Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 46

Morgunblaðið - 13.12.1977, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1977 Brezkur blaðamað- ur myrtur í Kairó Sýnishorn af Kennedyskjölunum. Kennedyskjöl FBI: Þar er svarid ekki að finna” 99 Washington. 12. desember. AP VMSIR bjuggust við meiriháttar tfðindum, er skjöl bandarfsku alrfkislögreglunnar FBI um morðið á Kennedy Bandarfkjaforseta voru gerð opinber, þ.e.a.s. helmingur þeirra, 40 þús. bls. í allt, en hinn helmingurinn verður opinber gerður í janúar nk. AIIs vó pappfrsstaflinn hálft tonn, en í honum var ekki að finna neinar niðurstöður, Þar er ekki að finna svar Lee Harway Oswalds, er Marina kona hans spurði hann fyrir mörgum árum: „Hvað ertu eiginlega að reyna að gera, koma af stað annarri byltingu?“ 1 skjölunum er ekkert að finna, sem breytir þeirri trú manna, að Oswald hafi drepið John F. Kennedy f Dallas 22. nóvember 1963 og að hann hafi gert það einn og án hvatningar einhverra annarra manna. Skjölin sýna að rannsókn málsins hafi verið gífurlega umfangsmikil og allt gert til að komast að hugsanlegu samsæri. Niðurstöðurn- ar eru þær sömu og hjá Warrennefndinni, ekkert samsæri. Þetta er ekkert einkennilegt, þvi að Warrennefndin byggði rannsókn sína að mestu á skjölum FBI. Umfang skjaiafargsins ber vitni um hinar óheyrilegu afleiðingar 6 sekúndna brjálæðis þennan dag i Dallas og undir lokin sýna skjölin að allur þessi herskari manna gat ekki áttað sig á þankagangi ógæfumannsins. I skjölunum er aó finna, að f herbergi Oswalds hafi fundist tvær Ian Flemming bækur um James Bond, „Live and let die“ og „The spy who loved me“. Þar er einnig hægt að lesa að kúlan, sem skotið var að Edwin A. Walker hershöfðingja, íhaldsmanni í Dallas hafi verið úr sams konar riffli og þeim, sem Oswald notaði er hann myrti Kennedy, Sömuleiðis að Oswald hafi sagt við konu sina að hann gæti drepið: „Þaó þurfti að drepa Hitler,“ sagði hann. Margt annað er þar að finna eins og hatrið sem virðist hafa fylgt honum gegnum lífið eins og logandi kveikjuþráður, lýsing á ófullnægðri þrá eftir hlýju, ofsafengnum draumórum og sálarflækjum á unglingsárum hans og stöðugt ráf; ráf í átt til hvers? Það kemur bkki fram, enda til of mikils ætlast að svar við því sé að finna i skjölunum. EBE-fiskveiðar: Miðar í rétta átt en erfið vandamál óleyst Kairð. 11. des. AP. LlK Davids Holden aðalfréttarit- ara stórblaðsins Sunday Times í London fannst í útjaðri eyði- merkur nálægt flugvellinum í Kairó að sögn blaðafulltrúa brezka sendiráðsins f Kairó. Holden var skotinn til bana í bak- ið. Holdens, sem er 53 ára gamall hafði verið saknað síðan á þriðju- dag, en þann dag kom hann til Kairó og fannst líkið á miðviku- dag í útjaðri Nasserborgar, sem er úthverfi í Kairó. Ekki voru borin kennsl á Ifkið fyrr en á laugardag, en það hafði verið rænt og öll persónuskilrfki fjar- lægð. Lady Churc- hill látin London — 12. des. — Reuter HAVAXIN Ijóska með klassfska andlitsdrætti hryggbraut tugi vonbiðla til að giftast stjórnmála- manni, Winston Churchill að nafni, og voru samfarir þeirra góðar í meira en háifa öld. Spencer-Churchill barónsfrú, er lézt f London f dag, 93 ára að Lady Spencer-Churchill, er lézt á mánudag, 93 ára að aldri aldri, var öðluð, er eiginmaður hennar féll frá f janúar 1965. Hún vissi betur en nokkur stjórn- vitringur annar í veröldinni hvernig átti að temja stórt skap bónda sfns og opna hamingjunni veginn inn í stormasamt og viðburðaríkt lff hans. Hún fæddist í apríl 1885, önnur dóttir Sir Henry Hozier ofursta og lady Blanche Ogilvy, dóttur níunda jarlsins af Airlie. Hún Framhald á bls. 28. 