Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJU.DAGUR 13. DESEMBER 1977 Hélog stríðsáranna Ólafur Jóhann Sigurósson. SEIÐUR OG HÉLOG. Úr fórum bladamanns. Mál og menning 1977. Skáldsagan Seiður og hélog er framhald Gagnvirkisins (1935) og mun vera von á þriðja hluta þessa verks í framtíðinni. Þegar það kemur út er lokið einni umfangs- mestu sjáldsögu sem hér hefur verið samin og gefst þá kostur að vega verkið og meta í heild. Ég lít svo á að allir dómar um verkið verði að bíða þangað til punktur- inn hefur verið settur aftan við það. Engu að síður er fróðlegt að freista þess að glöggva sig á hvert höfundurinn stefnir í tilefni út- komu annars hluta. Nafnið vekur strax til umhugsunar, en hélog merkja villueld eða maurildi. Sagan er sögð í fyrstu persónu. Það er blaðamaðurinn Páll Jóns- son frá Djúpafirði sem rifjar upp minningar sínar frá stríðsárun-- um. Sagan er dæmigerð Reykja- víkursaga, gerist að mestu í kring- um Tjörnina, að vísu er skroppið til Þingvalla. Fyrsti þátturinn hefst á þessum orðum: ,,A ég að halda þessu áfram? Á ég að halda áfram að færa minn- ingar mínar í letur á síðkvöldum, rifja upp fyrir mér líf mitt á fimmta áratugi þessarar aldar, gera mér beinlínis að leik að því að verða stundum hissa og stund- um angurvær, en stundum undar- lega hryggur, jafnvel agndofa? Væri mér ekki nær að hætta þessu pári, gefast upp í miðjum kliðum, rífa handrit mín í tætlur og fleyga þeim í eldstó, en horfa siðan fram og kappkosta að öðlast þá rósemi hugarins sem ég hef þráð árum saman og talið eftir- sóknarverðasta allra gæða.“ Þegar þessari tilvitnun sleppir kallar Páll sig önýtan blaðamann, frægan fyrir glæpsamlegt athæfi, en um glæpinn stendur ekkert í skáldsögunni, væntanlega verður frá honum skýrt i þriðja hluta. Gangvirkið í klukkunni hennar ömmu er Páli tákn um varan- leika, áhyggjuleysi bernskunnar, það ísland sem var. En tilfinning- in sem hann likti við gangvirkið hverfur hernámsmorguninn: „Eftir var tóm eitt og þögn“. Páll ásakar sjálfan sig þegar hann lík- ir sér við skrýtna kvenfélags- klukku á hrikalegum timum og á þá við líf sitt á stríðsárunum. Hann berst með straumnum, reynir ekki að andmæla þvi sem er honum ógeðfellt, heldur lætur aðra ráða ferð sinni. Ástand hans er draumkynjað eins og hann seg- ir sjálfur. Hann er einkennilega aðgerðarlaus og hlutlaus persóna, helst rís hann til varnar þegar stúlkan hans er hrifsuð frá hon- um af setuliðinu, en hann gerir sjálfan sig að fifli með framkomu sinni, hefur ekki dug í sér til að halda stúlkunni. Við getum sagt sem svo að Seið- ur og hélog sé saga kynslóðar Ölafs Jóhanns Sigurðssonar. Þessi kynslóð er komin úr sveit, höfuðborgin verður henni fram- andleg; það er minningin um bernsku í faðmi óspilltrar náttúru og fólk eins og ömmu Páls sem mestu skiptir. Kjarkur til að lifa og ástunda heilindi í heimi sem Olafur Jóhann Sigurðsson. mótast af spillingu og eftirsókn eftir hégóma eins og peningum og titlum er arfur þessarar kynslóð- ar. Hún kemst fijótlega í andstöðu við ríkjandi öfl og getur ekki einu sinni heilshugar fylgt þeim mönn- um sem telja sig fulltrúa hennar, boðbera nýs og réttlátara samfé- lags. Ég er einkum að hugsa um rithöfunda og menntamenn þegar ég nefni einkenni þessarar kyn- slóðar. Flestir hneigðust þeir til