Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1977
Ásmundur Brekkan,
yfirlæknir röntgendeildar:
Hr. ritstjóri.
Baksíöufrétt í heiðruðu blaði
yðar, sunnudag 19. jtlní, um bygg-
ingaframkvæmdir við Borgarspít-
alann var tímabær og ber að
þakka hana, sömuleiðis fregn um
sama efni í blaði yðar 3. febr. sl.,
en a.ö.l. hefur verið furðu hljótt í
fjölmiðlum um þessar fram-
kvær.dir. Ummæli mín, efnislega
rétt eftir höfð, um brýna nauðsyn
þess, að lokið verði þessum bygg-
ingaráfanga og haldið áfram,
þarfnast frekari skýringa.
Mörgum er kunnugt, að nú er
risin uppsteypt allstór viðbótar-
álma við Borgarspítalann. Hús-
næðið er lítill hluti þjónustuálmu
spítalans, en því er ætlað að hýsa
slysadeild og aðra bráða sjúkra-
viðtöku fyrir Reykjavíkursvæðið,
og skv. reynslu, að verulegu leyti
fyrir allt landið. Byggingin er
þannig aóeins eitt áfangastig
nauðsynlegrar viðbótarþjónustu
húsnæðis spftalans vegna umsvifa
hans i meðferð bráðra sjúkdóms-
tilfella, vegna nauðsynlegs rekst-
urs deilda til for- og eftirmeðferð-
ar vistaðra sjúklinga, vegna vax-
andi rannsóknastarfsemi, vegna
skorts á skurðstofuhúsnæði,
vegna algjörs skorts á lagerrými,
afdrepi fyrir starfslið og kennslu-
rými, svo aðeins fátt sé talið.
Bygging þessi reis ekki svo sem
eitthvert vanhugsað viðundur,
heldur eftir vel unna og nákvæma
rannsókn og áætianagerð um
ástand og þarfir íbúa Reykja-
víkursvæðisins í tengslum við
sjúkrahús borgarinnar. Heil-
brigðismálaráð Reykjavíkurborg-
ar, heilbrigðisráðuneyti, borgar-
ráð og samstarfsnefnd um opin-
berar framkvæmdir mátu allar
aðstæður og allir þessir aðilar
tóku þá afstöðu, að umrædd þjón
ustuálma skyldi hafa algjöran
forgang f byggingu heilbrigðis-
stofnana á vegum Reykjavfkur.
Ekki kom þar að sök, að breytt
viðhorf og sivirk endurskoðun á
þörfum leiddi í ljós, að ekki væri
óhentugt að koma fyrir almennri
lækna- og heilsugæslustöð
tengslum við þessa byggingu
a.m.k. til bráðabirgða (Heilsu
gæslustöð Fossvogshverfis og ná
grennis). Fjármögnunar- og fram-
kvæmdaáætlun bygginganefndar
spitalans, sem ekki hefur verið
mótmælt áður, gerði ráð fyrir, að
húsnæði slysadeildar og annarrar
móttöku bráðra sjúkdómstilfella
yrði tilbúið síðari hluta þess árs
eða um 1. ágúst. Sfðan yrði að-
staða göngudeilda og heilsugæslu-
stöðvar kláruö í beinu framhaldi
þar af og yrði væntanlega nothæf
rúmu hálfu ári síðar. Það var sfð-
an skilningur áðurgreindra yfir-
valda svo og annarra sem um
fjalla, að beint yrði haldið áfram
með næsta áfanga þjónustuálm-
legum augum. Að vísu er nauð-
synlegt, að B-álman rísi ?em fyrst,
en með þeim rökum, sem liggja að
baki núverandi framkvæmdum,
verður að telja ofangreindar fjár-
magnstilfærslur óraunhæfar og
skaðlegar eðlilegri þróun sjúkra-
stofnana borgarinnar.
Allur almenningur í þessu hús-
byggjandi landi þekkir núorðið
vaxtakostnað, arðsemistap og
fjármagnsrýrnum í hálfkláruðum
húsbyggingum, svo að óþarfi er
að undirstrika þessvegna nauðsyn
þess, að þessari byggingu, sem
heilbrigðisyfirvöld rfkis og borg-
ar gáfu sérstakan forgang, verði
komið f gagnið hið allra fyrsta.
Benda má á, að auk augljósrar
félagslegrar þarfar og óbeinnar
arðsemi slysa- og göngudeildar-
hússins, bætir sú starfsemi allan
rekstrargrundvöll sjúkrastofnana
borgarinnar og þar með landsins í
heild með hagkvæmari nýtingu
sjúkrarúma spftalans, aukinni og
bættri for- og eftirmeðferð við
vistaða sjúklinga og loks með að-
stöðu, að visu aðeins til bráða-
birgða, fyrir mjög þýðingarmikla
almenna læknisstarfsemi og
heilsugæslu stórra borgarhverfa.
