Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 11 TeikniiiK af farþegaþotu, knúinni fljótandi vetni. að smíða geyma, sem eru fyllilega sambærilegir við núverandi ben- sln eða olíugeyma bíla, bæði hvað varðar stærð og þyngd. Bílar og skip framtíðarinnar verða því að öllum lfkindum knúin vetnisvél- um, hvernig svo sem þær vélar verða. Til gamans má geta þess, að árið 1976 breyttu Bandaríkja- menn venjulegum fólksflutninga- bíl þannig, að þeir settu 230 lltra tank með fljótandi vetni I stað eldsneytistanksins, sem fyrir var. Að auki gerðu þeir nokkrar breyt- ingar á aðfærslukerfi eldsneytis- ins. Þessum bíl var síðan ekið með góðum árangri 2800 km leið. Lokaniðurstöður þessarar tilraun- ar voru þær, að slfkur bíll væri hagkvæmur I rekstri og fyllilega sambærilegur við bensínbíl að þvf er varðar öryggishliðina. Fyrir þotur framtíðarinnar er nú vart annað eldsneyti talið koma til greina en fljótandi vetni, bæði vegna þess hve létt það er og að auki muni það verða ódýrasta þotueldsneytið. Á teikniborðum Lockheed flugvélaverksmiðjanna I Bandarfkjunum liggja nú þegar uppdrættir af þotum, sem knúnar verða fljótandi vetni. Þessar þot- ur hafa meira burðarþol, vegna þess að vetni er mun léttara elds- neyti en olfa. Auk þess verður mengun, sem nú stafar af út- blæstri þotanna svo til úr sög- unni. I tunglferðum B:ndarfkja- manna var f fyrsta sinn notaður aflgjafi, sem þeir höfðu þróað gagngert fyrir þessar ferðir. Appologeimförin voru útbúin svö- kölluðum brennslukerjum, sem brenna vetni og súrefni og breyta orkunni beint í raforku, í stað varmaorku eins og gerist við venjulegan bruna þessara efna. öll orkan, sem Appoloförin þurftu til upphitunar, til fjar- skipta og á stjórntækin var fengin á þennan hátt. Auk þess fékkst við brunann talsvert af hreinu drykkjarvatni. Þegar orku eldsneytis, eins og t.d. vetnis eða bensfns, er breytt í varmaorku, f venjulegum brennslumótorum, er nýtni ork- unnar aðeins um 40%, þegar best lætur. Sé hins vegar orkunni breytt beint f raforku f brennslu- kerjunum er nýtnin um 80%. Með þvf að nota brennsluker f stað mótora, er sem sagt hægt að tvö- falda nýtni eldsneytisins. Hér er greinilega eftir all miklu að slægj- ast. I dag eru brennsluker enn of dýr í framleiðslu, til að hægt sé að nota þau í venjulegum farartækj- um. En þróunin f þessum efnum er ör og það getur þvf vart talist fjarstæðukennt að láta sér detta I hug, að flestir bflar framtfðarinn- ar verði rafmagnsbílar, þar sem geymir með fljótandi vetni og brennsluker koma í stað raf- geyma. Ekki er heldur ólfklegt að skip framtfðarinnar verði knúin á svipaðan hátt. Vetnisframleiðsla Vetni er f dag aðallega framleitt á þrennan hátt. Með rafgreiningu á vatni, á sama hátt og gert er f áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi; með þvf að leiða vatnsgufu yfir glóandi kol; eða með þvi að láta jarðgas hvarfast við vatns- gufu. Nýtni raforku við vetnis- frarnleiðslu með rafgreiningu er allgóð, um 75%. I löndum með næga vatnsorku er því vetni, framleitt með rafgreiningu, fylli- lega samkeppnisfært við vetni framleitt með hinum tveim að- ferðunum. Og miðað við fram- leiðslukostnað vetnis í dag, er álit- ið að ef olfa tvöfaldast í verði, sé vetni orðið samkeppnisfært elds- neyti. Eins og ástandið er f dag ættu Islendingar að vera fyllilega sam- keppnisfærir á vetnismarkaði heimsins. En það þýðir samt ekki að svo verði endilega í framtíð- inni, og þá kemur einkum til eft- irfarandi: Þótt við eigum enn mikla ónýtta vatnsorku, er hún ekki ótakmörkuð. Auk þess vex raforkuþörf landsmanna hröðum skrefum, þannig að afgangsorka til vetnisframleiðslu yrði stöðugt minni. Hitt skiptir þó ef til vill meira máli, að stórþjóðirnar vinna nú ötullega að því að finna leiðir, þar