far- þega af skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki valt á móts við Ara- tungu í Biskupstungum um kl. 18.20 í gær. Margir þeirra sem voru 1 hópferðabflnum meiddust eitthvað, en enginn þó alvarlega og fengu allir farþegarnir að halda með skipinu, en það fór frá Reykjavík í nótt, er læknar höfðu gengið frá sárum þeirra slösuðu, en upphaflega átti skemmtiferða- skipið að fara frá Reykjavík kl. 20.00 1 gærkvöldi. Hópferðabíllinn sem er frá Vestfjarðaleið fór með fólkið allt Þjóðverja í skemmtiferð austur fyrir fjall í gærmorgun og var bíllinn á leið til baka er óhappið átti sér stað. Skall hann snögglega á hliðina og farþegar hentust til. Fljótlega kom fólk á vettvang, þar á meðal lögreglan á Selfossi. Strax var farið með þá er verst litu út til læknis að Laugarási í Biskupstungum, og tveir farþeg- anna voru fluttir í sjúkrabíl til Reykjavíkur, en aðra farþega var hægt að flytja í langferðabíl, sem sendur var á staðinn frá Sel- fossi og flutti hanr> fólkið á slysa- deild Borgarspítalans, þar sem annast var um fólkið. Hópferðabfllinn sem valt er tal- inn mjög mikið skemmdur, og gekk hægri hlið hans mikið inn. Fullkomlega réttlætanlegt að gefa sögu- legum rústum líf Segir dr. Kristján Eldjárn forseti Islands við Mbl um þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal Kekkonen kemur URHO Kekkonen Finnlands- forseti er væntanlegur í opin- bera heimsókn til Islands f boði forseta tslands, dr. Kristjáns Eldjárns, dagana 10. og 11. ágúst n.k. Að hinni opinberu heimsókn lokinni fer Finnlandsforseti i laxveiði í Laxá i Kjós. í boði ríkisstjórnarinnar að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá skrif- stofu forseta íslands. Kekkon- en heldur heimleiðis þann 14. ágúst. Urho Kekkonen. Dr. Kristján Eldjárn kemur út úr Þjóðveldisbænum f gær. Ljósm. Friðþjófur. HÓPUR norrænna þjóðhátta-, vist- og mannfræðinga skoðaði f gær nýja Þjóðveldisbæinn ná- lægt Stöng f Þjórsárdal og f för með gestunum var forseti ts- lands, herra Kristján Eldjárn og frú Halldóra Eldjárn. Hóp- urinn situr norræna ráðstefnu á Laugarvatni. Hörður Agústs- son listmálari kynnti gestum bæinn og byggingu hans, en bær þessi sem reistur er f til- efni 1100 ára afmælis byggðar á tslandi, verður formlega af- hentur bæjarnefnd á morgun. Fréttamenn Morgunblaðsins hittu Kristján Eldjárn að máli og inntu hann eftir áliti hans á byggingu og fyrirkomulagi bæj- arins. Bærinn á að heita Þjóð- veldisbærinn í Þjórsárdal. ,,Ég er ánægður með þennan bæ“, sagði dr. Kristján, „og það sem vekur strax athygli við skoðun bæjarins er það hve mjög er vandað til allra vinnu- bragða, torf-, grjót- og timbur- verk. Ég get ekki séð að það sé auðvelt að komast nær réttri mynd af bæ eins og Stöng var. Varðandi mörg smáatriði verð- Framhald á bls. 24 Stöðvakaup áfiskiskip- um erlendis til áramóta Undirritun heildarkjarasamninganna í gær: mikil á þessu ári og eins í fyrra, og er t.d. greiðslubyrði Fiskveiða- sjóðs vegna erlendra lántaka orð- in ákaflega mikil, og þrátt fyrir öll skipakaup á undanförnum ár- um var ekkert lát á ásókn í lán til skipakaupa. Grásleppu- hrogn hækka um 10-15% GRÁSLEPPUHROGN hafa haldið áfram að hækka á erlendum mörkuðum og fæst nú 10—15% hærra verð en samið var um fyrir grásleppuvertíð, en þá var verð á tunnu ákveðið 250 dollarar. Óttar Yngvason hjá Islenzku út- flutningsmiðstöðinni sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að grásleppuveiði hefði verið frek ir treg það sem af væri vertíðinni og gerðu menn vart ráð fyrir nema 12—14 þúsund tunna veiði, á móf tæplega 22 þúsund tunna veiði á siðasta ári. Kvað Óttar veiðina hafa verið mjög misjafna eftir veiðistöðum, sums staðar virtist veiðin vera svipuð þvi sem hún var í fyrra, en á öðrum stöðum væri hún miklu minni. Hér kenndu menn um bæði minnk- andi stofni og þeim takmörkun- um, sem settar voru við grá- sleppuveiðum í vor. ÁKVEÐIÐ hefur verið að stöðva frekari kaup á nýjum eða notuðum fiskiskipum erlendis frá og gildir þetta bann til áramóta. Þetta bann hefur hins vegar engin áhrif á þau skipakaup sem búið var að semja um áður. sjóðnum til kaupa á nýjum eða notuðum fiskiskipum erlendis frá það sem eftir er af árinu og sam- Morgunblaðið fékk staðfest í gær, að á fundi stjórnar Fisk- veiðasjóðs íslands fyrir helgi hefði legið fyrir bréf frá ríkis- stjórninni, þar sem þess var farið á leit við stjórn sjóðsins að ekki yrði um frekari lánveitingar úr þykkti stjórn sjóðsins að verða við erindi rikisstjórnarinnar. Kaup á nýjum og notuðum skip- um erlendis frá hafa verið mjög KJARASAMNINGARNIR, sem undirritaðir voru 1 gærmorgun, höfðu 1 för með sér breytingar á yfir 500 kauptöxtum rúmlega 43 þúsund launþega innan Alþýðu- sambands islands. Sáttafundur- inn, sem undirritunin fór fram á, var hinn 57. f röðinni frá þvf er sáttasemjari ríkisins og sátta- nefnd tóku að sér sáttastörf, en fyrsti fundurinn var haldinn 31. marz. Samningsgerðin hefur því tekið 84 daga eða sléttar 12 vikur. Er undirrituun samninganna hafði farið fram mælti sátta- semjari rfkisins, Torfi Hjartar- son, nokkur orð og óskaði samn- ingsaðilum til hamingju með þessa sólstöðusamninga eins og hann komst að orði. Torfi 'Hjartarson sagði, að allir hefðu í upphafi samningsgerðar- innar gert sér ljóst, að hún yrði erfið, en hann kvað engan hafa órað fyrir því að hún myndi taka svo langan tíma, sem raun hefði borið vitni. „Þótt hér hafi ef til vill verið teflt á tæpasta vað,“ sagði Torfi, „skulum við vona að viðskiptakjör landsmanna og þjóðarhagur standi undir þessum kjarabótum. Sáttanefndin þakkar ykkur samstarfið og samvinnuna og óskar ykkur til hamingju með þessa sólstöðusamninga." Er Torfi Hjartarson hafði þetta Framhald á bls. 24 Frá undirritun kjarasamninganna milli ASÍ annars vegar og VSt og VMSS hins vegar á Loftleiðahótelinu í gærmorgun. —Ljósm: ói.k m. Yfir 500 kauptaxtar ASÍ endur- skoðaðir við samningsgerðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.