Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Bondarevsky í samtali við Mbl.: Slæmt sálarástand og úthaldsskortur — eru ástæðurnar fyrir slakri útkomu Spasskys i fyrri helmingi einvígisins við Kortsnoj Belgrad. 24. desember Frá Miroslav Milanovie. fréltaritara Mbl. „MEGINASTÆÐURNAR fyrir óförum Spasskvs í fyrstu tíu skákunum, voru slæmt sálar- ástand og aó vissu leyti skortur á líkamlegu úthaldi, þegar bar- áttan á skákhorðinu var löng og hörð,“ sagði sovézki stórmeist- arinn Bondarevskv, aðstoðar- maður Spasskvs, er fréttaritari Mhl. spurði hann, hverju hann kenndi slakan árangur Spasskys í fyrri helmingi ein- vígisins. Bondarevsky sagði ennfrem- ur, að núverandi einvígisfyrir- komulag keppninnar um áskor- endaréttinn í skák, hefði reynzt mjög erfitt fyrir keppendur og því væri ef til vill reynandi til að létta álagið að taka aftur upp fyrra fyrirkomulag; áskorenda- mót. „Keppnisskákin verður stöð- ugt harðari,“ sagði Bondar- evsky. „Áður fyrr leyfðu menn sér miklu meira í þágu sköpun- arinnar, en nú tefla menn fyrst og fremst af kaldri skynsemi. Vinningurinn er orðinn meira virði en skákin sjálf og þó þessi taflmennská bitni ekki á gæð- um skákanna, þá hefur hún að mínu viti sitt að segja til þess að frumleikann skortir. Nöfn hinna skapandi skákmanna hverfa í skuggann fyrir þeim, sem eru fyrst og fremst sigur- sælir.“ Bondarevsky benti á sem dæmi um þróunina, að nú hefðu skákmenn oft fleiri en einn aðstoðarmann, þegar mik- ið þætti liggja við, en áður fyrr hefðu reglur alþjóðaskáksam- bandsins aðeins leyft einn að- stoðarmann; einnig í einvígjum um heimsmeistaratitilinn. Þegar Bondarevsky var spurður álits á því, hvort harðn- andi keppni skákmanna hefði komið niður á íþróttaandanum, svaraði hann: „Persónulega get ég ekki séð að sjálfur keppnis- andinn hafi breytzt til hins verra. Ég tel, að okkar beztu skákmenn nú haldi hann ekki síður i heiðri en þeir sem á undan voru, þannig að ég sé engin hættumerki, hvað þetta snertir." Báðir keppendur í burtu frá skákborðinu. Nýstárleg sjón en næsta algeng nú orðið í einvígi þeirra Kortsnojs og Spasskys í Belgrad. Slakar heimarannsóknir eða jafnvægisröskun? Spassky náði fljótlega frum- kvæðinu í 10. skákinni og taldi aðstoðarmaður Kortsnojs, R. Keene, að staða Kortsnojs væri vonlaus á tímabili. En Spassky lék veikt framhaldið og missti peð í 37. leik. Hvfta peðið á g.3 þarfnast stöðugrar verndar og hvíti kóngurinn er skjóllftill. Svartur þarf hinsvegar að gæta sín á því að hvítur fái ekki yfirráð yfir a-línunni, þvf þá gæti peðið eða reiturinn á a7 orðið ákjósanlegur skotspónn. Ekki bar skákskýrendum sam- an um hvor stæði betur; t.d. taldi Margeir Pétursson í Morgunblaðinu að svartur stæði til muna betur en skák- skýrendur Þjóðviljans töldu lyktir óljósar. Erlendir skák- skýrendur töldu Spassky eiga góða möguleika á jafntefli. En við skulum nú sjá hvernig framhaldið tefldist. Biðstaðan úr 10. skákinni var þessi þegar Spassky, sem hafði hvítt, hafði leikið sinum 42. leik. Kortsnoj lék biðleik. 42. — Ha2, (Þetta var biðleikur Kortsnojs. Sá leikur sem mönn- um dettur fyrst í hug enda á Spassky ekki nema eitt svar við honum. Hinsvegar hefði 42. — He8 sennilega verið sterkari leikur). 43. Hb2 — (Kóngurinn má að sjálfsögðu ekki hreyfa sig því þá kæmi drottningin niður á reitinn h3 með óverj- andi hótunum) 43. — Ha4 (Kortsnoj má ekki fara í hróka- kaup því þá myndi hvítur ná yfirráðum á a-línunni eins og fyrr segir með ýmsum hótun- um) 44. Hg2?? (Þessum leik er óhætt að gefa 2 spurningar- merki því með honum snýst taflið skyndilega svarti í vil því nú gefur hann svarti tækifæri á að koma biskup sínum á virkari reit. Hvítur gat komið í veg fyrir þetta með t.d. Dc2 og undirbúið hrókakaup á a2. 