Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 43 Sigurlás enn á skotskónum VESTMANNAEYINGAR fikra sig smðtt og smátt upp stigatöfluna. I gærkvöldi unnu þeir FH 4:1 f hörkuskemmtilegum leik á malarvellin- um I Eyjum. Var þetta fyllilega verðskuldaður sigur. Markaskorarinn mikli, Sigurlás Þorleifsson, var nú enn á ferðinni, skoraði tvö mörk og misnotaði þar að :uki vftaspyrnu f leiknum. Vestmannaeyingar sóttu nær stanzlaust og hefðu átt að skora mun fleiri mörk en það eina, sem þeir skoruðu I f.h. En Þorvaldur markvörður FH átti stórleik og kom í veg fyrir að Eyjamenn skor- uðu oftar. Þetta eina mark hálf- leiksins kom á 14. mfnútu. Karl Sveinsson tók mjög gott horn, sendi boltann að nærstöng þar sem bróðir hans Sveinn var fyrir og skallaði glæsilega í netið. Þórir Jónsson kom inná í hálf- leik og þá gjörbreyttist FH-liðið til hins betra og sótti meira fyrstu 25 minútur hálfleiksins. Einmitt á þeirri mfnútu jafnaði Janus Guðlaugsson metin með stórglæsi- iegu skoti frá vftateigshorninu. Var skotið svo fast að söng í net- inu. Við markið lifnaði aldeilis yfir Eyjamönnum og þeir fengu vfti á 28. mínútu þegar Sigurlási var brugðið. Hann tók sjálfur spyrn- una en Þorvaldur varði meistara- lega. Á 38. mínútu seinni hálf- leiks brauzt Tómas Pálsson í gegn og skoraði aðþrengdur. Vel gert hjá Tómasi. Tveimur mínútum síðar skoraði Sigurlás með skoti af stuttu færi og einni mínútu fyrir leikslok var honum brugðið innan vítateigs, og Sigurlás tók sjálfur spyrnuna og í þetta skipti skoraði hann örugglega. Þetta var sem fyrr segir hörku- leikur og góð knattspyrna sýnd af báðum liðum. I STUTTU MÁLI: Malarvöllurinn í Vestmanna- eyjum, 22. júní, íslandsmótið 1. deild, IBV — FH 4:1 (1:0). MÖRK BV: Sveinn Sveinsson á 14. mínútu, Tómas Pálsson á 83. mínútu og Sigurlás Þorleifsson á 85. minútu og 89. mínútu. MARK FH: Janus Guðlaugsson á 70. mínútu. ÁMINNGAR: Þórður Hall- grímsson IBV, Valþór Sigþórsson ÍBV og Jón Hinriksson FH fengu að sjá gula spjaldið. ÁHORFENDUR: Um 650. -hkj- STAÐAN Akranes 10 7 1 2 17:6 15 Valur 9 6 1 2 15:8 13 Vlkingur 9 4 4 1 9:7 12 Breiðablik 10 4 2 4 13:12 10 Keflavík 9 4 2 3 12:3 10 ÍBV 9 4 1 4 10:9 9 Fram 9 2 3 4 11:13 7 FH 9 2 3 4 11:13 7 KR 10 2 2 6 14:17 6 Þór 9 2 1 6 10:20 5 í KVÖLD verða tveir leikir f 1. deildinni: Vafur mætir Keflavfk á Laugardalsvellinum og á Akur- eyri leika Þór og Fram. BREIÐABLIK Ómar Guðmundsson 4. Gunnlaugur Helgason 2. Bjami Bjarnason 2, Valdimar Valdimarsson 3, Einar Þórhallsson 3, Ólafur Friðriksson 2. Vignir Baldursson 2, Þór Hreiðarsson 3, Hinrik Þórhalls- son 1. Sigurjón Rannversson 1, Heiðar Breiðfjörð 1, Magnús Steinþórs- son (vm) 1, Gisli Sigurðsson (vm) 1. AKRANES: Jón Þorbjörnsson 2, Björn Lárusson 1, Guðjón Þórðarson 2, Jóhannes Guðjónsson 3, Jón Gunnlaugsson 3, Hörður Jóhannesson 2. Karl Þérðarson 2, Jóri Alfreðsson 2, Pétur Pétursson 2, Kristinn Björnsson 2. Árni Svinsson 2. Jón Áskefsson 2. DÓMARI: Magnús V. Pétursson 2. KR: Sverrir Hafsteinsson 1. Sigurður Indriðason 3, Guðmundur Yngva son 1, Haukur Ottesen 2, Stefán Órn Sigurðsson 2. Börkur