13 farast í flugslysi Kanarfeyjar, 12. des. AP. ÞEIR Þrettán menn, sem voru f herflugvélinni sem hrapaði á sunnudag á Hierroeyju í Kanarí- eyjaklasanum létu allir lffið að þvf er fréttir frá handaríska sendiráðinu f Madrid herma. Lík mannanna sem fundust nálægt þorpinu Valverde voru flutt þangað frá flaki vélarinnar, sem var af gerðinni P-38 orion. Vélin hrapaði í fjallshlíð og var veður slæmt. Hún var á leið frá bandarísku herstöðinni á Azoreyj- um. Lík hermannanna voru óþekkjanleg, að því er fregnir frá flotastöðinni bandarísku við Rota- flóa á Spáni herma. I gær fór leiðangur frá herstöð- inni við Rotaflóa á vettvang til Hierroeyjar til að kanna aðdrag- anda slyssins og flytja líkin til Bandaríkjanna, þar sem þao verða jarðsett. Að því er sendiráðsritari brezka sendiráðsins í Kairó, Kenneth Taylor, sagði, veit enginn hvað gerðist nákvæmlega. Stórblaðið Times sagði, að liklega hefði verið um rán að ræða en egypzka lög- reglan gefur engar upplýsingar. Times skýrði einnig frá því að Holden hefði komið frá austur- hluta Jerúsalem til Jórdaníu á þriðjudag og flogið þaðan til Kairó. Frá Kairó heyrðist ekkert frá honum og hafði Sunday Times því strax samband við brezka sendiráðið þar. Sendiráðið gerði egypzku lögreglunni viðvart og á laugardag bárust fregnir af því að lík Holdens væri komið í lík- geymslu. Lögreglan skýrði frá því að inn- anríkisráðherra Egyptalands, Nabawi Ismail, hefði fyrirskipað stranga rannsókn á því hvað leiddi Holden til dauða og hvað hann hafi aðhafzt eftir að hann kom til Kairó. Holden hafði ekki vegabréfs- áritun við komuna til Kairó en var útveguð ein slík við komuna þangað. Af eyðublöðum, sem hann fyllti út á flugvellinum, þeg- ar hann kom, mátti merkja að hann hafi haft 200 dali meðferðis, þá kom hann aldrei á það gisti- hús, sem hann sagðist ætla að dvelja í til 20. desember. David Holden var viðurkennd- ur sem einn fremsti fréttamaður Breta. Hann hafði skrifað fréttir frá Austurlöndum nær síðastliðin 20 ár og var þaulkunnugur þar um slóðir. Þetta gerðist Þettagerðisí 13. desember: (AP) 1970 — Fyrrverandi for- sætisráðherra Tékkósló- vakíku, Oldrich Cernik, rekinn úr kommúnistaflokknum. 1969 — Bretland samþykkir að flytja allt lið sitt frá Líbýu. 1967 — Herforingjastjórnin í Grikklandi bælir niður gagn- byltingu og Konstantín konungur flýr til Rómar. 1939 — Sjóorrustan hefst við Rio de la Plata, sem þýzka orrustuskipið Graf Spee tók þátt í. 1937 — Japanskar hersveit- ir taka Nanking i Kína. 1935 — Benes tekur við af Masaryk sem forseti í Tékkóslóvakiku, 1921 — Bandaríkin, Bret- land, Frakkland og Japan gera með sér í Washington sáttmála um yfirráð sín á Kyrrahafi. 1918 — Bandariskar her- sveitir sækja yfir Rín við Koblenz f fyrri heimsstyrjöld- inni. 1897 — Rússneskar hersveitir hertaka Port Arthur við Kyrrahaf. 1808 — Madrid gefst upp fyrir Frökkum. 1789 — Héruð ' Austurríkis- keisara í Niðurlöndum (síðar Belgía) lýsa yfir sjálfstæði. 1577 — Enski sæfarinn Sir Francis Drake leggur í sögu- fræga siglingu umhverfis heiminn frá Plymouth í Eng- landi. 