Þetta atriði, að i byggingunni er
áformuð heilsugæslustöð fyrir
fbúa Fossvogs- og aðliggjandi
llm byggingarmál
Borgarspítalajis
Viðbygging við iegurými
sjúkrahússins, svonefnd B-álma,
er einnig' nauðsynjamál, sem
lengi hefur verið á dagskrá, en
allir verið á eitt sáttir um, að
fjármagna yrði og áætla alveg
óháð þjónustuálmunni. Það kom
því mjög á óvart öllum þeim aðil-
um, sem fundið hafa til ábyrgðar
vegna þeirra erfiðleika, sem vax-
andi eru f spítalanum sökum
þrengsla og aðstöðuleysis, er
borgarfulltrúar Reykjavíkur eftir
síðustu áramót ákváðu byrjunar-
framkvæmdir við áðurnefnda (og
að vísu nauðsynlega) B-álmu.
Voru veittar til þess verks u.þ.b.
65 millj. króna, og í staðinn slegið
á frest um óákveðinn tfma (a.m.k.
allt þetta ár og verulegan hluta
1978) að ljúka áður áætluðum for-
gangsframkvæmdum við þjón-
ustuálmu! Mjög er óljóst um
áframhaldandi fjármagn til B-
álmu, en samt er öllum ljóst, að
vart fæst meira fé á yfirstandandi
eða næsta ári, en til að fullgera
grunn og rúmlega steypa botn-
plötu.
Yfirlæknar Borgarspitalans og
aðrir þeir aðilar innan stofnunar-
innar, sem þessi mál varða mest,
líta þessar ráðagerðir mjög alvar-
hverfa, hefði eitt útaf fyrir sig átt
að nægja til að hrinda fram-
kvæmdum við hana áfram af full-
um krafti og samkvæmt áætlun-
um. Það væri einnig í samræmi
við þá skoðun, sem fyrir nokkru
kom fram í leiðara í blaði yðar, að
nauðsyn beri til að styðja við
framkvmdir við heilsugæzlustöðv-
ar og fyrirliggjandi heilsuvernd.
Hálfkláruð hús og lauslegar
„áætianir“ mega sín núorðið
harla lítils og eru lítt til þess
fallin að brúa „trúnaðargjána"
miili þegnanna og fulltrúa þeirra.
Aukin umræða, þekking og upp-
lýsingamiðlun, hér sem annars-
staðar, stuðla að því að ýta undir
félagslegar fjárfestingar og
ákvarðanir, sem bera árangur og
arð, en eru ekki einungis vonar-
brauð. Það reynir þvi alvarlega á
pólitíska ráðamenn ríkis og borg-
ar um þessi mál, að þeir komi í
veg fyrir, að ákveðnum forgangs-
framkvæmdum við að ljúka slysa-
deildar- og göngudeildarhúsnæði
Borgarspltalans verði ýtt til hlið-
ar vegna annarra byrjunarfram-
kvæmda, sem fyrirsjáanlega get-
ur orðið erfitt að fjármagna skyn-
samlegt framhald á.
Ásmundur Brekkan,
yfirlæknir röntgendeildar.
Oskar Olason, yfirlögregluþjónn:
Látum okkur
koma það við
í VIÐTALI við Hauk Kristjáns-
son og Ásmund Brekkan, yfir-
lækna við Borgarspitalann, sem
birtist í Morgunbiaðinu 19. þ.m.,
kemur fram, að slysadeildarhæð
spítalans, sem vonir voru bundn-
ar við, að tekin yrði í notkun f
águstmánuði n.k., verður ekki til-
búin fyrr en í fyrsta lagi einhvern
tíma á næsta ári. Ástæðan er talin
sú, að það standi á fjárveitingu
frá ríki og borg.
Við lesum þessa frétt og við
hugsum sem svo, jú þetta er
slæmt og þar með látum við þetta
afskiptalaust. Höldum t.d., að
þetta sé mál læknanna og fjár-
veitingavaldsins, en það er það
ekki, þetta er ekkert einkamál
læknanna, heidur er þetta stór-
kostlegt hagsmunamál, ekki ein-
göngu okkar Reykvíkinga, heldur
einnig allra nágrannabyggða okk-
ar, er njóta þjónustu Slysadeild-
arinnar.