Ingvarsson 2, Örn Guðmundsson 2. Magnús Jónsson 1. Árni Guðmundsson 2. Örn Óskarsson 1, Vilhelm Fredriksen 1, Guðjón Hilmarsson (vm) 1. VÍKINGUR: Diðrik Ólafsson 2. Ragnar Gfslason 3. Magnús Þorvaldsson 2, Helgi Helgason 2, Kári Kaaber 3, Róbert Agnarsson 2, Eirlkur Þorsteinsson 2, Gunnar Örn Kristjánsson 2. Jóhannes Bárðarson 2, Hannes Lárusson 2. Viðar Ellasson 3. DÓMARI: Grétar Norðfjörð 2. ÍBV: Sigurður Haratdsson 2. Gústaf Baldvinsson 3, Einar Friðþjófsson 1, Þórður Hallgrlmsson 3, Friðfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 2. Valþór Sigþórsson 2. Óskar Valtýsson 3, Sigurlás Þorleifsson 3, Tómas Pálsson 3, Karl Sveinsson 2. FH: Þorvaldur Þórðarson 4, Jón Hinriksson 2, Logi Ólafsson 1, Jóhann Rlkharðsson 2. Gunnar Bjarnason 3. Viðar Halldórsson 2, Árni Geirs- son 2, Ólafur Danlvalsson 2. Janus Guðlaugsson 3. Helgi Ragnarsson 1, Ásgeir Arnbjörnsson 1, Þórir Jónsson vm 2. Pálmi Jónsson vm 1, DOMARI: Guðmundur Haraldsson 3. Vióar Elfasson skorar fyrsta mark Vfkings með skalla. (Ljósm. Frið- þjófur). Hetja Breiðabliksliðsins, Ómar markvörður, hefur betur f viðureign við Jón Gunnlaugsson. Það kom á óvart að Jón var bókaður eftir þetta atvik. (Ljósm. Friðþjófur). Óvæntur sigur Breiða- bliks yfir Skagamönnum BREIÐABLIK gerir það ekki endasleppt. Liðið sigraði Val f fyrsta leik íslandsmótsins og í gærkvöldi var toppliðið Akranes lagt að velli á Kópavogsvellinum 1:0. Akranesliðið var sterkari aðiiinn f þessum leik en mýmörg marktækifæri liðsins nýttust ekki. Breiðabliksmenn börðust grimmilega í seinni hálfleik og þeirra takmark var að halda markinu hreinu eftir að þeir höfðu skorað mark sitt. Það tókst og enginn átti stærri þátt f þvf en Ómar Sigurðsson markvörður, sem barðist allra manna bezt f Breiðabliksliðinu. Akurnesingar léku undan vindi og regni i fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega getað verið búnir að skora þrjú mörk eftir 7 mínútur. Pétur og Kristinn komust einir inn fyrir en Ómar varði frá þeim báðum. Þá átti Árni hjólhesta- spyrnu í slá og út og Jón Alfreðs- son kom aðvífandi og skaut yfir af tveggja metra færi. Það var því alveg á móti gangi leiksins þegar Breiðablik skoraði mark sitt á 15. mínútu. Löng send- ing kom fram völlinn og Þór Hreiðarsson hafði betur i baráttu við Björn bakvörð Skagamanna. Þór lék sfðan laglega á Jón mark- vörð og renndi boltanum í netið. Mjög dofnaði yfir Akurnesing- um eftir markið. i seinni hálfleik reyndu þeir allt hvað af tók til að jafna metin en þeim tókst ekki að snúa á sterka miðjuvarnarmenn Blikanna og Ómar markvörð, sem var í essinu sínu i seinni hálfleik. Blikarnir áttu nánast engin tæki- færi utan marksins og í þessum leik var það vörnin og markvörð- urinn sem áttu drýgstan þátt í því að sigur vannst yfir Skagamönn- um. Akurnesingar skoruðu reyndar eitt mark, Pétur Pétursson eftir sendingu frá Kristni, en öllum til undrunar var markið dæmt af og Akurnesingar fengu aukaspyrnu vegna þess að Kristni var hrint. Leikurinn var ailvel leikinn og mörg skemmtileg augnablik í honum og með þessum sigri hafa Blikarnir virkilega