Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 17 fNmgtmÞIðtolfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar R itst jórnarf u lltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiSsla Auglýsingar Áskriftargjald 1 500.00 j lausasölu 80 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. ASalstræti 6. simi 22480. kr. á mánuði innanlands. 00 kr. eintakið. V erdbólgu- nefndin yiröum fyrir okkur tvær tölulegar stadreyndir, sem blasa viö sjónum, einfaldar og auöskildar. Þjóöhagsstofnun segir annars vegar að laun í landinu hafi haíkkað á árinu um 60%, í krónum taiiö, en hins vegar, aö kaupmáltur launanna hafi hækkaö um 8%. Við vitum öll aö hvor (veggja lalan er nærri lagi, því báöar koma heim og saman við áþreifanlegar staöreyndir launaumslags og útgjalda okkar. Þetta sýnir okkur, svo gliigglega að ekki veröur um villst, aö krónutala og kaupmáttur launa eiga ekki samleiö nema hvort tveggja eigi rætur í aukinni þjóöarframleióslu eða auknum þjóóartekjum. Ávísun í hækkuðum kauptöxtum, sem ekki er innstæóa fyrir í auknum þjóöar- tekjum, kemur einfaldlega fram f smærri krónum aö kaupgildi. Þessa einföldu staðreynd, sem öllum er auðskilin, má hins vegar klæöa í búning oröskrúðs og málalenginga, þann veg aö hún villi á sér heimildir og fari fram hjá sjónum og skilningi manna. Framleiðsla í landinu, sem fer á innanlandsmarkað, sem og hvers konar innlend þjónusta, hækkar í verðlagi sem svarar kaupgjaldsþró- un, ef ekki eru forsendur fyrir hendi til aö bera kauphækkanir meö öörum hætti. Þær verðhækkanir innlendra vara og þjónustu, sem þann veg eru til orðnar, rýra aftur kaupmátt launanna til samræmis við rekstrarstaðreyndir viökomandi atvinnugreina. Ööru máli gegnir með útflutningsframleióslugreinar, sem háöar eru markaðs- og verólags- þröun erlendis. Þær geta ekki velt hækkuöum rekstrarkostnaói út í verðlagió. Rekstrarkostnaður umfram söluandvirði framleiðslu hiýtur því að koma fram í taprekstri. Hækkað fiskverð og hækkað kaupgjald í frystiiðnaði stefnir því, með öðrum hækkunum rekstrarliða, í 5000 milljóna króna rekstrartap á komandi ári, samkvæmt úttekt á rekstrar- stöðu fiskiðnaðarins í Iandinu svo dæmi sé tekið af einni útflutnings- atvinnugrein. Þannig getur innlend verðbólga stefnt útflutningsfram- leiðslu og atvinnuöryggi í landinu í tvísýnu, svo ekki sé meira sagt, ef verðbólguhömlur haida ekki á komandi mánuðum og misserum. Samdráttur eða stöðvun í útflutningsgreinum segir fljótlega til sín á öllum sviðum þjóðarbúskaparins, ef til hans kemur, sem vonandi verður ekki. Ríkisstjörnin hefur náð mikilvægum áföngum á sviði ríkisfjármála, sem voru nauðsynlegar forsendur frekari árangurs í baráttu við verðbólguna og vanda efnahagslífsins. 