Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 44

Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESBMBER 1977 Ég sé ekki nafn þitt á þessum miðstjórnarmanna- lista! Hundurinn á heimiiinu hlýtur að vera veikur? Ég get ekki séð neitt óeðiilegt við tunguna á yður! A að hætta neyzlu landbúnaðarafurða? Reykvisk húsmóðir hefur látió frá sér fara nokkrar línur um þær hækkanir á landbúnaðarvörum, sem nýlega urðu: „Allan minn búskap, um 40 ára skeið, hefur bændastéttin átt í mér góðan kaupanda landbúnað- arafurða sinna og það einnig á sfðustu árum, þegar mér voru farnar að blöskra hinar miklu hækkanir á þessum vörum. Þegar landbúnaðarvörurnar hækkuðu þann 1. sept. s.l. fór ég að hugsa mitt ráð og ákvað að reyna að breyta neyzluvenjum á mínu heimili i þá veru að draga mjög úr neyzlu landbúnaðaraf- urða. Eg var vön að kaupa 1 pela af -rjóma daglega og helmingi meira a.m.k. um helgar. I fyrstu átti ég bágt með að búa þannig að ekki væri til rjómi i ísskápnum ef gesti bæri að garði, en nú á ég erfitt með að skilja, að mér hafi þótt rjómi svona nauðsynlegur. Nú kaupi ég rjóma einungis til sunnudagsins og aðeins 1 pela og er farin að gera þvi skóna að sleppa alveg rjómanum á sunnu- dögum líka, nema í sérstökum til- sums staðar ef farið er með ilát undir það. Þetta er mjög góður drykkur og ekki dýrari en mjólk- in, svona 4 kr. ódýrari. Lítrinn kostar 110 kr. en mjólkurlítrinn núna 114 kr. Þá er hægt að gera sér ýmsa ávaxtadrykki t.d. pressa sítrónur og appelsinur út i vatn og bæta sykri á. Þetta er mjög hressandi og gott. Mjólkurþamb er ósiður sem ætti að leggjast af og ætti verðið að mjólk og undan- rennu að ýta undir það. Á súnnudögum hef ég langoft- ast haft kindahrygg eða læri til miðdegisverðar allan minn bú- skap, en nú hef ég breytt þar um. Ég keypti mér i haust unghænur á mjög hagstæðu verði og nú eru þær á borðum flesta sunnudaga matreiddar á ýmsa vegu og þykir öllum gott. Húsmæður góðar, sýnið nú að þið séuð ekki lakari fjármálasnill- ingar fyrir heimili ykkar en for- kólfar bænda halda að þeir séu fyrir bændastéttina. Svarið þess- ari árás á pyngju ykkar á þann eina veg, sem ekki verður misskil- inn, dragið verulega úr kaupum á BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Einbeitni og vandvirkni gera oft flókna hluti einfalda. Þelta er auðvitað nokkuð algilt í hug- íþróttum eins og í daglega lifinu. Spilið i dag ei' nokkuð gott dæmi. Urspilaþraut vikunnar. vestur gefur og allii á hættu. Norður S. AD II. ÁG632 T. ÁG743 I„ K Suður S. G103 H. 104 T. K109 L. DG1096 Eftir að norður opnar á einu hjarta verður suður sagnhafi i þrem gröndum en austur og vest- ur hafa alltaf sagt pass. Utspilið ei' spaðafjarki og drottningin fær slaginn. And- stæðíngarnir falla ekki í gildruna þegar laufkóngnum er spilað. Hann fær slaginn. Hvað um fram- haldið? Þetta hefur gengið nokkuð vel. Nú eru níú slagir öruggir ef fimm fást á tígul. En það er alls ekki vitað hvernig hann liggúr. Enda engin þörf á að vita það. Lítum á allar hendurnar. Norðu r S. AD II. AG632 T. AG743 L. K Vestur Austiir S. K8642 S. 975 H. D8 H. K975 T. D65 T. 82 L. 743 L. Á852 Suður S. G103 II. 104 T. K109 L. DG1096 Eftir að hafa fengið á laufkóng- inn spilum við lágum tígli frá borði og tökum á kónginn. Sídan spiluni við laufdrottningu og lát- um spaðaásiún í! Og nú er orðið sama hvað vörnin gerir. Spili þeir spiiðunum verður gosinn inn- koma á hendina. Og ef nauðsyn krefst má búa til innkomuna á tígul. Þessi spilaaðferð krefst þess eins, að austur eigi ekki hjónin i hjarta ef vestur á laufásinn. Læknirinn sagði að ég væri of feit. Nú verðum við að fara í stranga megrun! vikum. Ýmislegt má hafa i eftirmat sem ekki er nauðsyniegt að hafa rjóma í eða með. Gera má krem úr eggjum og mjólk og nota i ábætis- rétti (þetta á auðvitað ekki við núna I eggjaleysinu), og svo er ágætt að borða bara ávexti, nýja eða niðursoðna. 