Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNl 1977 Ellilaun greidd hjón- um sem tveim ein- staklingum Á AÐALFUNDI Bandalags kvenna í Reykjavík voru gerðar eftirfarandi samþykktir um tryggingamál: 1. „Aðalfundurinn gerir þá lág- markskröfu, að elli- og örorku- og ekkjubætur verði aldrei lægri en 70% Dagsbrúnarlauna.“ 2. „Aðalfundurinn vill endur- taka margflutta tillögu sína um að ellilaun verði greidd hjónum sem tveim einstaklingum út á sín nafnskírteini, eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins.“ Greinargerð með 2. tillögu: Bandalag kvenna í Reykjavík hefur í mörg ár bent hæstvirtu iöggjafarvaldi á þá einföldu stað- reynd, að hjón eru tveir einstakl- ingar, og geta ekki orðið annað, þótt prestar eða aðrir embættis- menn leggi blessun sína á sambúð þeirra. Því ber Tryggingastofnun ríkisins tvímælalaust að taka fullt tillit til þessara staðreynda og greiða hjónum bætur sem einstaklingum, þar til stofnunin getur breytt staðreyndum.“ 3. „Aðalfundurinn leyfir sér að fara fram á eftirfarandi breyt- ingu á 78. gr. í lögum um almannatryggingar frá 1975. Önn- ur málsgrein hljóði svo: Og skal ráðherra þá innan eins mánaðar skylt að breyta upphæðum bóta samkvæmt lögum þessum." Greinargerð með 3. tillögu: Fundurinn leyfir sér að benda háttvirtri ríkisstjórn og alþingis- mönnum á, að bótaþegar almannatrygginga eru fæstir það fjáðir að það geti verið réttlætan- legt að þeir þurfi að bíða jafnvel í 6 mánuði ef ráðherra þóknast svo, eftir sinni bótahækkun, sem þeir eiga rétt á samkvæmt núgildandi lögum. I fullu trausti þess að lög- gjafarvaldið vilji sýna öllum þegnum sínum réttlæti, leggur fundurinn fram þessa tillögu. 4. „Aðalfundurinn lýsir ákveðinni samstöðu sinni með baráttu Félags einstæðra foreldra fyrir hækkun barnalífeyris og mæðralauna með einu barni." 5. „Aðalfundurinn telur það réttlætismál að fráskildar konur, sem fá greiddan lífeyri frá fyrr- verandi maka geti fengið hann greiddan í gegnum Trygginga- stofnun ríkisins á sama hátt og meðlagsgreiðslur." „Aðalfundurinn fer þess ein- dregíð á leít víð skattayfirvöld, að sjúkratryggingagjald aldraðra á élliheimilum verði þegar í stað fellt niður, þar sem vistheimilin taka allan ellilífeyrinn og svokall- aða elliheimilisuppbót af vist- mönnum, þannig að þeir neyðast til þess að greiða ofangreint sjúkratryggingagjald af dagpen- ingum sínum, sem að sjálfsögðu eru þó eingöngu ætlaðir til persónulegra þarfa og eru auk þess af mjög skornum skammti sem kunnugt er.“ í Tr>'Rfiinsao‘‘fnd voru: Ágústa Erlendsdúttir Kristfn Cudmundsdóttir Vaigerdur Gísladóttir Lóa Kristjánsdóttir Dagmar Ounnlaugsdóttir. „Við vissum að gíslarnir myndu ekki þola lengur við” Þegar 19. dagur umsátursins um Mólúkkaskæruliðahópana tvo í Hollandi rann upp föstu- daginn 10. júni höfðu hollenzku ráðherrarnir, sem um máiið höfðu fjallað frá upphafi, gert upp við sig að nú væri ekki lengur nema um tvennt að velja. Að ganga skilyrðislaust að kröfum skæruliðanna 13 (12 karla og 1 konu) um að þeir fengju að fara úr landi ef þeir slepptu gíslunum, eða skipa hernum að gera árás á lestina og skólann og hætta á mikið mannfall meðal