Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 35 — Þorskanetin Framhald af bls. 15 En ætli sjö tommurnar hafi ekki eitthvað skroppið saman samt.“ „Nú hafa stór svæði verið lokuð fyrir togveiðum fyrir Norðurlandi, en eru opin ykkur... „Þessar lokanir eru ekki gerðar fyrir okkur, þótt vafalaust hafi togarakarlarn- ir hvílsað þvi að þér,“ er Anton fljótur að segja. „Þetta eru fyrst og fremst verndunarsvæði á smáfisk.“ — En er það nokkur verndun að leyfa netaveiðar? „Það er enginn smáfiskur, sem kemur í 6,5 tommu riða. Hann þætti að minnsta kosti góður togarafiskur." Og Anton glottir með þessu. — En nú er búið að loka svo miklu fyrir togurunum. „Mér finnst sjálfsagt að loka svæðum fyrir togveiðum; þar sem smáfiskurinn er alltaf viðloðandi. Þorskanetin drepa engan smáfisk. En ég er hræddur um að það þurfi sterkari tök á þessar skyndilokanir. Ætli þær komi stundum fyrr en smáfiskurinn er búinn, eða þá farinn og stórfiskur kominn aftur á svæðið. — Þið netamenn viljið gera mikið úr smáfiskadrápi togaranna. En eruð þið þá nokkuð skárri að brjóta lögin um neta- fjöldann? „Öll sjósókn byggist á kappi," svarar Anton. „En ég sagði þér áðan; netin drepa engan smáfisk og því síður þurf- um við að henda út undirmálsfiski. Nú skalt þú bara ímynda þér að þú sért skipstjóri á netabáti. Þið eruð sjö á. Svo er komið til þín og sagt: „Þú ert nú meiri helvítis auminginn að fá ekkert meira, en þessi eða hinn, þar sem eru bara fjórir á.“ Ef þú færir eftir lögunum, þá værir þú með sama netafjölda og hinir og ættir þess vegna ekki að fiska meira. En þú situr bara ekki undir svona samanburði, heldur gerir eitthvað. Og þá er bara að fjölga netunum." — Og væntanlega þýða fleiri net llka meiri peninga fyrir sjómennina. „Líka þá, já“. — Finnst þér þá ef til vill rétt að leyfa meiri netafjölda? „Mér finnst Iangeðlilegast, að 90 netin yrðu einhvers konar lágmark og síðan yrði ákveðin tala fyrir fleiri menn. Hins vegar þýddi ekkert að ákveða þetta eins og í uppmælingunni, að miða við tóma aumingja. Tuttugu net á haus þætti mér ekki rnikið." — ísland á marga vini Framhald af bls. 29 hagslegri skiptingu suður- og norður- lands og sýndi fram á muninn á þess- um landshlutum. Sagnfræðingurinn dr. A Gúrvevits hefur í mörg ár rann- sakað sögu Islenska þjóðveldisins og á þetta sinn flutti hann erindi um hug- myndir norrænna manna til forna um tlma og rum Hvað snertir málvisinda- mennina fjölluðu þeir Itarlega um ýms islensk málefni. T.d sagði einn besti málvfsindamaður okkar. Olga Smirnitskaja. frá ýmsum sérkennum fornislenskrar setningafræði Olga hef- ur þýtt Snorraeddu á rússnesku I sam- vinnu við frægt skáld og þýðanda, Sergei Petrof Enn mætti lengi tala um erindin sem flutt voru á ráðstefnunni og fjölluðu um Islensk málefni, en ég vil ekki þreyta lesandann. Land ykkar, sér- kennilegt landslag. saga, efnahagsllf, tunga. sjávarútvegur og bókmenntir — allt er þetta frjór jarðvegur fyrir rannsóknir og vekur að sjálfsögðu áhuga sovéskra Skandinavlufræðinga Ég hef nú greint nokkuð frá starf- semi félagsins SSSR-ísland og nokkr- um virkustu meðlimum þess. og einnig frá rannsóknum sovéskra visinda- manna Þá er röðin komin að blaða- og bókaútgáfu og þýðingum, en á þvl sviði er um auðugan garð að gresja varðandi bækur um ísland og þýðingar Islenskra bókmennta á rússnesku Sovéskir rithöfundar hafa skrifað skemmtilega um ísland, þ.