Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Askur— starfsfólk Veitingahúsið Askur óskar eftir starfsfólki til: /. AFGRE/ÐSLUSTARFA 2. UPPVASKS. Uppl. veittar á Aski, Laugavegi 28. ASKUR Laugavegi 28 Sudur/andsbraut /4 Starfskraftur óskast til skrifstofustarfa. Starfið felst í enskum bréfaskriftum, allskonar vélritun og símavörslu. Upplýsingar í síma 8301 8 milli 10 —12 næstu daga. Garri h. f. Langho/tsvegi 82. Skrifstofustarf Óskum eftir starfsmanni til skrifstofu- starfa (vélritun, símavarsla og fleira). Um- sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. merkt: „S — 4171" Ritari Opinber stofnun í miðborginni vill ráða ritara. Góð þjálfun i vélritun og kunnátta í íslenzku, ensku og einu norðurlandamáli æskileg. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf leggist inn á augld. Mbl. merkt. „Heilsdagsstarf — 41 74". Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti í réttarlæknisfræði við læknadeild Háskóla Islands er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur um prófessorsembættið skulu láta fylgja umsókn sinni itarlega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir þurfa að berast mennta- málaráðuneytinu. Hverfisgötu 6. Reykjavik fyrir 31 janúar 1978. Menntamálaráðuneytið, 23. desember 1977. Matsvein vantar á M B. Ólaf Toftum sem er að hefja línuveiðar frá Keflavík. Upplýsingar í síma 92-1566 Atvinna óskast Pípulagningameistari óskar eftir föstu starfi, margt kemur til greina. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „F — 5308" Skrifstofustarf Oðinber stofnun óskar að ráða starfs- mann nú þegar eða síðar. Þarf að hafa reynslu i vélritun og venjulegum skrif- stofustörfum. Hálfs dags starf kemur einnig til greina. Umsækjendur sendi nöfn sín með helztu upplýsingum til auglýsingadeildar Morgunblaðsins fyrir 5. jan. n.k merkt: Skrifstofa — 41 70" Símavarzla — vélritun Óskum að ráða sem fyrst, röskan starfs- kraft til að sjá um símavörzlu og vélritun. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121. Laus staða Dósentsstaða í stærðfræði í verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Dósentinum er einkum ætlað að starfa á sviði algebru eða rúmfræði eða á skyldum sviðum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Um- sóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um ritsmiðar og rann- sóknir svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. febrúar 1 978. Menntamálaráðuneytið, 21. desember 1977. Útgerðarmenn Fiskverkun á suðurnesjum óskar eftir netabátum í fiskviðskipti á n.k. vetrarver- tíð. Eigum netaútbúnað fyrirliggjandi. Þeir sem áhuga hafa, leggi inn uppl. á augld., Mbl. merkt: „Fiskverkun — 4053". Olafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar á afgreiðslu í Reykjavík. Sími 10100. ‘ Kristján Guðbjartsson: Brautryðjendur í sjálfstæðisbaráttunni í grein minni í blaðinu 24. des. um brautryðjendur í sjálfstæðis- baráttunni féll niður föðurnafn dr. Jóns Þorkelssonar þjóðskjala- varðar, og biðst ég velvirðingar á því og mun ég fara hér örfáum orðum um dr. Jón Þorkelsson. Þess skal getið að dr. Jón gekk yfirleitt undir nafninu dr. Forni og var það í virðingarskyni, svo og vegna þess að dr. Jón var manna fróðastur um sögu lands og þjóð- ar. Árið 1857 byrjaði Bókmennta- félagið á útgáfu Fornbréfasafns- ins og var Jóni Sigurðssyni for- seta falið að sjá um hana. Árið 1879 er Jón Sigurðsson forseti lést hafði verið gefið út fyrsta bindið af Fornbréfasafninu og náði það til 1264. Lá nú þetta verk niðri þar til dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður hóf það að nýju árið 1886. Vann dr. Jón sleitu- laust að þessu verki til dauðadags 1924 og hafði þá gefið út 10 bindi og langt kominn með undirbún- ing á því 11. sem er 12. bindið því eins og áður sagði hafði Jón Sig- urðsson forseti gefiö út 1 bindi. Árið 1881 bar Benedikt Sveinsson upp á Alþingi frumvarp um stofn- un háskóla hér á landi en fékk vitanlega ekki byr. Jón Þorkels- son studdi þetta dyggilega með skrifum í blað sitt Sunnanfara. Árið 1891 fékk Benedikt Sveins- son frumvarpið samþykkt í neðri deild, en efri deild felldi það. Árið 1893 var dr. Jón Þorkelsson kominn á þing, það sama ár var frumvarpið samþykkt sem lög frá alþingi, átti dr. Jón mikinn og góðan þátt í þeim úrslitum, meðal þeirra þingmanna og nokkurra manna utanþings, er þá í þingiok sendu út ávarp til þjóðarinnar að styðja mál þetta. Vetrarþingin 1909 og 1911 er dr. Jón sat voru einhver hin snörpustu er nokkru sinni hafa verið háð hér. Jón Þorkelsson Það er sagt að í dag sitji aðeins einn kapítalisti á þingi á íslandi og er það Jón G. Sólnes. Það má til gamans og fróðleiks geta þess, að móðir Jóns Guðmundssonar Sólnes var Hólmfriður Jónsdóttir, en Hólmfrfður var dóttir Jóns Þorkelssonar landspósts, langafa mins, er þessar línur ritar, en þeir voru bræður Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður og Jón Þorkelsson landspóstur og hétu sama nafni, en það var ekki óalgengt í þá daga. Það má segja að það sé margt líkt með þeim frændum dr. Jóni Þorkelssyni og Jóni G. Sól- nes, það hefur gustað um þá báða á þingi og utan þings, hafa báðir verið málafylgjumenn. Sjálfstæði þjóðarinnar verður að sitja í fyrirrúmi, það gerist aðeins með þvi að við séum sjálf- um okkur nóg af eigin vilja og mætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.