Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 13.12.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 21 Ljósm.: Sv. P. Mánatindur landar í New Ross í dag MÁNATINDUR frá Djúpavogi var væntanlegur til New Ross á S-lrlandi í gærkvöldi með um 45 tonn af fiski, mest þorsk og ýsu. í dag verður aflanum landað þar, en hann er seldur á föstu verði. Þetta verður í fyrsta sinn, sem íslenzkt fiskiskip selur afla í Ir- landi, en undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður milli L.I.U. og írskra fiskkaupmanna um að íslendingar selji Irum fisk og náðist samkomulag fyrir skömmu. Morgunblaðið hefur fregnað að einn íslenzkur togari, Erlingur GK, selji á Irlandi í þess- ari viku eða byrjun þeirrar næstu. Eins og frá var skýrt í Morgunblaðinu á sunnudag var hinu nýja skipi Öskari Magnússyni AK 177 hleypt af stokkun- um hjá Slippstöð- inni á Akureyri á laugardagsmorgun. Skipið, sem er sams konar og Guðmund- ur Jónsson GK, verður afhent snemma á næsta ári. Bændafundur í Húnaveri: Hugmyndir um að stöðva gæru- og ullarsölu til að knýja á um kaupmálin „ÞAÐ kom greinilega fram á fundinum, að það er þungt í bændum núna, og að þeir eru ófúsir til að leggja á sig skatt til að greiða sjálfum sér kaup. Bændur telja sig ekki geta unað því lengur að tekjur þeirra séu þriðjungi lægri en annarra og það komu fram á fundinum hug- myndir um að grípa til einhverra ráðstafana vegna þessa, eins og til dæmis að stöðva sölu á ull og gærum,“ sagði Pétur Hafsteinsson, bóndi í Hólabæ, er Mbl. spurði hann um bændafund þann, sem haldinn var í Húnaveri á sunnudag að frumkvæði búnaðarfélaganna í Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppi, en fundurinn stóð í átta og hálfa klukkustund. Pétur sagði, að meginumræð- urnar hefðu snúizt um kjaramálin og hefðu verið samþykktar álykt- anir, sem gengju út á óánægju bænda með framvindu kjaramál- anna, mótmæli gegn úrskurði yf- irnefndar um verðlagsgrundvöll- inn og sérstaklega væri véfengd- ur lagalegur réttur úrskurðarins um kaup húsfreyju, en henni eru ætiuð lægri laun en bóndanum. Þá var samþykkt krafa um að felldur yrði niður söluskattur af kjöti og kjötvörum. Þá sagði Pét- ur, að fundurinn hefði mótmælt „órökstuddum áróðri gegn land- búnaðinum, sem ætti sfna orsök á sölutregðu landbúnaðarvara, en vildi treysta vinveittri ríkisstjórn til að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir.“ Um lánamálin kom það fram, að bændur töldu vexti alltof háa og að nauðsynlegt væri að taka lánamál landbúnaðarins til endurskoðunar, sérstaklega lána- mál þeirra, sem væru að byggja og byrja búskap. Pétur Hafsteinsson sagði að á fundinn hefðu mætt um 50 bænd- ur, mikill hluti bænda i Bólstaðar- hlfðarhreppi og talsvert af bænd- um i Svínavatnshreppi. AUGLYSINCASÍMINN ER: . 