á m. Boris Polevoj, Gennadi Fisj. Arkadl Pjerventsef ofl Svo til hver einasta sovésk sendinefnd sem fer til íslands lætur frá sér fara til fjölmiðla frásögn af ferðinni. V Bjerkof, prófessor I Lenin- grad, skrifaði mjög skemmtilega grein um islendinga og atvinnulif þeirra. Verk Islenskra höfunda eru mikið gefin út I Sovétrikjanum, einsog reyndar hefur oft verið skýrt frá á íslandi. og vil ég ekki endurtaka það sem áður hefur verið sagt um það. Ég vil aðeins geta þess að upplag útgefinna verka eftir Halldór Laxness er löngu komið upp fyrir milljón eintök og að siðast kom Heimsljós I griðarstóru upplagi. en að þeirri þýðingu hafði mjög góður þýð- andi unnið svo að segja nótt og dag I langan tima, Ljúbof Gorlina, sem nú er að þýða íslenskar þjóðsögur. Ég vil einnig geta þess, að það þýðir ekkert að spyrja um bækur islenskra höfunda I bókabúðum Moskvu. vegna þess að þær seljast alltaf upp á nokkr- um dögum eða jafnvel klukkutimum, þrátt fyrir 50—100 þúsunda eintaka upplög. Auk Halldórs Laxness eru bæði vinsæl og fræg nöfn þeirra Stefáns Jónssonar, Ólafs Jóh Sigurðs- sonar, Þórbergs Þórðarsonar. Halldórs Stefánssonar o.fl. [slenskar bækur eru ekki aðeens þýddar á rússnesku I Sovétríkjunum. þær koma einnig út á öðrum málum sovétþjóðanna, einsog t.d. úkrainsku, eistnesku, lettnesku, grúsinsku osfrv. Auk nútimabók- mennta hafa verið gefnar út íslendingasögur og Sæmundaredda Fjórði þátturinn í þeirri starfsemi sem fram fer til að kynna ísland og islendinga I Sovétríkjunum er sjón- varpið Sem dæmi má nefna að sjón- varpið i Murmansk hefur reglulega dagskrár um ísland og eru þær 2—2 'h tíma langar Þessi útsending næraðeins til ibúa Kolaskaga, en þeir eru um milljón talsins. Sjónvarpið I Moskvu sýndi aðeins á siðastliðnu ári fjóra þætti frá íslandi i einni vinsælustu dagskrá sinni, „Ferðamannaklúbbur- inn" sem sjónvarpað er á sunnudags- kvöldum og nær til u.þ.b. 150 miljón áhorfenda. Þetta þýðir að margar miljónir sovéskra sjónvarpsáhorfenda sjá ísland með reglulegu millibili og vita nú mun meira um land ykkar og þjóð en áður. Hljóðvarpið i Moskvu útvarpar lika alltaf sérstakri dagskrá með Islenskri tónlist á þjóðhátiðardaginn ykkar. 1 7. júnl. Listinn yfir þá starfsemi sem fram fer i SSSR til að auka og efla vináttu- tengslin milli landanna tveggja væri ekki fullkominn ef ég minntist ekki á þá aðstoð sem bæði opinberir og óopin- berir fulltrúar íslands I Moskvu og Leningrad láta okkur i té. Gegnum árin hafa mörg islensk ungmenni stundað nám I Sovétríkjunum. Þau lærðu rúss- nesku og aðrar námsgreinar, eign- uðust marga vini og stuðluðu mjög að lifandi samskiptum þjóðanna. Af þeim má nefna Árna Bergmann, Birgi