sem hægt er að nota varmaorku kjarnorkuveranna, beint til vetnisframleiðslu, án þess að þurfa fyrst að breyta varmanum f rafmagn. Þegar hafa verið gerðar um- fangsmiklar rannsóknir á þessu sviði. Hafa fundist fjölmargar að- ferðir, þar sem hægt er að láta vatnsgufu hvarfast við margvfs- leg efnasambönd og brjóta vatnið þannig niður f frumefni sfn vetni og súrefni. Aðferðin er f stórum dráttum þannig, að inn f verk- smiðjuna fara varmaorka og vatn, en út úr henni koma aðskilið vetni og súrefni. Þannig framleitt vetni verður að öllum Ifkindum miklu ódýrara en vetni framleitt nú og því fyllilega samkeppnis- fært við olíu, að ekki sé á það minnst að olía verður vart fáanleg innan skamms tima. Vetnisframleiðsla á Islandi Að mati færustu manna, sem fást við orkumál hér á landi, er heildar vatnsorka landsins, sem talin er tæknilega vel nýtanleg, um 35000 Gwst á ári (Gigawatt- stundir). Þar af eru nú 3500 Gwst á ári, eða aðeins 10%, nýtt sem raforka. Heildarvarmaorkan er hins vegar talin um 80000 Gwst á ári og þar af eru um 3500 Gwst á ári eða 4,4% nýtt i dag. Orka, sem flutt er inn f dag, sem olía og bensfn er svo aftur um 5800 Gwst á ári, eða næstum helmingur af heildar orkunotkun landsmanna. Heildarorka nýtt á Islandi er því um 12800 Gwst á ári, eða um 11% af þeirri orku, sem nú er talið að vel megi vinna i landinu, úr vatnsföllum og háhitasvæðum. Líklega er þó talan um nýtanlega orku, 115000 Gwst á ári, frekar of lág en of há. Hér virðist þvf aug- ljóst, að enda þótt orkunotkun innanlands aukist verulega í næstu framtfð og þótt landsmenn noti eingöngu innlenda orku f framtfðinni, þá ættum við að vera aflögufærir og jafnvel að geta flutt út verulegt magn af orku, væntanlega sem fljótandi vttni. Og verði um vetnisframleiðslu að ræða, koma háhitasvæðin fyrst og fremst til greina, en í þeim felst um 70% af þeirri orku, sem við teljum nýtanlega nú á dögum. Eins og áður segir, hafa rann- sóknir stórþjóðanna fyrst og fremst stefnt að því, að nota varmaorku kjarnorkuveranna til vetnisframleiðslu. Þær snúast þvf að mestu leyti um það að athuga efnahvörf, sem ganga best við hitastig á milli 400—900°C, en það er talin heppilegasti hitinn, þegar orkugjafinn er kjarnorku- ver. Það segir okkur hins vegar ekkert um það, að ekki megi eins framleiða vetni við 200—300°C, sem er vatnshiti fslensku háhita- svæðanna. Að sumu leyti gæti verið heppilegra að nota lægra hitastig, t.d. vegna þess að tæring- arvandamál verksmiðjanna minnkaði. I flestum þeím fram- leiðsluaðferðum, sem hingað til hafa verið athugaðar koma tær- andi efni, svo sem klór eða salt- sýra fyrir einhvers staðar í fram- leiðslunni og þau efni hafa minni áhrif á ílát og leiðslur, eftir þvf sem hitastigið er lægra. Sömuleið- is geta ýmis efnahvörf skilað betri nýtni við lægra hitastig. A hitt ber svo aftur að lfta, að efna- hvörf ganga að jafnaði þeim mun hraðar, sem hitinn er hærri. Hér eru án efa á ferðinni fjölmargir möguleikar og sumir þessir mögu- leikar gætu reynst heppilegir til að framleiða vetni á íslenskum háhitasvæðum. Hverjir þeir möguleikar eru vitum við hins vegar ekki nú, einfaldlega vegna þess að þetta hefur ekki verið nægilega rannsakað. Forsenda þess, að við getum framleitt vetni á háhitasvæðun- um, hlýtur þó að vera sú að okkur takist að aðlaga þær aðferðir, sem stórþjóðirnar eru að þróa, að okk- ar staðháttum, eða jafnvel að finna aðrar betri aðferðir. Slík „aðlögun" krefst þó án efa um- fangsmikilla og tímafrekra rann- sókna. Þessar rannsóknir erum við vel færir um að framkvæma sjálfir, enda munu vart aðrir gera þær fyrir okkur. Og þessar rann- sóknir er fyllilega tímabært að hefja nú þegar. Fyrir um mánuði Síðan birtist grein, þar sem bandarfskir vfs- indamenn skýra frá