Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 Ungir menn ákreiki í Kreml Eftir Victor Zorza Skyndileg brottvikning Nikolai Podgorny forseta Ur sovézka stjórnmálaráðinu sýn- ir, að baráttan um hver taka skuli við völdunum af Leonid Brezhnev er farin að veikja innsta kjarna valdaforystunnar í Kreml. Allir þeir sem áður hafa verið reknir úr stjórnmáiaráðinu urðu að víkja vegna þess að þeir voru taldir svo ungir, að þeir gætu ógnað völdum kynslóðar Brezhnevs, sem er kominn yfir sjötugt. Meðan innri kjarninn stóð saman var ágætur möguleiki á því að halda mætti yngri mönnunum í skefjum. Sjálfsbjargarviðleitni gömlu valdamannanna varð hvað eftir annað til þess að þeir ákváðu að setja niður deilur sínar í stað þess að kljást með þeim afleiðingum, að einn þeirra yrði að víkja úr stjórn- málaráóinu. Elzti maðurinn úr þessum innsta kjarna, Mikhail Suslov, sem er 75 ára, hefur oft tekið harðari afstöðu en Brezhnev í utanríkismálum og stundum gefið til kynna að hann sé and- vígur þeirri „neytendastefnu", sem er aðalsmerki stefnu Brezhnevs í innanlandsmálum. Af því, sem hefur verið hægt að lesa á milli línanna í opinber- um ræðum, hefur líka mátt merkja í mörg ár, að Brezhnev og Alexei Kosygin forsætisráð- herra, sem er orðinn 73 ára, hefur greint á um efnahags- stefnuna. Kosygin stjórnar hinu geysimikla ríkisbákni og hefur oft orðið að heyja harða baráttu fyrir því að verja það gegn yfirgangi flokksbáknsins, sem er undir forystu Brezhnevs. # SKRÍTINN KEPPINAUTUR Andrei Kirilenko, nánasti samstarfsmaður Brezhnevs, sem er sjötugur eins og hann, hefur haft á hendi daglega stjórn flokkskerfisins fyrir hönd hans. Podgorny, sem er 74 ára, var manna ólíklegastur til að keppa við Brezhnev um völd- in — en forsetaembættið, sem hann gegndi, gat haft úrslita- þýðingu í valdabaráttunni. Sér- fræðingurinn Christian Duevel hjá útvarpsstöðinni Radio Liberty, sem hefur fylgzt með baráttunni milli Podgorny og Brezhnevs eins og hún hefur þróazt um árin, baráttu sem fá- ir aðrir tóku eftir, veltir því nú fyrir sér, hvort Brezhnev vilji sjálfur fá embættið. En það er einnig möguleiki, að staðan sé ætluð yngri manni, sem Brezhnev vilji ala upp til þess að taka við af sér. Margt er til í báðum þessum tilgátum. Ef Brezhnev er eins slæmur til heilsunnar og nýleg- ar fréttir benda til, gæti skipun hans i forsetastöðunni gert hon- um kleift að verða áfram i sviðsljósinu, en losað hann und- an þeirri þungu byrði, sem fylg- leiðtoganum Zhivkov. ir núverandi stöðu hans sem flokksritara. Ef valdaskiptin fara fram meðan hann er ennþá flokkssoringi, gæti hann reynt að tryggja, að forsetinn hefði meiri völd til þess að móta stefnuna en hann hefur haft til þessa. En Brezhnev gegndi forseta- embættinu um skeið í stjórnar- tíð Krúsjeffs og notaði það vissulega með ágætum árangri fyrir stökkpall upp í stöðu aðal- ritara flokksins eftir aó hann steypti Krúsjeff af stóli. Forsetaembættið færði ekki Brezhnev völd til að ógna Krúsjeff, en veitti honum tæki- færi til að koma fram á innlend- um og erlendum vettvangi, fá myndir af sér í blöðum og sjón- varpi, verða miklu þekktari en áður, í fáum orðum sagt: sjást i hlutverki ríkisarfa. • SKÍTVERKIN Þetta gerði valdatöku Brezhnev-stjórnarinnar langt- um auðveldari en ella. Ef eng- um ríkisarfa hefði verið til að dreifa, hefði ekki verið eins auðvelt að vinna skftverkin, sem nauðsynleg voru á þessum krossgötum til þess að tryggja brottvikningu Krúsjeffs er dvaldist áhyggjulaus í leyfi á Krím meðan starfsbræður hans í Moskvu unnu að því að semja tilkynningu um brottvikningu hans. Andstæðingar Krúsjeffs hefðu orðið að koma sér saman um eftirmann áður en þeir gerðu ráðstafanir til þess að vikja honum og það hefði orðið erfitt þegar bezt lét og sérstak- lega erfitt ef nokkrir metnaðar- gjarnir stjórnmálamenn hefðu eygt möguleika á því að koma sér í æðstu stöður. Því mætti halda fram að Krúsjeff hafi innsiglað örlög sín með þvi að skipa Brezhnev eftirmann sinn. Þessa lexíu hefur Brezhnev vissulega lært, því hann hefur bæði forðazt að skipa eftirmann og gert ráðstaf- anir til að tryggja að enginn hinna yngri fulltrúa í stjórn- nálaráóinu komist í aðstöðu til þess að baða sig í sviðsljósinu