Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977 30-40 skip til loðnuveiðanna EFTIR ÞEIM upplýsingum að dæma sem Morgunblaðið hefur aflað sér er útlit fyrir að 30—40 skip muni leggja stund á loðnu- veiðar f sumar, en það eru mun fleiri skip en stunduðu veiðarnar á slðasta ári, en þær gengu þá mjög vel eins og kunnugt er og heildaraflinn varð um 100 þús- und lestir, og útflutningsverð- mæti afurðanna hátt á þriðja miVjarð. Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson mun jafnvel leggja af stað í loðnuleit um helgina undir stjórn Hjálmars Vilhjálmssonar fiskifræðings. Loðnumiðin undan Vestur- og Norðurlandi hafa að- eins verið könnuð í vor á Bjarna Sæmundssyni en þá var Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur um borð. Undan Vestfjörðum varð nokkuð vart við loðnu, en hún var dreifð. Uti fyrir Norðurlandi komst rannsóknarskipið lftt inn á veiðisvæðið sökum íss. Að undan- förnu hefir átt verið af suðvestri á þessum slóðum og ísinn því rek- ið norður á bóginn. Skákmót á Lækjartorgi? SKÁKFÉLAGIÐ Mjölnir i Reykjavík hefur óskað eftir því að fá leyfi til að halda auglýsinga- skákmót á Lækjartorgi til fjár- ■ öflunar fyrir unglingastarfsemi félagsins. Er ætlun Mjölnis að halda skákmótið föstudagana 12. eða 19. ágúst. n.k. Borgarráð hef- ur heimilað Mjölni að halda um- rætt mót en samþykki lögreglu- stjóra er áskilið. Alstigi hvarf ÁLSTIGI hvarf frá baklóð Bald- ursgötu 19 um siðustu helgi. Stig- inn er tvöfaldur. Þeir sem vita um hvarf stigans eða hvar hann er nú niðurkominn eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlög- regluna í síma 21100. Athugasemd MORGUNBLAÐINU barst I gær eftir- farandi athugasemd frá fulltrúum Rithöfundasambands íslands, sem sátu ársfund Norræna rithöfunda- ráðsins: Vegna rangra frétta I fjölmiðlum af ársfundi Norræna rithöfundaráðsins 1 3— 14. júnf s.l. vilja fulltrúar Rithöf- undasambands íslands, sem sátu fund- inn, taka fram eftirfarandi: 1 Sigurður A. Magnússon svaraði spurningum sænska fulltrúans Bengt- Erik Hedins varðandi svonefnt VL-mál. 2 Spurningar Hedins komu fram undir liðnum „önnur mál" án vitundar íslensku fulltrúanna. 3. Engar ályktanir voru gerðar eða samþykktir um þetta mál 4. Umræður um áðurnefnda fyrir- spurn tóku um 5— 1 0 mínútur af tíma þingsins sem stóð I 2 daga og hafði á dagskrá yfir 20 mál þar sem rædd voru brýn hagsmunamál rithöfunda á Norðurlöndum Reykjavlk, 22. jún! 1977 Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka, Vilborg Dagbjartsdóttir. Ása Sólveig. Ragnar Aðalsteinsson. Kínverskt flutn- ingaskip lestar ál í Straumsvík KÍNVERSKT flutningaskip, Dongshan, lestar nú 3000 lestir af áli í Straumsvíkurhöfn. Þetta magn kaupa Kínverjar af ísal í ár. Skipið kom til landsins í byrjun vikunnar en gat ekki lagst að bryggju strax vegna verkfalla í Álverksmiðjunni en skipið lagðist að í gær er hafnarverkfalli hafði verið aflýst. Dongshan er alls 11.300 lestir að stærð og með fjölmenna áhöfn.____ Rannsóknarlögregla ríkisins tekur til starfa í næstu viku; Annast aðeins rannsókn- ir meiriháttar brotamála — en lögreglustjórar annast smœrri málin RANNSÓKNARLÖGREGLA rfkisins tekur formlega tii starfa 1. júlf n.k. eða föstudaginn í næstu viku. Undirbúningsvinna Ljósm.: Hermann Stefánsson. RIGNING OG SKEMMTIFERÐASKIP — Tvö skemmtiferðaskip, Sagafjord og Maxím Gorkí, lágu á ytri höfninni í Reykjavík í gærmorgun og eins og oft áður þegar skemmtiferðaskip eru í Reykjavík opna veðurguðirnir flóðgáttir sínar og regnið steypist niður. Á myndinni sjást skipin tvö, Sagafjord t.h. og einnig Akraborgin eins og lítill bátur á siglingu meðfram þeim. er f fullum gangi og að henni vinna Hallvarður Einarsson rann- sóknarlögreglustjóri, starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og ný- ráðnir deildarstjórar við Rann- sóknarlögregluna, Þórir Oddsson, örn Höskuldsson og Erla Jóns- dóttir, en þeir hafa nú þegar byrj- að þar störf. Rannsóknarlögregla ríkisins mun aðeins hafa með höndum rannsóknir meiri háttar afbrota- mála jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem utan þess ef þörf er talin á. Hins vegar verða starfandi