Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 5 Jón L. Arnason í öðru sæti — teflir líklega við Dolmatov í dag Gröningen, 27. desember. Frá Asgeiri Þ. Árnasyni. JÓN L. Árnason sigraði Tékkann Mokry í sjöttu umferð evrópu- móts skákmanna 20 ára og yngri í dag og hefur hann nú 4'á vinning. Dolmatov frá Sovétríkjunum hefur 4‘Á vinning og biðskák, en líklegt er að þeir Jón mætist í sjöundu umferðinni á morgun. Næstir Jóni með fjóra vinninga eru: Mokry, Uptown Skotlandi og Goodman Knglandi. Tefldar verða 13 umferðir og hlýtur sigur- vegarinn nafnbótina evrópu- meistari unglinga undir tvftugu og einnig hefur Álþjóðaskáksam- bandið ákveðið að sigur í motinu veiti alþjóðlegan meistaratitil. Skák Jóns og Mokry í dag var mjög spennandi. Jón fékk frjáls- ara tafl út úr byrjuninni og vann svo peð, en Mokry náði ýmsum möguleikum á móti. Hins vegar missteig hann sig illa, þegar hann reyndi að vinna peðið aftur og gafst upp eftir 40 leiki, þegar stutt var orðið í mátið. Biðskák Jóns og Foisor frá Rúmeníu úr þriðju umferð Iauk með jafntefli. Þeir þráléku báðir strax. Fjórða umferð var tefld á aðfangadag og vann Jón þá Franzoni frá Sviss. Sá siðarnefndi varð að láta drottninguna fyrir hrók eftir 23 leiki og var eftir- leikurinn auðveldur fyrir Jón, þótt Svisslendingurinn streittist við til fertugasta leiks. Annan dag jóla tefldi Jón við Goddman frá Englandi. Jón tefldi byrjunina mjög vel, vann peð í 16. leik og annað nokkrum leikjum siðar. Goodman gafst upp i 34 leik. Ármann Snævarr forseti Hæstaréttar DR. ÁRMANN Snævarr Hæsta- réttardómari hefur verið kjörinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 1978 að telja til ársloka 1979. Björn Sveinbjörnsson hæsta- réttardómari var kjörinn varafor- seti til sama tíma. Friðsamleg jól Akureyri, 27. desember. Á AKUREYRI voru jólin fögur og friðsamleg að vanda. Kirkjusókn var mikil við allar messur og hátíðarblær yfir bænum. Jólin urðu hvít þó ekki sé mikil fönn og veðrið var stillt og hreint, með vægu frosti. Allir vegir eru færir í nágrenninu en viðsjár- verðir hálkublettir hér og þar. Umferð hefur verið Stúlka slasaðist alvarlega ALVARLEGT umferðarslys varð á Kringlumýrarbraut rétt sunnan Sigtúns um eittleytið í fyrrinótt. 21 árs gömul stúlka varð fyrir bifreið með þeim afleiðingum að hún höfuðkúpubrotnaði og fót- brotnaði. Stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Leikfélag Kópavogs sýnir Snæ- drottninguna UM ÞESSAR mundir sýnir Leik- félag Kópavogs barnaleikritið Snædrottninguna en það er gert eftir ævintýri H.C. Andersens og er leikstjóri Þórunn Sigurðardótt- ir. Leikritið var frumsýnt hinn 13. desember s.l. og verður næsta sýning fimmtudaginn 29. des. kl. 17 og fer hún fram i Félagsheim- ili Kópavogs. óhappalaus að mestu og slysfarir hafa engar orðið svo vitað sé. Sv.P. Settur í starf deild- arstjóra MORGUNBLAÐINU barst i gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Landsbanka tslands: Þorkell Magnússon hefur verið settur til að gegna starfi deildar- stjóra ábyrgðar- og innheimtu- deildar bankans fyrst um sinn þar til öðruvísi verður ákveðið. Þorkell hefur undanfarin ár verið aðstoðarmaður bankastjórn- arinnar og var áður um árabil útibússtjóri Austurbæjarútibús. Jólaumferðin í Reykjavík: r Atta óhöpp vegna áfeng- is og lyfja UMFERÐARÓHÖPPIN urðu 34 í Reykjavík um jólin, að sögn Héðins Svan- bergssonar í slysarann- sóknadeild lögregiunnar. Ekki eru þetta fleiri óhöpp en venjulega yfir jólin en hitt vekur athygli, að átta þessara óhappa má rekja til neyzlu áfengis eða lyfja og er þetta ískyggi- lega hátt hlutfall að sögn