Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.06.1977, Blaðsíða 15
15 MÓKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. JUNl 1977 er hægt aö slæða allt upp. Allt tal um drauganet. Ég á ekki nema eitt orð yfir það; Ofstæki." — Þú ert nú búinn að segja mér allt um netin og dragnótina. Er eitthvað fleira sem þú vilt láta breyta? „Eigum við að tala um grásleppuna? I ein tíu ár höfum við verið á grásleppu, þangað til í vetur. Fyrst var nú bannað að drýgja þær veiðar með öðru veiðarfæri og nú er svo komið, að 25 tonna bátur má ekki hafa fleiri en 150 net. En ef þú átt bát undir tólf tonnum, þá getið þið verið tveir með 80 net. Það segir sig sjálft, bátur eins og Guðmundur Ólafsson, sem átta menn hafa atvinnu af, fimm á sjó og þrír f landi, hann getur ekki stundað grá- sleppuveiðar með þessu fyrirkomulagi." — Og ekki þægilegt að fjölga netum þar? „Það væri nú hyggilegra að leyfa önnur veiðarfæri til drýginda. Og reynd- ar hef ég lúmskan grun um að einhverjir grásleppukarlar hafi hnýtt þorskanetum í endana.2 — Hvað á þá að gera I sumar? „Ætli maður verði ekki að dunda eitthvað. En fyrst þú spyrð um sumarið, þá langar mig að nefna einn hlut til viðbótar. Það eru sumarmennirnir á handfærum. Nú virði ég alla sjálfsbjargarviðleitni. manna, en fyrst við sjómennirnir erum orðnir vandamál vegna fiskleysis, þá held ég að það verði nú fyrst að koma niður á þeim, sem eru að seilast í þetta í sumarfríum. Ég veit ekki betur en allt ætli að verða vitlaust, ef þú málar vegg, sem málari vill mála. Þá er talað um að taka at- vinnuna frá mönnum. En það heyrist ekki orð, þótt fjöldi manna stundi sjóinn sem hobbý. Það er kannski ekki mikið, sem þeir taka frá okkur, en þarna mætti þó setja eina réttláta reglu að mínu viti.“ „Ég held nú á meðan við endumst til að sækja þetta langt, þá getum við haldið í þetta. En þetta er orðið stíft, þegar við sækjum allan okkar fisk á handfærin út að Kolbeinsey, sem er ellefu tima sigling. Á netin er þetta nú styttra, en við héldum ekki út, ef við ekki gætum stólað á handfærin yfir sumartimann. Svo þetta er erfitt. En maður slampast þetta, ef það verður bara ekki þorskur- inn sjálfur, sem stoppar okkur. Og aðra líka,“ segir Símon Páll Steinsson, út- gerðarmaður og skipstjóri á Dalvík. Þeir eru þrír á Stefáni Rögnvaldssyni, sem eru 11 tonn, og frá áramótum og fram í miðjan mai fengu þeir 210 tonn. „Þetta er langbezta netavertíðin sem ég hef verið á,“ segir Simon Páll. „í fyrra fengum við 86 tonn, 76 tonn árið þar áður og 120 tonn á þjóðhátiðar- árinu." — Voruð þið þá ekki með fleiri net núna? „Nei, nei. Ætli við höfum ekki verið með 80 net að jafnaði. Við megum vera með 90, en vorum bara með 60 meðan myrkratíminn var lengri. Ég held að við höfum fengið þennan fisk i vetur út á útfærslu landhelginnar og friðanirnar. Þetta eru orðin svo lítil svæði, sem togveiðin má vera á. Og svo kom loðnan. Hún var óvenju mikil hérna og fiskurinn stoppaði í henni.