Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Valgarður Haraldsson frœðslu- stjóri látinn Akureyri 27. desember VALGARÐUR Haraldsson fræðslustjóri andaðist á heimili sinu á jólanótt, 53 ára að aldri. Hann fæddist á Kífsá í Glæsibæj- arhreppi 23. september 1924, son- ur hjónanna Ölafar Mariu Sigurð- ardóttur og Haralds Þorvaldsson- ar verkamanns. Valgarður varð stúdent frá MA 1946 og lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands 1952. Hann var kennari á Bíldudal og Drangsnesi unz hann varð fastur kennari við Barna- skóla Akureyrar 1952. Hann varð námsstjóri barnafræðslustigs á i Framhald á bls.,18 280 fíkni- efnamál afgreidd á árinu Fikniefnadómstóllinn hefur afgreitt 280 fíkniefnamál það sem af er þessu ári, að sögn Arnars Guðmundssonar full- trúa. Langflest málin hafa verið afgreidd með sektum en 12 aðilar hafa hlotið óskilorðs- bundna fangelsisdóma og auk sekta. Langþyngsta dóminn hlaut bandariski fíkniefnasal- inn Christopher Barbar Smith, öðru nafni „Korkurinn". Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og 900 þúsund króna sekt, sem er þyngsti dómur, sem kveðinn hefur verið upp í fíkniefnamáli hérlendis. Rannsóknarlög- reglustjóri kærir úrskurð til Hæstaréttar HALLVARÐUR Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri tjáði Mbl. í gær, að hann hefði kært til Hæstaréttar úrskurð saka- dóms Reykjavíkur um að Morgunblaðinu beri ekki að gefa upp nafn auglýsanda, sem auglýsti i blaðinu ávöxtun sparifjár. Má reikna með að Hæstiréttur taki kæruna fljót- lega til meðferðar. Afengi og tóbak hækkar um 20% Róleg jól hjá lögreglu og slökkviliði RÓLEGT var hjá lögreglu og slökkviliði höfuðborgarinnar um jólin, að sögn Bjarka Elías- sonar yfirlögregluþjóns og Jóns Guðjónssonar varðstjóra hjá slökkviliðinu. Að sögn Bjarka voru útköll með fæsta móti og engin slys nema í umferðinni, en það var helst að annriki væri vegna umferðaróhappa um jólin og ölvunar á Þorláksmessu. Jón varðstjóri sagði að slökkviliðið hefði fengið fjög- ur útköll um jólin, öll smá- vægileg. Það var geysiheitt í kolunum héma — segir dr. Euwe í „AÐALVANDAíMALIÐ var að fá þá Spassky og Kortsnoj til að hittast og ræða málin. Mér tókst að koma á slíkum fundi og hann eyddi ýmsum misskiln- ingi og þokaði einvíginu áfram," sagði dr. Euwe, forseti Alþjóðaskáksambandsins, er Mbl. ræddi við hann í Belgrad f gær. „Spassky fullvissaði okkur um það, að hann væri ekki á nokkurn hátt að Utillækka and- stæðing sinn eða að reyna að koma honum úr jafnvægi með því að dvelja svo mjög í hvíld- arherberginu, heldur vildi hann aðeins komast úr augsýn samtali við Mbl. áhorfenda, sem hann sagði trufla mjög einbeitingu sfna. Kortsnoj féllst á þetta sjónar- mið og kvaðst hætta við frekari mótmæli vegna sýningarborðs- ins á sviðinu en sagði að fjar- vera Spasskys hefði engu að síður mjög slæm áhrif á sig. . Spassky féllst þá á að komið yrði til móts við Kortsnoj með þvf að opna hvíldarbásana á sviðinu, þannig að inn f þá má sjá frá skákborðinu með þvf að líta um öxl. En keppendur eru þar áfram úr augsýn