Morgunblaðið - 13.12.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MANUDEGI
íuj'd ir
# Þakkir til
Germaníu
„Germania á þakkir skildar
fyrir að gefa okkur höfuðstaðar-
búum kost á að sjá Hamborgaróp-
eruna flytja Töfraflautu Mozarts í
kvikmyndabúningi í Nýja Bíói sl.
laugardag.
Sýningin var vel sótt sem vænta
mátti og vonandi hafa flestir not-
ið hennar enda ekki sparað til að
gera hana sem glæsilegasta, vald-
ir söngvarar með heimsfrægð að
baki, leiksvið, búningar og tækni-
brellur, allt fyrsta flokks.
Það var hins vegar leiðinlegt að
sýningin naut sín ekki sem efni
stóðu til vegna kæruleysis þeirra,
sem sjá áttu um hljómburðinn.
Hljómtækin voru allt of hátt stillt
á stundum svo að stór skemmd
var að. Þarna hefði þurft rnagn-
aravörð, stjórnanda, sem skildi
efni verksins og hefði stjórn á
öllum styrkleikaþáttum þess svo
að samræmis væri ávallt gætt. Því
miður var svo ekki og þess vegna
fór margt fallegt úr þessu undur-
fagra verki framhjá áheyrendum.
Þá var annað hvimleitt, sem
skemmdi sýninguna. Dragtjöld
voru ekki að fullu dregin frá svo
myndin náði yfir á fellingar drag-
tjaldsins og lýtti það sýninguna
og skemmdi áhrif hennar. Svona
lagað kæruleysi á ekki að lfða
enda til skammar og er grófleg
móðgun við gesti og þá ekki siður
við Germaníu, sem bauð til sýn-
ingar á meistaraverki, sem allt of
fáir fá nokkurn tíma notið. Von-
andi að betur verði hugað að
flutningi næstu sýningar af svip-
uðu menningargildi.
R.S.“,
Þá eru hér næst nokkur orð um
málfar auglýsinga í sjónvarpi, en
um það mætti eflaust hafa langt
mál. Reyndar ekki bara auglýs-
inga í sjónvarpi heldur auglýs-
inga yfirleitt og t.d. telur Velvak-
andi það alltof oft korna fyrir að
ekki sé getið verðs er hlutir eru
auglýstir.
# Er þetta
lýðræði?
„Þátturinn um prestkosning-
ar i sjónvarpinu hefur vakið um-
ræður manna f milli. Mönnum
þótti áberandi hversu stjórnandi
var hlutdrægur gagnvart þátttak-
endum, en það gat þó ekki hindr-
að það að rök gegn prestkosning-
um kæmust til skila enda hélt
Þórarinn Þórarinsson vel á mál-
um. Hvað ráðið hefur því að
Gunnar Benediktsson var kallað-
ur á vettvang og að enginn yngri
eða þjónandi prestur þótti eins
æskilegur, það er ráðgáta nema
það hafi verið gert í því skyni að
skemmta mönnum með þvi að láta
hann tala um „helgan rétt" lýðs-
ins og samvizkunnar. Þetta var f
sjálfu sér nógu gaman.
Frú Ragnhildur Helgadóttir tal-
aði skynsamlega um meinlega
galla núgildandi laga en það er
furðulegt að hún skuli þá ekki
fylgja þvf eftir á Alþingi að lögin
verði afnumin f staðinn fyrir að
flækja og tefja þetta mál með
tillöguflutningi um þjóðarat-
kvæði. Það er „lýðræði“ sagði frú-
in, en skammt nær lýðræðið í
landinu ef þjóðaratkvæði á að
vera slfk fyrirmynd lýðræðis því
það er heldur sjaldgæft eins og
allir vita.
Yfirleitt eru alþingismenn ekki
að velta vöngum yfir því að setja
hin margvíslegustu lög án þess að
láta sér til hugar koma að leita
þjóðaratkvæðis. Hvers vegna
voru grunnskólalögin t.d. ekki
borin undir þjóðaratkvæði?