Karls- son, Hallveigu Thoralcíus, Eyvind Er- lendsson, Ingibjörgu Haraldsdóttur. Guðrúnu Kristjánsdóttur, Harald Frið- riksson, Reyni Bjarnason, Helga Haraldsson. Bergþóru Einarsdóttur, Ingibjörgu Hafstað. Eyjólf Friðgeirsson ofl. Árni Bergmann var mjög hjálp- legur við alla þá sem höfðu áhuga á islenskri tungu og bókmenntum Hann vann mikið starf að gerð Islensk- rússnesku orðabókarinnar sem þeir Bjerkof og Böðvarsson sömdu. Birgir Karlsson, Eyvindur Erlendsson, Helgi Haraldsson og Bergþóra Einarsdóttir kenndu sovéskum stúdentum islensku jafnhliða sínu eigin námi Við erum þeim öllum afar þakklátir. Við njótum einnig stuðnings og um- hyggju af hálfu opinberra fulltrúa, einkum Hannesar Jónssonar sendi- herra. Hann hefur oftar en einu sinni ávarpað samkomur félagsins SSSR- ísland og sagt frá ýmsu fréttnæmu og ! athyglisverðu um land sitt 1 7. júni ár hvert er þjóðhátíðardagsins minnst með samkomu i Húsi Vináttunnar I Moskvu. Ég hef oft verið túlkur fyrir opinbera fullrúa (slands þegar þeir hafa ávarpað þessar samkomur og þessvegna man ég öll þessi ávörp vel Ég man t.d sérstaklega eftir stuttri sögu sem dr. Oddur Guðjónsson, þá- verandi sendiherra, sagði eitt sinn og hafði heyrt i bernsku, og leyfi ég mér nú að endursegja þá sögu hér i greinarlok Maður einn gekk eftir vegi og sá þá eitthvert skrimsli koma á móti sér Hann varð hræddur Skrimslið kom nær og hann varð enn hræddari En þegar hann mætti skrimslinu kom i Ijós að það var ekki skrimsli, heldur bróðir hans Við íslandsvinir reynum allir að segja sannleikann. um ykkar fjarlæga land, og markmið okkar er göfugt: við viljum stuðla að þvi að fjarlægðin og þeir sem ekki fella sig við vináttu okkar geti ekki hindrað bróður i að þekkja bróður sinn. greina vin frá óvini. Að sjálfsögðu væntum við þess að þetta markmið sé gagnkvæmt Ég persónu- lega verð t d alltaf fyrir sárum von- brigðum þegar islenskur höfundur skrifar eitthvað um Sovétrikin sem er ekki i samræmi við sannleikann Mað- ur hlýtur óhjákvæmilega að hugsa sem svo: hér stend ég og segi milljónum sjónvarpsáhorfenda aðeins sannleik- ann um ísland; hvers vegna fær maður slík skrif í staðinn? Vonandi breytist þetta, og vinátta og gagnkvæmur skilningur eflist þar með Otrúlega óaýr bíll Rat 125 P til afgreidshi strax ]] Hámarkshraðt 155 km, Q Bensíneyðsla um 10 litrar per 100 km “ Kraftbremsur með dískum á öllum hjólum " Radial — dekk ■!_ Tvöföld framljós með stillingu “ Læst benzinlok ~ Bakkljós ~ Rautt Ijós i öllum hurðum ^_ Teppalagður ] Loftræsti- kerfi ~ Öryggisgler ~ 2ja hraða miðstöð ~ 2ja hraða rúðuþurrkur _ Rafmagnsrúðu- sprauta Hanzkahólf og hilla Kveikjari ^_ Litaður baksýnisspegill ’ Verkfærataska Gljábrennt lakk Ljós i farangurs- geymslu ~ 2ja hólfa karborator Syn kromeseraður gírkassi ~ Hituð afturrúða Hallanleg sætisbök ~ Höfuðpúðar. Aðeins la. 1250 Þ>*■ Leitid upplýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOO A ISLANDI Davíd Sigurðsson hf, SIOUMULA 35. simi U5855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.