Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 28
'2R MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23, JUNI1977 Karpov er enní framför Heimsmeistarinn í skák, Ana- toly Karpov, vann glæstan sig- ur á hinu sterka alþjóðlega skákmóti í Las Palmas á Kana- ríeyjum. Karpov hlaut 13'A vinning af 15 mögulegum, sem er hretpt ótrúlegur árangur í svo sterku móti. Sú skemmtilega tilviljun átti sér stað að það var einmitt á 26 ára afmæli sínu, 23. maí, sem Karpov tryggði sér sigur- inn, en þá hafði hann hlotið 12 v. af 13 mögulegum. Bent Larsen lenti i öðru sæti með 11 v. Ágætur árangur út af fyrir sig, en fellur i skuggann af afreki Karpovs. Þriðji varð svo góðkunningi okkar, Timman, með 10 v. Hann hefur aldrei teflt betur en nú og er greinilega kominn í hóp hinna fremstu. í 4.—6. sæti komu þeir Tal, sem olli nokkrum vonbrigðum, Browne, Bandaríkjunum, og lítt þekktur Kúbumaður, Hernandez að nafni, en árangur hans kom mjög á óvart, allir með níu vinninga. Um önnur úrslit er undirrit- uðum ekki kunnugt, en hér fylgja lokin á einni af sigur- skákum Karpovs: eftir MARGEIR PÉTURSSON Svart: Martin, Spáni Hvitt: Karpov, Sovétríkjunum 27. Bxf6! — gxf6 28. Rgxf6 — Bxf6 29. Rxf6+ — Kf8 (Eftir 29. ... Kh8 30. Rxe8 — De7 vinnur hvítur með 31. fxg6 — Dxe8 32. g7+ — Kxg7 33. Dg4+) 30. fxg6 — hxg6 31. Dg4 — Rf7 32. Dxg6 — Rce5 33. Rh7+ og hér gafst svartur upp, enda er staða hans vonlaus eftir 33. ... Ke7 34. Df6+ — Kd7 35. Rg5! T.d. nú 35. ... He7 36. Rxf7 — Rxf7 37. Dg6 — Hf8 38. e5! 14. minningarmót Capa- blanca, en það fer fram í Cien- fuegos á Kúbu, er nú hafið. Að 10 umferðum loknum var staða efstu manna þessi: 1. Dorfman, Sovétríkjunum 8!4 v. 2.—4. Romanishin, Sovét- ríkjunum, Ermenkov, Búlgaríu og Lechtynski, Tékkóslóvakíu 7 v. Af öðrum þátttakendum má nefna stórmeistarna Anderson, Svíþjóð, Antoshin, Sovétrikjun- um og Farago, Ungverjalandi. Hér gefur að líta skák úr fjórðu umferð, á milli tveggja sem fyrir fram mátti ætla að yrðu með í baráttunni um efsta sætið: Hvítt: Andersson, Svíþjóð Svart: Romanishin, Sovét- rfkjunum Pirc vörn með skiptum litum I. g3 — e5 2. d3 — d5 3. Rf3 — Rc6 4. Bg2 — Bg4 5. h3 — Bh5 6. 0-0 — f5 7. c4 — e4 8. Rh4 — dxc4 9. Rxf5 (Hvitur ætti nú að standa vel að vígi, þar eð hann er að tefla Pirc vörn með leik- vinningi. Þessi staða er reyndar þekkt með skiptum litum og talin tvisýn) cxd3 (Svartur hef- ur ekki tíma fyrir hina venju- legu áætlun 9.... exd3 10. g4 — Bg6 11. exd3 — g6 vegna 12. Hel+ og ef nú Rge7 þá 13. Bxc6 — bxc6 14. Rxe7 — Bxe7 15. Bg5 og vinnur) 10. g4 — Bg6 II. Rc3 — dxe2 12. Dxe2 — Dd3 13. Dxe4 — Dxe4 14. Rxe4? (Betra var 14. Bxe4, en þá stendur hvítur síst lakar eftir t.d. 14. ... Rf6 15. Bxc6+ — bxc6 16. Hel +) Bxf5 15. gxf5 — 0-0-0 16. Rg5 — Hd7 17. Be3 — Rh6 18. Be4 — Rd4! (Svartur hefur þegar undirtökin) 19. Bxd4 — IIxd4 20. Hfdl — Hb4 21. Hacl (En ekki 21. Re6 — Bd6 22. Rxg7 — Hg8 23. f6 — Hxe4) Be7 (Hvitur hótaði 22. Re6 — Bd6 23. Hxd6) 22. Re6 — c6 (Misráðið væri 22. ... Hxe4 vegna 23. Hxc7 + — Kb8 24. Hxe7 — Rxf5 25. Hxb7 + !) 23. f3 — Hxb2 24. Hd3 — Rf7 (Lúmsk gildra var 24. ... Hxa2? 25. Bxc6!) 