Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNÍ 1977 Lena Hallgríms- dóttir—kveðja Vinkona okkar og félagi i Sontaklúbbi Akureyrar, frk. Lena Hallgrimsdóttir, lézt að kvöldi 14. þ.m. eftir erfiða sjúkdómslegu. Þar hefur klúbburinn misst eina af sínum styrkustu stoðum. Ætíð var Lena boðin og búin til starfa fyrir félagið og ævinlega stóð hið hlýlega heimili þeirra systra Margrétar og hennar opið ef við þurftum að taka á móti gestum eöa koma saman til nefndar- starfa. Árum saman skipulagði Lena veitingar á fjáröflunardegi klúbbsins en það er geysimikið starf, sem krefst árvekni og út- sjónarsemi. í hitteðfyrra mætti Lena sárlasin til að sjá um veit- ingarnar eins og hún var vön, þarna kom í ljós skapgerðarein- kenni hennar, sjálfsaginn og traustleikinn. Fyrst félagið þurfti hennar með var sjálfsagt að mæta þó hún væri haldin kvalafullum sjúkdömi og væri löngum sárþjáð. Kn að „bregðast engu sem henni var tiltrúað“ það var hennar lífs- húgsjón. i.ena var komin af eyfirskum merkisættum. Foreldrar hennar voru hjónin Sigriður og Hallgrim- ur Davíðsson kaupmaður. Lena ólst upp á glaðværu risnuheimili og bar góðu uppeldi fagurt vitni. Hún hóf kennslustörf við hús- mæðraskólann á Laugarlandi og þeirri stofnun helgaði hún alla starfskrafta sína, fyrst sem kenn- ari í hannyrðum og síðar sem for- stöðukona. í þvi starfi nutu eðlis- kostir hennar sín vel enda öðlað- ist hún vináttu og virðingu nem- enda sinna. í löngu og erfiöu sjúk- dómsstríði sýndi Lena heitin þó mestan sálarstyrkinn. Það þarf mikinn kjark og mikla hetjulund til að horfast í augu við dauðann — Fullkomlega réttlætanlegt... Framhald af bls. 44 ur að geta í eyðurnar, en mörg aöalatriðin eru rétt og þau er hægt að sanna bæði með forn- leifum og rituðu máli. Mér finnst það fullkomlega réttlætanlegt að byggja svona hi'is til þess að gefa sögulegum rústum líf á sömu slóðum fyrir fleiri en fræöimenn. Fræði- menn geta búið yfir ákveðnum skílningi með gögnum sínum, en fólk almennt á betra með að gera sér grein fyrir þessum hlutum með framkvæmd eins og þessari, sögulegri mann- virkjagerð. Bygging þessa bæjar er til- raun til þess að fylla upp í eyöurnar og það sem mér finnst mikilvægt eftir þessa heimsókn og fyrirlestur Harðar, er það að hann getur svarað hvers vegna hann hefur búnað hússins eins og raun ber vitni. Hann styður ákvörðun sína með rökum við forna byggingarhætti, islenzka og norska. Það er sterkt atriði að hafa ávallt rök þegar spurt er um hin ýmsu smáatriði sem mynda eina heild, bæinn sjálf- an, og geta sagt að þetta hefði aö minnsta kosti getað verið svona. Þá tel ég staðarvalið hafa tekizt með afbrigðum vel, á hól við foss, í umgjörð fjalla með fögru útsýni." Dr. Kristján Eldjárn vann við uppgröft bæjarins á Stöng árið 1939 ásamt ýmsum fleirum, þar á meðal dr. Sigurði Þórarins- syni prófessor, sem einnig var í hópi gesta í bænum í gær, en dr. Sigurður rannsakaói ösku- lög í jarðvegi við Stöng til þess að ákvarða tímatal á jörðinni. Hörður Ágústsson hefur stjórnaó byggingu Þjóðveldis- bæjarins, en fjölmargir sér- kunnáttumenn í gömlum vinnuaðferðum hafa lagt hönd á plóginn. Þjóðveldisbærinn, sem er talinn vera af meðal- stærð íslenzkra bændagarða frá söguöld, er fyrir um það bil 