1 fyrsta lagi hefur tekizt að ná hallalausum ríkisbúskap og að lækka hlutfall ríkisútgjalda af þjöðar- tekjum. I öðru lagi hefur tekizt að lækka verulega viðskiptahalla þjóðarinnar út á við. Að því er stefnt með nýjum fjárlögum og lánsfjáráætlun, að halda hallalausum ríkisbúskap, að lækka enn óhagstæðan viöskiptajöfnuð út á við og stöðva skuldasöfnun þjóðarinn- ar erlendis umfram bætta gjaldeyrisstöðu. Þessum markmiðum var ekki hægt að ná, með tvöföldun launakosfnaöar ríkisins á komandi ári, miðað við fjárlög líðandi árs, nema með verulegum samdrætti I ríkisframkvæmdum, aðhaldi I ríkisrekstri, nokkurri hækkun á skatt- heimtu og verðtryggðum skyldusparnaði á hærri laun. Matthías Á Mathiesen, fjármálaráöherra, sagði við lok fjárlagaumræðna á AI- þingi, að samdráttur I opinberum framkvæmdum á árinu 1978 yrði 9%, miðaó við líðandi ár, en hins vegar myndi aukinn kaupmáttur leiða til u.þ.b. 6% aukningar á einkaneyzlu. Segja má að afgreiðsla fjárlaga og lánsfjáráætlunar hafi á sinn hátt skapað bættar forsendur til að takast á við vanda verðbólgu og efnahagsmála. Þær forsendur verða þó því aðeins nýttar að samstaða náist I þjóðfélaginu um langtímaaðgerðir, til að hamia gegn verðbölgu og skapa jafnvægi I efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar. Þar duga ekki til einhliða ákvarðanir ríkisvaldsins, heldur þarf jafnframt til að koma samstaða þeirra þjóðfélagsafla, sem haft geta afgerandi áhrif á framvindu mála. Sérstök verðbólgunefnd, skipuð fulltrúum allra þingflokka og aðila vinnumarkaðar, starfar áfram I þinghléi og er ætlað að skila áliti I febrúarmánuði nk. Augu alþjóðar beinast nú að þessari nefnd, bæði vegna þess hvern veg hún er skipuð og hvert starfssvið hennar er. Það ríður á miklu að þessi nefnd gefifordæmi um samstöðu og vinnubrögð, þar sem heildarhagsmunir mega sfn meira en þröng flokks- eða stéttasjónarmið. Sjaldan — ef nokkru sinni — I þjóðarsögunni hafa jafn fáir menn haft jafn afgerandi tækifæri til að láta jafn mikið af sér leiða I þágu þjóðarvelferðar og þeir, er skipa þessa nefnd, er dregur nafn af stærsta vandamáli þjóðarinnar I dag. Chaplin Chaplin var vafalaust frægasti listamaður I heimi og e.t.v. frægastur allra samtíðarmanna. Varla er nokkur svo ungur, að hann hafi ekki heyrt nafns hans getið, né svo IIIa settur I lífsbarátt- unni, að hann hafi ekki einhvern tíma haft tækifæri til að hryggjast og gleðjast með þessum þekktasta trúð heimssögunnar. Hann var meist- ari þöglu kvikmyndanna og átti öðrum fremur þátt I að sýna mönnum og sanna hvílíkum möguleikum kvikmyndin bjö yfir, ekki sízt I sambandi við listsköpun. Hann er því einstæður brautryðjandi og övenjulegur listamaður, kannski frægasti listamaður I sögunni. Og það sem meira er: Chaplin á áreiðanlega eftir að lifa I framtíðinni I beztu myndum sínum. Hann er skemmtilegasta harmsagnapersóna sögunnar og I honum speglast þær tvær meginandstæður, sem eru forsendur lífs okkar allra: gleði og harmur. Enginn hefur komið I hans stað. Og enginn mun leika hlutverk Chaplins I mannlífinu, að honum látnum. Hann hefur jafnvel orðið að goðsögn. Charles Spencer Chaplin 1889-1977: Þessi mynd prýðir eitt af kortum þeim, sem Loftur Guðmundsson fékk frá Chaplin-fjölskyldunni. Myndin er tekin á áttræðisafniæli Charlie Chaplins. Hversdagsmaðurinn Charlie Chaplin ekki síður merkilegur LOFTUR Guðmundsson rit- höfundur mun einn af fáum tslendingum, ef ekki sá eini, sem hafði náin kynni af