áhorf- enda. Þrettánda skákin verður tefld á morgun og undir þess- um sömu kringumstæðum og tólfta skákin var tefld. Gangi Kortsnoj vel á morgun, held ég að öllu sé óhætt, en gangi hon- um illa, er ég hræddur um að hann kenni aðstæðunum þar um og vilji fá þeim breytt þannig að hann geti séð Spassky frá skákborðinu án þess að þurfa að líta um öxl til hvfldarklefa hans. Dómnefnd einvigisins hefur Framhald á bls. 18 Spassky fullvissaði Kortsnoj um það að hann væri ekki að lítillækka hann eða trufla með fjarvistum frá skákborðinu AFENGI og tóbak hækkar frá og með deginum í dag um 20% að meðaltali, en nokkur frávik eru frá þeirri hækkun vegna verð- breytinga, sem orðið hafa á hin- um ýmsu tegundum frá þvf er verðákvörðun var síðast gerð á þessum vörum hérlendis — að sögn Ragnars Jónssonar, skrif- stofustjóra ATVR. A einu ári hef- ur áfengi þvf hækkað um 51,8%, létt vfn um 32% og tóbak um 77,3%. Allar algengustu tegundir vindlinga, sem kostuðu fyrir hækkun 325 krónur, kosta nú 390 krónur. Almennt reyktóbak, sem kostaði 270 krónur kostar nú 325 krónur. Vindlar hækka yfirleitt um 20%. Rauðvín, St. Emilion hækkar úr 1.500 í 1.600 krónur og Vina Poma hækkar úr 1.000 krónum í 1.200 krónur, hvítvín, Tres Torres hækkar úr 1.000 í 1.200 krónur og Mosel Blumchen hækkar úr 1.300 krónum í 1.600 k.rónur. Rósavín, Mattheus hækkar úr 1.000 krón- um í 1.200 krónur. Þá hækkar freyðivín t.d. Gordon Ver úr 3.200 í 3.700 krónur. Brennivfn hækkar nákvæmlega um 20% eða úr 3.500 krónum í 4.200 krónur. Kláravín hækkar úr 3.900 krónum í 4.700 krónur. Vodka Vibrova hækkar úr 4.600 krónum í 5.500 krónur. Vodka Stolitsnaya hækkar úr 4.800 krón- um í 5.800 krónur. Tindavodka hækkar úr 4.100 krónum í 4.900 krónur og Smirnoff-vodka hækkar úr 4.800 krónum í 5.800 krónur. Gordon gin hækkar úr 4.850 krón- Framhald á bls. 18 Rannsókn á fjárreið- um hjá útvarpi og borg Líkan af hinu nýja húsi, sem staSsett er vestan við íþróttahúsið á Seltjarnar- nesi. Ljósmyndir Mbl. Kristinn . Ný heilsugæzlustöð á Seltjarnarnesi RANNSÓKN stendur nú yfir hjá ríkisendurskoðun á fjárreiðum auglýsingadeildar Ríkisútvarps- ins, hljóðvarps, og hjá borgar- endurskoðun á ákveðnum þætti í afskiptum borgarlögmanns af fjárreiðum. Hvorugt málanna hefur verið kært til Rannsóknar- Haukur mótmælir bréfi fógeta og vill fá starf sitt tafarlaust HAUKUR Guðmundsson rann- sóknarlögreglumaður í Keflavfk hefur skilað dómsmálaráðuneyt- inu umbeðinni greinargerð vegna bréfs Jóns Eysteinssonar bæjar- fógeta, þar sem fógetinn lagði til við ráðueytið að Hauki yrði vikið frá störfum fyrir fullt og allt. Þegar ráðuneytinu barst bréf fógetans óskaði það umsagnar Hauks um efni þess og gaf honum vikufrest til þess að skila greinar- gerð. Sá frestur var útrunninn á fimmtudaginn og þann dag gekk Haukur á fund Ólafs Jóhannes- sonar dómsmálaráðherra og átti með honum fund um leið og hann afhenti ráðherra greinargerðina. Haukur sagði i samali við Mbl. í gær að í greinargerðinni mót- mælti hann bréfi bæjarfógetans og itrekaði óskir um að hann fengi að taka við starfi sínu að