Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1977 31 KVIKMYNDsem markar tímamót? Það verður því ekki annað séð en að erlendum kvikmynda- húsgestum standi til boða ýms- ar girniiegar kræsingar á þessu sumri. Væri óskandi að kvik- Úr lokaatriði myndarinnar: Darth Vader, forsprakki hinna illu myndahúsaeigendur hérlendis afla, og Obi—Wan Kenobi — I forystu hinna góðu, berjast upp á líf sjái til þess að hlutskifti okkar og dauða með laser-geisia sverðum. verði ekki mjög miklu lakara. - Rétt fyrir mánaðamótin mal—júní, var frumsýnd nýj- asta mynd hins unga leikstjóra George Lucas, (jafnframt sú fyrsta sem hann gerir eftir hina geysivinsælu AMERICAN GRAFFITI). Nefnist hún STAR VARS og er visindasögu- leg fantasia sem fjallar um himnaferðir og geimstyrjaldir alifjarlægrar (vonandi) fram- tíðar. í sem skemmstu máli sagt, þá hlaut myndin stórkostlega dóma gagnrýnenda vestra, og rekur undirritaðan ekki minni til þess að nokkurri mynd hafi verið jafn mikið hælt né hlotið eins mikið rúm í TIME magazine og STAR WARS. En gagnrýnendur þessa virta tíma- rits hafa löngum verið sparsam- ir á stóryrði einsog mynd ársins og aðrar upphrópanir í þá veru. En nú bregður svo við að um- rædd grein er nánast lofsöngur um kvikmyndagerðina og sá fá- tiði viðburður gerist að blaða- mennirnir finna myndinni i rauninni ekkert til foráttu. Er grein þeirra í rauninni ein stór- kostlegasta auglýsing sem nokkur kvikmynd hefur fengið fyrr eða síðar. STAR WARS er fyrst og fremst hælt fyrir þá hjartan- legu og saklausu gleði sem hún veitir áhorfandanum og þá frá- bæru tækni sem Lucas og félag- ar hans beita við gerð hennar. Það kemur fram að snilldar- verk Kubricks,. 2001: A SPACE ODDYSEY, fölnar í saman- burði við STAR WARS, hvað tæknibrellur og „effekta“ varð- ar. Þar vegur sjálfsagt þyngst á metunum sú mikla tæknibylt- ing sem orðið hefur síðan Kubrick lauk við sína mynd. En Lucas notfærir sér tæknikunn- áttu nútímans útí ystu æsar — myndin er byltingarkennd í þessu tilliti —, og þá einkum margbrotna tölvuvinnslu sem bæði einfaldar myndgerðina, skapar áður útilokaða mögu- leika og sparar óhemju tíma. Lucas segir sjálfur m.a. um mynd sína: „Myndin (STAR WARS) fjallar ekki um fram- tiðina. STAR WARS er fanta- sia, miklu nær Grímmsævintýr- Leikstjórinn, George Lucas og kona hans Marcia, en hún þykir einn hæfasti kvikmyndaklippari vestan hafs um þessar mundir um en 2001. Megin ástæðan fyr- ir því að ég gerði myndina var sú að gefa unglingunum heiðar- lega, og heilnæma furðuveröld, svipaða þeirri sem mín kynslóð átti. Við sáum vestra, sjóræn- ingjamyndir og allskyns stór- kostlega hluti. 1 dag hafa þau THE SIX MILLION DOLLAR MAN og KOJAK. Hvar er rómantíkin, ævintýrið og skemmtunin sem má segja að hafi verið í hverri einustu mynd?“ Vafalaust á STAR WARS eft- ir að njóta gífurlegra vinsælcka víða um heim á næstu misser- um, og svo sannarlega óskandi að ungdómurinn upplifi frekar þessa ágætu mynd en enn einn skammtinn af sexmilljón- dollaramanni eða kódjakki sins umhverfis. Og þar sem hún virðist höfða til allra aldurs- flokka, má jafnvel reikna með því að myndin JAWS (gerð af öðrum, ungum bandarikja- manni, Steven Spielberg — hann stendur á þrítugu, en Luc- as er þrem árum eldri), verði að víkja fyrir henni úr fyrsta sætinu á listanum yfir vinsæl- ustu kvikmyndir allra tíma. Og það mun ekki standa á því að aðrir framleiðendur og kvik- myndaver vilji eignast sína eig- in STAR WARS, sjáiði til. Sir Alec Guinness fer með eitt aðaihlutverkið: vitringinn Obi—Wan Kenobi En það eru fleiri stórmyndir en STAR WARS sem fyrst koma fyrir almennings sjónir á þessu sumri. I þeim höpi má nefna tvær, rándýrar og vand- aðar striðsmyndir; Mc