Chaplin-fjölskyldunni. Morgunblaðið innti hann eftir þessum kynnum og fer svar hans hér á eftir: Kynni mín af Chaplin- fjölskyldunni urðu fyrir hendingu suður á írlandi fyrir einum fjórtán árum, en hafa enst allar götur síðan fyrir stöðug bréfaskipti og önnur samskipti. Hinum mikla Iista- snillingi, Charlie Chaplin, hef ég ekki kynnst á annan hátt en þær milljónir manna sem nú kveðja hann með söknuði, en hversdagsmaðurinn Charlie Chaplin var ekki síður merki- legur. Loftur Guðmunds- son segir frá kynn- um sínum við Chaplin-fjölskylduna Einhverntíma var undirbúið að ég ætti viðtal við hann fyrir Morgunblaðið, en það dróst úr hömlu, og var það mín sök. Svo var það um seinan fyrir nokkr- um árum siðan, þvi að Sir Chaplin var útbrunnið skar, sem naut ástúðlegrar um- hyggju konu sinnar, Lady Oonu, dóttur nóbelsverðlauna- skáldsins, Eugen O’Neil. Hún var áratugum yngri en hann og fjórða eiginkona hans. Það kom í hennar hlut að létta honum byrðarnar þau ár, sem hann átti erfiðast á ævinni, og það gerði hún og æ síðan með slíkri ástúð og reisn, sem einungis mikil- hæfustu konum er gefið. Charlie Chaplin var fyrsti snillingur hins nýja listforms, kvikmyndarinnar, og tvimæla- laust enn sámesti snillingur, sem valið hefur sér það tjáning- arform. Hann átti við örbirgð að búa í æsku, og öll listsköpun hans var bein eða óbein máls- vörn fyrir lítilmagnann gegn ofurefli, kúgun og harðstjórn. Þar er nú einum talsmanni færra sem síst skyldi, og einu mikilmenni færra á sviði þess áhrifamikla lifsforms nútímans, sem nú virðist ekki eiga neinn í skarðið. Mitt I þessari ólgu kvæntist Chaplin árið 1 943 annarri ungri stúlku. Oonu O’Neill. 18 ára dóttur leikritaskáldsins Eugene O Neills. Chaplin var þá 52 ára og var O’Neill svo andvlgur hjóna- bandinu að hann gerði dóttur sína arflausa Hjónabandið var hins vegar sérlega hamingjusamt og þau eign- uðust 8 börn Oona annaðist eigin- mann sinn siðustu árin af einstæðri ást og umhyggju og vakti yfir honum svo til allan sólarhringinn slðustu vikurnar, sem hann lifði Hún var við banabeð manns síns ásamt 7 börnum þeirra er dauðinn sótti hann heim á jóladags- morgun Upp úr hneykslismálinu sem fyrr er frá greint fór að halla undan fæti fyrir Chaplin I Bandarlkjunum. Hann fékk á sig orð fyrir að vera róttækur lenti I erfiðleikum við skattayfirvöld og þegar ..kalda strlðið" hélt innreið slna versn- aði staða hans fyrir alvöru. Chaplin sætti mikilli gagnrýni fyrir að kynna Henry A. Wallace á útifundi og mót- mæla brottrekstri tónskáldsins Hanns Eislers úr landi, en Eisler hafði verið kommúnisti Dálkahöfundurinn West- brook Pegler fordæmdi hann og þing- maðurinn John E. Rankin, sem var hægrimaður frá Mississtppi. krafðist þess að Chaplin yrði rekinn úr landi á þeirri forsendu að starf hans væri hættulegt siðferðiskennd bandarlsku þjóðarinnar Hvatti hann til þess að myndir hans yrðu bannaðar i Banda- rikjunum til þess að bandarlskir ung- lingar fengju ekki að sjá „viðurstyggð" þeirra Árið 1952 var svo Chaplin óbeint rekinn úr landi. er honum var tilkynnt. þar sem hann var á leið yfir hafið til sumarleyfisdvalar i Bretlandi. að hann fengi ekki að snúa aftur til Bandarfkjanna nema hann gæti sannað „siðferðilegt gildi" sitt. Sár og móðgaður eyddi Chaplin þvi sem eftir var ævinnar i Evrópu og settist að á 38 ekra herrasetri i Vevey i Sviss. 