nýju án tafar, en nú er rétt ár liðið síðan bæjarfógetinn vék Hauki úr starfi um stundarsakir vegna rannsóknar hins margum- talaða handtökumáls. Haukur sagði að ráðherra hefði tekið sér einkar vel á fimmtudag- inn og lofað að afgreiða málið hið fyrsta. lögreglu ríkisins, en auglýsinga- stjóri útvarpsins og borgarlög- maður hafa sagt störfum sínum lausum, eins og fram hefur komið i fréttum. MATTHÍAS Bjarnason heilbrigðis- og tryggingaráHherra tók 1 gær fyrstu skóflustunguna a8 nýrri heilsu gæzlustöð i Seltjamarnesi. Mun þetta vera fyrsta heilsugaeslustöSin 1 Reykjanes og Reykjavikurkjördnmi, sem byggð er eftir fyrirfram ákveðn um hugmyndum en þær stöBvar sem nú eru I notkun eru allar 1 húsnæði sem ætlaS hefur verifl undir a8ra starfsemi s.s. stöSin 1 Árbæjarhverfi. sem var byggS sem IbúSarhúsnæBi. Áður en Matthlas Bjarnason tók Matthlas Bjarnason heilbrigSis- og tryggingaráðherra tekur fyrstu skóflu- stunguna að hinni nýju heilsugæzlustöð Seltirninga í gær. Skipverjar varðskip- anna mótmæla afnámi 10% áhættuþóknunar SKIPVERJAR á þeim varðskip- um, sem voru í Reykjavíkurhöfn í gær, komu saman til fundar um borð í varðskipinu Ægi eftir há- degið. Var þar fjallað um þá ákvörðun stjórnvalda að svipta skipverja á varðskipunum 10% áhættuþóknun, sem þeir fengu við útfærslu fiskveiðilögsögunnar fyrstu skóflustunguna. flutti Sígurgeir Sigurðsson bæjarstjóri Seltjarnarnes- kaupstaðar stutt ávarp. þar sem m a kom fram að fyrirhuguð væri mikil samvinna við Reykjavlkurborg hvað varðaði starfsemi stöðvarinnar I fram- tiðinni. Þá kom fram hjá honum að áætlað er að veita um 40—60 milljón- um króna frá Seltjarnarneskaupstað á næsta ári og á fjárlögum er reiknað með 20 milljónum króna af hálfu rlkis- ins. Heilsugæzlustöðin er byggð eftir teikningum Jes Einars Þorsteinssonar arkitekts. sem ásamt ráðgjafa ráðu- neytisins Erni Bjarnasyni lækni og nefnd heimamanna undir forystu Jóns Gunnlaugssonar læknis, hefur unnið frábært starf að þvi er Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri sagði við athöfnina I gær. Af skipulagsástæðum þótti henta að byggja tveggja hæða hús á lóðinni og hefur bókasafni og tónlistarskóla bæjarins verið valinn staður á efri hæð hússins. Kjallari sem verður undir hluta hússíns verður nýttur til ýmiss konar félagsstarfsemi og geymslu. Heilsugæslustöðin er að rúmmáli 4.555 rúmmetrar með 990 fermetra gólffleti og getur þanníg þjónað 12— 1 5000 manns. þar af 6000—7000 Reykvikingum. en Seltjarnarnes er I Reykjavlkurlæknis- héraði. Alls er húsið 1 1 1 50 rúmmetr- ar að stærð i heilsugæzlustöðinni og frá henni verður veitt eftirfarandi þjónusta: 1) Almenn læknisþjónusta. vaktþjónusta og vitjanir til sjúklinga. Almenn hjúkr- un I heilsugæzlustöð. heimahjúkrun og Framhald á bls. 18 í 50 sjómílur árið 1972 og höfðu allt til 1. des. sl. er V-þýzkir togar- ar yfirgáfu Islandsmið tveimur dögum áður. Það kom fram á fundi varðskips manna í gær, að þeir telja að ríkisvaldið hafi komið aftan að þeim og svikið þá. Af hálfu skip- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.