1 fréttaskeyti til Morgunblaðsins eru erlendir skákskýrendur furðu lostnir á þessum mistök- um Spasskys. Átta dagar eru síðan þessi skák var sett í bið og keppendur hafa því haft góðan tíma til þess að kryfja stöðuna. Erfitt er að geta sér þess til hvort um er að ræða mistök í heimarannsóknum eða slæmri h'ðan hins fyrrverandi heims- meistara. 44. — Bb5! (Segja má að svartur hafi í einu vetfangi leyst vandamál sín varðandi a- línuna því þessi biskup tekur nú þar við miklu hlutverki) 45. Ha3 (Á þennan hátt vildi Spassky bjóða hrókakaup; hrókarnir hafa skipt um hlut- verk en svartur á öflugt svar) 45. — Ha6! (Hrókurinn færir sig um set í vald biskups sins) 46. Hxa6 — Bxa6 (Svarti biskupinn hefur nú ólíkt meiri athafnafrelsi en áður fyrir utan hið mikilsverða hlutverk að loka a-línunni. Hvítur getur nú ekki lengur hindrað innrás svörtu drottningarinnar eða Fyrrverandi heimsmeistari, Boris Spassky, sigraði landa sinn Viktor Kortsnoj í 12. ein- vígisskák þeirra I dag. Spassky, sem hafði hvltt vann eftir 38 leiki en þá féll Kortsnoj á tfma þar sem hann átti eftir að leika 3 leiki til að ná 40 leikja mark- inu á þeim tveimur og hálfum tíma sem hvorum keppenda er ætlaður. Þegar yfir lauk hafði Spassky greinilega betri stöðu. Kortsnoj Ieiðir enn keppnina, hefur hlotið 7,5 vinning en Spassky 4,5. Kortsnoj þarf því 3 vinninga til viðbótar til þess að bera sigur úr býtum f keppn- inni. Kortsnoj beitti enn einu sinni franskri vörn sem hann hefur ávallt beitt sem svari við kóngspeðsleik Spasskys. Eftir 15 leiki hafði Spassky fengið örlítið betri stöðu, en eftir fjögurra tfma setu vann Kortsnoj peð og virtist vera að rétta stöðuna við. Kortsnoj hafði hinsvegar eytt hálfri stundu meira af umhugsunar- tíma sfnum heldur en Spassky og hafði einungis 4 mínútur til ráðstöfunar fyrir síðustu 10 leikina. t miklu tímahraki beggja keppenda — Spassky hafði 50 sekúndur fyrir tvo síð- ustu ieiki sfna, lék Kortsnoj ónákvæmt og lenti í miklum erfiðleikum. Fallvísirinn á klukku hans féll áður en hon- um tókst að Ijúka 38. leik sfnum. opnun c-línunnar eftir b6 og hvíti biskupinn verður að hörfa). 47. Da3 — Hc8, 48. Ha2 — Ddl,49. Db2 — Dfl, Staðan eftir 49. leik svarts. I örfáum leikjum hefur svarti tekizt að snúa taflinu svo gjör- samlega viö að ótrúlegt er. Hvítúr er nánast ári gagnfæra með mjög veika kóngsstöðu og Tólfta einvígisskák Hvftt; B. Spassky Svart: V. Kortsnoj Frönsk vörn. 1. e4 — e6 2. d4 — d5 3. Rc3 — Bb4 4. e5 — c5 5. a3 — Bxc3 6. bx3 — Re7 7. Dg4 (Keppendur hafa komið á góðri reglu varð- andi byrjanaval sitt og þar er allt í föstum skorðum! Þannig hefur Kortsnoj ávallt beitt frönsku vörninni þegar Spassky hefur leikið kóngspeð- inu en Spassky hefur hins veg- ar reynt ýmsar leiðir frá og með 7. leiknum. Hann beitti til að mynda þessum sama sama leik i 2. skákinni; en beið ósigur eftir fjöruga skák) cxd4 8. cxd4!? (Enn bryddir Spassky upp á nýjum leik í þekktri stöðu. I annarri skákinni lék hann 8. Dxg7, sem er algengasti leikur- inn) Dc7 (Svartur hótar nú bæði skák á c3 sem vinnur hrók og ennfremur peðinu á c2 og við því er ekki nema eitt gott svar, nefnilega...) 