1972 fékk hann þó nokkra upp- reisn æru i Bandarikjunum, eða Banda- rikin nokkra uppreisn æru hjá honum. er honum var boðið til Hollywood. þar sem bandaríska kvikmyndaakademian afhenti honum sérstök heiðursóskar- sverðlaun Hann kom eínnig til New York þar sem John Lindsey, þaverandi borgarstjóri sæmdi hann æðstu menningarorðu borgarinnar og hann heiðraður með margvisiegum hætti En þá var þessi mikli listamaður orðinn öldungur og gat ekkert annað gert en að brosa og hneigja sig er honum var þessi virðing sýnd Chaplin var ákaf- lega hamingjusamur með þessa heim- sókn og sagði þá, að er hann iiti til baka til fyrstu ára sinna i Bandarikjun- um sæi hann að þá hefði hann getað reynt allt, sem hann vildi, hann hefði verið frjáls Umrenningurinn En það var umrenningur Chaplins, sem gaf honum frelsið, hlutverkið, sem hann lék í aldarfjórðung við ótrúlegar vinsældir Snemma á Hollywood-árum slnum skrifaði Chaplin: „Allar mínar kvikmyndir eru byggðar í kringum mig í vandræðum og gefa mér þannig tækifæri til að reyna í örvæntingu að halda virðingu minni og alvarleik, sem venjulegur Iftill herramaður Þetta er ástæðan fyrir því að ég er alltaf, sama hvaða aðstöðu ég er f, að laga slifsið mitt, hattinn og halda í stafinn, þótt svo að ég hafi dottið beint á höfuðið ” Eitt af grundvallaratriðum flestra mynda Chaplins var virðuleiki. Um þetta sagði hann: „Maðurinn, sem hefur lent í einhverju skringilegu en neitað að viðurkenna að nokkuð hafi gerst og hyggst þannig halda virðingu sinni, er jafnvel enn hlægilegri en sá, sem verst liggur í því. Ég er svo viss um þetta atriði, að ég er alltaf að reyna að koma sjálfum mér í vandræði en ekki aðeins mér heldur einnig öðrum persónum myndarinnar, að flækja þær f mfn eigin vandræði. Þegar ég geri þetta reyni ég alltaf að fá sem flest hlátursköst áhorfenda út úr sem fæst- um atriðum Það er miklu betra að hlegið sé tvisvar að sama atviki, en tvisvar að tveimur atvikum Þessu náði ég t.d. í „Ævintýramanninum” Þá setti ég sjálfan mig ásamt ungri fallegri stúlku upp á svalir, þar sem við borðuðum ís. Undir svölunum sat virðuleg velklædd eldri kona við borð. Þegar ég borðaði ísinn lét ég stóra skellu detta úr skeiðinni niður víðu buxurnar mínar, niður af svölunum og á beran háls konunnar. Fyrst var hleg- ið. er ísinn datt ofan í buxurnar mínar vegna þeirra óþæginda, sem ég varð fyrir og síðan var hlegið, er klessan „Þekktasta, mannlegasta og ástsælasta sögnhetja kviknpdaima” ENGINN kvikmyndaleikari fyrr eða sfðar töfraði og heillaði heiminn eins og Charles Chaplin, tötradrengurinn frá Lundúnum, sem varð ódauðlegur listamaður fyrir hina frábæru, mannlegu og grátbroslegu túlkun á fangbrögð- um mannsins við örlög sin. í yfir 80 kvikmyndum, sem hann gerði á árunum 1914—1967 sem leikari, handritahöfundur og leikstjóri, túlkaði hann temað um litla manninn