“ — Hvað með of smáan riðil? — „Ég held nú, að það sé ekki mikið um hann hérna. Það kom varðskip i vor og mældi hérna hjá netabátunum og ég held, að þá hafi allt verið í lagi. En það finnst mér rangt að vera svona með sjö tommur og svo niður i 5,5. Ég vil láta minnka niður i 6,5, segjum 1. mai og aldrei niðúr fyrir 6 tommur yfir sumar- tímann. Það er enginn smáfiskur, sem kemur í 6,5 tommu riðil.“ — Telur þú að sóknin sé hæfileg? „Nei. Húnvirðist vera of mikil. Hitt er annað mál. að það hefður ýmislegt verið gert til að hafa stjórn á henni, en það vantar nákvæmara eftrlit með þeim atriðum, ölllum. En ég tel, að við náum ekki árangri, nema eitthvað fleira verði gert.“ — Hvað? „Ætli kvótafyrirkomulag á þorskinn verði ekki endirinn á þessu. Annars verður sá kvóti ekki auðsettur, því það er í svo mörg horn að lfta þar. Fjárfestingin er eitt. Skip kostar ef til vill 700 milljónir í dag, en svipað skip kostaði 2—300 milljónir fyrir tveimur til þremur árum. Það verður lika að líta til þess, hvaða möguleika menn hafa til að sækja i aðrar fisktegundir, þegar þorsk- Sfmon Páll Steinsson: Ætli kvótafyrir- komulag á þorskinn verði ekki endirinn á þessu. kvótinn yrði tæmdur. Svo veiða menn misjafniega mikið. En á meðan við erum að velta þessu fyrir okkur þá þykir mér nú alltaf skýtn- ast að sjá og heyra að alltaf er verið að f jölga togurum og bátum. Og þessi fjölg- un fer mest í þorskinn, sem allir segjast i orði vilja vernda. Ég teldi eðlilegast að stöðva innflutning á skipum til þorsk- veiða í bili, aö minnsta kosti á meðan við erum að átta okkur á hlutunum." — En leyfa að fjölga loðnuskipum til dæmis? „Helzt er ég á því, aö við þurfum ekki að stækka flotann neitt, eins og er. Loðnan verður skammgóð lausn, ef við göngum fram af henni meðan við ekki vitum betur." — En ef kvóti er of vandsettur? Dugar þá nokkuð á ykkur sjómennina, nema leggja flotanum um tfma? „Ég held að það yrði of alvarleg röskun, ef leggja ætti flotanum heilt yfir landið. Þetta snýr ekki bara að okkur sjómönnunum. Fólk vinnur í fiski í landi líka.“ „Mætti þá ekki bara gefa sumarfrí? „Það myndi nú koma illa við okkur litlu bátana hér, sem stólum á handfæri á sumrin, þetta þrjá mánuði á árinu. Ég er hræddur um, að stöðvun yrði eitthvað að dreifa og þá eru vandkvæðin orðin óteljandi. En þó flestar ráðstafanir séu erfið- leikum bundnar, þá sé ég ekki að það eigi eins við að stoppa stækkun flotans og annað. Þá yrði ekkert rifrildi um það, sem er, heldur aöeins hætt að bæta við. Og að því gerðu held ég að allur eftir- leikuryrði auðveldari." „Það er alveg bráðnauðsynlegt að þetta með riðilinn verði lagað fyrir okkur, þvi lagaákvæði sem' eru sett vegna ýsu i Faxaflóa, eiga engan veginn við okkur hér f Eyjafirði. Þessi ákvæði um sjö tommurnar og stökkið ofan í 5,5 eftir 1. júli koma mjög illa við okkur. Ég hef sjálfur reynt það I gegnum árin, að með 6,5 tommu riða er ólíkt betra fiskiri og það er enginn smáfiskur í þvi. Mér fyndist allt í lagi, þótt aldrei yrói farið niður í 5,5 tommurnar, en leyft að fara Jón Sæmundsson: Menn vilja setja út 6,5 tommurnar, þegar fiskurinn fer að minnka. úr sjö í 6,5. Þorskurinn er okkar eina björg og vertiðin fram i mai er lungað úr árinu okkar,“ segir Jón Sæmundsson, skipstjóri I Ólafsfirði, þegar ég er kominn þangað til að hlusta á raddir norðlenzkra sjómanna. Jón