Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVlKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 29 í ■ 1 í u15 f = VELVAKANDI = SVARAR í SÍMA Í0100 KL. 10—11 ‘ FRÁ MÁNUDEGI ^VíVa yt/JSffnn-'aM'uu Það er sorglegt hversu þessar rauðhosur eru að reyna að eyði- leggja allt setn kvenlegt er, þeim hefur tekizt að útrýma öllum „kavalér-isma“ og jafnvel manna- siðum. Að þessar konur, sem ekki vilja heita konur, skuli vera haldnar svo mikilli minnimáttarkennd að þola ekki orðið kona eða stúlka er aumkunarvert, en að karlmenn- irnir skuli láta hafa sig að þeim erkiflónum er fara eftir þessu, það undrar mig. Lítið er lunga lóuþræls- unga þó er enn minna mannvit kvinna. Það ætti aldrei að láta konu stjórna „Kastljósi" né lesa þing- fréttir. F. Guðmundsd." Hér er ekkert verið að skafa af hlutunum og áreiðanlega vill ein- hver sem aðhyllist skoðanir „rauðhosa" tjá sig frekar í fram- haldi af þessu bréfi. í>essir hringdu # Duldar auglýsingar? (Jtvarpshlustandi: — Ég vil lýsa því sem skoðun minni að mér finnst orðið óþol- andi í nóvember og desember- mánuði þessi sífelldi lestur úr nýjum bókum, þannig að ekkert annað kemst að. Keyrir svo um þverbak að það verður að fella út næstum allt annað efni nema þá helzt auglýsingarnar. Þetta hefur færzt mjög í vöxt hin slðari ár og það er lágmark að halda eðlilegri dagskrá áfram, þvl þessi lestur er ekkert annað en frekleg auglýs- ingastarfsemi. Telji útvarpsráð eðlilegt að lesa úr nýjum bókum I jólabókaflóðinu hlýtur að duga að velja þær 10 — 15 bækur, sem teljast til bókmenntaviðburða. Að lokum má varpa þvl fram að það er ekki óeðlilegt að upplýsingar verði veittar um hversu mikill kostnaður útvarpsins sé við þenn- an ókeypis auglýsingaflutning. # Dagsetja þarf um- búðirnar Kona: — Ég sá I Kastljósi sjón- varpsins um daginn mikið þref um undanrennuna og ætla ég mér ekki að blanda mér I þá umræðu. En einu vildi ég koma á framfæri I sambandi við hana. Viku fyrir jól var keypt fyrir mig undan- renna og daginn eftir opnaði ég fernuna, en þá var undanrennan orðin súr. Mér finnst hart að þurfa að kaupa súra vöru á 100 kr. litrann, svo ég vildi koma þvi á framfæri við rétta aðila að um- búðirnar yrðu dagsettar. Mér finnst við eiga fullan rétt á að fara fram á það þar sem þessi vara er orðin svo dýr. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétrikjunum í fyrra kom þessi staða upp I skák þeirra Izmailovs og Vaisers, sem hafði svart og átti leik: • Frú — fröken — þéringar Kona heldur áfram og nú um annað mil: Mér finnst það mjög á reiki hvernig fólk skilur orðið fröken. Það hefur ailtaf tlðkast að skrifa frú eða fröken á umslög er til kvenna eiga að fara, en nú er svo að sjá sem menn séu að hætta því alveg. Kannski fara menn að skrifa „kraftur" þetta og hitt. Ég minnist i þessu sambandi greinar þar sem rætt var um fröken nokkra og endað á að segja að frökenin hefði verið ógift. Finnst mér þetta benda til þess að menn skilji vart lengur hvað orðið frök- en þýðir. Um þéringar vildi ég einnig fá að segja nokkur orð, en fyrir mörgum árum vann ég I 16 ár á skrifstofu og alltaf þéruðust allir og það var ekki fyrr en ég hætti að húsbóndi minn bauð mér dús. En þar sem ég hef verið vön þéringum á ég erfitt með að hætta þeim og mér finnst oft hjákátlegt að heyra ungt fólk reyna að þéra aðra, t.d. I útvarpi eða sjónvarpi. Það er þérað I einu orðinu og þúað I hinu. Og kannski I um- ræðuþætti er einn þéraður en annar þúaður. Þetta kemur skringilega út fyrir þann sem hlustar. Jafnvel kemur það fyrir að menn segja næstum þvl „Jón minn“ þegar ráðherrar eiga I hlut og finnst mér það fremur óviðeig- andi, a.m.k. er það svo um okkur sem erum vön þéringum. HÖGNI HREKKVISI Tæmdir þú allar hiilur? S\GeA V/ÖGA t ‘ÍILVE&4U UTSALA hefst í dag Nokkur dæmi um verðlækkun Terylenebuxur kvenna 4T9S^. 2.995 Denimbuxur kvenna no. 26—34 Trrsss. 2.995 Sloppar dömustærðir ■zrrss^. 2.995 Nóttkjólar dömustærðir 1.995 Náttsamfestingar dömu •zrrsssr- 1.995 Náttföt telpna "275957 1.495 Dömupeysur 999 Dömublússur 1.495 Barnabuxur denim 1.695 Munstraðar skyrtur herra 2749 1.495 Rúllukragapeysur herra rrs95. 999. Drengjapeysur 27995. 1.995, Stuttar nærb. herra 3S9, Stuttar nærb. drengja •3S0. 299 Terylenebuxur drengja 27990, 2.995, Náttföt herra ‘273‘7‘e-; 1.695, Mikið úrval af v/erksmiðjugölluðum Cannon hándklæðum á mjög hagstæðu verði Tilboðsverð á ýmsum matvörum og allt dilkakjöt á gamla verðinu HAGKAUP EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \\£l, 32... f3!, 33. Rxf3 — exf3!, 34. Hxd8 — Kxd8, 35. Hdl (Eða 35. gxf3 — Bxf3 + , 36. Kgl — Bd4+, 37. Kfl — Bg2, mát) fxg2+, 36. Kgl — Hxdl, 37. Dxdl — Hcl! og hvítur gafst upp. þ/, YipVnN ^ TJ ‘óVO^Vl VKK5RT rrv/^oK z * 9?06GL W. WNM m ^ ti m av av mm mm6.m \v ' MWMWU /-/#

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.