hleypt spennu í toppbaráttuna. I STUTTU MÁLI: Kópavogsvöllur 22. júní, 1. deild Breiðablik—ÍA 1:0 (1:0) Mark Breiðabliks: Þór Hreiðars- son á 15. minútu. Áminningar: Pétur Pétursson og Jón Gunnlaugsson fengu að sjá gula spjaldið. Ahorfendur: 884. —SS. TVÖ SKALLAMÖRK FÆRÐU VÍKINGI SIGUR GEGN KR MEÐ GÓÐUM skallamörkum ViSars Elfassonar og Kára Kaaber I fyrri hálfleik tryggSu Vlkingar sér þægilegan sigur gegn KR á Laugardalsvellinum l gærkvöldi. Mörkin I þessum leik hefSu hæglega getaS orSiofleiri, þvl bæSi liSáttu góS færi I leiknum, sem ekki nýttust. Á þetta þó sérstaklega viS um KR-ingana, en þeim virtist gjörsamlega fyrirmunaS aS skora. Reyndar skoruSu KR-ingar undir lok ieiksins, en markiS var dæmt af, en báSir þessir dómar orkuSu tvlmælis. Vikingar eru þvi enn alvarlega I bar- áttunni á toppi 1. deildarinnar og það var athyglisvert hve Vrkingar mættu frfskir til þessa leiks. Bæði höfðu þeir fengið slæma útreið I leik slnum við Val um siðustu helgi og annað að meiðsli hrjá marga leikmenn liðsins. Þannig léku þeir Diðrik Ólafsson og Róbert Agnarsson þennan leik „á ann- arri löppinni ', en komust báðir vel frá slnu. Víkingar létu þó mótlætið ekki á sig fá og voru friskir I fyrri hálfleiknum I gærkvöldi, en I þeim seinni fóru þeir sér hægar, hugsuðu um fengið forskot og léku með þrjá miðverði Ástandið er ekki betra hjá KR-ingum og ef litið er á KR-liðið frá’ I fyrra þá eiga KR-ingar ekki verra lið utan vallar en innan Nýjustu áföll KR-inga eru meiðsli þeirra Hálfdáns Örlygssonar og Ottós Guðmundssonar, þessir tveir sterkustu leikmenn KR-liðsins voru ekki með I gær vegna meiðsla og var vissulega skarð fyrir skildi Þá meiddist Haukur Ottesen I leiknum og ‘ar það til að bæta gráu ofan á svart. Vlkingar skoruðu bæði mör c sln I gærkvöldi með skalla og *antaði greinilega sterkan skallamann e ns og Ottó I miðja vörn KR-liðsins Fyrra markið kom á 11 mlnútu leiksins. Ragnar Glslason gaf vel fyrir markið frá hægri og Viðar Ellasson skallaði lag- lega i markið rétt utan við markteig Varnarmenn KR voru greinilega alveg við frostmark þarna og markvörðurinn hreyfði sig ekki Siðara mark Vikinga var svipað, nema hvað nú var það Róbert Agnarsson, sem gaf fyrir frá vinstri og Kári Kaaber nikkaði knettin- um áfram I hornið fjær. Fleiri lögleg mörk voru ekki skoruð, þó Jóhannes Bárðarson og Árni Guðmundsson skoruðu fyrir lið sln, þá voru mörkin dæmd af Vlkingsmarkið vegna rangstöðu. KR-markið vegna brots á Diðriki markverði. Hæpnir dómar hvort tveggja séð úr skýli blaða- manna KR-ingar sóttu mun meira I seinni hálfleiknum, Vlkingar I þeim fyrri Áttu KR-ingar hvað eftir annað góð færi, sem ekki nýttust, Örn Óskarsson og Árni Guðmundsson reimuðu greinilega ekki á sig skot- skóna fyrir þennan leik Hinum megin á vellinum átti Kári Kaaber tvö færi, sem KR-ingum tókst að koma I veg fyrir að yrðu að mörkum í stuttu máli: íslandsmótið 1 deild, Laugardalsvöllur 22. )úni KR—Vikíngur 0:2 (0:2). Mörk Vlkings: Viðar Ellasson á 11 mlnútu og Kári Kaaber á 38 minútu Áhorfendur 352.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.