25. Bd5 — Re5 26. He3 — Bf6 27. Bb3 — Hd2 28. f4 — Rf7 29. Hg3 — Rd6 30. Rxg7? staða hans er hvort eð er töpuð eftir 31. Hg4 — Rf2 32. Hg2 (32. Hg3 — Rd3 33. Hdl — Karpov vann sinn bezta árang- ur frá upphafi f Las Palmas Bd4+ og vinnur) Rxh3+ 33. Khl — Hxg2 34. Kxg2 — Rxf4 + 35. Kf3 —. Bxg7 og ef nú 36. Kxf4þáBh6 + . Um síðustu helgi fór fram á Eiðum undanrásariðill í skák- keppni Ungmennasambands íslands. Urslit urðu þessi: 1. Umf. Víkverji 9!4 v. 2. U.Í.A. 8 v. 3. H.S.K. 6 v. 4. Umf. V- Skaftfellinga 'A v. Sigursveitina skipuðu allt þekktir reykviskir skákmenn, þeir Þröstur Bergmann, Sævar Bjarnason, Þorsteinn Þor- steinsson, og Einar Valdimars- son. Við skulum nú líta á eina stutta skák úr keppninni. Hvftt: Eiríkur Karlsson Svart: Þorsteinn Þorsteinsson Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 — Bg7 4. e4 — d6 5. Be2 — 0-0 6. Bg5 (Averbach afbrigðið) Rbd7 7. Dd2 — c6 8. Rf3 (8. g4!? kemur einnig sterklega til greina, sem svar við hægfara taflmennsku svarts) e5 9. 0-0 — Db6!?. (9. ... exd4 10. Rxd4 — Rc5 11. f3? — Rfxe4!! 0—1 Holm—Geller Olympíumótinu í Lugano 1968) 10. d5 (Betravar 10. Hfdl) cxd5 11. cxd5 — Rc5 12. Be3 — Bd7 (Eftir 12. ... Rfxe4 13. Rxe4 — Rxe4 14. Dc2 — Db4 15. a3 tapar svartur manni) 13. Bd3 — Rg4 14. Hfbl?! (14. Habl!) Rxe3 15. Dxe3 — Rxd3 16. Dxd3 — Bh6! 17. Rd2?? (Betra var 17. De2 þó að svartur standi betur eftir 17. .. . Hac8) Jozef Dorfman hefur örugga forystu á minningarmóti Capablanca Dd4! Hvítur gafst upp, þvi að mannstap verður ekki umflúið. Um hvitasunnuna fór fram í Reykjavík Skákþing íslands i drengja- og kvennaflokki. Ur- slit urðu þessi: Drengjaflokkur: 1. Jóhann Hjartarson, TR 8!4 v. af níu mögulegum. 2. Jóhannes G. Jónsson TR 8 v. 3. Gunnar Freyr Rúnarsson, TR 6‘A v. 4. Þör Stefánsson, Hafnarf. 6'A v. 5. Ágúst Karlsson, Hafnarf. 6 v. 6. Ásgeir Heimir Guðmundsson, Neskaupsstað 6 v. 7. Árni Á. Árnason, TR 5'A v. 8. Elvar Guðmundsson, TR 5'A v. o.s.frv. Þátttakendur voru alls 38, allir 14 ára og yngri, víðs vegar að af landinu. Kvennaflokkur: 1. Ólöf Þráinsdóttir, TR 4'A v. af 6 mögulegum. 2. Birna Nordahl, TR 4 v. 3. Svana Samúelsdóttir, TR 2 v. 4. Áslaug Kristinsdóttir, TR l'A v. / Arsskýrsla Landsbankans: Innlánsaukning nam 39% — en aukning útlána 20% Á SÍÐASTLIÐNU ári var tekjuaf- gangur af rekstri Landsbanka íslands án vaxta af eigin fé 258 milljónir króna. Er það svipuS út- koma og var8 hjá bankanum 1975, en þá varð tekjuafgangur 250 milljónir. samkvæmt árs- skýrslu bankans. EigiS fé Landsbankans nam I árslok 1976 2.243 milljónum króna og hafSi á árinu hækkað um 499 milljónir. Ári8 á undan nam hækkun eigin fjár 387 milljónum. Hlutfalli eigin fjár af heildareign tókst a8 halda óbreyttu en hluttall eigin fjár af innlánum féll úr 9.9% áriS 1975. I 9.2% 1976. StafaSi þetta af mikilli aukningu innlána. Nam aukning innlána 6.903 milljónum króna 39% og voru inn- lán í árslok 1976 24.474 milljón- ir. Er þetta all miklu meiri aukning en veri8 hefur undanfarin ár. og eiga vaxtaaukalánin mestan þátt I þessu. Spariinnlán. en þar gætti mestrar innlánsaukningar, jukust um 5.428 milljónir e8a 45% og námu i árslok 17.512 milljónum. Ári8 á undan varð spariinnláns- aukningin 