er skipstjóri á Árna, sem er 30 tonn. Þeir eru fjórir á og hafa verið á netum í vetur og verða það fram í miðjan júní. „En þá langar okkur að breyta til og fara á dragnót eða handfæri." Aflinn fram að 15. maí varð 380 tonn. I fyrra fengu þeir á Árna 115 tonn til 28. apríl og Jón segist muna það, að hann hafi einu sinni komizt upp í 170 tonn. Þannig er vertíðin í vetur sú langskásta. „Ég veit nú ekki, hverju ég á að þakka þetta góða fiskirí", segir Jón. „Bretinn er jú horfinn og það er búið að friða mikið fyrir togveiðum, þannig að fiskur- inn hefur næði til að ganga hér yfir vestan að. Ætli þetta hafi nú ekki mest að segja, en svo kom líka loðna og fiskurinn eltir loðnuna. Þetta hefur verið óhemju magn af fiski, því þetta er búið að vera svo jafnt og víða og aflinn hefur aldrei dottið niður." — En er það nokkur friðun meðan net eru leyfð á svæðinu? „Það er friðun, þó net fái að vera á svæðinu. Það er friðun á smáfiskinum." Og Jón kveður fast að þessum orðum. „Annars finnst okkur hér fyrir norðan alltaf skrýtið að heyra þessar sunnan- raddir um að við stútum smáfiskinum. Okkar aðalaflabrögó eru frá ára- mótunum og fram í mai. Og þetta er stór fiskur og fallegur, sem við fáum í netin. Við sjáum nefnilega engan mun á smáfiskadrápi og því aó drepa hrygningarfiskinn. . .“ — ... sem þeir gera fvrir sunnan? „Ójá. Sem þeir gera fyrir sunnan. Menn verða að athuga það, hversu skiptingin er óréttlát. Þeir fyrir sunnan hafa ýmsa möguleika. Þar fá bátar allt niöur í 10—15 tonn að stunda togveiðar upp í fjörusteinum. Þeir eru með rækju. Þeir eru með humar. Þar er spærlingur og síld á haustin. Þeir hafa alla möguleika, en við höfum ekkert nema þorskinn hér nyrðra og okkur eru settar þröngar skorður í hann.“ — Viltu þá láta minnka þorskinn á þá sunnanmenn? „Ekki segi ég það nú, að ég vilji láta skerða hjá þeim þorskaflann. En það heyrist alltof mikið af illyrðum frá þeim í okkar garð“. — Þetta með smáfiskadrápið? „Já. Við netamennirnir drepum engan smáfisk." — En þið smækkið riðann til að ná f minni fiskinn. „Já, menn vilja setja út 6,5 tommur, þegar fiskurinn fer að minnka. En ég held nú að ekki sé gert mikið af þessu. En jafnvel það þýðir ekki smáfisk, þvi þessi riði er ekki nógu smár til þess. Hins vegar finnst okkur báta- mönnunum hart, að meðan dragnótin var og hét, þá vorum við dæmdir fyrir smáfiskadráp. En aflinn hjá okkur yfir timabilið var ekki meira en einn togara- farmur." — Svo setjið þið fleiri net f sjó en þið megið. „Það sjá allir, að ef ætti að fara eftir reglunum um netafjöldann, þá yrði engin heil brú í þessu. Það munar mikið um það að hafa 120 net, en 90 eru það sem við megum vera meö samkvæmt lögunum. Við getum dregið allt upp i níu trossur, þegar vel liggur á okkur fjórum, en svona yfirleitt drögum við 6—7 tólf neta trossur.-' — Og gevmið hitt? „Já.