Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.10.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1977 Oddný Sveinsdóttir frá Ási—Minning ODDNÝ fæddist 3. október 1897 og hefði því orðið áttræð nú í haust, en hún andaðist 2. ágúst s.l. Þótt Oddný væri flutt suður til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum, býst ég við að flestir sem þekktu hana muni minnast hennar sem Oddnýjar í Ási. Þar lifði hún og starfaði öll sin beztu ár og bjó manni sínum og börnum yndis- legt heimili. Oddný giftist ung Björgvini Þorsteinssym. sem lengi var kaupmaður á Búðum. Hann var atorkumaður og sístarfandi, meöan heilsan entist. En þegar hann var orðinn sjúklingur fluttu þau suður og þar andaðist hann i febrúar 1964. Með þeim hjónum var mikið ástríki og var öllum auðséð, er til þekktu, að gagnkvæm ást og virð- ing rikti i sambúð þeirra. Þau eignuðust fjórar dætur: Gunn- þóru, Ragnheiði, Valborgu og Ásu, sem allar eru giftar, tvær búsettar í Reykjavík þær Gunn- þóra og Asa, Ragnheiður býr í Englandi en Valborg er sú eina sem eftir er á Búðum. Oddný og Björgvin ólu enn- fremur upp tvö börn Ragnheiðar dóttur.sinnar og eru þau kjörbörn þeirra, en þau heita Oddný og Björgvin. Oddný býr í Reykjavik en Björgvin í New York. Ég kom að Ási til vetrardvalar haustið 1950, en alls urðu veturn- ir fimm sem ég hafði þar fæði og húsnæði. Þar var gott að vera og á ég margar góðar og skemmtilegar minningar frá þeim tíma. Hjónin voru mér afar góð og vildu allt fyrir mig gera til að mér liði sem bezt. Þá voru dæturnar fjórar farnar að heiman en Oddný og Björgvin, litlu systkinin, 10 og 5 ára gömul. Með okkur tókst vin- átta, sem enn helzt þótt nú sé vik milli vina. Umhyggja Oddnýjar fyrir börn- unum var einstök. Hún annaðist þau af þeirri alúð og festu, sem börnum er nauðsynlegt og stundum fannst mér lagni hennar og þolinmæði takmarkalaus. Það mátti segja að hún væri sifellt vakandi yfir velferö þeirra. En þau launuðu sannarlega ást hennar með allri framkomu sinni þá og ævinlega. Og umhyggja Oddnýjar náði lengra en til barn- Það er ætíð sviplegt er menn kveðja svo skjótt á miðjum aldri. Þótt þeir hafi lengi verið sjúkl- ingar þá vonar maður i lengstu lög að einhverntímann komi bat- ínn. Louis ólst upp hjá foreldrum sinum ásamt 6 systkinum norður í Siglufirði á tímum mikils af- hagnalífs sem þróaðist i kringum hinar miklu sildveiðar sem voru á þeim árum. Louis var ekki gamall er hann fór að vinna á söltunar- stöð þar sem faðir hans var verk- stjóri og þótti hann þá strax mjög duglegur og samviskusamur. Hann vann sem unglingur við út- burð hjá pósti og sima i Siglufirði, annars stundaði hann margvísleg störf. Lengst vann hann sem mál- --------------------------\ anna hennar, þvi að barnabörnin nutu kærleika ömmu sinnar i rík- um mæli og ekki efa ég að barna- barnabörnin muni hafa fengið sinn skerf. Ég kynntist því ekki sízt fyrir jólin. þegar hún prjón- aði og saumaði á allan hópinn og sendi litla fólkinu sínu náttföt peysur o.fl. Oddný var sivinnandi ! og mjög myndvirk, enda saumaði hún og prjónaði marga flikina. Þar að auki saumaöi hún út og prýddi heimilið með mörgum fallegum munum sem hún vann sjálf. Margar myndir koma fram i huga minn er hann reikar austur að Ási. Mynd Oddnýjar er skýr og vekur hlýju. Oddný var glæsileg kona, prúð og myndarleg og vakti eftirtekt með framkomu sinni og snyrtimennsku. Með foreldrum mínum og hjónunum i Ási var góð vinátta alla tið og við Tungufólk minnumst þeirra með þakklæti og virðingu. Eg þakka af alhug hin góðu kynni og bið guð að blessa minn- ingu Oddnýjar. Ástvinum hennar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Elínborg Gunnarsdóttir frá Tungu. ari. Hann þótíi mjög góður og vandvirkur í þeirri grein, list- fengur var hann með afbrigðum. Gerði hann töluvert af þvi að mála í silki og flauel og þóttu það hrein listaverk. Þá málaði hann landslagsmyndir. Louis var mjög eftirsóttur til vinnu sökum góðra kosta sinna, af vinnufélögum sínum fær hann það orð að þeir hafi ekki getað kosið sér heiðarlegri né trúrri vin. Louis þótti af öllum sem hon- um kynntust sérlega skemmtileg- ur maður sem öllum gat komið i gott skap. Lengst af vann Louis hjá Antoni Víglundssyni og Stef- áni