28%. Veltiinnlán jukust um 1.475 milljónir eða 27% og námu I árs- lok 6.962 milljónum króna. Er þetta minni aukning en undanfar- in ár og er það að hluta til afleið- ing vaxtaaukareikninga og lækk- unar vaxta af veltilánum. Heilda' ,llán Landsbankans námu 29.673 milljónum króna í árslok 1976, að frátöldum endurlánuðum erlendum lánum Var útlánaaukn- ingin 5 032 milljónir eða 20%. Útlán án endurseldra lána og reglu- bundina viðbótarlána jukust um 18%. Útlánaaukningin varð mest til sjávarútvegs eða 2 183 milljónir. en meginhluti þessarar hækkunar staf- aði af hækkun afurðalána. Minni útlánaaukning varð til landbúnaðai á árinu 1 976 en 1 975, en þá hafði hún verið óvenju mikil Jukust útlán til landbúnaðar um 956 milljónir og munar bar mestu um afurðalán. Mjög dró úr aukningu lána til verzl- unar og nam hún aðeins 143 milljónum króna 1976. Einnig dró úr aukningu lána til iðnaðar og nam útlánsaukningin til þeirrar greinar 408 rhilljónum. Veruleg aukning varð á útlánum til einstaklinga, eða sem nemur 1.025 milljónum króna samanborið við 359 milljón króna aukningu 1975 í skýrslunni er fjallað nokkuð um vaxtaauka. sem tekinn var upp I apríl 1976 Vaxtaaukareikningar eru bundnir í 12 mánuði í það skemmsta og hafa borið 22% árs- vexti. „Hið nýja innlánsform hlaut góðar móttökur," segir ! skýrslunni. „Að mánuði liðnum höfðu rúmlega 1 700 milljónir króna verið lagðar inn á vaxtaaukareikninga i Lands- bankanum, en að sjálfsögðu var að- eins hluti þess nýtt sparifé. Aukning- in varð hröðust fyrsta tvo og hálfan mánuðinn, en hefur verið nokkuð stöðug upp frá því. eða um 165 milljónir króna i nýjum innlánum I hverjum mánuði. Staða vaxtaauka- innlána var 3 812 milljónir króna i árslok og eru þar með taldar 439 milljóna króna vaxtatekjur innstæðu- eigenda " Likt og á árinu 1975 batnaði lausafjárstaða Landsbankans mikið i fyrra I ársbyrjun 1976 var staðan jákvæð um 301 milljón. Fyrstu tvo mánuði ársins versnaði hún, en fór siðan ört batnandi fram i miðjan ágúst. Þá versnaði hún aftur til nóvember loka, er hún styrktist verulega. í árslok var staðan jákvæð um 1.557 milljónir og hafði þá batnað um 1.256 milljónir á árinu. Nettóinneign bankans erlendis var 795 milljónir í árslok 1976 og hafði þá lækkað um 104 milljónir. Staðan gagnvart Seðlabankanum hafði þvi styrktst meira en heildar- staðan, eða um 1 360 milljónir króna „Vegna mikilla sveiflna innlána og að nokkru leyti útlána innan hvers mánaðar og á milli árstiða, er Lands- bankanum mikíl nauðsyn á sterkri Sjávarútvegur 32,5% Verslun 13.2% (olíufél. meðtalin) Iðnaöur 12,8% Landbúnaður 13,8% íbúðabyggingar 5,9% Annað 10,8% Opinberir aðílar 11,0% 300 250 200 150 100 50 0 TEKJUAFGANGUR LANDSBANKANS 1972-1976 ( MILLJ. KR. 2700 2400 2100 1800 1500 1200 900 600 300 EIGIÐ FÉ LANDSBANKANS 1972-1976 ( MILLJ. KR. lausafjárstöðu um áramót. Einnig þarf bankinn á rúmri stöðu erlendis að halda, vegna mikilla viðskipta við fjölda erlendra banka Þrátt fyrir bata undanfarinna ára, er staðan ekki nægílega traust til að fullnægja þessum þörfum, og er stefnt að frekari bata á árinu 1977," segir I skýrslunni . 72 73 74 75 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.