20 íbúa. Bygging bæjarins hófst 1974 og kostar hann liðlega 40 milljónir króna í dag. dag hvern og láta sér hvergi bregða, halda glaðværð sinni og sálarró á þeirri þrautargöngu. En þetta tókst Lenu. Þeir sem komu að skjúkrabeði hennar fóru þaðan hressari í skapi, því að Lena var andlegur veitandi til hinztu stundar. Sontaklúbbur Akureyrar þakk- ar látnum félaga gott og trúverð- ugt starf og sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Bless- uð sé minning góðrar konu. Sontasystur. Fyrirlestur um rannsókn- ir á hvölum I)R. ÚLFUR Árnason flytur í dag fyrirlestur í líffræðistofnun Há- skólans að Grensásvegi 12. Nefn- ist fyrirlesturinn „Rannsóknir á DNA úr hvölum". Ulfur sem er 10 ára skeið hefur stundað rannsóknir á sjávarspen- dýrum mun greina frá ýmsum niðurstöðum sínum. Fyrirlestur- inn hefst kl. 16 og er öllum opinn. Á of grunnu vatni VARÐSKIP kom í gærmorgun að vélbátnum Drífu SU í Meðal- landsbug þar sem báturinn var með ólöglegan umbúnað veiðar- færa á of grunnu vatni við humar- veiðar. Báturinn var sendur til lands og mál skipstjórans verður tekið fyrir hjá sýslumanninum á Eskifirði. Skák Ingvars þung til dóms DÖMUR um skák Ingvars Ásmundssonar í telex- skákkeppninni við England er ókominn enn, enda þótt reglum samkvæmt hefði hann átt að falla í lok maí. Högni Torfason, vara- forseti skáksambands íslands, skýrði frá því á fundi með frétta- mönnum í gær að fyrst hefði al- þjóðlegum skákmeistara verið fal- ið að skera úr málinu en staðan reynst svo flókin, að ekki hefði þótt á færi annarra en stórmeist- ara að kveða upp dóminn. Virðist hann þó jafnvel vefjast fyrir manni af þe:m styrkleika. Ef sig- urinn verður dæmdur Ingvari hefur ísland þar með unnið keppnina. — Yfir 500 Framhald af bls. 44 mælt stóð upp Jón H. Bergs, for- maður Vinnuveitendasambands Íslands. Hann þakkaði Torfa Hjartarsyni og sáttanefnd fyrir gott samstarf. Björn Jónsson, for- seti Alþýðusambands islands, sagðist taka í sama streng og þakkaði sáttanefnd og sáttasemj- ara. Borðum I Kristalsal Loftleiða- hótelsins hafði verið raðað upp þannig að þau mynduðu stafinn E. Við háborðið sat sáttanefndin með sáttasemjara rikisins fyrir miðju, en nefndinni til hægri handar sátu vinnuveitendur og henni til vinstri handar alþýðu- sambandsforystan. Við miðlegg E- sins satu fulltrúar Vinnumála- sambands samvinnufélaganna. Tvö eintök af samningnum gengu síðan um borðin og rituðu menn nöfn sín undir samningana með fyrirvara um samþykki félags- funda. Eitt sæti í launþegahópn- um var autt, sæti Guðjóns Jóns- sonar, formanns Félags járn- iðnaðarmanna. Guðjón hafði þá frá því um klukkan 08 um morg- uninn setið með samninganefnd félags sfns á rökstólum vegna kröfu félagsins um að það fengi sömu álög og önnur iðnaðar- mannafélög á áll lðlöölöögg g g ii iii ií saiúningi járniðnaðarmanna, m.a. á óhreinindaálag. Þr sem ekki hafði tekizt að fá þessi atriði inn í samning járniðnaðarmanna, undirritaði Guðjón ekki samning- inn. Morgunblaðið spurði Björn Jónsson, er undirritun hafði farið fram, hvað honum væri efst í huga á þessari langþráðu stund. Hann sagði: „Ég er eins og allir aðrir í verkalýðshreyfingunni og þjóðfélaginu i heild, feginn því að menn geta nú farið að vinna við betri kjör. Mér er efst i huga nú, hve góð samstaða hefur verið inn- an verkalýðshreyfingarinnar og gott samstarf innan aðalsamn- inganefndar Alþýðusambandsins. Þetta tryggði þennan áfanga, sem við höfum nú náð.“ Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambands íslands vildi ekki leggja mat á hugsanleg efna- hagsleg áhrif kjarasamninganna, en sagði ánægjulegast við þessa heildarkjarasamninga, að þegar þeir hafi verið staðfestir af laun- þegum og atvinnurekendum, þá hafi menn ástæðu til að ætla að vinnufriður haldist næstu 18 mánuði i þjóðfélaginu. „Um efni samninganna er það að segja,“ sagði formaður VSÍ, „að vinnu- veitendur hafa margsinnis óskað þess að aðrar leiðir yrðu farnar til þess að veita kjarabætur en að fjölga sífellt verðminni krónum. Við höfum ítrekað bent á, að raunhæfar kjarabætur verði að byggjast á aukinni framleiðni og framleiðslu. Vinnufriður í land- inu er grundvallarskilyrði um að svo megi verða.“ Jón H. Bergs benti á að enn væri ósamið við ýmsa launahópa þjóðfélagsins og þar sem lokið væri heildarkjarasamningi milli vinnuveitenda og ASÍ, hlytu þeir samningar aó mótast af þeim, sem þegar hefðu verið gerðir. „Það væri mjög ósanngjarnt, ef þeir launþegar, sem ekki hafa samið nú, fengju meiri kjarabætur en felast í heildarkjarasamningnum og ná til svo mikils meirihluta launþega í landinu. Þá spurði Morgunblaðið Jón H. Bergs um það hver framvindan yrði og hvernig hann liti til framtíðarinn- ar. „Ég er bjartsýnn,“ sagði Jón, „og vona að viðskiptakjör haldi áfram að batna eins og síðustu misseri. Þegar gera á samning, þarf a.m.k. tvo aðila til þess og eins og kunnugt er hefur verið þrautreynt að auka kaupmátt án þess að fjölga útborguðum krón- um.“ Skúli J. Pálmason, formaður Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, kvaðst vera feginn því að þessum áfanga væri náð, „en ég tel niðurstöður þessara samn- inga þess efnis, að veruleg hætta sé á að dragi til verulegrar verð- bólgu eða atvinnuleysis. Jafnvel þótt niðurstöðurnar virðist hag- stæðar launþegum í svipinn, tel ég að sú verði ekki raunin, þegar litið er til lengri tíma. Ástæða þess er eins og ég áður sagði fyrir- sjáanleg verðbólga, sem er engum til góðs og sízt launþegum. Þeir útreikningar, sem gerðir hafa ver- ið um verðlagsbreytingar á samn- ingstímanum sýna, að verðlags- breytingar verða um 70% og er þá ekki gert ráð fyrir neinum veru- legum breytingum á gengi eða öðrum aðgerðum stjórnvalda. Miðað við stöðu sjávarútvegsins sem myndar forsendur gengis- skráningarinnar, virðist einsýnt að fljótlega verði að breyta geng- inu, sem hefur þau áhrif að þær verðlagsbreytingar, sem g nefndi áður hækka verulega," „Samningarnir gera miklar kröfur til atvinnurekstrarins í landinu,“ sagði Skúli J. Pálma- son, „svo og til stjórnvalda um aukið aðhald og hagræðingu. Er verðlagsþróun m.a. því háð, hvernig til tekst um slíkar aðgerð- ir. Miðað við reynslu síðastliðinna ára, er ég ekki bjartsýnn á að átak verði gert I þeim. Með hliðsjón af þessu er ég síður en svo bjartsýnn á framvindi mála í næstu fram- tíð,“ sagði formaður Vinnumála- sambands samvinnufélaganna. Þess má að lokum geta að vegna samninganna hefur Vinnuveit- endasambandið boðað til félags- fundar sambandsins f fundasal