Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNl 1977 33 sjónum vann hann við hafnargerð á Akranesi þar til hann varð fyrir vinnuslysi árið 1950, og varð óvinnufær í tvö og hálft ár. Um þetta leyti fékk ég að fara til sumardvalar til afa og ömmu. Þau bjuggu þá í húsi er þau byggðu að Suðurgötu 23 á Akranesi. Ég var 6 ára og minningarnar eru bjartar og kærar. Ég minnist afa míns sem hossaði mér á höndum sér, og ömmu minnar sem strauk mér bliðlega um andlit og hendur og breiddi yfir mig í stóra rúminu hennar. Margar slíkar minningar veita mér gleði nú, þegar þau eru horfin yfir landamæri lífs og dauða. Þau sýndu kærleik sinn og umhyggju á margan hátt. Mig langar að minnast á fyrstu kynni mín af afa. Þá var hann enn á sjónum. Ég get ekki munað að ég hafi séð hann þessi fyrstu ár ævi minnar en stundum á morgnana þegar við fórum á fætur, lá kippa af nýjum fiski í tröppunum handa okkur. Þá hafði afi fengið að skjótast þennan spöl upp á Bjarkargötu en ekki haft neina stund til að gera vart við sig. En hann sýndi hug sinn I verki og þreyttur eftir róður hefur hann gengið með fiskinn þessa leið og ekki hefur nú verið mikill tími til hvíldar framundan þegar flýtir- inn var slíkur. I maí 1954 fluttu afi og amma til Reykjavíkur og eignuðust íbúð örskammt frá heimili okkar. Afi vann sem vakt- maður um tíma en vann síðan hjá Eimskipafélagi Islands þar til hann hafði náð 73 ára aldri. En afi minn var atorkumaður og karl- menni að burðum og honum féll þungt að fá ekki að vinna. En til síðasta dags fann hann sér ein- hvern starfa. Þótt árin yrðu 83 bar hann það ekki með sér. Hann var vel ern og sterkur. En það er aðeins eitt fótmál héðan og yfir um — og nú er hann allur. Á miðjum morgni 16. júní s.l. lést hann á Hrafnistu þar sem hann hafði dvalið í liðlega 7 ár. Sfðasti dagurinn í lífi hans byrjaði ekki öðruvfsi en aðrir dagar, og þegar kallið kom hafði gamli maðurinn verið að frá því snemma morg- uns og lokið þvi sem öðrum þætti ágætt dagsverk. Amma min var fædd 15.apríl 1898 í Stykkishólmi. Foreldrar hennar voru Lárus Michael Knudsen, fæddur f Keflavik, og Guðríður Eyleifsdóttir, fædd á Akranesi. Þau bjuggu lengst af sinn búskap í Stykkishólmi og þar ólst amma mín upp með tveim systkinum sínum. Sem ung stúlka fluttist hún til Reykjavfkur og réð sig þar í vist. Oft sagði hún mér frá þeirri vandvirkni sem krafist var af henni, enda varð hún mesta myndarkona i hvfvetna. Sfðan fluttist hún til Akraness. Meðan hún enn dvaldist i Reykjavík eignaðist hún sína bestu vinkonu og entist sú vinátta allt þar til dauðinn aðskildi þær. Þessi vin- stúlka var Guðborg Ingimundar- dóttir, fædd 20. desember 1896 að Staðarhóli i Dalasýslu, dáin i sept- ember 1931. Árið 1920 giftist hún Gísla Jónssyni Hvanndal, sem var fæddur i Ytri-Galtavík i Skil- mannahreppi 3. mars 1895, dáinn 27. nóvember 1929. Árið 1921 tóku þau við búi í Ytri-Galtavfk, er faðir Gfsla lést. Gísli og Guð- borg eignuðust sex börn, en þau voru öll á á unga aldri er foreldr- ar þeirra féllu frá. Elsti sonur þeirra varð mörgum árum siðar faðir minn, og þykir mér alltaf gaman að hugsa til þess aó báðar ömmur minar skuli hafa verið svo góðar Yinkonur á uppvaxtarárum sínum. Ásrún amma mín og Hjörtur afi stofnuðu heimili sitt á Akranesi, og bjuggu á Breiðinni, allt þar til þau eignuðust húsið við Suður- götu 23. Amma var alla tið í stúk- unni á