“ — Kemur svona ekki niður á gæðunum? „Alls ekki. Þetta hefur verið svo góð tið i vétur að okkur hefur tekizt að stunda netin stöðugt." — Finnst þér að eitthvað frekara en gert hefur verið þurfi að koma til? „Ég held að við hljótum að eiga alveg nögu stóran flota til að ná þeim afla, sem við getum nýtt. Hins vegar veit ég, að það eru enn nokkrir staðir í kring um landið, sem enn vantar skuttogara. Það mætti deila betur niður þeim fjölda, sem til er. Mér sýnist ekki siður vanta stjórnun á það, hvert skipin fara, en hvar þau veiða." „Drauganet! Ekki til i dæminu á okkar netasvæði. Og ég get sagt þér það, að fyrstu netin, sem ég hef týnt siðan 1971, Anton Gunnlaugsson: Tuttugu net á haus þætti mér ekki mikið. voru net, sem togari sleit frá mér á Kolbeinseyjarsvæðinu i vetur," segir Anton Gunnlaugsson, útgerðarmaður og skipstjóri á Dalvík, þegar ég nota á hann fullyrðingu togaraskipstjórans á Akur- eyri um að svo og svo mikið af drauga- netum sé um allan sjó. „Ætli við séum nokkuð verri eða betri en gengur og gerist," segir hann svo, þegar ég spyr hann, hvort netamenn við Eyjafjörð séu með fleiri net, en þeir mega. ,,Þau skilyrði eru sett, sem bjóða þessu heim," bætir hann við. Anton er með Harald EA 62. þrjátíu tonna bát. Frá 8. janúar til 15. maí fengu þeir 378 tonn, sem er „bezti afli. sem hefur komið hér í mörg ár. A sama tima í fyrra fengum við rétt um 200 tonn og það má segja, að við höfum verið á alveg sömu miöum í vetur, i fjarðarmynninu og frant á vestur- kanti". — Ilvernig fiskur var þetta í vetur? „Þetta er jafnvænni fiskur. en veriö hefur undanfarin ár. Það er enginn vafi á þvi, að hér kom mikið meira af hrogna- fiski, en sést hefur i mörg ár. Og það hefur ábyggilega farið fram mikil hrygning hér fyrir Norðurlandi, þvi ég hef enga trú á þvi að drepinn hafi verið allur fiskur, sem var með hrognum." — En hvað með netaf jöldann? „Þær eru nú þannig reglurnar, að miðað við átta menn á, má hafa 90 net," segir Anton. „A bátum hér við Eyjafjörð eru þetta frá fjórum mönnum og upp i sjö og samkvæmt reglunum eiga þessir bátar allir að vera með sama netafjölda. Ætli megi ekki segja þaö, að venjuleg áhöfn, sex menn, eigi alveg að ráða við 120 net.“ — Er það meðaltalsfjöldinn að þínuni dómi? „Ég gæti trúað að þetta væri algeng tala." — En hvað með dráttinn þá? „Við náum að draga alll saman, ef við leggum okkur eftir þvi. Það er mjög algengt að við drögum allar okkar trossur, en þegar vel litur út, þá skiljum við eftir svona eina, tvær trossur. Hann er alls ekki sambærilegur tveggja nátta fiskurinn hér og syðra. Sjórinn er kaldari hér og það er enginn skemmd á fiski í salt, þótt hann sé tveggja nátta. Ég get bara gefið þér sem dæmi að hjá okkur fóru rétt um 90% i fyrsta flokk." — Það hefur flogið fyrir eyrun hér í Eyjafirði, að þið væruð ekki sáttir við reglurnar um möskvastærðina. „Okkur finnst hart að þurfa að vera með sjö tommu riða fram i júnílok og taka síðan stökk ofan i 5.5 tommur eftir 1. júlí. Ég væri persónulega sáttur við 6.5 tommur eftir 15. mai og svo sex tommur eftir 1. júlí. Það má segja, að það sé engan veginn sanngjarnt aö fara niöur i 5,5 tommur." — Ilafið þið gert eitthvað í þessari óánægju? „Þaö má segja, að i vetur hafi það ekki verið neinn gróði að smækka riðann. En undanfarin ár hafa komiö hér mikl- ar millifisksgöngur og þá er erfitt að geta ekki náð þeim. Framhald á bls. 35 Texti: Freysteinn Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.