róttækni í skoðunum, en innst inni voru þeir börn þess íslands sem nú er að hverfa sjónum, hug- sjónamenn með íhaldssama af- stöðu í raun og veru þótt hún væri kallaður sósíalismi eða jafnaðar- stefna eða eitthvað sem hljómaði vel, fól í sér fyrirheit um betri tið. Vegna þess hve þessi kynslóð er rótslitin, fótfestuna i borgaralegu samfélagi skortir verður það fólk sem lagar sig eftir því umhverfi sem það hrærist í, tekur þátt í dansinum sem nýtt samfélags- form hefur í för með sér, yfirleitt skoplegt; það verður í verkum rithöfundanna eins konar gervi- manneskjur. í einni og einni per- sónu holdgast þó manndómur, eðlilegar tilfinningar koma i ljós undir yfirborðinu. Mér virðist margt það fólk sem Ólafur Jó- hann lýsir eins konar fígúrur á grímudansleik. Það sem maður kynnist af því er ekki viðfelldið. Embættismennirnir eru dæmi- gerðastir fyrir flærðina, jafnvel skáldin eru trúðar. Menn eins og Aron Eilifs til dæmis. Tákn hvers er hann í sögunni eða Steindór Guðbrandsson? Okkur grunar nú ýmislegt, sérstaklega þegar safír- kvæði Arons eru sýnd lesendun- um og hæðnishlátur Steindórs er hans eina svar á viðsjárverðum tímum. Ein er þó sú manneskja sem Ólafi Jóhanni tekst að gera sannferðuga. Það er Ragnheiður matsölukona. Mynd hennar er óvenju skýr. Stúlkurnar sem snúa heim eftir að hafa búið með er- lendum ævintýraprinsum i sótug- um borgum eru lika gæddar mannlegum eiginleikum sem komast vel til skila. Svo er til dæmis um vinkonu Páls. Endur- fundum þeirra í lok bókarinnar er lýst af skilningi og nærfærni og enn kemur þá i ljós hve Páll er líkt og staddur á framandi stjörnu í reykviskum raunveruleik. Ólafur Jóhann Sigurðsson er góður stílisti og skrifar fagurt mál. Víða eru ljóðrænir kaflar í Seiður og hélog, endurtekningum beitt líkt og í ljóði. Þeir eru heill- andi lestur og ég held að Ólafur Jóhann hafi sjaldan eða aldrei Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON náð jafn langt i prósa. Það eru þessir kaflar sem dýpka söguna og gera hana eftirsóknarverðan lestur. Aftur á móti get ég ekki neitað því að persónur bókarinn- ar snerta mig ekki margar hverj- ar. Mér virðast þær svífa í lausu lofti og gjalda þess að höfundur- inn hefur óbeit á þeim, vill ekki skilja þær. En ég skal viðurkenna að ég var barn á stríðsárunum og hef ekki reynslu Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Kannski var þetta svona? Hér er ef til vill komin sú saga sem í raun og veru túlkar stríðstímana eins og þeir voru. Eins og fyrr var sagt verður ekki endanlegur dómur kveðinn upp um þetta metnaðarfulla verk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar fyrr en því er lokið, svar fæst við ýms- um þeim spurningum sem skáld- sagan vekur, það sem tæpt er á í sögunni verður áþreifanlegra. Bókin endar á martröð, draumi um bernskuna í Djúpafirði. Páll er á leið „til lindanna" þess heims sem unnt var að treysta: „I myrkrinu sá hvergi ljós- glætu, hvergi stjörnu né rönd af tungli: ekkert bar birtu nema dauf hélog, sem ég gerði mér grein fyrir að valt væri að treysta. Ég var kominn á slitróttann götu- slóða og hafði verið lengi á ferð, en í dimmunni til beggja handa var einhver seiður þulinn, sem ég skildi hvorki né vildi hlýða“. Að komast ekki burt Sigfús Daðason: Fá ein Ijóð. Helgafell 1977. Fá ein