sér- stakar rannsóknarlögregludeildir við embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni, þ.e. 1 Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Kjósasýslu, Kefla- vík, Grindavik og Gullbringu- sýslu. Þessar deildir munu annast rannsóknir á minni háttar málum svo sem umferðarslysum og um- ferðarlagabrotum, brotum á lög- reglusamþykktum, brotum á áfengislögum öðrum en áfengis- smygli, brotum á lögum um til- kynningu aðseturskipta og aðra smærri málaflokka, sem nánar verða ákveðnir i reglugerð, sem gefin verður út um mánaðamótin. Ef fólk verður í vafa hvort það á að snúa sér til Rannsóknarlög- reglu rikisins eða rannsóknar- deilda lögreglunnar með mál sín eftir 1. júlí getur það haft sam- band við næstu lögreglustöð og verða þar veittar allar upplýsing- Þörungaverksmiðjan: Tilraun með áframhaldandi rekstur næstu 3 mánuðina Sveitarfélögin taka BRÁÐABIRGÐALAUSN hefur fundist á vandamálum Þörunga- verksmiðjunnar að Reykhólum, þannig að nú hefur verið tryggt að verksmiðjan verður rekin í þrjá mánuði 1 sumar f tilrauna- skyni. Sveitarfélögin sem mestra hagsmuna eiga að gæta, Gufudals- og Reykhólahreppar, taka við rekstri verksmiðjunnar en ríkið tryggir hins vegar fjármagn til rekstursins. Vilhjálmur Lúðvíksson, stjórnarformaður verksmiðjunn- ar, tjáði Morgunblaðinu í gær, að þegar í aprílmánuði sl„ þegar fyr- ir lá úttekt sérfræðinganefndar á rekstri og framtiðarmöguleikum við rekstrarhliðinni verksmiðjunnar, hefði stjórn hennar skilað tillögum til iðnaðar- ráðuneytisins um hvernig staðið skyldi að starfrækslu hennar áfram. Hins vegar hefðu engin svör borizt frá rikisvaldinu við þessum tillögum, og því farið svo að stjórnin sá sig tilneydda að segja upp öllu starfsliði og loka verksmiðjunni. Vilhjálmur sagði, að þegar heimamenn hefðu orðið þess áþreifanlega varir hvernig mál- um var komið, hefðu þeir myndað með sér samstarfsnefnd um vandamál þörungaverksmiðjunn- ar og gert út sendimenn á fund ríkisstjórnarinnar. Væri framan- greind lausn niðurstaða þeirra viðræðna, en áframhaldandi rekstur verksmiðjunnar nú — svo langt sem hann næði — væri byggður á tillögum stjórnar verk- smiðjunnar. Að því Vilhjálmur sagði verður t.d. þangöfluninni nú hagað með þeim hætti er lagt hefði verið til í þessum tillögum en þar var byggt á þeirri reynslu sem fékkst við þangöflunina sl. haust. 1 þeirri bráðabirgðarlausn sem nú hefði fengizt væri einnig gert ráð fyrir, að ríkisvaldið tryggði verksmiðj- unni rekstrarfjármagn á þessu tímabili en stefnt væri að því að framleiðslan í sumar gæti staðið undir rekstrinum. Ef einhver Framhaid á bls. 24. Fischer hringdi í Spassky í Reykja- vflí og kvadst vilja tefla á nýjan leik BOBBY Fischer hringdi f Boris Spassky meðen sá slSarnefndi var vegna veikinda frá einvlgi þeirra Horts I Reykjavik. í simtalinu gaf Fischer Spassky ýmis rá5 og gaf jafnframt f skyn að henn leitaði nú fœris á að koma fram á sjónarsviðið ef aðstæður byðust aftur. Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands, sagði I viðtali við Mbl. f gser, að þetta hljóð frá Fischer gæfi þeim skáksambandsmönnum nokkrar vonir um að heimsmeistarinn fyrrverandi Ihugaði nú að hefja taflmennsku á ný og þá væri Island auðvitað góður staður fyrir hann til að byrja á. Sem kunnugt er bauð Skáksam- Auk Fischers verður heimsmeist- band Islands Fischer hingað til aranum Karpov boðið til mótsins. lands og sagði Einar að stöðugt byði Fischers farseðill f Chicago. Þá verð- ur Fischer sent formlegt boðsbréf á næstunni um þátttöku I næsta Reykjavlkurskákmóti. „Við erum svona að gæla við þá hugmynd. að Fischer láti verða af þvl að nota farseðilinn og það leiði ef til vil til þess að hann vilji tefla hér á næsta ári," sagði Einar. Spassky hefur látið þau orð falla, að hann sé fús að koma til mótsins ef heimsmeistarakeppnin standi þar ekki f vegi Þá verða Hort, Lubejevic og Larsen einnig send boðsbréf. en til mótsins verður boðið að minnsta kosti 8 erlendum skákmeisturum. Nefndi Einar einnig til þá Browne og Miles og einnig hefur Timman lýst sig fúsan til að tefla hér á landi. Fiacher Spassky

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.