tilraunum með að nota glóandi hraunkviku til að framleiða vetni. Telja þeir mikla möguleika á að framleiða vetni f framtíðinni á þann hátt að bora holur niður f glóandi hraun- kviku, dæla niður vatni og fá aft- ur upp vetni. Telja þeir hraun- kviku, sams konar og þá sem er undir Islandi, einkar heppilega til þessara nota. Þarna eru að vfsu á ferðinni algjörar frumrannsókn- ir. Þær eru þó þess eðlis, að mér sýnast vart önnur rannsóknar efni meira aðlaðandi fyrir þá kyn- slóð visindamanna, sem nú er að hefja starfsferil sinn og hyggst starfa að fræðum tengdum þessu sviði. Staðir eins og hraunið f Heimaey, Krafla og Námaskarð hljóta nánast að vera ákjósanleg- ar rannsóknarstofur í þessum fræðum. Reyndar mætti í dag líta á holurnar i Námaskarði sem vfsi að slfkri vetnisverksmiðju, þvf að um helmingur lofttegundanna, sem koma úr borholum þar, að frádreginni vatnsgufu, er vetni. Orkumál íslendinga f framtfðinni Ekki er að efa að orkubúskapur heimsins á eftir að taka stórkost- legum stakkaskiptum áður en þessi öld er liðin. Olia er að ganga til þurrðar sem eldsneyti og mannkynið verður, hvort sem þvf líkar það betur eða verr, að grfpa til annarra orkulinda. Orkulindir, aðrar en olfulindir, virðast þó nægar ef litið er á heiminn sem eina heild. Vandamálið er fyrst og fremst að koma orkunni I nýtan- legt form, þannig að hægt sé að flytja hana til orkufátækra svæða, þar sem orkuþörfin er ef til vill mjög mikil. Jafnframt verða farartæki framtfðarinnar geta notað hana sem eldsneyti. Eins og fram hefur komið hér á undan virðist allt benda til, að vetni verði eldsneytið, sem knýr farartæki mannkynsins í framtfð- inni og þá einnig farartæki ís- lendinga. Þá virðist og allt stefna að þvf, að varmaorka verði notuð til að framleiða vetnið. Og ef til vill má nota varmaorku íslenskra háhitasvæða i þessu skyni. End- anlegt svar við því krefst þó án efa tfmafrekra grundvallarann- sókna, sem vart er að búast við að aðrir inni af höndum en íslend- ingar sjálfir. Einnig er huganleg- ur möguleiki að nota glóandi hraunkviku til að framleiða vetni f stórum stíl og þann möguleika ættum við vissulega að athuga vel. Islendingar nota í dag aðeins tíunda hluta þeirrar orku, sem nú er talin vel nýtanleg í landinu. Þar af er aðeins helmingurinn framleiddur í landinu, hitt er inn- flutt orka. Langmestur hluti af orku landsmanna er þvf enn óbeislaður og af þessari óbeisluðu orku er meiri hlutinn fólginn i háhitasvæðum landsins. Að mfnu áliti væri æskilegt, að Islendingar reyni að haga rannsóknum sfnum á þann veg að þeir, eftir 10—20 ár, séu tilbúnir að nýta háhita- svæðin til vetnisframleiðslu. Þetta verður án efa mikið og erf- itt starf, en launin gætu líka orðið ríkuleg, að ekki sé meira sagt. Við erum f dag bundnir því að nota olíu á farartæki okkar, flutningatæki og fiskiskip, vegna þess að nú eru svo til eingöngu framleidd farartæki, sem ganga fyrir sliku eldsneyti. Að 10—20 árum liðnum verður að öllum lfk- indum farið að framleiða f stórum stíl farartæki, sem ganga fyrir vetni, fljótandi eða á öðru formi. Við ættum þá hæglega að geta notað innlent eldsneyti á alla bfla, flugvélar og skip. Og meira en það, við ættum að vera aflögufær- ir og geta flutt út vetni, ef til vill í stórum stfl. Arið 1976 voru rúm 11% af heildarinnflutningi landsmanna eldsneyti. Það mætti vel hugsa sér að um næstu aldamót yrði dæminu snúið við, þannig að 11% af heildarútflutningnum yrði þá eldsneyti. Hvaða áhrif slfkt mun hafa á islenskt þjóðfélag, þá hugs- un hefi ég ekki enn þorað að hugsa til enda. 25% 25% FLUGELDAMARKAÐUR ÁRMANNS 25% afsláttur í fjölskyldupokum. oco/ FJÖLBREYTT ÚRYAL FLUGELDA, étHXi /O BLYSA O.FL. Knattspyrnudeild Ármanns. 25%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.