Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Dr. Bragi Ámason, prófessor: Flytja Is- lendingar út orku um næstu aldamót? Einn þýðingarmesti þátturinn í þjóðarbúskap Islendinga er orku- búskapurinn. Nú á dögum notum við orku til upphitunar húsa, tii Ijósa, til hvers kyns iðnreksturs og sfðast en ekki sfst tii að knýja farartæki okkar á láði, legi og f lofti. Og orkunotkun Islendinga á án efa eftir að aukast mjög í ná- inni framtfð, enda þótt um það megi deila hversu ör sú aukning verður. En hvaðan fáum við þá orku, sem við munum nota í framtfð- inni? Verður að öllu eða verulegu leyti um innlenda orku að ræða, eða verðum við að flytja inn orku í rfkum mæli, líkt og við gerum nú? Eða munu afkomendur okkar jafnvel flytja út orku? Þessum spurningum er ekki hægt að svara með vissu nú. Samt hljótum við að leita svars við þeim, vegna þess að svarið gæti sagt okkur hvernig hag þjóðarinnar verður komið um næstu aldamót. Þróun orkumála f heiminum á sfðustu árum hefur verið slfk, að það er hreint ekki ólfklegt að Is- lendingar muni f framtíðinni flytja út eldsneyti, Ifkt og Araba- rfkin gera í dag. Að minnsta kosti er full ástæða til að við gefum þessum málum nokkurn gaum nú þegar. Orkulindir heimsins Visindamönnum, sem fengist hafa við rannsóknir á orkulindum jarðarinnar og nýtingu þeirra í þágu mannkyns, hefur lengi verið það ljóst að olía og jarðgas eru langt frá þvf að vera óþrjótandi. Og nú eru flestir á einu máli um það, að innan skamms tfma, 10—30 ára að flestra áliti, verði að mestu hætt að nota olíu sem eldsneyti. Eftir það verði hún ein- göngu notuð sem verðmætt hrá- efni f iðnaði. Þegar svo er komið verða þjóðir heimsins, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, að vera tilbúnar að nýta aðrar orku- lindir. Miklar grundvallarrannsóknir hafa þegar farið fram á því, hvaða orkulindir komi helst til greina í framtíðinni. Og enda þótt enn sé mikið ógert, þá liggur nú nokkuð ljóst fyrir, hvaða möguleikar eru fyrir hendi. Vatnsorka verður að sjálfsögðu notuð til raforkufram- leiðslu, lfkt og nú er gert. Sú orka verður þó aðeins Iftill hluti af heildar orkunotkun heimsins. Kjarnorka, sem byggist á kjarna- klofnun, verður og notuð f vax- andi mæli, bæði til framleiðslu raforku, en þó einkum til aukinn- ar framleiðslu varmaorku, sem sfðan verður notuð til að fram- leiða eldsneyti. Þá er mikið unnið að rannsókn- um á vindorku, sólarorku, orku jarðhitasvæða, orku glóandi hraunkviku, ölduorku, sjávar- fallaorku og jafnvel varmaorku golfstraumsins. Allt eru þetta orkulindir, sem tæknalega kemur vel til greina að nýta. Þá ber sfðast en ekki sist að geta um kjarnorku, sem byggist á kjarna- samruna, likum og fer fram á sólinni. Slfk kjarnorkuver munu vera algerlega laus við geislavirk úrgangsefni og því er það von manna, að þau muni leysa gömlu kjarnorkuverin af hólmi í fram- tiðinni. Þess mun þó enn nokkuð langt að bfða, þvf talið er að tæknileg vandamál samfara bygg- ingu slíkra kjarnorkuvera verði ekki leyst fyrr en á næstu öld. Orkuflutningar Það er ekki nóg fyrir mannkyn- ið að eiga nægar orkulindir. Það verður að koma orkunni í nothæft form, sem best hæfir hverju sinni, bæði hvað snertir flutninga og notkun. En einmitt lausn á þeirri hlið málsins gæti verið af- gerandi fyrir orkubúskap Islend- inga f framtíðinni. Þótt það hljómi ef til vill undar- lega í eyrum margra, þá eru raf- línur langt frá því að vera hag- kvæmasta leiðin til að flytja orku um langan veg. Til þess er orku- tap f raflfnum