Morgunblaðið - 13.12.1977, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.12.1977, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Nlyndllst Bragi Ásgeirs- son skrifar frá Humlebæk: Smábærinn Humlebæk lætur lítió yfir sér líkt og fjöldi svipaðra viðkomustaða járnbrauta á strandlengjunni frá Kaupmanna- höfn til Helsingjaeyrar, „Rungsteds kyst“, og væri alls óþekkktur flestum ferðalöngum er þar fara um, nema e.t.v. fyrir skrítið nafn, ásamt t.d. Kokkedal, — ef ostakaupmaðurinn og list- vinurinn Knut W. Jensen hefði ekki fengið þá snjöllu hugmynd að kaupa þar villu eina ásamt nokkru landsvæði og breyta í iistasafn. Þetta allt og margt fleir.a mun mörgum lesendum blaðsins kunnugt, því að undir- ritaður og starfsbróðir hans hafa báðir ritað um listasafnið er ber fagra nafnið Lousiana, svo og ein- stakar sérsýningar innan veggja þess og í hinum stóra og sérstæða garði. Fjöldi íslendinga hefur væntanlega lagt leið sína þangað, því að þarna eiga sér stað svo margir og merkir listviðburðir að þeir eru fréttaefni fjölmiðla víða um Norðurlönd og fólk hópast þangað hvaðanæva að. Vespesian var keisari I Róm er hamfarirnar urðu f Pompei. Myndin fannst í Pompei. Safnið við Eyrarsund er löngu orðið heimsþekkt og stoit dönsku þjóðarinnar enda vafalítið eitt það tillegg Dana til menningar er erlendir líta helst upp til þeirra fyrir. Safnið er óviðjafnanlegt fyrir margra hluta sakir, — skemmtilegar eldri sem nýrri byggingar, þar sem áhersla hefur verið lögð á samræmi og fjöl- breytileika. Hér eru rúmgóðir sal- ir, gangar, rangalar og kjaliarar, — aðstaða fyrir fyrirlestra, lit- skyggnu- og kvikmyndasýningar, — hljómleikasalur, sem ekki er langt síðan að komst í gagnið en er þegar orðinn nafntogaður fyrir einstök tóngæði. Frá veitinga- etofu og yndisfögrum garði sér vítt og breitt um Eyrrarsund og yfir til strandlengju Svíaríkis. I garðinum er og fjöldi höggmynda hinna margbreytilegustu stílteg- unda en þar situr nútíminn í önd- vegi svo sem vera ber, — samtimi mannsins sem lagði grundvöll að og byggði upp safnið. Ég hef heimsótt Lousiana- safnið við Humlebæk ótal sinn- um, komið þar á öllum árstímum nema að vori til, og geri ekki upp á milli þess, hvenær þar er fegurst aðkoma, — sennilega er vonlaust að gera slíkt upp við sig, því að stemningarnar, sem mis- munandi árstíðir og veðrátta framkalla, eru svo margbreytileg- ar og búa yfir svo ólíkum en þó mögnuðum sérkennum og töfrum. En ótvírætt er notalegast að koma þar á góðviðrisdegi og að sumar- lagi, — dveljast þar allan daginn, — sóla sig og svamla í sjónum, þess á milli sem að safnið og sér- sýningar eru skoðaðar og hress- „Skýjabólstrar er tóku á sig mynd „Pinie“ (suðurlenzk fura“. Svo er'frásögn sjónarvottarins Pliniusar yngri af gosinu I Vesuviusi er hófst kl. 13, 24. ágúst árið 79. inga er neytt f vinalegri veitinga- stofu, hvort heldur innan dyra eða utan og i því formi er hver og einn landinn kýs sér, blessunar- lega laus við landsföðurlega mein- bægni á heimaslóðum. Sumartím- inn er og einnig tilefni flestra ef ekki allra útisýninga í garðinum og gefur þannig einna mesta möguleika til að hagnýta fegurð og fjölbreytileika. Margar eftirminnilegar sýning- ar hef ég skoðað á þessum stað en þangað kem ég eins oft og ég get er ég á leið um Ilöfn og hér hef ég átt minnisstæðar stundir með vin- um mínum og fjölskyldu á sýning- um og við svaml í Eyrarsundi en oft hef ég einnig verið þar einn á feró. Á einu ári hef ég hér skoðað þrjár stórsýningar hverri annarri betri og hefði gjarnan viljað, og hugðist raunar, rita um þær allar. I desember sl. ár sá ég þar sýn- ingu frá Egyptalandi, eina þá merkilegustu og best uppsettu er ég minnist á þessum