Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 t Móðir okkar og tengdamóðir. GYOA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Súðavik, Kleppsvegi 1 32, lést 25 desember i Borgarspitalanum Sólveig Magnúsdóttir, Vilhjálmur Alf reðsson, Kristrún Magnúsdóttir. Páll Jónasson t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir ÓLAFUR TÓMASSON, fulltrúi (fyrrverandi stýrimaður) Bergstaðarstræti 11 a. Reykjavik. andaðist að heimili sinu 26 desember 197 7 Benedikta Þorláksdóttir Ólafia Hrönn Ólafsdóttir. Sigurbjörn Valdimarsson. Gerður Ólafsdóttir. ÁsgeirM. Jónsson t Jarðarför unnusta mins, sonar okkar, bróður og tengdabróður AGNARS AGNARSSONAR Grjótagötu 14 b. Sem lést af slysförum 19. desember fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28 des kl 1 30 e h Inga Ólafsdóttir Margrét Sigmundsdóttir Agnar G uðmundsson systkini og tengdasystkini. t Móðir mín og tengdamóðir VILHELMÍNA K KRISTÓFERSDÓTTIR frá Vindási Landsveit. lést í Borgarspítalanum á jóladag KristóferB. Kristjánsson Stefanía Guðmundsdóttir Eiginmaður minn ÓSKAR SMITH pipulagningameistari lést 2 7 des Eggerdina Magnúsdóttir Smith. t Utför móður okkar. fósturmóður, tengdamóður og ömmu MARÍU JÓNSDÓTTUR Álfaskeiði 46 Hafnarfirði verður gerð frá Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði í dag kl 2 e h Blóm vinsamlegast afþökkuð. en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir Sigrún Rósa Steinsdóttir Einar Ólafsson Þórdís Steinsdóttir Gunnlaugur Guðmundsson Þorbjörg Halldórsdóttir Sigmar Guðmundsson og barnabörn. t Hjartkær eiginkona, móðir og amma okkar SIGRÍÐUR SVEINBJÖRNSDÓTTIR Barmahlíð 43 varð bráðkvödd á aðfangadagskvöld. Jarðað verður frá Dómkirkjunm 3 janúar kl 1 3 30 Ágúst Boðvarsson Gunnar H. Ágústsson Anna Bár Ágústsson Ágúst J. Gunnarsson Sveinbjörn S. Gunnarsson t Faðir okkar. fósturfaðir. tengdafaðir og afi, JÚLÍUS BJÖRNSSON GARPSDAL, andaðist að Landakotspítala 24 desember Jarðarförin ayglýst síðar Sigríður Júlíusdóttir Björn Júlíusson Halldór Jónsson tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar. SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR, frá Hofsttöðum, Garðabæ, lést i Sólvangi, 24 desember Dæturnar. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ANTON M. EYVINDSSON fyrrverandi brunavörður, andaðist 23 desember s 1 Börn. tengdabörn og barnabörn. Útför ELÍASAR J. PÁLSSONAR frá ísafirði fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag 28 desember kl 14 Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamleg- ast bent á líknarstofnanir Sveinn Elíasson Sveinbjörg Zophoniasdóttir Guðbjorg Kristjánsdóttir EinarE. Hafberg og barnabörn. + Móðir okkar HALLDÓRA KRISTÍN HELGADÓTTIR, andaðist að heimili sinu, Grænuhlið 6, að kvöldi 24 desember Gisli Hafliðason Kristinn Hafliðason + Sonur minn, bróðir og mágur SIGURGÍSLI KJARTANSSON, Völlum, Ölfusi, verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju fimmtudaginn 29 desember kl 1 30 Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl 12 Glslina Gísladóttir, Sigríður Kjartansdóttir, Björn Jónasson. Móðir okkar og tengdamóðir GUÐBJORG SNORRADÓTTIR, Bjarmalandi, Dalasýslu, verður jarðsungin frá Snóksdalskirkju, föstudaginn 30 desember kl 1 4 Bílferð verður frá B.S.