ljóð er þriðja ljóðabók Sigfúsar Daðasonar, hinar eru Ljóð 1947 — 1951 (1951) og Hendur og orð (1959). Þetta teljast varla mikil afköst, en minna má á að annaö skáld sömu kynslóðar, Stefán Hörður Grímsson, er líka þriggja bók a skáld. Sigfús tileinkar einmitt Stefáni Herði eitt ljóða sinna í Fá ein ljóð. Síðasta bók Stefáns Harðar var smákver og sama er að segja um Fá ein ljóð. Sigfús Daðason hefur löngum verið í miklum metum hjá vand- látum ljóðalesendumm Þeir munu ekki síður fagna þessari nýju bók en fyrri bókum hans. I henni eru ljóð sem eru meðal bestu ljóða Sigfúsar og einnig er Ijóst að skáldskapur hans beinist inn á nýjar brautir. Stökk- breytinga skyldi enginn vænta af Sigfúsi, hann er sjálfum sér líkur, þróun hans sem skálds er hæg. Yfirvegun hefur einkennt hann sem skáld, ljóð hans eru þaul- hugsuð og fáguð til hins ítrasta. Heimspekileg hafa þau verið köll- uð. Eitt af því merkilegasta við skáldskap Sigfúsar þykir mér hve hann er innhverfur og útleitinn í senn. Þetta kemur ekki síst í Ijós i Fá ein ljóð. Þar eru ljóð sem geta kallast torskilin eða þurfa að minnsta kosti að venjast, lesast aftur og aftur. Ef það er einkenni á góðum skáldskap að hann vaxi við nánari kynningu er Sigfús Daðason meðal bestu skálda. Það held ég sé líka óhætt að fullyrða. Aður en lengra er haldið langar mig til að minnast á ljóðið Að komast burt. Það fjallar um Arthur Rimbaud sem sneri baki við skáldskapnum ungur: Svo mörgum bræðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komast burt. Að komast burt úr foraðinu, og loftleysinu, og sjálfsánægj- unni, hroka smádjöflanna, sið- ferðisdýrð þrjótanna; burt frá hinni sæluríku fylgispekt og hinu dáða uppburðaleysi og hinni guðdómlegu hræsni; burt frá allsleysi andans og doða lífsins. Bókmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON — Hvað sem það kostaði, ein- veru, útskúfun, annarlegar kvöldstundir, eld, járn, og sundurhöggna rót: að komast burt. Það hefur löngum verið draum- ur skálda að komast burt. Sum skáld hafa kosið þögnina og með því fjarlægt ytri heim. Þetta er að einhverju leyti í tengslum við það sem Sigfús segir i Til ofjarls míns: „Sá sem segir hug sinn af- hendir fjöregg sitt“. En öll skáld segja hug sinn þótt þau kjósi að leynast. Þau „af- hjúpa veikleika sinn“ og það er einnig „styrkur" þeirra. Um það hefur Ijóðiö Þrennt eitthvað að segja, eitt af tærustu Ijóðum bókarinnar, einfalt en þrungið merkingu: Ég skil ekki upphafið ég skil ekki ástina ég skil ekki dauðann. Överðskuldað er þetta þrennt. Sigfús Daðason hefur náð óvenjulegum árangri f prósaljóð- um sínum. 1 Fá ein ljóð eru nokk- ur prósaljóð, eitt þeirra er þýðing á ljóði eftir René Char. Annað, Arletty, fjallar um „sigur yfir öld hlutanna" og „skilyrðislausa heimild á loforði um óhamingju". 1 síðasta ljóði bökarinnar, prósa- ljóðinu Nýtt líf, er talað um þann sem hugsar sér að byrja nýtt líf. Skáldið kemst svo að orði: „Hvílikur trúarhiti! Hvílíkur hæfileiki til að vona!