Það er samdóma álit fjölda
þeirra, sem af ýmsum ástæðum
þurfa að njóta aðstoðar Slysa-
deildarinnar, að þjónusta sú, er
læknar og hjúkrunarfólk veita, sé
svo góð, að það er til skammar, ef
við höfum ekki efni á eða
svíkjumst undan þeirri frum-
skyldu okkar að búa læknunum
og hjúkrunarfólki viðunandi
Er Morgimblaðið
á móti jaínrétti?
Til ritstjóra Morgunblaðsins.
í blaði yðar í dag er stór fyrir-
sögn í ramma á baksíðu svohljóð-
andi: „Brjóta jafnréttislög í bága
við grundvallarreglur islenzkrar
stjórnskipunar?" og hafði
Morgunblaðið leitað álits prófess-
ors Sigurðar Líndal á þessari
spurningu.
Meðferð Morgunblaðsins á
þessu máli vekur ýmsar spurning-
ar hjá velunnurum blaðsins, and-
stæðingar þess munu vafalaust
líka veita þessu athygli. Morgun-
blaðið hefur jafnan stært sig af
því að vera hlutlægt fréttablað,
sem gerði skörp bil á milli frétta
og eigin skoðana. Andstæðingar
blaðsins hafa haldið þvi fram, að
Morgunblaðið væri allra blaða
hlutdrægast, og kæmi hlutdrægni
þess fram í fréttavali og meðferð.
Sem velunnari blaðsins (þótt
mjög oft ósamþykkur skoðunum
þess)" brá mér illilega við efnis-
meðferð Morgunblaðsins á þess-
arj spurningu. Með lögum nr. 78
frá 1976 um jafnrétti var stigið
stutt en mikilvægt spor i nauðsyn-
Iega átt. Það hefur ekki farið
fram hjá neinum, sem með þess-
um málum fylgist, að sterk öfl í
þjóðfélaginu eru andstæð þessum
lögum. í ritstjórnargreinum hef-
ur Morgunbiaðið a.m.k. ekki stutt
lögin, svo undirrituðum sé kunn-
ugt, en hefur nú tekið þann kost-
inn I frétt að gefa til kynna, að
þessi jafnréttislög séu í andstöðu
við stjórnarskrána. Prófessorinn í
réttarsögu, Sigurður Lindal, er
þekktur maður fyrir vit, lærdóm
og skemmtilegar skoðanir. Hann
er hins vegar ekki sá maður, sem
eðlilegast var að Morgunblaðið
leitaði til til þess að fá svar við
spurningu, er varðar íslenzku
stjórnarskrána eða mannréttinda-
ákvæði hennar sérstaklega.
Morgunblaðinu voru lika hæg
heimatökin að leita til annarra
lögfræðinga, sem sízt eru verr
lærðir en Sigurður, og hafa haft
stjórnskipunarrétt að sérgrein.
Má þar nefna dr. Gunnar Thor-
oddsen, iðnaðarráðherra, sem
skrifaði doktorsritgerð, sem mjög
varðar mannréttindaákvæðin,
Ólaf Jóhannesson, dómsmálaráð-
herra, sem um árabil kenndi
stjórnskipunarrétt við iagadeild
Háskóla íslands, og skrifaði
kennslubók þá, sem notuð er i
greininni, og í þriðja lagi Gauk
Jörundsson prófessor í stjórn-
skipunarrétti nú við lagadeild Há-
skóla íslands.
Til ýmissa annarra lögfræðinga
hefði Morgunblaðið líka getað
leitað, ef það hefði viijað annað
svar eða hlutlægara. Má þar
starfsaðstöðu, aðstöðu til að
hjálpa öðrum, það er ekki annað
en þetta sem beðið er um.
Ég sem lögregluþjónn hér í
borg hef fylgst með þróun Slysa-
stofunnar, fyrst í Austurbæjar-
skólanum, siðan i Heilsuverndar-
stöðinni og nú síðast í Borgar-
spitalanum. Ég fullyrði, að kvart-
anir læknanna um slæma aðstöðu
eiga við fyllstu rök að styðjast. Á
Borgarspítalanum eru unnin frá-
bær störf daglega, viðurkennum
þetta með þvi að láta af hendi fé
tii að skapa góða aðstöðu fyrir það
fólk, sem þarna vinnur. Við ger-
um það ekki aðeins fyrir starfs-
fólkið þarna, heldur fyrir okkur
sjálf, því það erum við borgararn-
ir, sem eigum að njóta þjónust-
unnar.