ARTHUR, gerð af Franklin J. Schaffner, með Gregory Peck í hlutverki hins fræga hershöfð- ingja. Hin er ein dýrasta mynd, sem ’gerð hefur verið, A BRIDGE TOO FAR, en hún státar af hvorki meira né minna en röskum tug -heimsþekktra toppstjarna. THE DEEP er ævintýramynd sem að mestu leyti gerist neðansjávar, og er byggð á riýjustu skáldsögu Pet- er Benchley (JAWS). Með aðal- hlutverkin fara Robert Shaw og Jacquline Bisset en leikstjórn annast Peter Yates. Þá verður og frumsýnd myndin THE SORCERER, en hún er fyrsta mynd Friedkins eftir hina vin- sælu THE EXCORCIST. En eft- ir framhaldi þeirrar myndar er nú beðið með mikilli eftirvænt- ingu, en það verður einnig frumsýnt á næstu mánuðum. Nefnist það EXCORCIST II: THE HERETIC. Aðalleikarar eru Richard Burton, Max Von Sydow, Linda Blair og Louise Fletcher, (ONE FLEW OVER. . .). 1 hluta verzlunar Ægis I örfirisey: Frá vinstri: Björk Björgvinsdóttir, Jón A. Barðdal, ÓIi Barðdal og Einar Þ. Ásgeirsson arkitekt. Ljósmynd Mbl. Emilia. Ægir með verzlun og verkstæði í Orfirisey Seglagerðin Ægir er nú flutt I ný og glæsileg húsakynni að Eyja- götu 7, örfirisey. í hinu nýja húsnæði er auk saumastofu ný verzlun, þar sem á boðstólum eru margar gerðir af tjöldum tjaldhimnum auk annars viðleguútbúnaðar. í nýju verzluninni er aðstaða til að skoða tjöldin uppsett. Verzlun- in er öll innréttuð með myndverk- um úr tjaldadúk og hefur Einar Þ. Asgeirsson, arkitekt, sér um hönnun þeirra. Á saumastofu Seglagerðarinnar Ægis eru framleidd auk viðlegu- útbúnaðar m.a. bátasegl, öryggis- belti fyrir togarasjómenn, yfir- breiðslur ýmiskonar og sundlaug- ar. Enn sem áður mun Segla- gerðin Ægir veita skipaútgerðum og fleirum ýmsa aðra þjónustu. Eigendur Seglagerðarinnar Ægis eru Óli Barðdal og fleiri. Hjá Seglagerðinni Ægi starfa 10 manns. 4—5 tegundir tjalda eru að jafnaði á boðstólum hjá Ægi, en einnig eru þeir að hefja fram- leiðslu á göngutjöldum, mjög létt- um tveggja manna tjöldum. Verð á tjöldum hjá Ægi er frá 19—26 þús. kr., en Óii Barðdal sagði á fundi með blaðamönnum, að þar sem þeir væru sjálfir með fram- leiðsluna og söluna gætu þeir boð- ið upp á ódýrari tjöíd en ella. Seglagerðin Ægir var stofnsett 1913. Nokkrir hressir kappar í heita kerinu ásamt áhugasömum áhorfanda. Ljósm. Georg Michelsen. Heilsurækt tekur til starfa í Hveragerði Hveragerdi 21. júní. EFRI hæð sundlaugarhúss- ins í Laugarskarði hefur nú verið innréttuð og hef- ur þá langþráðu takmarki verið náð. Þarna hefur ver- ið búin hin bezta aðstaða til þjálfunar og hvíldar og býður Heilsuræktin, en svo 'hefur þessi nýi áfangi ver- ið nefndur, uppá líkamsæf- ingar, gufubað (sauna), sund, kerlaugar, ljósaböð, ágæta hvíldaraðstöðu og nudd eftir pöntun. Vinna við Keilsuræktina nefur að miklu leyti verið unnin af sjálfboðaliðum án greiðslu og hefur forstjóri Dvalarheimilisins Áss, Gísli Sigurbjörnsson, einn- ig veitt ómetanlega aðstoð. Hefur sundlaugarnefndin fært þessum aðilum öllum sérstakar þakkir. Ekki er ákveöió á hvaóa timum Heilsuræktin verður opin. Örugg- lega verður opið um helgar og hópar geta pantað sér tima, sem væntanlega verða á kvöldin, og er miðað við lágmark 14 manns i hverjum hópi. —Georg Listræning- inn á ferðinni Út er komið sjötta hefti Listræn- ingjans. Meðal efnis blaðsins eru Ijóð eftir Magnús Einar Sigurðsson, smásaga eftir Fáfni Hrafnsson, ljóð eftir Pétur Hafstein Lárus- son, ljóð eftir Geirlaug Magnús- son, leikur eftir Odd Björnsson, smásaga eftir Guðlaug Arason, ljóð eftir Hafliða Magnússon, Jón Pálsson, Baldur Garðarsson. Gunnlaug Vilhjálmsson, Steinþór Jóhannsson, Skúla Thoroddsen, smásaga eftir Þórgunni Jónsdótt- ur o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.