22480 jMergnnbfabib Vestri BA fékk 247 kr. fyrir kg í Þýzkalandi VESTRI BA frá Patreksfirði seldi tæpar 80 lestir af fiski í Bremerhaven f V-Þýzkalandi f gærmorgun fyrir 201 þús. mörk eða 19.6 milljónir króna. Meðal- brúttóverð á kfló var kr. 247 og meðalskiptaverð kr. 175. Er þetta verð eitt hið hæsta, sem fengizt hefur á v-þýzka markaðnum í haust. Mjög mikil eftirspurn er nú eftir fiski í V-Þýzkalandi, en desember er yfirleitt bezti fisk- sölumánuðurinn þar. I þessari viku eiga nokkur skip að selja f Þýzkalandi, Helga Guðmundsdótt- ir BA átti að hefja löndun í Cux- haven í gær, og lýkur síðan við að selja aflann í dag. Þá eiga Karls- efni, Hrafn Sveinbjarnarson 3.; Sindri og Arni í Görðum ennfrem- ur að selja fisk í Þýzkalandi í þessari viku. Loðnuaflinn nú 243. þús. lestir SUMAR- og haustloðnuafl- inn er nú kominn í 243 þúsund lestir, en veiðarnar hófust 15. júlí s.I. Á síðasta ári var heildar sumar- og haustloðnuaflinn 110 þús. lestir, þannig að nú er afl- inn 133 þús. lestum meiri. Mestri loðnu hefur nú ver- ið landað í Siglufirði eða 107 þús. lestum, í Reykja- JNNLEIM-T vík hefur verið landað 21.850 lestum, á Bolunga- vík tæpum 19 þús. lestum og á Raufarhöfn 14 þús. lestum. Aflahæsta loðnuskipið á yfirstandandi vertíð er sem fyrr Sigurður RE með 17.700 lestir, þá kemur Gísli Árni RE með 12.700 lestir, Gullberg RE hefur fengið 10.900 lestir, Víkingur AK er með 10.300 lestir og rösklega 1000 tonn af kolmunna og Börk- ur NK 8.500 lestir af loðnu og 3.600 tonn af kolmunna. Milli 30 og 40 skip hafa stundað loðnuveiðarnar frá í sumar. Stálvík landar í Hollandi — fisknum ekið til Englands SIGLUFJARÐARTOGARINN Stálvfk landar I dag f Ljmuiden f Hollandi. Þaðan verður fiskurinn svo fluttur til Englands jafnóðum og landað er en enskir fiskkaup- menn hafa þegar fest kaup á fiskinum. Gfflirlee eftirsnnrn er mí ef*ír ’ fiski í Englandi og hluti þess fisks, sem er á boðstólum, er af lélegum gæðaflokki. Fyrir þrem- ur vikum landaði fslenzt fiskiskip í HoIIandi og var fiskinum síðan ekið til Englands. Gekk sú löndun mjög vel og gott verð fékkst fyrir ficHnn hAíTlAR pÓRS pRtimupeyquR nonfkBísftw fliítjur »*g goðsagnír 4 vftin|3ðW Miignús Mafíiússon vndir ‘ifúr Weíncf F> UM ÞÓR MAGNUSAR ÞÓR MAGNÚSSON ÞJÓÐMINJAVÖRÐ- UR RITAR UM HINA NÝJU BÓK MAGN- ÚSAR MAGNUSSONAR, HAMAR ÞÓRS, í DAGBLAÐIÐ 19. NÓV. OG BER GREININ OFANSKRAÐA FYRIRSÖGN. ÞÓR SEGIR M.A. (GREIN SINNI: HRIFANDI FRÁSÖGN „Þetta er ekki fræðirit, heldur er reynt á einfaldan og mjög aðgengilegan hátt að opna hinn foma trúarbragða- og goð- sagnaheim öllum almenningi, bæði á myndrænan hátt og með frásögum. Víða hAlTIAR hÓRS eru endursagðar sögur úr Eddu og tekln upp einstök erlndi úr eddukvæðum .. „... Þegar maður fær þessa bók i hendur dettur manni í hug skartgrlpur úr góð- málmum skreyttur eðalsteinum. Allt ytra útlit bókarinnar er með miklum glæsi- brag, prentun og trágangur einkarvand- aður og fallegur, enda er þessi íslenzka útgáfa unnin nákvæmlega eftir hinni ensku og myndaprentunln gerð samtímis fyrir báðar útgáfurnar. Þýðing Dags Þorleifssonar er með miklum ágætum, lipur og skýr, og kemur hann vel til skila léttlelka höfundar sem svo víða birtist í frásögninnl. Þór Magnússon, þjóðminjavörður" • • • • Om&Otiygur Vestwgötu 42simi:25722

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.