allt of mikið. Nú er almennt álitið, að í framtfðinni verði orka aðeins flutt styttri vegalengdir með rafstrengjum. Sé um Iengri vegalengdir að ræða, verði allri orku fyrst breytt f eldsneyti og það síðan flutt, ann- að hvort með skipum milli heims- álfa eða í leiðslum um meginlönd- in líkt og olfa er flutt nú. Ef um er að ræða orkunotkun á ákveðnum stöðum, eins og til dæmis í iðnaði eða á heimilum, er án efa oft hentugt að afhenda notandanum orkuna sem raforku eða stundum jafnvel sem varma- orku. Þetta á alveg sérstaklega við á Islandi, þar sem raforka er unnin úr vatnsorku með mjög góðri nýtni eða þegar vatrf lág- hitasvæðanna er notað á hitaveit- ur. Þegar um er að ræða orku- notkun farartækja, kemur raf- orka eða varmaorka vatns vart til greina, nema f einstaka undan- teknangar tilfellum, t.d. á raf- magnsbfla. Rafmagnsbflar, sem fá orku af rafgeymum, kunna ef til vill að vera hentugir f samgöngu- kerfum borga og jafnvel á styttri leiðum. Það sama má segja um farartæki, sem ganga á sporbraut- um. Reyndar held ég að raf- magnsbflar með rafgeymum muni leysa samgönguvanda borga á næstu árum, en þó grunar mig að skeið slfkra rafmagnsbíla verði stutt. Orkuþörf farartækja framtfðar- innar á langleiðum, hvort sem þau nefnast bílar, skip, flugvélar eða einhverju öðru nafi, verður hins vegar ekki leyst með raf- geymum. Þessi farartæki verða að flytja með sér makla orku sem eldsneyti, lfkt og þau gera núna. Spurningin er aðeins um það, hvers konar eldsneyti hentar best. Þvf hvað sem síðar kann að verða, þá þekkja vfsindin enn enga leið til að smfða farartæki, sem á hagkvæman hátt geta nýtt orku, sem verður á leið þeirra um hnöttinn. Hér eru þó undanskilin seglskip og jafnvel svifflugur. Að vfsu eru seglskip alls ekki ólfkleg flutningatæki f framtíðinni, á langleiðum. Af ofansögðu má ljóst vera, að ef orkuþörf mannkynsans á að verða fullnægt svo viðunandi sé, verður að finna leiðir til að fram- leiða hagkvæmt eldsneyti. Rann- sóknir næstu ára á þessu sviði hljóta því að verða tvfþættar. Annars vegar að finna hagkvæm- ar leiðir til að breyta frumork- unni í eldsneyti og hins vegar að þróa aflvélar hentugar til að nýta þetta eldsneyti. Vetni sem heppilegt fram- tíðareldsneyti Nú þegar hafa farið fram um- fangsmiklar rannsóknir í heimin- um, sem miða að þvi að finna heppilegt framtfðareldsneyti. Framleiðsluaðferðir og notkun margvfslegs eldsneytis hafa verið kannaðar. Síðastliðin tvö ár hafa þó framfarirnar einkum orðið stórkostlegar. Jafnframt hefur hringurinn þrengst og nú beinast augu vfsindamanna einkum að einni tegund eldsneytis. Þetta eldsneyti er vetni. Það sem hér ræður úrslitum er einkum eftir- farandi: Vráefnið til vetnisfram- leiðslu er vatn, en af því er vfðast hvar nóg. Vetni er þvf hægt að framleiða hvar sem er, ef nægileg orka og vatn eru til staðar. Vetni er mjög hagkvæmt sem eldsneyti, t.d. inniheldur eitt gramm af vetni um þrisvar sinnum meiri orku en eitt gramm olíu. Þotur knúnar vetni mundu þvf nota miklu minna af burðarþoli sfnu til að flytja eldsneyti og geta í staðinn flutt eitthvað annað. Þá er ekki þýðingarminnst, að þegar vetni brennur með súrefni, mynd- ast hreint vatn. Mengun samfara olfubruna verður þar með að mestu úr sögunni. Vetni er auðvelt að flytja milli fjarlægra staða. Það má flytja fljótandi í tankskipum milli heimsálfa. Geymar vetnisskip- anna verða að vfsu með talsvert öðru sniði en geymar olíuskip- anna, en þetta er ekki talið valda neinum vandkvæðum. Frá sjónar- hóli