1 stað mjólkur eigum við að finna okkur eitthvað annað til að drekka. Hvítöl er hægt að kaupa landbúnaðarvörum. Húsmóðir f Heimunum." Svo mörg voru þau orð bændum og neytendum til umhugsunar og er ekki úr vegi að heyra sjónar- mið bændanna sjálfra og/ eða talsmanna þeirra eftir þessa áskorun til húsmæðra um að kaupa ekki landbúnaðarvörur. En spyrja má hvort það sé rétt að sleppa alveg að neyta landbúnað- arvara? ^ ^ Framhaldssaga eftir HUS MALVERKANNA 21 að sjá. Og frökenin unga sveif um og geislaði eins og sól f glæsilegum rauðum módelkjól sem fékk hana til að vírka meira lifandi en áður ... það var eins og Ijóti andarunginn hefði breytzt í svaninn. Þegar þau gengu til borðs hafði Susie næstum þotið að sæti sfnu og lyft servíettunni upp áður en þau voru setzt að borðum. Svo var eins og henni yrði háifillt augnahlik, en saml hafði hún enn þennan skýra eftirvæntingarglampa f augun- um. þegar þau voru setzt. Humar. Kalkún. Ostrur og ávextir. Maturinn var gómsætur og Hendberghjónin aðlaðandi. Þessi góði maður, fagurlega skreytt borðið með þvkkum dúk og silfurkertastjak- ar...allt varpaði þetta fögru skini yfir andlit gest- anna ... allt hafði verið undir- búið svo vel að þetta hlaut að verða sérdeilis ánægjulegt. Hún hafði fengið Morten Fris Christensen til borðs. Hann var hár en dálftið feimnislegur ungur maður og hún vissi að hann bjó í einu húsanna í skóg- arjaðrinum. Þau höfðu ákveðið samstundis að verða dús og skáluðu fyrir þvf. Þau höfðu einnig drukkið dús við Susie og Björn Jacobsen, málaranum sem sat við hlið hennar, og sfð- an höfðu þau reynt af kappi að koma af stað samræðum, sem urðu dálítið þvingaðar af því að þau þekktust ekki agnarögn. — Og minn draumur er að opna litla tízkuverzlun. Susie hvarflaði sem snöggv- ast augum sfnum frá Birni sem hún var að tala við og til Carls og konu hans. Spyrjandi augna- ráð. Svo hélt hún áfram. — En það er náttúrlega voða- lega mikill stofnkostnaður. — Það hefur líka kostað sitt hjá ýmsum þeim sem hafa svo orðið að gefast upp. Það var Carl Hendberg sem lagði orð í belg. — Já, það hefur bara verið fólk sem hefur ekkert vit á fötum ... Aðrir hafa orðið milljónamæringar ... sem sagt ekkert minna en milljónamær- ingar af þvf að þeir hafa borið skynbragð á þetta og keypt rétta fatnaðinn. Það var Morten sem lagði þetta til málanna. Birgitto fann allt f einu hjá sér löngun til að segja eitthvað vinalegt. — Sérðu hara kjólinn henn- ar, ábyggilega einhver falleg- asti módelkjóll sem fengist hef- ur f Alaborg f háa herrans tíð... — Fallegasti módelkjóll. Dorrit sneri sér snöggt að Susie. — Mig minnir að þú segðir að þetta væri gamall kjóll sem þú hefðir saumað sjálf. — Það er Ifka rétt. Susie leit reiðilega til Bir- gitte. — Birgitte hefur ekki vit á þessu. — Já, en ég...mér sýnd- ist... en auðvitað ber ég ekkert skynbragð á þetta. Birgítte leit niðurlút niður f diskinn sinn til að forða sér undan hatursfullu augnaráði Susie. Eins og henni væri ekki öldungis sama. Hefði þessi unga stúlka sem einhvern veg- inn var laustengd rfkisbubban- um Carli Hendberg keypt dýr- an módelkjól og vildi láta eins og hún hefði saumað hann sjálf, var það vissulega hennar mál. Og upp frá þeirri stundu var eins og allt gengi á afturfótun- um. Susie sem hafði verið svo glöð og kát þegar þau komu, varð æ brúnaþyngrf... eins og hún væri að búast við ein- hverju. Búast við einhverju, sem sæi fram á að þær vonir voru á sandi byggðar. Birgitte gaut augunum á úrið sitt. Snæðingurinn hafði nú staðið til klukkan tfu og nú var klukkan að verða hálf tólf. Ef hún gæti verið þekkt fyrir að rfsa upp og þakka fyrir sig. Hún leit hægt í kringum sig. Óheppileg orð hennar virtust

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.