Guðmundssyni málarameist- urum í Siglufirði og fór ætið vel á með þeim. Louis bar ætíð mikið lof á þessa menn og aðra vinnufé- laga sína í málarastörfum i Siglu- firði, og sagði að hann hefði ekki getað kosið sér betri vinnufélaga né vini. — Fagurt dæmi, sem mér finnst lýsa frænda minum vel, hver innri maður hans var, er atvik sem amma mín sagði mér frá. Það gerðist er hann var lítill drengur og hafði unnið sér inn sina fyrstu aura. Hann hafði þá farið beint í verslun og keypti fallega gjöf handa móður sinni fyrir alla aurana sína. Svona var hann alla tið meðan heilsan ent- ist, vildi alltaf vera að gleðja aðra og ekki sist þá er minna máttu sín i lifinu. Þar áttu þeir góðan að. Ég bið Guð að blessa ömmu mína og systkini Louisar í þeirra sáru sorg sem þau hafa orðið fyrir við fráfall ástkærs sonar og bróð- ur sem þeim þótti svo vænt um, en minningarnar um Louis eru fagrar og þær munu aldrei mást út. Systkini Louisar eru Alfreð kennari, giftur Sigriði Sigmunds- dóttur, búsett á Völlum við Nes- veg; Pollí-Anna vinnur við hjúkr- un; Svanhvit, gift Ásmundi Magn- ússyni bifreiðarstjóra, búa að Hjaltabakka 20, Rvk; Karl, Einar og ívar halda heimili með móður sinni að Blikahólunt 8 Rvk. Eg kveð kæran frænda minn með versi Valdimars Briem: Oss hédan klukkur kalla, sm kallar (iurt oss alla lil sín úr hoimi hór, þá söfnuú hans vór sjáum ojí sanian vora fáuni í húsi þvf. si»m eilífl «»r. Guð blessi minningu hans. Álfhildur K. Fugo. Louis Einarsson frá Siglufiröi — Minning I dag fer fram útför Louisar Einarssonar móðurbróður mins frá Fossvogskirkju, en hann varó bráðkvaddur að bænum Flögu i Vatnsdal. Austur-Húnavatns- sýslu, þar sem hann dvaldi hin sióari ár hjá þeim ágætu hjónum Guðrúnu og Ivari Niels- syni bónda þar en þau hjón voru honum framúrskarandi góð og umhyggjusöm og einnig börn þeirra hjóna og vil ég sérstaklega nefna yngsta soninn, Sigurð, sem ég vissi að Louisi þótti mjög vænt um. Hann eins og sólargeisli á heimilinu og hafði upplífgandi og góð áhrif á frænda minn þau síð- ustu ár er hann lifði. Við ættingj- ar Louisar þökkum þessu góða fólki innilega fyrir það sem það hefur gert fyrir hann þessi ár. Guð blessi það fyrir það. Louis var fæddur í Siglufirði 15. febrúar 1925, sonur Krist- mundar Einarssonar bryta, er lést árið 1961 og Borghild Einarsson, f. Hernes, er lifir son sinn og býr að Blikahólum 8 hér i borg. Stykkishólmur Opnum í dag nýja verzlun í húsnæði okkar að Þvervegi 8, Stykkishólmi. Við bjóðum alla Hólmara og aðra góða íbúa Vesturlands velkomna að skoða úrvalið. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar, munið hina þægilegu J.L. kaupsamninga — engir víxlar, heldur gíróseðlar, sem greiða má í næsta pósthúsi, banka eða sparisjóði. Jón Loftsson h.f., Þvervegi 8, Stykkishólmi, sími 93 8333. 33 Mjúkar freistandl varir Mary Quant blýanturinn gerir allar varir mjukar og freistandi. Litir: Prune Crush Chilli Crush Choosy Cherry Grape Crush Ruby Wine Tokyo Rose Revielle Rose Gold Garnet Precious Pink Mary Quant snyrtivörur. Útsölustaðir á landinu. Verzl. Bonný, Laugavegi 35 Verzl. Topptízkan, Aðalstræti 9 Laugavegs Apótek, Laugavegi 16 Laugarness Apótek, Kirkjuteigi 21 Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20—22 Árbæjar Apótek, Hraunbæ 1 02b Glæsibær, Snyrtivörudeild Verzl. Andrea, Laugavegi 82 Verzl. Dalla, Snorrabraut 22 Regnhlífabúðin, Laugavegi 11 Verzl. Spáin, Skólavörðustíg 17 B Verzl. Nína, Miðbæ, Háaleitisbr. 58—60 Snyrtistofa Gróu, Vesturgötu 39 Rammagerðin, Hótel Loftleiðum Rammagerðin, Hótel Sögu Sölubúð Rauðakrossins, Landspitalanum Sölubúð Rauðakrossins, Grensásdeild Verzl. Jóna Sigga, Breiðholti Verzl. Hygea, Austurstræti 16 Verzl. Mirra, Hafnarstræti 17 Verzl. Elin, Hafnarfirði Verzl. Kyndill, Keflavik Verzl. Mozart, Vestmannaeyjum Verzl. Elva, Akranesi Verzl. ísbjörninn Borgarnesi Sauðárkróks Apótek Túngata 1, Siglufjörður Verzl. Vörusalan, Akureyri Kaupf. Þingeyinga, Húsavík Verzl. Elis Guðna, Egilsstöðum Verzl. Elis Guðna, Eskifjörður Verzl. Karólina, Seyðisfjörður Verzl. Lindin, Selfoss Verzl. Hraunbær, Grindavik Verzl. Glaumbær, Höfn Hornafirði Verzl. Rós Húsavik Verzl. Einars Guðfinnssonar Bolungarvik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.