öryggismála er vetni heldur ekki verri farmur en olfa, nema sfður sé. Stórkostleg sjávarmeng- un, eins og átt hefur sér stað, þegar farmar stórra olfuskipa hafa tapast I hafið, er t.d. úr sög- unni. Vetnið flýtur ekki um allan sjó eins og olfan, það hreinlega stfgur til himins og hverfur. Um meginlöndin verður hins vegar vetni í framtfðinni veitt f loftkenndu ástandi eftir leiðslum. Er sú flutningsaðferð talin svo hagkvæm, að ef flytja þarf orku lengri leið en 400 km, þá borgi sig að nota raforkuna til að framleiða vetni, sem sfðan yrði veitt til not- anda í leiðslum. Auk þess yrðu slfk veitukerfi mun fyrirferða- minni en háspennulfnur. Rör, sem er 90 cm á þvermál og mætti grafa f jörð eða sökkva f sjó, getur flutt jafnmikla orku og þrjár Búr- fellslfnur. Það kann þó að flýta mest fyrir notkun vetnis f iðnaði, að stórþjóðirnar hafa nú þegar lagt miklar lagnir fyrir dreifingu jarðgass og þessar lagnir má hvenær sem er nota til að flytja vetni. Sem dæmi um væntanlega vetn- isflutninga má nefna að Þjóðverj- ar ræða um að flytja vetni til landsins með tankskipum. Frá höfnunum streymir það svo áfram um jarðgasleiðslur, sem að hluta eru nú þegar fyrir hendi og til stóriðjuveranna inni f landi. Þar er vetninu ætlað að leysa olfu og jarðgas af hólmi. Jafnvel f borgum og á þétt- byggðum svæðum er talið að vetni muni leysa olfu og ef til rafmagn af hólmi. Orkunni verður dreift um borgirnar sem vetni. Þar verð- ur það ýmist notað beint til upp- hitunar eða því verður breytt í rafmagn í svonefndum brennslu- kerjum. Farartæki framtfðarinnar Langmestur hluti farartækja er nú knúin eldsneyti, sem unnið er úr olfu eða jarðgasi. Undantekn- ingar eru þó járnbrautir, strætis- vagnar í sumum stórborgum, kjarnorkuknúin skip og eldflaug- ar. Bflar, skip og flugvélar verða þó varla knúin olfu eða bensfni mjög lengi úr þessu, heldur verð- ur að koma til önnur orka. 1 stórborgum og á styttri leiðum kemur, eins og áður er sagt, til greina að nota rafmagnsbfla. Allt bendir þó til þess að venjulegir rafgeymar eagi sér ekki langan aldur f bflum. Til þess eru þeir of þungir miðað við það orkumagn, sem þeir geta flutt með sér. Verði hins vegar vetni notað sem elds- neyti, þá er flutnings- og geymslu- vandamálið nú þegar að mestu leyst. Vetnið má geyma, hvort sem er fljótandi í tönkum eða f vissum málmgrindum, sem drekka það í sig og geta sfðan gefið það frá sér aftur þegar ósk- að er, t.d. við hitun grindarinnar. I báðum þessum tilvikum er hægt Frá samtökunum Ungt fólk með hlutverk: Um innhverfa íhugun HIN siðari ár höfum við Islend- ingar orðið vitni að sívaxandi áhrifum austrænna trúar- bragóa hér á okkar landi. Is- land er ekki eitt á báti að þessu leyti heldur er það sama að gerast um allan hinn frjálsa vestræna heim. Orð eins og yoga, innhverf íhugun og ananda marga verða sifellt á vegi okkar. Hvaðan er þetta komið? spyr fólk. Svarið er mikið tómarúm í hugum fólks á Vesturlöndum. Hörmungar stríðsins undirstrikuðu hverfulleik alls sem mannlegt er og efnishyggjan og lifsgæða- kapphlaupið sem fylgdi i kjölf- ar endurreisnarinnar eftir styrjöldina, gerðu hinn andlega tómleika vesturlandabúans enn meiri. Þetta sáu spámenn hindúismans og annarra aust- rænna trúarbragða. Þeir gerðu sér grein fyrir tómleika og streitu efnishyggjuþjóðfélag- anna auk greinilegs fráfalls frá kristinni trú og lífsskoðun. Vesturlönd virtust þeim því auðveidur trúboðskapur. Boðskapur sá sem kynntur er okkur íslendingum af íslenska íhugunarfélaginu undir