stað, „Akhnaton og Nefertiti", — í sumar var það „Alternativ Arkitektur“, sýning á óútfæróum hugmyndum, uppdráttum og sér- kennilegum byggingum. í haust var það „POMPEI ÁRIÐ 79“, sem hér skal vikið lítillega að. Sýning þessi er bæði forvitnileg til frá- sagnar og svo væri það ánægju- legt ef að þessi skrif stuðluðu að því, að íslendingar staddir á Hafnarslóðum legðu leið sina til Humlebæk fyrir 1. janúar er sýn- ingunni lýkur. Pompei-sýningin hefur slegið öll fyrri aðsóknarmet á Lousiana- safnið og í fyrsta skipti í sögu þess hefur orðið að takmarka að- gang og hleypa fólki í smáhópum inn í sýningarhúsnæðið undir eftirliti lögreglu, — en aðeins um helgar þó. Ekki eru það eingöngu Danir, sem áhuga hafa á þessari sýningu, — fólk hefur komið í hópum frá Nóregi og Svíþjóð og en á milli 2—3 þúsund köfnuðu á flóttanum eða rotuðust af vikur- steinum er flugu um sviðið. Borg- in og nágrenni huldust gjörsam- lega ösku og vikri þennan örlaga- ríka dag fyrir 1898 árum síðan, en það voru þó ekki hamfarirnar sjálfar er mestum eyðileggingum ollu á sjálfri borginni — heldur tillitslaus uppgröftur á síðari öld- um í leit að hugsanlegum fjársjóð- um. Áhrif gossins ollu að vísu eyðingu alls lífs á þessum slóðum en gosefnin höfðu einungis hulið borgina vandlega fyrir umheimin- um. Hún var að öðru leyti heil og ótrúlega vel geymd síðari tímum. Sagnir sögðu að vísu frá Pompei hinni miklu og lýsing á gosinu og staósetningu borgarinnar var skrásett af Pliniusi yngri er var sjónarvottur að gosinu og var það gert fyrir frumkvæði sagn- fræðingsins Taeitusar — Caius Plinius Caeeilus Seeundus var fæddur árið 61 eða 2 eftir Krists burð. Hann var alinn upp af móð- urbróðir sínum Caius Plinius Seeundus, sem var náttúrufræð- ingur og sjóliðsforingi í hinum keisaralega flota í Misenum ekki langt frá Pompei. Er vart varð við gosið kl. 13, 24. ágúst er í fjarlægð leit út eins og furðulegt náttúru-. fyrirbæri í formi skýjabólstra er tóku á sig mynd „pinie“ (suður- Lousiana — Humlebæk Framhlið götubars I Pompei álitið er að ekki minna en 30% gesta séu útlendingar að þessu sinni. — Er mig bar að gerði á mánudegi var allmargt um gesti, aðallega eldra fólk, svokallaðir „pensjónistar“, og var mjög lif- andi áhugi í fólkinu fyrir því sem fyrir augu bar og hver hlutur skoðaður gaumgæfilega. Sýningin á að bregða upp mynd af Pompei árið 79, hinni miklu menningarborg er óskaplegar náttúruhamfarir urðu henni skyndilega að fjörtjóni. Hið mikia eldfjall Vesúvíus var í gosham og spó vikri og ösku yfir Kampaníu, sléttuna frjósömu við Napolifló- ann, eyddi allri byggð í Pompei og nágrannabæ Herakuleanum. Réttara væri þó að rita, að askan og vikurinn hafi hulið alla byggð en eytt öllu lífi á þessum slóðum og gert landsvæðið óbyggilegt um langa framtíð. Af um 30.000 fbú- um Pompei tókst flestum að flýja lenzk fura“), hugðist hinn vísi maður rannsaka þetta náttúru- fyrirbæri nánar. En þá barst hon- um bréf og hjálparbeiðni frá Rectinu, konu vinar hans Tascus er bjó við rætur Vesúvíusar og var eðlilega skelfingu lostinn. Plinius eldri hélt þegar af stað til hjálpar Rectinu, stýrir skipum sínum beint í hættusvæðið þar sem aðrir voru á bráðum flótta. Hann var svo óttalaus að hann skráði jafnóðum athuganir sínar á framvindu og eðli hamfaranna. Fyrir hugrekki sitt, ótrúlegan kjark og hjálparviðleitni galt Plinius eldri lif sitt, en uppeldis- sonur hans og nafni skráði 25 árum seinna mjög skýra og sann- verðuga lýsingu á eðli og fram- vindu gossins. Af þeim sökum er það til aðgreiningar frá öðrum gosum Vesúviusar enn i dag nefnt Pliniusar-gosið. Lega borgarinnar var þó ekki Sálin frá Pompei

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.