Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 25 fclk í fréttum + Á gler- og postulfnssýningu sem haldin var nýlega f Madrid var Sophiu drottningu afhentur þessi glæsilegi kristalsvasi sem búinn var til sérstaklega handa henni. Drottningin virðist harla glöð yfir gjöfinni. + Þýska vikublaðið „Neue Revy“ segist hafa það eftir áreiðanlegum heimildum að aftur sé fjölg- unar von hjá sænsku konungshjónunum f júnf á næsta ári. Blaðið segir ennfremur að þetta komi engum á óvart því konungshjónin hafi lýst því yfir að þau óski sér að eiga mörg börn og ekki sé ráðlegt að bfða lengi með það því Silvia verður 34 ára á Þorláksmessu. + Belgfsku konungshjónin voru nýlega í opin- berri heimsókn í Póllandi. Á flugvellinum í War- zjá tók Henryk Jablonski á móti þeim. + „Afsakið yðar hátign, má ég vera með?“ Það lítur helst út fyrir að Pierre Trudeau for- sætisráðherra Kanada ætli að Ieita skjóls undir regnhlífinni hjá Elísabetu drottningu. Enska drottningin er þarna viðstödd guðsþjónustu sem fór fram undir berum himni í Ott- awa. Að guðsþjónustunni lok- inni hélt Elfsabet ræðu þar sem hún hvatti Kanadabúa til að sýna samstöðu og einhug. Eins og kunnugt er hefur sam- komulagið ekki verið nóg og gott milli hins franska og enska hluta Kanada. + Það mætti halda að þetta væri tvfhöfðaður gfraffi, en svo er þó ekki. Ljósmyndarinn hitti á rétta augnablikið. Gír- affarnir standa svo nákvæm- lega hlið við hlið að búkarnir sýnast sem einn væri. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Tilboð óskast í jarðvinnu o.fl. vegna byggingar Þjóðarbókhlöðu við Birkimel í Reykjavík. Alls er um að ræða ca. 1 3000 rúmm gröft og spreng- ingu, ásamt skolplögn og girðingu. Verkinu skal lokið 1 . maí 1 978. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvk., gegn 10.000— kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1 0. jan. 1 978 kl 11 .00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 FLUGELDA- MARKAÐIR VÍKINGS Félagsheimilinu við Hæðargarð og Við Verzlunarmiðstöðina í Austurveri, Háaleitisbraut. OPIÐ MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS FRÁ KL. 10TIL 22. OG LAUGARDAG FRÁ 10TIL 16. Flugeldar í öllum gerðum og stærðum svo sem: Rakettur — Fallhlífarakettur — Tívolibombur — Jókerblys — Bengalblys Fallhlífablys — Fjölskyldukassar í þrem stærðum Innibombur með spádómum og fleiru. Stjörnuljós og ótal margt annað Kveðjið gamla árið og fagnið nýju með flug- eldum frá okkur. Heilbrigð æska er okkar starf Knattspyrnudeild Víkings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.