þess að Garðastræti 41 klukkan 14 á föstudag. r — Israel Framhald af bls. 1. nær H af efnahagskerfi Israels og nær allir launþegar í landjnu eru tengdir því gegnum eftirlauna- kerfi og sjúkratryggingar. Þá eru öll samyrkjubú landsins með örfá- um undantekningum i tengslum við Histadrut. Yeruham Meshel framkvæmda- stjóri Histadrut og einn af leiðtog- um Verkamannaflokksins sagði í dag að miklir erfiðleikar og deilur væru framundan ef Simcha Erlich, fjármálaráðherra Likud- stjórnarinnar, reyndi að koma á þeim hugmydnum, sem hann hefði lagt fram, en bætti við að málamiðlunarleiðir væru ekki úti- lokaðar. Stjórnmálafréttaritarar segja að nær ógerlegt muni fyrir stjórn Begins að endurbyggja efnahags- lífið í ísrael án stuðnings verka- Iýðshreyfingarinnar. Efnahags- kreppan í landinu hefur hrjáð landsmenn frá því eftir lok Yom Kippurstríðsins 1973 og á siðasta ári var verðbólgan I landinu 38,8%. Likud hefur lagt fram áætlanir um takmarkað atvinnu- leysi í landinu og að fá banda- ríska hagfræðinginn og Nóbels- hafann Milton Friedman til ísra- els, sem ráógjafa i efnahagsmál- um. Hinir sigurglöðu leiðtogar Verkamannaflokksins lýstu því hins vegar yfir að þeir myndu nú nota Histadrut sem valdamiðstöð gegn stefnu Likud í innanríkis- málum. Þrátt fyrir að Verkamanna- flokkurinn héldi meirihluta sín- um í Histadrut vann Likud veru- lega á, fékk 30% atkvæða, en hafði áður 22%. Verkamanna- flokkurinn hafði 56% en fær nú sem fyrr segir að minnsta kosti 52%. Moshe Dayan, utanríkisráð- herra ísraels, sagði.i ræðu í utan- ríkisráðuneytinu í Tel-Aviv í dag er hann tók þar við störfum, að ísraelska stjórnin myndi leita eft- ir friði við Araba, en á grundvelli, sem ekki hefði í för með sér skipt- ingu V-bakka Jórdanár, eða að Jórdanir fengju þar aftur yfirráð. Sagði Dayan að eitt mesta vanda- málið, se.n við væri að etja í friðarsamningum, væri krafa Araba um algeran brottflutning ísraelshers frá Vesturbakkanum, sem israelar náðu á sitt vald í 6 daga stríðinu 1967. Dayan sagði að hann teldi að fresta ætti við- ræðum um Vesturbakkann unz eitthvert Arabaríki féllist á eina ísraelska tillögu, í dag væri öllum tillögum ísraela vísað á bug. ♦ ♦ ♦■ — Hvalveiðar Framhald af bls. 1 á að Alþjóða hvalveiðiráðið út- hlutaði þjóðum veiðikvótum eftir því sem þær óskuðu en ekki i samræmi við nauðsyn á verndunaraðgerðum. Aðspurð- ur sagðist talsmaðurinn ekki hafa við höndina skýrslur eða annað um stöðu langreyða- stofnsins, en bauðst til að finna það til og senda Mbl. í fréttinni í Times segir að samtökin hyggist gera út skip til að hindra hvalveiðar Rússa og Norðmanna á N-Kyrrahafi, gamlan tundurduflaslæðara, sem gera á út frá Vancuver i Kanada og gamalt kafbátaleit- arskip bandaríska sjóhersins, sem gert verður út frá Honu- lulu á Hawaii. Um borð í þess- um skipum eru gúmmíbátar, sem mannaðir eru sjálfboðalið- um, sem sigla stöðugt milli hvals og hvalveiðiskips. Sagði Thornton i þessari frétt að nú væri verið að vinna að því að kaupa þriðja skipið til að gera út til höfuðs íslenzkum og norskum hvalveiðimönnum, en slík framkvæmd byggðist á stuðningi almennings í Bret- landi. Samtökin lögðu fram á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem hófst i Canberra I