Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 1977 Rosalynn Dr. Michael Stern AUGLJÓST er að Jimmy Carter hefur örvandi áhrif á fjclskyldu sína: skemmst er að minnast ferðar konu hans, Rosalynn, til nokkurra Suður-Ameríkuríkja. Var því spáð í upphafi ferðar að þetta yrði hálfgerð vandræða- reisa fyrir frúna, en síðar varð annað uppi á teningunum og mönnum bar saman um að framganga Rosalynn hefði ver- ið hin skörulegasta og hún tal- að af hinni mestu skynsemd og hreinskilni um málefni ríkjanna sem hún heimsótti. En við það lætur fjölskyldan ekki sitja. Amy, hin unga forsetadóttir, tæplega tíu ára gömul, hefur nú lagt fram sinn skerf til heimsmálanna. Það hefur sum sé komið upp úr dúrnum að þegar faðir hennar, forsetinn, var að skrifa vísindamanninum Andrei Sakharov stuðningsbréf dundaði Amy sér við að skrifa bréf til sonar Michaels Sterns, en Stern hóf að afplána átta ára fangelsisdóm í sovézku fangelsi árið 1 974 Breska blaðið Times segir frá því, að þetta hafi Amy gert fyrir um það bil fjórum mánuðum, þ.e um svipað leyti og faðir hennar sendi sína frægu yfir- lýsingu til Sakharovs. Dr. Michael Stern hafði sótt um Norðm áfengi Amy skrifaði bréf til sonar Sovétf anga leyfi til að flytjast búferlum frá Sovétríkjunum en var neitað um leyfi og siðar dæmdur í fangelsi eins og fyrr var sagt. Hins vegar var honum sleppt nú nýlega og er kominn til Vesturlanda. „Skömmu áður en mér var sleppt fékk einn sona minna, sem ötullega hafði unniðað því að ég yrði leystur úr fangelsi, hlýlegt og hressilegt bréf frá Amy Carter," sagði dr. Stern eftir að hann kom til Vestur- landa. „Ég sá þetta bréf og enda þótt það væri augljóslega skrifað af ungu barni, var það tákn um styrk og vináttu sem ég held að gæti orðið ómetan- leg andófsmönnum í Sovét- ríkjunum. Dr. Stern sagði ekkert nánar um hvað bréfið hefði fjallað og ekki var tekið fram hvort það hefði verið skrifað á forseta- bréfsefni eða hvort það var sent eftir diplómatískum leið- um á áfangastað eins og Carter gerði með bréfið til Sakharovs. Ýmsir fleiri urðu til að tala máli dr. Sterns meðan hann sat í fangelsi, þar á meðal voru þau Jean Paul Sarte og Simone de Beauvoir. Hófu þau undir- skriftasöfnun og skrifuðu um fimmtíu Nóbelsverðlaunahafar undir áskorun um að hann yrði leystur úr haldi. Hæstiréttur ! Úkraínu, en þar hafði hann hlotið dóm — tók þá málið upp á nýjan leik og lyktir urðu sem fyrr segir að dr. Stern er laus úr haldi og hefur í hyggju að setjast að í Hollandi. Ógleymanlegir dagar í Skálholti Þorlákshöfn 21. júnf. SÖNGFÉLAG Þorlákshafnar fór hinn 18. júní með söngstjóra sín- um. Ingimundi Guðjónssyni, og sóknarprestinum, sr. Tómasi Guð- mundssvni, að Skálholtssiað og var dvalizt þar í tvo daga við söng og aðrar lystisemdir. Margir kór- félaga höfðu maka sfna og börn með sér. Þar voru og mættir vinir og velunnarar Söngfélagsins, þau hjónin Ágústa Ifauksdóttir og Jónas Ingimundarson, en Jónas er sonur söngstjórans og hefur Söngfélagið notið þess því hann hefur á liðnum árum unnið því ómetanlegt gagn, sérstaklega meðan tími hans var ekki eins takmarkaður og nú er orðið. Það var því mikið sungið i Skálholti með þeim hjónum þessa yndis- legu daga og stendur Söngfélagið í mikilli þakkarskuld við þau. Eftir að hafa snætt hádegis- verð, en veitingar í Skálholti eru til fyrirmyndar, var gengið til kirkju þar sem sr. Guðmundur Óli Ólafsson, Skálholtsprestur, sagði sögu staðarins mönnum til mikils fróðleiks og ánægju. Klukkan fjögur kom söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, til