og baráttu hans f hringiðu örlaganna, þar sem ósigur hans var aldrei meir en svo að hann næði ekki að reisa sig við i þeirri von að næst myndi sér reiða betur af. Umrenningur Chaplins varð stöðugt fyrir aðkasti, en hann var hinn sfkurteisi almúgamaður, sem ætfð hélt virðingu sinni gegnum súrt og sætt og tókst oft á undra fimlegan hátt að sigra Golfata með örlftilli heppni og samspili við örlögin. Hann var umrenningur, að nokkru leyti trúður, heim- spekingur og þjóðfélagsúrhrak, sem stöðugt var f leit að ást og hamingu. „Fætur hans leyfðu ekki að hann fyndi hamingjuna," sagði Chaplin einu sinni og gaf þar með til kynna að ástarþrá hans hefði fremur verið leit að fjarlægum draumi en raunsærri von um varanlegt samband. Hann var viðkvæm sál, en vildi þó ekki meðaumkun. Charles Spencer Chaplin fæddist í London 16. apríl 1889, sonur leikara- hjóna og fyrsta hlutverkið lék hann á sviði, sem reifabarn f örmum móður sinnar. Hann var aðeins 7 ára, er hann varð virkur leikhúsmaður. Sem ungur drengur var hann í dansflokki, sem kallaðist „Lanchashiredrengirnir 8”. Síðar lék hann í revíum og ýmsum leikhúsum í Bretlandi, en það var í New York, er hann kom þangað 21 árs að aldri, að hann var uppgötvaður. Þetta var árið 1910, en til New York kom hann með revfu, sem hafði náð miklum vinsældum í Bretlandi Revfan gekk einnig vel í New York og var boðið þangað aftur tveimur árum síð- ar. Arið 1913 sá einn af útsendurum Keystone Comedies-fyrirtækisins Chaplin á sviði í New York, hreifst af þvf sem hann sá og gerði kvikmynda- samning við Chaplin, sem hann fékk 1 50 doilara laun á viku fyrir. Þar með steig Chaplin út á frægðarbrautina, sem gerði hann að auðugasta manni kvikmyndaiðnaðarins. Eftir að hafa leikið í nokkrum myndum. gerði Chapl- in árið 1917 samning við 1 st National Exhibitorsfélagið, sem tryggði honum 1 milljón dollara fyrir 8 kvikmyndir. tvær spólur hver mynd. Chaplin, skrif- aði handrit, lék, framleiddi og stjórnaði myndunum og árið 1918 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki. Charlie Chapl- in Film Corportation, sem síðar varð hluti af United Artist Corp. Meðal fyrstu mynda Chaplins má nefna „The Floor Walker,'* „The Fireman." „The Vagabond," „The Champion" og „A Dogs Life." Eftir að Bandaríkin gerðust aðili að heimsstyrjöldinni fyrri, gerði Chaplin hina frægu strfðsgamanmynd „Should- er Arms," (Axlavopn), sem kom á markaðinn 1918. Á eftir fylgdu Gullæðið. Fjölleikahúsið og Kona f París og árið 1921 sendi hann frá sér myndina „The Kid" með Jackie Coog- an, sem var upphafið að ferli Coogans og lyfti Chaplin á mun hærri skör sem leikara Talmyndirnar koma Þegar talkvikmyndirnar komu til sög- unnar árið 1927 varð alger kreppa i kvikmyndaheiminum og margar stjörn- ur þöglu myndanna fölnuðu á einni nóttu Bylting vofði yfir og æðstu menn kvikmyndaheimsins voru hver um sig ákveðnir i að ná forystu I talmyndagerð Mitt i öllum látunum stóð Chaplin óhagganlegur og lýsti þvi yfir að sér likaði ekki við talmyndir, hann teldi þær ekki nauðsynlegar né eftirsóknarverðar og vildi yfirleitt ekk- ert með talið