Ástralíu, skýrslu, sem þau segja að sanni að Japanir hafi svikist aftan að samþykktum ráðsins og drepið í laumi verndaðar hvaltegundir við Tonga og Sri Lanka, en þau lönd eru ekki aðilar að ráðinu. Þá segir í skýrslunni að Japanir hafi einnig stundað ólöglegar hvalveiðar við Perú, Brazilíu og Kóreu. Þess má að lokum geta að langreyður er um 70% af afla íslenzku hvalveiðiskipana á hverju ári. Skv. kvótaúthlutun Alþjóðahvalveiðiráðsins mega islendingar veiða 1524 lang- reyðar árið 1977—1982 að báð- um meðtöldum, en þó aldrei fleiri en 304 dýr á ári. — Loftferða- samningur Framhald af bls. 21 áherzlu á. Var farinn millivegur og telja sérfræðingar að báðir að- ilar megi vel við una. Vmsar nýjar flugleiðir opnast og jafnari skipt- ing á ferðatíðni hefur víða verið ákveðin. - Karenu hrakar Framhald af bls. 21 fengi að deyja. Réttarhöldin í máli þessu vöktu athygli víða um heim, og loks ákvað hæsti- réttur í New Yersey að heimilt væri að taka öndunarvélina úr sambandi, ef sjúkrahússstjórn- in væri foreldrunum sammála. Var það gert fyrir hálfu öðru ári, og hefur Karen legið í dái síðan, en getað dregið andann án aðstoðar. _______ — Þörunga- verksmiðjan Framhald af bls. 2. hagnaður yrði af rekstrinum skiptist hann að jöfnu milli rekstraraðilanna, þ.e. sveitar- félaganna og rlkisins en ef um tap verður að ræða tekur ríkisvaldið það á sig. Það væri þannig ákveð- ið að verksmiðjan yrði ekki gerð upp heldur mundi ríkið greiða þær skuldir sem á verksmiðjunni hvila, ýmist semja um þær eða greiða. Varðandi framtíðarmöguleika verksmiðjunnar sagði Vilhjálm- ur, að ljóst væri að tryggja yrði þörungaverksmiðjunni meira vatn, bæði við dælingu og nýjum borunum sem þó verður ekki ráð- ist í á þessu ári. Þá væri það einnig brýnt að finna verksmiðj- unni ný verkefnasvið, en megin- ástæðan fyrir hinum geigvænlega halla á rekstri verksmiðjunnar væri, að þangvinnslan spannaði svo stuttan tíma á ári hverju og starfsemin lægi niðri langtímum saman. Tilraunir með þurrkun smá- fisks hafa þegar gefið góða raun, i upphafi var þarna þurrkuð loðna en nú upp á síðkastið hefur verið þurrkaður þar spærlingur en einnig kvað Vilhjálmur koma vel til greina að þurrka flakaðan kol- munna. Markaður fyrir þurrk- aðan smáfisk af þessu tagi væri góður og nægilega sterkur til að taka við framleiðsluafköstum verksmiðjunnar á þessu sviði. — Mitchell Framhald af bls. 1 Safford Arizona. Er í öllum til- vikum um að ræða fangelsi þar sem lágmarksöryggisgæzla er viðhöfð. Áðeins einn Watergate maður er enn í fangelsi, Gordon Liddy, en gert er ráð fyrir að honum verði sleppt sfð- ar f sumar. Verða þá þremenn- ingarnir sfðustu sakborningar Watergate-málsins f fangels- um. Myndin sýnir Mitchell koma til fangelsisins f Alabama. — Einvígi Framhald af bls. 21 hvor sigri I Genf. Fljótt á litið, segir hann, ætti Portisch að vinna þar sem hann er í góðu formi, en hafa verður I huga að Spassky var bezti skákmaður heimsins fyrir fimm árum og ég býst við að hann kunni að vera það enn. En Golom- bek gefur í skyn að Portisch vinni. Golombek vill engu um það spá hvort Karpov haldi heimsmeist- aratitlinum, en segir að hann verði betri með hverju móti sem hann taki þátt I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.