1570 — Friðurinn í Stetten, Danmörk viðurkennir sjálf- stæði Svíþjóðar. Afmæli: Felice Peretti (Sixtus V páfi) (1521—1550). Heinrich Heine, Þýskt skáld (1797—1856). Ernst Wernér Von Siemens, þýzkur verk- fræðingur (1816—1892). John Vorster, forsætisráðherra Suður-Afríku (1915—). Setning dagsins: „Það eina, sem við þurfum að óttast á jörðunni er maðurinn." Carl Jung, svissneskur sálfræðingur (1875—1961). FISKVEIÐIVIÐRÆÐUM EBE hefur nú verið frestað fram til 16. janúar nk. eins og fram hefur komið í fréttum. Sfðasti fundur f aðalstöðvum bandalagsins um þessi mál var haldinn sl. fimmtu- dag. I fréttabréfi EBE segir að viðræðurnar í fiskimálaráði þrjá daga f sfðustu viku hafi verið mjög gagnlegar og sé óhætt að segja að málið sé komið af hreinu viðræðustigi og öll aðildarrfkin hafi látið f Ijós samkomulagsvilja Moskvu, 12. des. AP SOVEZKA sjónvarpið sýndi í dag myndir af geimförunum um borð í rannsóknastöðinni Salyut 6, sem geimfar þeirra var tengt við á laugardag. Sýndu myndirnar þá Yuri Romanenko ofursta og Georgy Grechko verkfræðing við störf í geimrannsóknastöðinni. Myndirnar birtust aðeins skamma stund á sjónvarpsskerm- inum og voru geimfararnir klæddir léttum göllum, skoðuðu skjöl og handléku ýmis tæki. Geimrannsóknastöðin er sjö og hálft tonn að þyngd og er í 166 til 204 mílna fjarlægð frá jörðu. Getgátur eru um að aðrir tveir geimfarar verði sendir af stað til og að gengið verði frá sameigin- legri stefnu fyrir árið 1978. í bréfinu segir að hins vegar verði næsta stig erfitt, þar sem þá verði farið að ræða hlutfallsskipt- ingu auðæfa hafsins milli ein- stakra aðildarríkja. Ma. hafi brezka ríkisstjórnin lagt fram beiðní til Finn Olaf Gundelachs um 45% heildaraflans í efnahags- lögsögu bandalagsins, sem sé óheyrilega mikið í augum nokk- urra annarra aðildarrikja. Fyrstu að vinna með þessum tveimur í rannsóknastöðinni. Tassfrétta- stófan sovézka skýrði frá því að hægt væri að tengja tvö geimför við Salyut 6 geimrannsókna- stöðina, og væru geimfararnir að yfirfara tengingarútbúnaðinn núna. Talið er líklegt að geimfararnir séu einnig að rannsaka hvort önn- ur tenging við Saluyt 6 hafi orsak- að það að tilraunin til að tengja geimfar við geimrannsóknarstöð- ina í október mistókst. Tassfréttastofan skýrði frá því að geimfararnir Romanenko og Grechko væru afslappaðir og nú fyrst óþvingaðir í samtölum sin- um við stjórnstöðina á jörðu niðri. tillögur framkvæmdanefndar EBE um aflaskiptingu milli þjóð- anna byggðust á 2.254.000 lesta heildarafla og áttu Bretar að fá 29.3%, Danir 26.9%, Frakkar 24.3%, V-Þjóðverjar 12.7% og Hollendingar 6.7% þannig að ljóst er að miklu munar hér og á kröfum Breta. Hins vegar segir i bréfinu, að Bretar hafi nú ekki talað um einkalögsögu né einka- veiðisvæði. Þá segir að þótt þarna sé erfitt vandamál óleyst hafi miðað verulega á öðrum sviðum, eins og um fiskvernd og heimildir aðildarríkjanna til að gera ein- hliða ráðstafanir til verndunar, en þó ekki fyrr en bandalaginu hefði verið frá þeim skýrt. Heimsmet í málæði Oxford, 10. des. Reuter. RAY Cantwell varð í dag heimsmeistari í viðstöðulausu málkjaftæði. Hann opnaði munninn við upphaf keppn- innar sfðastliðinn mánudag og lokaði honum loksins aftur 150 klukkustundum sfðar. Einu hléin sem hann fékk var klukkustund á dag, til að snæða, baða sig og raka. Hann fékk 900 sterlingspund í verð- laun, en verðlaunaféð var sam- skot frá góðgerðafélögum. Verður annað geimfar tengt við Salyut 6.?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.