Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNI 1977 Þorskanetin gefa verðmætastan fisk Morgunblaðið birtir hér viðtöl við fjóra netasjó- menn við Eyjafjörð; tvo Dalvíkinga og tvo Ólafs- firðinga. í þessum viðtölum er meðal annars rætt um netafjölda, möskvastærð, fiskivernd og flota- stærð. Þar kemur fram, að blýföldun á netum hefur rutt sér til rúms í vetur. Aftur á móti eru netamennirnir ánægðir með stórminnkaðar tog- veiðar fyrir Norðurlandi og ennfremur nefna þeir ýms atriði önnur, sem þeir telja að þurfi ýmist að breyta eða leggja aukna áherzlu á. „Þaó er ekki nokkur vafi á því, að þessi aukna netaveiði okkar er því að þakka, hve miklu minni ágengni er orðin hér fyrir utan og svo því, aó loónan kom upp að landinu og hélt fiskinum betur. Ætli við verðum ekki að vona að fiski- göngurnar séu að snúast okkur Norð- lendingum í hag,“ sagði Garðar Guð- mundsson, skipstjóri á Ólafsfirði, þegar ég spurði hann, hverju hann þakkaði tæplega 300 tonna afla í vetur, sem hann sagði vera minnst 100 tonnum meira, en hann hefði fengið mest á vertið áður. Garðar er skipstjóri á Guðmundi Ólafs- syni, sem er 25 tonn. Þeir eru fimm á sjónum. — Ilvað mörg net? ,,Við vorum meö tíu trossur, tólf neta.“ — Ekki dragið þið þetta allt I einu. ,,Við drögum með góðu móti sex, sjö trossur. Það þýðir ekkert um það að tala, að undir tiu trossum gæti verið erfið útgerð fyrir alla. Hins vegar er ljóst, að menn eru komn- ir upp fyrir það sem nauðsynlegt er, þegar kannski fjórir menn eru með tólf trossur, eins og ég veit dæmi til um.“ — Og hvað með möskvastærðina? „Auðvitað er æskilegast að hafa möskvannalltaf sem stærstan á hverjum tíma. En það þýðir ekkert að vera að setja reglur, sem þýða það aó enginn fiskur fæst úr sjó. Þá á ég við sjö tommur til júníloka. Ég held það væri skýnsamlegast að breyta i 6,5 tommur og láta aldrei fara niður fyrir sex eða sex og kvart. Mér er engin iaunung á því, að mikill meirihiuti manna hefur verið með þessar 6,5 tomm- ur og ég segi eins og er; þetta er þokka- legasti fiskur og ekkert að því að veiða hann. En það er annað . .. Jæja, sleppum því.“ — Nei. Hvað er það? „Það er eitt, sem við höfum verið að gera á netunum, sem ég held að geti verið varasamt.“ — Hvað er það? „Það er blýið.'1 — Blýið? „Já. Við setjum blý á neðri teininn svo netið sezt á botninn. Þar með fær þorskurinn ekki einu sinni frið til að skríða þangað." „— Var þetta aimennt? „Já. Við vorum svona að taka þetta upp í vetur." — Hvers vegna? Nú lítur Garðar á mig í forundran. Sennilega finnst honum nógu slæmt að hafa látið þetta út úr sér, þótt ekki bætist það við að hann skuli hafa sagt það við mann sem þarf svo að spyrja hvers vegna. Ég ákveð að haldá á önnur mið. — Var þetta vænn fiskur, sem þið fenguð? „Já. Við fengum góðan fisk. Hann er þetta tvö kíló upp úr salti og það fóru 25—30% í svokallaðan stærsta flokk. En ég var ekki alveg búinn með möskvastærðina. Þetta er nefnilega enn fáránlegra að leyfa svo 5,5 tommur, heldur en þótt löglegt yrði að minnka úr Garðar Guðmundsson: Ég held að þetta með blýið á neðri teininn geti reynzt varasamt. sjö tommum svolitið fyrr. Það var nú sett þannig reglugerð um dragnótina, að ég neyddist til að fara á net i fyrrahaust. Þá var ég með þennan 5,5 tommu riðil og það get ég sagt þér, að ég fékk miklu minni og verri fisk heldur en ég var með á dragnótinni." — Þú hefur þá stækkað möskvann af sjálfsdáðum? „Nei, ekki gerði ég það nú“. — Hvað var þetta með dragnótina? „Fyrst var nú veiðarfærið gert þannig, að okkur var ekki ætlað að fá þorsk í það. Það út af fyrir sig var ekki svo óskynsamlegt. En fyrst okkur var ætlað að fara í kolann, þá átti auðvitað að opna kolaslóðirnar. Það er ekki hægt að ætla mönnurri að veiða fisk, sem enginn er. Það er öllum kolaslóðum lokað af ótta við einhverja menn í landi. Ólafsfjörður er lokaður. Þetta heitir hafnarstæði út allan fjörðinn. Sama er að segja um stórt svæði hjá Dalvik. Þetta tel ég með öllu ástæðulaust og ég er viss um að það má fá kola fyrir milljónir og aftur milljónir hér í Ólafsfirðinum." — Þú telur þá að ýmsu af þvl, sem gert hefur verið, þurfi að breyta fyrir ykkur? „Já. Þeir eiga ekki að vera að setja reglur, sem bæði reynast vitlausar og ég taia nú ekki um, sem þeir geta ekki haft eftirlit með að farið sé eftir. Þetta býður bara allt upp á brot. Og svo heyrir maóur því fleygt, að nú eigi allt að banna nema öngulinn. Ég get nú ekki séð að þessi færi veiði neitt nema frekar smáan fisk.“ — Hvar sérðu það? „Við kaupum nú fisk af öðrum. Og svo er ég einmitt að kaupa togarafisk núna. Ég veit það verður talið í grömmum, sem hann leggur sig á upp úr slatinu. Þeir verða fáir, sem ná kilóinu. Mér blandast enginn hugur um það, að þorskanetin sem slík gefa verðmætastan fisk allra veiðarfæra.“ — En hvað um drauganetin? „Þetta orð nota nú ekki aðrir en þeir sem ekki hafa hundsvit á þessu. Ég skal segja þér eina sögu. Það týndi bátur nýrri trossu. Ári síðar kom hún upp hjá mér, alveg klár með báðum drekum. En það var allt svo uppundið, það verður svona með smátíma. í þessu öllu saman voru tveir fiskar, en ekkert beinadót. Svo voru kórallar og svoleiðis drasl. Nei. Drauganetin, þau eru ekki til. Svo get ég bætt því við, að mælarnir eru orðnir svo nákvæmir núna að þó net slitni niður, þá finnum við þetta og það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.