9. Kdl! (Forseti FIDE, Max Euwe stakk upp á þessum leik fyrir um það bil 30 árum en í annarri leikjaröð: (í stað 8. cxd4) 8. Dxg7 — Hg8 9. Dxh7 — Dc7 10. Kdl sem oft hefur verið beitt með góðum árangri) 0-0 10. Rf3 — f6 11. Bd3 — Rf5 (Frumleg taflmennska Spasskys virðist hafa borið árangur núna því þótt hvíti kóngurinn sé á miðju borðinu er staða hvíts að öðru leyti sigurstrangleg og hefur allir hvitu mennirnir grípa skyndilega í tómt. Urvinnslan þarfnast engu að siður mikillar vandvirkni en Kortsnoj er fylli- lega vandanum vaxinn) 50. Db.3 — Dc4 51. Da3 (Spassky reynir að forðast drottningakaup í lengstu lög þar sem þau myndu auðvelda svarti til muna endataflið eftir 51. Dxc4 — dxc4) 51. — b6 (Svartur lætur til skarar skríða þótt hann tapi peði. Peðameiri- hluti svarts á drottningarvæng ríður nú baggamuninn) 52. Dxa6 (Eftir 52. Bxb6 — axb6 53. Dxa6 — Dxa6 54. Hxa6 — Kb7 vinnur svartur á b-peðinu aðuveldlega) 52. — Dxa6 53. Hxa6 — Kb7 (Þýðingarmikill millilcikur því annars fær hvít- ur gagnfæri eftir 53. — bxc5 54. eftir GUNNAR GUNNARSSON greinilega sett Kortsnoj út af laginu) 12. Dh3! (Hvítur hótar nú að sjálfsögðu g4 en eftir t.d. 12. . . . g6 13. g4 — Re7 14. exf6 er hvítur með ákjósanlega sóknarstöðu) Rc6 13. g4 — fxe5 14. dxe5 — Rxe5 15. Rxe5! (Hvitur mátti ekki leika 15. gxf5? vegna 15. — Rxd3 16. cxd3 — Dc3 og svartur hefur sterka sókn fyrir mann- inn) 15. — Dxe5 16. Hbl — Rh6 (Svartur neyðist til að skýla peðinu á h7 en með þessum leik splundrast svarta staðan og er sem rjúkandi rúst. Langt er síð- an Kortsnoj hefur fengið svona slæma stöðu eftir einungis 16 leiki) 17. Hel — Dc7 18. Bxh6 — gxh6 19. g5! (Enn leikur Spassky snoturlega. Eftir 19. Dxh6 — Hxf2 hefur svartur enn von þó staða hans sé mjög erfið. Ef nú 19. — hxg5 20. Hgl! og vinnur peðið aftur. 19. — e5 20. Dg3 — h5 21. Hxe5 — Bg4 22. Kcl dxc5 — Hxc5 55. Hf6) 54. Hal — bxc5 55. Hbl — Kc6! (Kortsnoj kann sitt fag! Hann fúlsar við hægfara leikjum eins og Ka8? Þar sem kóngurinn yrði harla atkvæðalitill og Ka6 bauð upp á fleiri skákir á a- línunni) 56. dxc5 (Þótt hvítur hafi unnið peð í svipinn er það skammgóður vermir, því að a- peð svarts, sem fyrrum var veiki hlekkurinn i stöðunni, er nú orðið að stórveldi og siglir hraðbyri i drottningarsæti) 56. — Ha8 57. g4!? (Spassky gerir nú örvæntingarfulla tilraun til að skapa sér mótspil) 57. — fxg4 58. Kg3 — a5 59. f5 — a4 60. Kf4 — a3 61. Kg5 — a2 62. Hal — Kxc5 63. Kf6 — Kd4 64. Kxf7 — Kxe5 65. f6 — Kd4 og hvltur gafst upp. Spassky gafst upp með því að stöðva klukk- una og undirrita leikjablaðið en yfirgaf síðan sviðið. Kortsnoj var þá staddur unni í sínu hvildarrúmi og þeir tókust því ekki í hendur eins og siður er. Eftir 11 skákir er því staðan 7.5 vinningur á móti 3.5 Kortsnoj í vil. Kortsnoj hefur unnið 5 skákir og gert jafntefli en ein- ungis tapað einni. 22. — Dg7 (22... Hf3? væri grófur afleikur vegna 23. He8 og hvitur vinnur drottninguna) 23. ‘De3 — Hf3 24. Dd4 — Hd8 25. Hb4 — b6 26. Be4 — Hxf2 27. h3 (í þessari stöðu tekst Spassky ekki að finna neitt öfl- ugt framhald og fórnar því peði til að flækja taflið. Báðir kepp- endur voru hér í miklu tima- hraki. Ef 27. Bxd5 — Kh8 28. Hc4 með hótuninni Hc7 á svart- ur svarið 28... Hfl 29. Kb2 — Hdl og svartur vinnur mann.) 27. Hfl 28. Kb2 — Bxh3 29. Bxd5 — Kh8 30. Dc3 (Svartur hótaði að leika 31. — Hdl) 30. — Hff8 31. Bb3 — Bf5 32. Hf4 — Hc8 33. Bc4 — Bg6 34. Hf6 — Hfe8 (Að sjálfsögðu ekki 34 . . . Hxf6? 35. gxf6 — Dxf6 vegna 36. He8 og vinnur hrók eða drottningu) 35. Hd5 — Hc7 36. Dd4 — h4 37. Bb3 — h3 38. Dh4 og hér féll Kortsnoj á tíma. Kortsnoj tókst að verjast í erfiðri stöðu en á kostnað klukkannar. Spassky tókst það ótrúlega að sigra þrátt fyrir allt mótlætið Framhald á bls. 18 Klukkan réð úrslitum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.