Akranesi, sat Stórstúku- þing og starfaði að bindindismál- um sem henni voru hugleikin. Hún lést 12. júli 1967. Nú eru liðin 10 ár frá þvi hún lést, og enn lengra síðan ég kvaddi hana í sfðasta sinn. Þá var ég á förum vestur um haf með eina lang- ömmubarnið hennar sem þá var. Um nóttina rétt áóur en ég hélt af stað komu gömlu hjónin og leidd- ust upp holtið, eins og svo oft áður. Þau komu til að kveðja okk- ur, þá fann ég svo vel kærleikann sem í þeim bjó. Þessi kveðjustund hefur varðveist í minningunni um hana ömmu mína og er mér ógleymanleg. Þegar ég hugsa til baka man ég aðeins brosandi and- lit hennar. Hún fann alltaf björtu hliðarnar, og hvatti okkur ætíð. Oft minnist ég þeirra stunda er amma, mamma og ég sátum þrjár og unnum að slátri, bakstri eða öðru. Sjálfsagt hefur nú ekki ver- ið mikið lið í mér við hlið þeirra mæðgna, en ég fékk að vera með, og það er gott að eiga slíkar minn- ingar. Sem síðustu kveðju til þess- ara horfnu ástvina minna og einn- ig í minningu föðurforeldra minna læt ég fylgja hér á eftir þessi fallegu erindi Sveins Vík- ings. t Ijóssins ált stefnír I[fsins Jirá sú leit er þvf dvpst f eðlið borin. Að vaxa til dýrðar duftinu frá er draumurinn Ijúfi. sem rætist á vorin. Öttastu ei. Sú hönd er mild og hlý, sem hvarmi þreyttum lokar hinstasinn. Þá nóttin dvfnar. dagur rís við ský og dauðinn, Iffsins þjónn. er vinur þinn. Já dauðinn, hann er Drottins hinstagjöf til dauðlegs manns, sem ferðast hér á jörð. Og fegra Iff þfn hfður hak við gröf. því ber að kveðja hér með þakkargjörð. Guðborg Jónsdóttir. í Kerlingarfjöllum - sólskinsparadís - ekki alltaf, en lygilega oft. Og ekki skaðar fjallaloftið. Skellið ykkur í Kerlingarfjöll í sumar. Skíðakennsla, gönguferðir, náttúrufegurð, luxus matur, fjörugar kvöldvökur, heit böð og skálalíf. í einu orði sagt: ÆVINTÝRI Um verzlunarmannahelgina: Nokkur sæti laus í 5 daga almennu námskeiði 29. júlí — 2. ðgúst. Pantið strax. Bókanir og miðasala: FERDASKRIFSTOFAN "I URVAL^r Eimskipafélagshúsinu simi 26900 Ath.bidjiö um upplýsingabækiing. Skíðaskólirn í Kerlingarfjöllum MEKKA Stórglæsileg ný skápasamstæða með höfóingjasvip Nýja skápasamstæðan frá Húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hefur vakið sérstaka athygli fyrir smekklega hönnun, fallega smíði og glæsilegt útlit. Sérstök hillulýsing í kappa. Þér getið valið um einingar, sem hæfa yður sérstaklega, hvort sem þér óskið eftir plötuhillum, vín-og glasaskáp, bókaskáp, hillum fyrir sjónvarp og hljómburðartæki, o.s.frv. Mekka samstæðan er framleidd úr fallegri eik í wengelit, sem gefur stofunni höfðingiegan blæ. Mekka er dýr smíði, sem fæst fyrir sérstaklega hagkvæmt verð. Skoðið Mekka samstæðuna hjá: ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson Híbýlaprýði JL-húsið Akureyri: Akranes: Blönduós: Borgarnes: Bolungarvík: Húsavík: Hafnarfjörður: Keflavík: Augsýn h.f. Verzl. Bjarg h.f. Trésmiðjan Fróði h.f. Verzl. Stjarnan Verzl. Virkinn Hlynur s.f. Nýform Garðarshólmi h.f. hf. Neskaupstaður: Húsgagnaverzl. Höskuldar Stefánssonar Ólafsvík: Ólafsfjörður: Sauðárkrókur: Selfoss: Siglufjöröur: Vestmannaeyjar: Verzl. Kassinn Verzl. Valberg h.f. Húsgagnaverzl. Sauðárkróks s.f. Kjörhúsgögn Bólsturgerðin Húsgagnaverzl. Marinós Guðmundssonar FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HÚSGAGNAVERKSMIÐJA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.