Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Ný auglýsingaherferð í Bretlandi: Magnús Magnússon hvetur Breta til Islandsferðar Magnús Magnússon talar við fyrsta viðskiptavininn. sem hringdi til þess að leita nánari upplýsinga. Hjá honum stendur Jóhann Sigurðsson, forstöðu- maður Flugleiðaskrifstofunnar i London. „ÍSLAND — eyjan ótrúlega" er slagorð nýrrar auglýsingar herferðar, sem Flugleiðir í London hafa farið af stað með. Hefur félagið fengið til liðs við sig hina frægu ís- lenzku sjónvarpsstjörnu úr brezka sjónvarpinu, Magnús Magnússon, og hafa verið gerð auglýsingaspjöld með mynd af Magnúsa þar sem segir: „Heimsækið land mitt. Ég lofa ykkur einstæðri reynslu — ævintýri i stað venjulegs sumarleyfis." Und- ir þetta ritar svo Magnús nafn sitt með orðunum „Ykk- ar einlægur." Jóhann Sigurðsson, fot- stöðumaður Flugleiðaskrifstof- unnar í London, var hér stadd- ur og ræddi Morgunblaðið þá við hann um þessa nýju auglýs- ingaherferð Jóhann kvað Breta nú á ný vera að endur- heimta sjálfstraust sitt, sem beið verulegan hnekki, er sterl- ingspundið hrapaði skyndilega úr 2,40 dollurum í 1,70 doll- ara. Við þetta áfall kipptu Bret- ar að sér hendinni og menn horfðu i utanlandsferðir Mikið dró úr utanlandsferðum og þá ekki sízt til lands, sem Bretar stóðu í erjum við Þetta hefði sítt að segja í sambandi við ferðir Breta til Islands. Jóhann sagði að á undan- förnum 20 til 30 árum hefði tekizt að mynda ákveðinn „goodwill" meðal Breta gagn- vart íslandi og íslendingum, bæði meðal almennings og eins meðal brezkra ferðaskrif- stofa. Með almenningí er átt við það fólk, sem að jafnaði les blöð á borð við Daily Tele- graph, Sunday Telegraph Magazine, Observer Colour Magazine, Sunday Tímes, Country Life, lllustrated Lond- on News. Geographical Maga-' zine, svo að nokkur blöð séu nefnd og hefur verið gerð sér- stök auglýsingaáætlun i þess- um blöðum og fleiri fram í marzmánuð. ,,Við fórum verulega halloka á brezka ferðamannamarkaðin- um," sagði Jóhann Sigurðs- son, ,,meðan á fiskveiðideilunni' stóð, ekki sízt fyrir þá sök, að hún hófst í lok ársins 1975 og stóð fram á mitt ár 1976, en þetta er einmitt sá undirbún- ingstími, sem fer i ferðamanna- straum sumarsins og nauðsyn- legt er að byggja upp traust fólks á ákveðnu ferðamanna- landi. Fiskveiðideilan tók allan vind úr seglunum árið 1976, svo að viðskiptin bókstaflega hrundu Árið 1977 tókst hins vegar vel og eins og málin standa nú, getum við státað af rúmlega 40% fjölgun brezkra ferðamanna til íslands. Miðað við þær undirtektir, sem við höfum og fengið fyrir árið 1 978 frá ferðaskrifstofum, sem þegar hafa bókað ráðstefnur á Islandi, litum við björtum aug- um til ársins 1 978." „Við höfum allt á það áherzlu," sagði Jóhann, ,,að kynna landið eins og það er, sérstætt náttúruland fyrir sér- fræðinga og náttúruskoðara, fyrir þá, er komast vilja á brott frá skarkala stórborganna og þeim fjölda manna og farar- tækja, sem þar hafa safnazt saman. Við kynnum land, þar sem fólkið getur áttað sig á sjálfu sér, land þar sem nátt- úrufegurð er eins og guð gaf okkur hana, ósnortið af manna höndum " Eins og vikið er að í upphafi þessa viðtals, er undirbúningur að sölu fyrir komandi sumar þegar hafinn, en hann hefst jafnan að hausti Jóhann Sig- urðsson sagði: „Við íhuguðum, hvaða leiðir yrðu áhrifamestar til þess að draga athygli að Islandi I því sambandi urðum við að brydda upp á einhverju sérstæðu, því að samkeppnin er hörð í spetember kom