Látum okkur koma þetta við og
látum okkur ekki nægja að viður-
kenna þörfina, heldur knýjum á
og leggjum hönd á plóginn til þess
að starfsfólk Borgarspítalans fái
aðstöðu til að veita okkur betri
þjónustu.
Rvík 20.6. 1977
Óskar Ólason.
nefna Guðrúnu Erlendsdóttur,
hrl., formann Jafnréttisráðs, sem
einnig er kennari við lagadeild
Háskóla íslands, Gunnar Guð-
mundsson, hrl., lögmann stefn-
enda í meiðyrðamálunum vegna
Varins Lands, en þar var mjög
komið inn á persónuréttindi ein-
staklinga, Sigurgeir Sigurjóns-
son, hrl., sem nákunnugur er
mannréttindasáttmála Evrópu, og
Björn Þ. Guðmundsson, borgar-
dómara, sem er formaður
Amnesty International á íslandi.
Ef Morgunblaðið skyldi nú eng-
um af þessum treysta, þá vill
þannig til, að forsetar bæði efri og
neðri deildar Alþingis eru þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
Morgunblaðið styður. Þorvaldur
.Garðar Kristjánsson, forseti efri
deildar, er lögfræðingur, og hefur
auk þess um árabil verið fulltrúi
Alþingis á þingi Evrópuráðsins i
Strassbourg. Ragnhildur Helga-
dóttir, forseti neðri deildar, er
lögfræðingur, og hefur auk þess
sýnt sérstakan áhuga á jafnréttis-
málum. Hefðu þessir forsetar haft
grun um, að frumvarpið til jafn-
réttislaganna væri i andstöðu við
islenzku stjórnarskrána, hefði
þeim verið í lófa lagið að leita
álits, t.d. lagadeildar Háskólans.
Prófessor Sigurður Lindal
nefnir i svari sínu, að til álita
komi, hvort þetta ákvæði is-
lenzkra laga stangist á við ákvæði
þeirra mannréttindasáttmála,
sem við íslendingar erum aðilar
að. í svipinn man ég aðeins eftir
tveimur slikum, þ.e. mannrétt-
indasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna annars vegar og mannrétt-
indasáttmála Evrópuráðsins, hins
vegar. Efni þeirra hef ég ekki við
höndina, en þess má geta, að t.d. i
Bandaríkjunum, sem eru aðilar
að mannréttindasátt ála Samein-
uðu þjóðanna, eru miklu strang-
ari jafnréttislög heldur en hér
eru í gildi, og virkni þeirra vegna
réttarfars þar að auki miklu
meiri. Að því er mannréttinda-
sáttmála Evrópu varðar, er rétt að
benda á, að einmitt nú þessa dag-
ana, er að taka gildi hert löggjöf,
sem varðar jafnrétti I Bretlandi.
Megin tilgangur þeirra laga er að
visu að koma í veg fyrir misrétti
vegna kynþáttar, en þau lög eiga
þó einnig við um kyngreiningu.
Ekki er mér kunnugt, að það
hafi komið til álita fyrr en hjá
prófessor Sigurði Líndal, að jafn-
réttislög stönguðust á við ofan-
greinda mannréttindasáttmála.
Ef Morgunblaðið skyldi nú eng-
um ofangreindra lögfræðinga
treysta, átti það þó enn eina leið
til þess að komast að niðurstöðu
um, hvort jafnréttislögin væru I
andstöðu við stjórnarskrána. Is-
lenzkir dómstólar skera úr um
það, hvort almenn lög séu í sam-
ræmi við stjórnarskrána, og hið
endaniega úrskurðarvald liggur
hjá Hæstarétti. Morgunblaðinu er
í lófa lagið, næst þegar það aug-
lýsir eftir starfsmanni að auglýsa
eftir annaðhvort konu eða karl-
manni í það starf. Jafnréttisráð
mun þá væntanlega láta málið til
sin taka, og Morgunblaðið getur
síðan séð til þess, að það mál fari
til Hæstaréttar.
Hugleiðingar prófessors Sigurð-
ar Líndal hafa óljóst fræðilegt
gildi, en niðurstaða hæstaréttar
er endanleg i íslenzkum lögfræði-
legum deilumálum. Þótt ég vilji á
engan hátt jafna persónufrelsis-
manninum (væntanlega líka jafn-
réttismanninum) Sigurði Líndal
við ójafnaðarmanninn Hvammm-
Sturlu, kemur manni þó í hug, að
það, sem sagt var við Sturlu forð-
um, geti vel átt við Sigurð nú:
„Enginn frýr þér vits, en meira
ertu grunaður um græzku“.
Reykjavik, 12. júní.
Jakob. R. Möller, cand. jur.