Í. kl 7 30 Snorri Einarsson, Eina Guðjónsdóttir Hólmfríður Einarsdóttir, Magnús Kristinsson Þorsteinn Einarsson. + Eiginmaður minn KRISTJÁN BJARNASON, Skúlagötu 56. andaðistað heimili sinu 26 desember Sólveig Bjarnason + Útför föður míns og tendaföður ÓLAFSÞÓRÐARSONAR fer fram frá Fossvogskirkju i dag miðvikudaginn 28 desember kl 10 30 Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á að láta SÍBS njóta þess Jón Þ. Ólafsson Brynja Ingimundardóttir. t Dóttir mín MARGRÉT SNORRADÓTTIR Bollagötu 7 lést i Landspitalanum 25 desember Stefanía Stefánsdóttir — Minning Elias Framhald af bls. 19 kirkjurækinn. Hann var stofn- andi og loks heiðursfélagi í reglu Oddfellowa á Isafirði. Han var ræðismaður Dana á Isafirði um árabil og rækti það starf af þeirri prýði, sem hæfileikar þeirra hjóna og heimili þeirra gaf efni til. Ýmis trúnaðarstörf önnur í þágu félags- og menningarmála bæjarfélagsins voru honum falin. I öllu þessu stóð við hlið hans eins fallega og verið gat eigin- kona hans, frú Lára Eðvarðsdótt- ir. Þau giftust 8. júní 1918. Það hygg ég allra mál þar vestra, að ekki væru auðfundin samhentari hjón og betur einhuga en Láru og Elías. Og þótt stundum féllu skuggar vanheilsu húsbóndans og fleira heimafólks á veginn, varð fimmtíu og þriggja ára hjúskapur þeirra samfelldur hamingjudag- ur. Þau áttu að því jafnan hlut að skapa eitt elskulegasta og bezta heimilið á ísafirði um langan ald- ur. Þau bjuggu við góðan efnahag og fögnuðu rausnarlega vinum og gestum í fallegu heimili. Þar var bókakostur góður og annað það, sem til heimilismenningar horfir. Sú var ein þeirra frú Láru og Elíasar mikla gæfa, crg ekki minnst, að kjörsonur þeirra, Sveinn Elíasson nú bankaútibús- stjóri á HvolsveHi, reyndist þeim svo, sem fágætt má kalla. Yndis- legra samband sonar og foreldra hefi ég ekki séð. Um það réðu að sjálfsögðu uppeldisáhrifin miklu, heimilisandinn allur og góðra manna gerð. Af fósturdótturinni, Guðbjörgu Kristjánsdóttur, sem kom til þeirra nokkurra ára gömul,- og eiginmanni hennar og dætrum, höfðu þau Lára og Elías einnig mikla gleði. Skuldin var stór, en fagurlega hafa þau fóstursystkin- in goldið fósturlaunin. I heimilinu áttu systkin frú Láru, sem bæði dóu ung, og fleira frændfólk hennar mikið athvarf og mörg dvalarár. Allt var mann- dómslega gert af hendi þeirra heiðurshjóna. Frú Lára Eðvarðsdóttir andað- ist fyrir tæpum 7 árum. Varð Is- firðingum að henni mikill sjónar- sviptir, svo hafði glæsileg kona að allri gerð lengi skipað sinn sess I bæjarlífinu. Þeim mikla missi tók Elías Pálsson eins og við mátti búast af honum með rósemi hins fágaða manns og með öruggri heimvon aftur á fund hennar, sem hann hafði átt meira en hálfrar aldar hamingju með. Þrem árum síðar gekk hann frá málum sínum og eignum og flutt- ist til Sveins sonar sins, sem þá var bankaútibússtjóri á Akranesi, og seinni konu hans Sveinbjargar Zophoniasdóttur. Með honum, tengdadótturinni og sonarbörn- um tókst hið elskulegasta sam- band, og fallegri orð um tengda- föður en þau, sem hún lét falla við mig um Elías, er naumast unnt að segja. Elías Pálsson hlaut andlát hjá ástvinum sinum á Hvolsvelli eins friðsælt og fagurt og allur hans langi ævidagur hafði verið. I dag hlýtur lík hans leg við hlið frú Láru í gamla garðinum á Isafirði, þar sem margir minnast hans með virðingu og þakklæti sem eins elzta og ágætasta borgara bæjar- ins. Gefi Guð þér fararheill, góði vin, gamli Isfirðingur, og láti ræt- ast þær vonir þínar, sem þú full- treystir að rætast myndu við lok langrar og fallegrar ævi. Jón Auðuns ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagshlaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.