eins og hann gerði í tíó Krúsjeffs. Sum atriði i stefnu Brezhnevs hafa vissulega mætt harðri mótspyrnu samstarfs- manna hans á valdatima hans og fjarvera „eðlilegs" eftir- manns er sennilega eitt af því sem hann getur þakkað það að hafa haldizt við völd. En ef svo er, mundi Brezhnev velja eftirmann nú með þvi að skipa yngri mann i embætti for- seta og stofna þar með í voða sínum eigin möguleikum á því að haldast við völd? Hann vill vissulega haldast nógu lengi við völd til þess að tryggja sér sess i sögunni með þvi að koma til leiðar formlegri samþykkt „Brezhnev- stjórnarskrárinnar“, sem nú er ætlunin aó Æðsta ráðið leggi blessun sína yfir á nokkrum fundum í október. Þá getur ver- ið að nýr Salt-samningur hafi verið undirritaður, ef allt geng- ur að óskum, i stað núverandi samnings, sem er að renna út, og þar með fengi Brezhnev framgengt öðru máli, sem er honum hugstætt. • ÁHÆTTA Verið getur, að eitthvað sé til i bollaleggingum um að Brezhnev sé i raun og veru að búa i haginn fyrir sig sjálfan þannig að hann geti sjálfur tek- ið við forsetaembættinu síðar á árinu. Brottvikning Podgornys getur vel átt rætur að rekja til þess að hann neitaði að fallast á fyrirkomulag, sem hefði neytt hann til að láta af starfi í haust og vikja fyrir Brezhnev. En vegna brottvikningar Podgornys nú þarf Brezhnev nauðsynlega að taka við embættinu miklu fyrr en hann ætlaði sér eða að ‘öðrum kosti skipa einhvern annan i stöð- una. Áhætta fylgir hvorri ákvörðuninni er hann tekur og hann hefur varað sig á því að taka álíka áhættu til þessa, því að afleiðingin getur oróið sú, að deilurnar um ríkiserfðirnar blossi upp fyrir alvöru ðg að staða hans veikist þar með. Brezhnev hefði vissulega kos- ið helzt aó Podgorny gegndi áfram störfum forseta um stundarsakir. Nú hefur Pod- gorny sjálfur komið brottvikn- ingu sinni til leiöar og neytt Brezhnev til að flýta fyrir- ætlunum sínum. Podgorny hef- ur gefið yngri mönnunum í stjórnmálaráðinu bendingu um, að kominn sé tími til að hefja virka baráttu eða leyni- makk á máli Kremlverja — til þess að komast í æðstu stöðuna. Hann hefur lika sýnt þeim, að eining innsta kjarnans i stjórn- málaráðinu er ekki lengur órjúfanleg og að þeir hafi góða möguleika á þvi að rjúfa hana ef þeir berjast nógu ákveðið. Brezhnev tekur eins og þjóðhöfðingi á mðti búlgarska kommúnista- ÞURFIÐ ÞER HIBYLI if 2ja herb. Þórsgata m/6innréttuðu risi Blikahólar, Asparfell if 3ja herb. Jörfabakki, Blönduhlíð Barónstígur 2. hæð ásamt bað- stofu í risi sérinng. if 4ra herb. Risíb. í Laugarneshverfi Dalsel m/bílsk. if í gamlabænum 6 herb, 150 fm. á 2. hæð i tvíbýlissteinhúsi Verð 10—11 millj. if Sérhæðir Goðheimar m/bílskúr Miðbraut m/bilskúr if Seltjarnanes Raðhús i smiðum tvöfaldur bil- skúr if Álftanes Húsgrunnur með plötu if Skrifstofuhúsnæði 70 fm. nálægt torginu HÍBÝU a SKIP Garðastræti 38 Simi 26277 Gisli Ólafsson 201 78 Bjarni Kjartansson 10404 Jón Ólafsson lögmaður 29555 OPIÐ VIRKA DAGA frá 9 til 21 2ja herb. 60ferm. Við Nýbýlaveg, 1. hæð. Góður bílskúr, útb. 4.5 millj. 2— 3 herb. 84 ferm. Við Kóngsbakka, góð ibúð. útb. 5.5 millj. 2ja herb. 60 ferm. Við Hamraborg, bilageymsla, útb. 4.5 millj. 2ja herb. 60 ferm. Við Snorrabraut, útb. 3.5 millj. 2ja herb. 60 ferm. Við Hvassaleiti, kjallaraibúð. útb. 3— 3.5 millj. 3ja herb. 100ferm. Við Barðavog, góður staður, stór garður, nýr bílskúr. Tilboð. 3ja herb. 90 ferm. Við Lundarbrekku, góð ibúð og gott verð. útb. 6 millj. 3ja herb. 92 ferm. Við Hjarðarhaga, á fjórðu hæð, endaibúð. útb. 6—6.5 millj. 4ra herb. 100ferm. Við Æsufell, 7. hæð. Bilskúr. Falleg ibúð. útb. 6.5 millj. 4ra herb. lOOferm. Við Vesturberg. útb. 6.5 — 7 millj. 3—4 herb. 105ferm. Við Stóragerði, tilboð óskast. 7—-9 herb. 210ferm. I vesturbænum, tvær hæðir, sér- stæð eign. Tilboð. Einbýlishús i Garðabæ. Vel stað- sett, gott hús. Sumarbústaður i Eilifsdal, Kjós. Nýr. Mjög gott verð. Tilboð. Iðnaðar og verzlunarhúsnæði i smiðum i Kópavogi. Góðir möguleikar. Uppl. á skrifstofu Vantar allar gerðir eigna á söluskrá. EIGNANAUST Laugaveg 96 (við Stjörnubíó). Sími 29555 Hjörtur Gunnarsson sölum. Bogi Ingimarsson sölum Svanur Þór Vilhjálmsson hdl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.