Skálholts. Hann lék þrjú und- urfögur verk á orgel kirkjunnar öllum til innilegrar ánægju. Hann ræddi sióan við kórinn um söng- starfið og hvers það kreföist af hverjum og einum. Það fór ekki fram hjá neinum, að þarna var réttur maður á réttum stað, ljúfur og skilningsríkur og hann vissi að þetta starf er ekki bara dans á rósum og samstaðan er það eina sem gildir. Þá söng kórinn nokkur lög „fyrir hann“ eins og Haukur komst sjálfur aó orði. Klukkan tíu um kvöldið var svo helgistund í Skálholtskirkju, hana annaðist sr. Tómas Guðmundsson. Telpnakór frá Eyrarbakka söng undir stjórn söngstjóra sins, Rutar Magnús- dóttur, en þær dvelja í sumarbúð- um þjóðkirkjunnar í Skálholti um þessar mundir. Viðstöddum fannst þessi söngur telpnanna englasöng likastur en hljómburð- urinn í kirkjunni er slíkur að mönnum kom saman um að annað eins hefðu þeir ekki heyrt í nokkru húsi og þarna er svo létt að syngja. Söngfélagið söng í lok helgistundar. Það má til gamans nefna að í kirkjunni voru Norð- menn í hópferð, sem sögðu að hápunktur heimsóknar sinnar til tslands hefði verið þessi stund í Skálholtskirkju. Klukkan ellefu var síðan kvöldvaka inni í sam- komusal Lýðháskólans, þar sem skólameistari, sr. Heimir Steins- son, lýsti tilurð og starfi Lýðhá- skólans í Skálholti í mjög fróð- legu erindi, en skólinn er fimm ára gamall og einnig sýndi hann myndir frá starfi sínu við Lýðhá- skóla á hinum Norðurlöndunum. Þá var sungið af mikilli sönggleði fram til miðnættis. Þessi fyrri dagur heimsóknar Söngfélagsins í Skálholti hafði liðið hjá við sól- skin, söng og gleði og ólýsanlega fegurð staðarins. Sunnudagurinn 19. júní klukk- an elefu var guðsþjónusta í Skál- holtskirkju. Prestur staðarins, sr. Guðmundur Óli Ólafsson, predik- aði, telpnakór frá Eyrarbakka söng, organisti var Rut Magnús- dóttir og fram fór fjölmenn altar- isganga. Svo var gert matarhlé. Að þvi loknu var áfram haldið við söng og æfingar hjá Jónasi Ingi- mundarsyni, sem er óþreytandi í söngstarfinu. Staðurinn var skoð- aður eftir föngum en til þess var að sjálfsögðu allt of litill tími fyr- ir kórfélaga, en makar og börn þeirra nutu þess aftur á móti í rfkum mæli. Klukkan fimm sið- degis var guðsþjónusta í kirkj- unni, sr. Tómas Guðmundsson predikaði. Söngfélag Þorláks- hafnar söng, organleikari Jónas Ingimundarson og söngstjóri Ingimundur Guójónsson. Þá fór fram altarisganga. Ennþá einu sinni hljómaði skólabjallan og kallaði menn að veizlugleði f þessari ógleyman- legu ferð. Það er áreiðanlega ósk allra, sem tóku þátt í ferðinni, að fá að vera meó í annarri slikri á þessum sögufræga stað. Sóknar- presturinn okkar, Tómas Guð- mundsson, þakkaði öllum þeim mörgu, sem höfðu hjálpað til að gera þessa daga svo ánægjulega, sem raun varð á. En sjálfur átti hann sérstakar þakkir skildar fyr- ir að hafa leitt kórinn á þennan stað. Frumkvæðið var hans og hans framlag þvi mikið. Nú var komið að því að halda heim og eftir var aðeins að kveðjast. Það var gert með söng í samkomusal Lýðháskólans. Mér, sem þessa ferðasögu segir datt í hug eftir að hafa tekið þátt i framangreindri ferð, hvort fleiri prestar landsins gætu farið að dæmi sr. Tómasar og farið með sitt samstarfsfólk í Skálholt eóa á aðra sögustaði þjóðarinnar í þess- um tilgangi. Ég held að þeir yrðu ekki fyrir vonbrigðum með árang- urinn. Söngfélag Þorlákshafnar sendir öllum*þeim, sem geróu því dagana í Skálholti ógleymanlega, hjartans þakkir sfnar. Ragnheióur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.