gíslanna 51 að tölu. í upphafi umsátursins hafði hollenzka rikisstjórnin haft fjögur grundvallaratriði að leiðarljósi að því er Van Agt dómsmálaráðherra skýrði fréttamönnum frá daginn eftir árásina. „1 fyrsta lagi ákváðum við að leyfa skæruliðunum aldr- ei að fara með gíslana úr landi og þessari kröfu var hafnað þegar í stað. i öðru lagi lofuð- um við á fyrstu dögum umsát- ursins að reyna að gefa skæru- liðunum tækifæri á að komast sjálfir úr landi. Við gerðum það vegna þess að við höfðum fyrst og fremst í huga öryggi barn- anna 104. Skæruliðarnir feng- ust hins vegar aldrei til að nefna það land, sem þeir vildu fara til, þrátt fyrir að við spyrð- um þá margoft um það. i þriðja lagi ákváðum við að lofa engu, sem við gætum ekki staðið yið og einkum að lofa engu, sem við ekki hefðum lofað við eðlilegar aðstæður. Það er í grundvallar- atriðum rangt að verðlauna hryójuverk. Að lokum gerðum við skæruliðunum og leiðtogum Mólúkka i Hollandi fullkom- lega ljóst, að ríkisstjórnin íhug- aði möguleika á að beita valdi Fagnaðarfundir sinnum yfirlýsingar, sem ekki voru sérlega kurteisar, en okk- ur tókst alltaf að finna viðræðu- grundvöllinn aftur. Ég held, að hann hafi undir lokin gert sér grein fyrir þvi, að ráðizt yrði á lestina. Mér fannst eins og þeir væru í fjárhættuspili og vildu hætta á að fara alla leið . Ákvörðun tekin Klukkan var að verða 10 á föstudagskvöldið, og rok og regn buldi á stjórnstöðinni við Assen, þar sem ráðherrarnir sátu á fundi og ræddu um að- gerðir. Deginum áður höfðu þeir raunar fengið þær fréttir, sem þeir vissu að knúðu þá til valdbeitingar. Þá höfðu sátta- semjararnir tveir úr hópi S- Mólúkkasamfélagsins í Hol- landi, dr. Hassan Tan og frú Josina Soumakil, komið af árangurslausum fundi með skæruliðunum og dr. Tan hafði spáð öllu því versta. Ráðherr- arnir höfðu kynnt sér nákvæm- lega skýrslur, sem sérfræðingar í hryðjuverkasálfræði höfðu samið, og þeir höfðu allir orðið sammála um að gíslarnir þyldu ekki meira og árás væri eina úrræðið. „Þetta var mjög erfið ákvöró- un,“ sagði Van Agt, „hugsan- lega erfiðasta ákvörðun, sem við höfum orðið að taka á und- anförnum árum, en undir lokin vorum við allir sammála." Mulder sagði: „Hvað skærulið- ana snertir hefðu viðræðurnar geta dregizt vikum saman. Vandamálið er að meta stöðu gislanna og almenningsálitið í landinu í sambandi við ákvörð- unina. Ég vil taka það fram, að ég samþykkti af trúnaði ákvörð- un ríkisstjórnarinnar, við viss- um að gíslarnir þyldu ekki lengur við". Sú stund var nú runnin upp, Teikningin sýnir hollenzku hermennina leggja til atlögu, reyksprengja liggur á jörðinni. þannig að það átti ekki að koma þeim á óvart, er hernum var beitt gegn þeim“. Dr. Dik Mulder, sálfræðingur í þjónustu ríkisins, sem átti samningaviðræður við skæru- liðana gegnum síma, einbeitti sér einkum að tveimur atrið- um: að reyna að draga úr líkum á ofbeldisverkum og að afla upplýsinga. Hann sagði við fréttamenn: „Ég hlustaði af at- hygli á Mólúkkana til að koma því inn hjá þeim að þeir væru teknir alvarlega. Á sama tíma var þetta ein leið fyrir okkur til að meta hvað væri við aó etja. Maóurinn, sem ég ræddi oftast