Margt fleira mætti segja í þessu
sambandi t.d. af hverju fær al-
menningur ekki að kjósa útvarps-
ráð, bankaráðin öll og banka-
stjóra? Lýðræðistalið i sambandi
við prestkosningar er ekki annað
en blekking og áróður.
S.“
Þessir hringdu . . .
# Eitt símtal
hefði nægt
Einar Sveinsson frkvstj.
B.U.R.
„Eins og kunnugt er eiga
mörg fyrirtæki í fiskiðnaði og út-
gerð i miklum greiðsluerfiðleik-
um og gildir það einnig um B.U.R.
Þar af leiðandi gat B.U.R. þvi
miður ekki gert skil á orlofi i
tæka tfð. Hins vegar hefur fyrir-
tækið verið að endurgreiða ungl-
ingum orlof og fæst það greitt i
skrifstofunni gegn framvísun
vottorðs frá skóla. Ef unglingur
undir 16 ára /ddri hefur verið
látinn greiða í líl'eyrissjóð er um
mistök f tölvuvinnslu að ræða,
sem hefði verið hægt að leiðrétta
strax og kvörtun hefði borizt. Við-
komandi er því beðinn um að hafa
samband við skrifstofu B.U.R. til
að fá endurgreiðslu. Hefði því
ekki þurft nema eitt sfmtal á
skrifstofu B.U.R. til að fá þessu
máli svarað.“
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
A skákmóti í Sovétríkjunum í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Katalimovs, sem hafði
hvítt og átti leik, og Mukhins:
Hann er mát eftir 21 ... Kxd8, 22.
Rc6 + + — Ke8,2áí'Hd8.
# Heldur mikið
popp
Kristfn:
— Mér finnst vera orðið
heldur mikið um popptónlist f út-
varpi um þessar mundir, en þó
hefur eitthvað dregið úr þvf að
mfnu viti og er það vel. En það
verður að gæta þess að gera ekki
of mikið með þetta popp, ungling-
arnir hafa áreiðanlega nóg tæki-
færi til að hlusta þó það þurfi
ekki alltaf að vera f útvarpinu. En
hitt hef ég orðið vör við og það er
að’textameðfei'ð er nokkuð frjáls-
leg. T.d. syngur einhver hljóm-
sveitin Fyrr var oft í koti kátt og á
bak við heyrast raddir, sem
syngja gott er að riða sandana
mjúka, það gerir ekki hestana
sjúka. Ég man ekki eftir að þetta
stæði í kvæði Erlings Þorsteins-
sonar. Svona meðferð á texta á
ekki að heyrast. Annað sem ég vil
gleðjast yfir i þessu sambandi er
að nú er mun meira farið að heyr-
ast á fslenzku, en áður voru allir
textar á ensku þegar hljómsveit-
irnar stefndu á heimsmarkaðinn.
HÖGNI. HREKKVÍSI
Jólasveinarnir taka þá upp á rófunni, sem þannig
haga sér.
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu
Demantshringar
Draumaskart
KJARTAN ASMUNDSSON
Gullsmíðav. - Aðalstræti 8
Jónas
Rafnar:
i -----I____I-I-----—_s____
EYFIRZKAR
SAGNIR
Erlendur Jónsson, í Morgunhlaóinu 9. des.
] 1977:
Þessar eyfirzku sagnir eru að mínuni dómi
svo læsilegar, vandaðar og skemmtilegar
sumar hverjar — að þær mættu gjarnan
vera munaðar og lesnar lengur en á eintim
• jólum eins og obhinn af bókuni þeiu: sem úl
eru gefnar þessi árin.
/-.... "
'w.
Almenna bókafélagið
Austurstræti 18. Bolholti 6.
sími 19707 sími 32620