“ Einkenni bókarinnar er hiklaus afstaða til lífsins, dags sem kemur „sí og æ samur og jafn '. Það er rétt hjá Kristjáni Karlssyni sem skrifar á bókarkápu að í bókinni séu „ýmis ljóð, sem geyma nýstárlegri myndir tengd ástríðufyllri hugs- un“ en skynja megi í fyrri bókum Sigfúsar. Dæmi um þessa „ástriðufullu hugsun“ eru bjartsýnisijóðin þrjú um dauðann og lífið. Einnig er í þeim hópi The City of Reykjavík sem er held ég vont ljóð en skemmtilegt kvæði: „Djöfullinn spandérar enn einum degi á the City“. Astríðuljóðið Vorið þykir mér betur heppnaðra, en það hefst svo: Vorið blés óhroða í augu mér Blés eyðimerkurryki, öskufjúki og ranghverfum tætlum tímans. Vorið blés óhroða, vorið blés óhróðri í augu mér. I Og sá hinn dimmleiti hugur er ort um „undur einfaldra orða“, én þar er líka skýrt frá því að „marg- volkuð orð/ reyndust nothæf“. Hvað sem um þetta er að segja kemur glögglega fram í Fá ein ljóð að Sigfúsi Daðasyni leggur svo mikið á hjarta að hinn ein- faldi tónn sem hann hefur slegið svo vel áður nægir honum ekki lengur. Það bendir til þess að nýjunga sé að vænta frá honum. Aftur á móti eru þær kröfur sem sumir gera að skáld eigi sí- fellt að endurnýjast ekki sann- gjarnar. Sigfús Daðason hefur með Fá ein ljóð sannað að hann hefur ekkí komist burt frá ljóð- inu. Hann stefnir því nú gegn „allsleysi andans og doða lífsins". kristján jóhannsson Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR „Góður göngumaður þyrlar ekki upp ryki” Kristján Jóhannsson: Hindin góða Hreiðar Sæmundsson teiknaði mvndirnar Prentsmiðjan Leiftur Reykjavík 1977 HINDIN góða er ævintýri úr heimi dýranna. Ævintýri sem boðar þá kennirigu að guðlegt sið- gæði og heiðarlegheit — fórnfýsi og einlægni séu drifkrafturinn f því samfélagi sem ekki vill stefna til glötunar. Veigamikið ævintýri. Falleg og næstum fullkomin mynd af siðgæðinu sem eðlislög- máli og trúnni sem skapandi afli. I hinni fótfráu hind sem ætlar sér að klifa Jökultind — hæsta tindinn i Miklufjöllum er þessi lífsmynd falin. Hindin góða trúir á guðlegan mátt, sem slagæðina i tilverunni. Hún er reiðubúin aö hjálpa og fórna — jafnvel sjálfri sér — til að vera góð þeim dýrum sem frá dýralegu sjónarmiði eru dýrslegir vargar og enginn getur treyst. En bak við þessa fögru lífsmynd er svartur ógnvaldur — sem staðreynd í heimi og hugsun dýranna. Það er ekki jökultindur sem verður þrunginn ógnum og teiknum, þegar þrumuskýin æða að honum, uns hann hverfur í sortann. Stjörnu-dísin getur svipt skýja-skuggum burt frá Jökul- tindi svo sólin ljómar á honum á ný. Nei. Það eru mennirnir með allt sitt vit öll sín vísindi. Mennirnir sem fara í stríð og nota fallbyssurnar til að drepa hvern annan. Trú höfundar á hið góða og guðlega i tilverunni birtist sannarlega í mynd Hindarinnar góðu. Um leið og hann teflir fram manninum og stöðu hans í um- heiminum. Það er dvergakóngur- inn sem mælir svo: — „En mér verður hugsað til fólksins á þessari jörð. — Kannski verða þær þjóðir sem nú eru taldar fremstar að tækni, hvað varðar byssu og önnur vopn enn ægilegri, taldar frumstæðast- ar og heimskastar af því fólki, sem skrifar mannkynssöguna eft- ir mörg þúsund ár, — ef guð lofar þá mönnunum að lifa svo lengi“ Bókin Hindin góða er dálítið þung aflestrar fyrir yngri lesendur. Hún er á mjög vönduðu máli og kemur sínu efni til skila. Ég vildi hvetja yngri sem eldri til þess að lesa þessa bók og velta þeim sannindum fyrir sér sem höfundur vill opinbera okkur. Myndir prýða bókina. Leiftur hef- ur gefið út athyglisverða bók þar sem Hindin góða er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.