nafn- inu innhverf íhugun á einmitt upphaf sitt austur við Ganges- fljót í Indlandi. Yoginn Maharishi Mahesh fann sig kallaðan til að koma kenning- um sínum á framfæri við vest- urlandamenn. Árangurinn af starfi hans og samverkamanna hans varð slikur að fyrir nokkr- um árum stofnaði hann alþjóð- legan háskóla í Sviss — þaðan eru einmitt nýkomin frá námi ung íslensk hjón sem ætla að starfa hér á landi sem kennarar á vegum Islenska íhugunarfé- lagsins. En tií hvers erum við sem köllum okkur — Ungt fólk með hlutverk — að skrifa um þetta hér? Ástæðan er sú að við lítum svo á að hlutverk okkar sé m.a. að standa vörð um hinn kristna arf sem við höfum fengið frá feðrum okkar. En er þá inn- hverf íhugun á einhvern hátt í andstöðu við kristna trú? Já, á því leikur enginn vafi. Að vfsu er boðskapur innhverfrar íhug- unar borinn þannig á borð fyrir fólk að það álítur að hér sé um saklausa og einkar þægilega leið að ræða til að losna við streitu og andlegt álag (svo ekki sé talað um það að svífa í lausu lofti, en það er það nýj- asta'sem Islenska íhugunarfé- lagið hefur að bjóða jarðbundn- um íslendingum!) Það er í sjálfu sér nauðsynlegt að losna við streitu, en ef sú lausn er því verði keypt að viðkomandi verður að gefa sig að meira eða minna leyti á vald heiðnu hug- myndakerfi þá er verr farið en heima setið. I þessu sambandi má t.d. nefna að þegar einhver gengur í Islenska íhugunarfé- lagið verður hann að taka vigslu sem greinilega er byggð á hindúískum hugmyndum og fræðum svo ekki sé meira sagt. Um allt þetta mætti hafa langt mál, en það var ekki ætlunin hér og nú. Tilgangur þessa greinarkorns er fyrst og fremst sá að vara þig, lesandi kær, við innfluttum heiðnum trúarbrögðum sem hér á landi eru kynnt sem vísindaleg að- ferð til að losna við streitu og aðra sjúkdóma efnishyggju- þjóðfélagsins. Boðskapur þess- ara austrænu trúarbragða er f grundvallaratriðum f andstöðu við okkar kristnu trú og ef hann væri fluttur okkur um- búðalaust mundu eflaust fáir ganga í netið. Með því að gefa sig þessum kenningum á vald opna menn sig fyrir anda hindúismans. Þetta gerist oftast hægt, svo að viðkomandi veitir því varla athygli, en áhrifín leyna sér ekki þegar fram í sækir. Hinn indverski heimur, sem byggður er á kenningum hindúismans, ætti með allri sinni neyð, stétta- skiptingu — 90 milljónir Ind- verja, tilheyra t.d. hinni útskúf- uðu stétt- og afskræmdu sið- ferði að vera okkur sterk við- vörun um að selja ekki okkar kristna arf á útsölu. Um 98% íslensku þjóðarinnar vill standa innan kristinna safnaða. Höldum vöku okkar og vernd- um þennan arf. Glæðum hann og lífgum með iðkun trúarinnar á öllum sviðum hins daglega lífs. Á þennan hátt fáum við staðið vörð um siðferðilega og trúarlega heill þjóðarinnar. Við sem störfum fyrir — Ungt fólk með hlutverk — höf- um orðið áþreifanlega vör við alvarlegar afleiðingar iðkunar þessarar austrænu hugmynda- fræði. Afleiðingar þessar koma oft fram í andlegri örvæntingu er fólk tapar öllum áttum í niðaþoku þessara fræða. Góðir landsmenn! Látum ekki selja okkur innfluttan heiðindóm. Inngöngugjaldið í íslenska íhugunarfélagið er yfir tuttugu þúsund krónur og námskeið þess sem kenna á mönnum að fljúga kostar mörg hundruð þúsund. Islenska þjóð- in er í dag allra síst í þörf fyrir boðskap indverskra yoga eða gúrúa, vinnum heldur samtaka að endurnýjun kirkju landsins, því boðskapur Krists er eina raunhæfa leiðin til heilbrígðs lífernis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.