upp sú hugmynd, að hgft yrði sam- band við Magnús Magnússon, okkar ágæta landa í því skyni að athuga, hvort hann yrði fá- anlegur til þess að vekja athygli á íslandi sem ferðamannalandi furir sumarið 1978. Þegar ég hringdi í Magnús og bar þessa hugmynd undir hann, svaraði hann: „Alveg sjálfsagt." í auglýsingum, sem birtar verða i blöðum standa orðin: „Heimsækið land mift . . o.s.frv. Síðan er ísland kynnt i stuttu máli, en lesendum blaðs- ins boðið að rita til Magnúsar ísland auglýst sem ferðamannaland: „Heimsækið land mitt. Ég lofa ykkur einstæðri reynslu — ævintýri í stað venjulegs sumarleyfis" — orð Magnúsar Magnússonar sjálfs. Magnússonar og þeir fái síðan um hæl nánari upplýsingar um landið „ísfandsmöppu Magnús- ar Magnússonar". Magnús Magnússon er i raun óþarft að kynna, en ef einhver skyldi þó ekki vita hver hann er þá sér hann um viku- legan spurningaþátt í BBC- sjónvarpi, þarsem hann spyr til 6 manns i þaula um allt milli himins og jarðar. Þátturinn heitir Mastermind og er eitt vinsælasta sjónvarpsefni á Bretlandseyjum. Auk þess hef- ur Magnús séð um margs kon- ar aðra þætti fyrir sjónvarpið, enda einhver kunnasti sjón- varpsmaður i Bretlandi. Jóhann Sigurðsson sagði að lokum i viðtali við Morgunblað- ið: „Magnús Magnússon er ein- mitt lykill okkar að þvi fólki, sem við höfum fyrst og fremst áhuga á á brezka ferðamanna- markaðinum. Ég vil hér sér- stakalega láta i Ijós þakklæti mitt fyrir velvilja hans og höfð- ingslund i sambandi við þessa auglýsingaherferð. Hann sem eins konar „superstar" í Bret- landi veitir okkur ómetanlega Framhald á bls. 31 Bezta vörnin gegn innbrotum er aðstoð borgaranna sjálfra HJA lögreglunni í Re.vkjavík hefur Grétar Norfjörö það starf með höndum aö annast afhrota- varnir, en það er upplýsing:- og fræðslustarf fólgið í því að benda borgurum á hvernig var- ast megi innbrot og þjófnaði úr húsum þeirra, bifreiðum og f.vrirtækjum. I þessu starfi hef- ur Grétar m.a. heimsótt fyrir- tæki og komið á fundi hjá sam- tökum iðnaðarmanna, kaup- manna og iðnrekenda til að fræða og benda á ýmislegt varð- andi varnir við innbrotum. Grétar sagði að þessi starfsemi hefði hafizt í ársbyrjun 1974 einkum fyrir tilstuðlan lög- reglustjóra, en hann hefði haft mikinli áhuga fyrir að koma slíkri starfsemi á laggirnar. — Skammdegið er einn mesti innbrota- og þjófnaðar- líminn, sagði Grétar, en þá geta þjófar gert ýmislegt í skjóli myrkurs, en einnig er mjög mikið um innbrot alls konar á vorin. Við höfurn átt gott og Til að verjast innbrotum inn á heimili verður að tryggja öruggan frágang dyra- og gluggaumbúnaðar og varast að skilja glugga eftir opna. Ekki er ráðlegt að skilja verðmæti eftir I bflum, nema að hafa það I læstu farangursrými þar sem það ekki sést. mikið samstarf við ýmis samtök kaupmanna og iðnrekenda svo og tryggingarfélög og f fyrra var í samstarfi við Félag ísl. bifreiðaeigenda gefinn út bækl- ingur, Læsið bifreið yðar, þar sem var að finna ráðleggingar um varnir gegn þjófum. — í jólamánuðinum er hætt- an á stunldi úr bifreiðum ein- mitt mest, þá er fólk á ferðinni og geymir jólapakkana i bílum sínum, en það hefur borið nokkuð á því að inenn séu kærulausir fyrir því að skilja dót eftir i ólæstum bílum, en benda má á nokkur heilræði í þessu sambandi: 1) Læsið alltaf bifreiðinni. 2) Setjið alltaf pakka í far- angursge.vmslu og læsið, til að Grétar Norfjörð lögreglu- flokksstjóri. Ljósm. RAX.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.