við, kallaði sig til skiptis Max, Papillaya eða 747. Ég gerði mér þá hugmynd um hann, að hann væri sálfræðilega með nokkuð þröngt hugarfar, en vel gefinn innan þeirra takmarka. Hann kom fram við mig með þeirri virðingu, sem hann víidi að sér yrði sýnd. Hann gaf nokkrum að hin hefðbundnu vopn hins frjálslynda lýðræðis í Hollandi höfðu brugðizt og byssum varð að beita í stað vísinda. Hávaðinn ægilegur Fyrirskipun um árás var gef- in og kl. 04.53 var áhlaup gert samtimis á lestina og skólann. 6 starfighterþotur geystust öskr- andi yfir lestina i 8 metra hæð og vörpuðu reyksprengjum, sem fljótlega huldu vagnana. Hávaðinn var ægilegur og átti að skapa öngþveiti um borð. Um leið gerðu 65 sérþjálfaðir hollenzkir hermenn áhlaup á lestina frá báðum hliðum undir verndarskothrið frábærra skyttna. Skæruliðarnir svöruðu skothríðinni. Hliðar lestarinnar voru sundurskotnar eins og si- ur og fyrir þá sem fylgdust með aðgerðunum gegnum sjónauka virtist sem kraftaverk þyrfti til að nokkur kæmist lífs af úr helvítinu, sem minnti einn fyrr- verandi hermann á Normande- innrásina. Herforingjarnir höfðu hins vegar nær ótrúlega góðar upp- lýsingar um staðsetningu gísl- anna og skæruliðanna um borð, sem þeir höfðu aflað hjá gísl- um, sem látnir höfðu verið laus- ir og með gifurlega næmum hlustunartækjum. Aógerðirnar stóðu i 15 mínútur. Tveir gísl- anna féllu strax, vegna þess að þeir fylltust skelfingu og hlýddu ekki skipunum um að leggjast flatir á gólfið. Staðfest- ing hefur ekki fengizt á fyrir hvaða kúlum þeir féllu en talið er að það hafi verið kúlur frá skæruliðunum. 7 aðrir særðust, þ.á m. ungfrú van Osneen, læknastúdent, sem hafði annazt sjúka gisla í prísundinni. 6 skæruliðar féllu þ.á m. leiðtog- inn og eina stúlkan í nópnum. Tveir skæruliðar særðust einn- ig svo og 2 hermenn. 10 mínútur Við skólann gerðu 4 bryn- varðir vagnar árás á húsió frá öllum hliðum og einn vagnanna ók gegnum gluggavegg og inn í skólastofu og í kjölfar hans fylgdu 55 hermenn. Þar var engin mótspyrna. Öllu var lokið á 10 mínútum, einn kennari særðist lítilsháttar. Flestir gislanna gengu óstuddir út úr fangabúðum sin- um og fengu að fara heim, eftir að þeir höfðu verið einn sólar- hring á sérstakri geðdeild i há- skólasjúkrahúsinu í Groningen. Að þessu öllu loknu sagði •einn af herforingjunum: Var þetta- ekki stórkostlega vel- heppnuð aðgerð?" Mulder svar- aði: „Ég hikaði vissulega við að nota orðið velheppnuð en hins vegar verður að gera sér grein fyrir, að hér var um óskaplega erfiða aðgerð að ræða og það var möguleiki á miklu mann- falli. Við gerðum okkur allir grein fyrir hættunni.“ S-Mólúkkarnir í Hollandi hafa miklar áhyggjur af hverj- ar afleiðingar þessara aðgerða kunna að verða í framtíðinni. Spenna ríkir óhjákvæmilega milli þeirra og hollenzku þjóð- arinnar og ekki gott að gera sér grein fyrir hvernig málinu lykt- ar. Hjá hollenzku þjóðinni gætti aðeins léttis þótt leiði- blandinn væri er fréttirnar komu og mikil aðdáun á afreki hollenzka hersins. (Observer, Sundav Times) Teikning af Starfighterþotu yfir lestinni og hermenn f árásaraðgerð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.