hafa að gera. Hann sagði að grundvöllur skopleiks slns væri lát- bragðsleikur og Chaplin sjálfur hafði ætið ákaflega fáa texta með sinum myndum. Margir töldu að með þessu væri Chaplin að fremja sjálfsmorð sem lista- maður, en hann svaraði fyrir sig árið 1931 með „City lights," Borgarljós. Þetta var ekki talmynd, en hann notaði talrásina til að nota tónlist og hljóð við skopið Gifurlegur fjöldi kom til frum- sýningarinnar og myndin var arðbær- asta verk Chaplins fram að þeim tima Nútiminn sem frumsýnd var árið 1 936 var með sama hætti að öðru leyti en þvi að þar söng Chaplin. í þeirri mynd kom leikkonan Pauletta Goddard fyrst fram á sjónarsviðið. Fjórum árum slðar talaði Chaplin fyrst i kvikmynd I Ein- ræðisherranum, sem var háðsk ádeila á Hitler og Mussolini. Það var I fyrsta skipti. sem hann lék ekki umrenning- inn. Monsignor Verdoux, sem frum- sýnd var 1947, var fyrsta verk Chapl- ins, sem misheppnaðist og hlaut litla aðsókn í Sviðsljósi, sem frumsýnd var 1 952 lék hann alvarlegt hlutverk. Leik- konan Mary Pickford, sem stofnaði með Chaplin. Douglas Fairbanks og D.W Griffith fyrirtækið United Atrists árið 1919 sagði eitt sinn um hann: „Ég skil ekki hvers vegna Chaplin hætti við umrenninginn sinn. þvi að gegnum hann varð hann stórmenni á þvi að vera yfir heimsvandamálin hafinn." Síðar gerði Chaplin „A King in New York" og Countess from Hong Kong," en hvorug þeirra mynda er talin I hópi beztu verka hans. Stormasöm hjónabandsmál Fyrsta kona Chaplins var Mildred Harris Hún var 1 6 ára er hann kvænt- ist henni árið 1918, en þau skildu eftir tvö ár. Önnur kona hans, Lita Gray var eínnig 16 ára er hann kvæntist henni 1924 og þau eignuðust tvo syni i þriggja ára hjónabandi 1935 kvæntist hann síðan Paulette Goodard, en þau skildu eftir 6 ára hjónaband 1943 varð Chaplin aðili að miklu hneykslis- . máli, er 24 ára gömul kona, Joan Berry höfðaði faðernismál á henur hon- um. Að lokinni rannsókn var höfðað mál gegn honum fyrir siðferðisbrot, en hann var sýknaður eftir tveggja vikna stormasöm réttarhöld Faðernismálið hélt áfram og lauk með því árið 1 945, að kviðdómur úrskurðaði Chaplin föð- ur stúlkubarnsins Carol Ann, og skip- aði honum að greiða meðlag með hanni fram til 21 árs aldurs. lenti á hálsi konunnar, og miklu meira, er hún æpti og byrjaði að hoppa til og frá. Aðeins eitt atvik var notað og það kom tveimur manneskjum i vandræði" Þrá eftir fullkomnun Á fyrstu árum sinum i Hollywood réð Chaplin litlu um gerða mynda sinna, en eftir nokkur ár fékk hann full listræn yfirráð og lagði sig nær ofur- mannlega fram um að fullkomna hvert einasta atriði og eyddi stundum mörg hundruð fetum af filmu til að ná atriði Framhald á bls. 18 f „Axlavopnum" 1918 ..The Kid" með Jackie Coogan 1921 GullielIiB 1925 Nútlminn 1936 Einreðisherrann 1940 í New York 1972 með Oonu konu sinni. Með Oonu, 4 dætrum og syninum Christopher 1975. er Elizabeth II Englandsdrottning aðlaði hann. Chaplin meS Mary Pickford, Douglas Fairbanks og D W. Griffith 1919, er þau stofnuðu United Artists.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.