Héðins. Kínverskt skip lestar ál í Straumsvík t STRAUMSVlKURHÖFN liggur kínverskt skip, Vuhua að nafni, og lestar 8 þúsund tonn af áli, sem Kínverjar keyptu í haust af Islenzka álfélaginu Kf. Skip þetta er 12 þúsund tonn. Það er einnig útbúið sem farþegaskip en engir farþegar eru um borð í þessari ferð. Hérna verður skipið í 2 vikur. Ljósm. RAX. Miklar breytingar fyrirhugaðar á starfsemi Norðurstjömunnar MIKLAR endurbætur eru nú fyrirhugaðar á húsnæði og vélakosti Norðurstörn- unnar hf. í Hafnarfirði og er ætlun forráðamanna fyrirtækisins að hefja Fögur jól á Húsavík Húsavik, 27. desember. EFTIR mikið amstur margra og mikla kauptíð í hinu bezta veðri í desembermánuði gekk hátíð friðarins, jólin, i garð á Húsavík i hinu fegursta veðri, logni og hreinvirðri, jörð alhvít, þó enginn teljandi snjór hér á láglendi og greiðfært um allt héraðið, og þetta veður hélzt báða jóladag- ana. Flugfélagið skilaði þeim jóla- gestum, sem hingað óskuðu að koma fyrir jólin, þó svo að sumir yrðu að leggja á sig næturferðir. Fréttaritari. Hafnarbúðir - Háskólakór Fimmtudaginn 22. desember 1977 komu góðir gestir í Hafnar- búðir. Voru þetta um 20 manns í kór Háskólans, sem komu hingað til að skemmta okkur starfsfólki og vistfólki. Þeir sungu fyrir okk- ur niörg lög við niikla hrifningu og ánægju okkar, sem á iilust- uðum. Ég vil ekki láta hjá líða að þakka þessu góða fólki fyrir þá gleðistund, sem það veitti okkur og jafnframt benda öðrum sam- tökum á að það væri vel þegið ef unnt væri að létta öldruöum æfi- kvöldið á svipaðan hátt. Þakka ykkur öllum. Friðrik Einarsson, dr. med. framleiöslu á nýjum sjávarvörum. Fyrirtækiö hefur leitaö stuðnings bæjaryfirvalda í Hafnar- firöi og hefur bæjarráö þegar samþykkt, að heim- iia fyrirtækinu gjaldfrest á fasteignaskuld þess til vors 1978 án dráttarvaxta. Pétur Pétursson for- stjóri Norðurstjörnunnar sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að enn væri ekki ákveðið hverjar breyt- ingar yrðu gerðar á rekstri fyrirtækisins, en ætlunin væri að hefja framleiðslu á fleiri tegundum sjávaraf- urða. Þá sagði Pétur, að Norðurstjarnan hefði legið með miklar birgðir af kipp- ers, en nú hefði tekizt að selja lagerinn til Banda- ríkjanna og verðið sem þar hefði fengist teldist þolan- legt. íslenzk matvæli hf. hafa nú tekið verksmiðjuhús- næði Norðurstjörnunnar á leigu til niðursuðu á hörpu- disk, að því loknu mun Norðurstjanan hefja niðursuðu á kippers og síð- an á loðnu. Er því verður lokið er ætlunin að hefja breytingar á húsnæði og tækjum. Krabbameinsfélaginu færðar 200 Krabbameinsfélagi Islands barst hinn 12. des. sl. stórgjöf að fjórhæð tvö hundruð þúsund krónur frá Valgerði Þórðardótt- ur, Grettisgötu 39 hér i borg. Gjöf- in er til minningar um ömmu hennar og alnöfnu, Valgerði Þórðardóttur, f. 18.09. 1848, og foreldra, hjónin Ingibjörgu þús. krónur Pálmadóttur og Þórð Jónsson. Var gjöfin afhent á 110. afmælis- degi Þórðar en hann var fæddur 12. des. 1867. Hann lést 1941. Félagið er að sjálfsögðu afar- þakklátt fyrir þessa stórhöfðing- legu gjöf. Fréttatilkynning. Fiskileitartækja ráð- stefna og sýning á Hótel Esju RÁÐSTEFNA um fiskileitartæki verður haldin á morgun, fimmtudag, á Hótel Esju og hefst kl. 13. Til þessarar ráHstefnu herur veriS boSið fjölda útgerSarmanna og skipstjóa viSs vegar aS af landinu. en annars ar hún opin öllum skipstjórum og útgerSarmönnum svo lengi sem hús- rúm leyfir. ÞaS er Simrad A/ S I Noregi og FriSrik A. Jónsson h.f. sem standa fyrír ráSstefnunni. en jafnhliSa henna verSur almenn sýning á SBmrad-fiskileitartækjum. Ráðslefnan hefst með ávarpi Erik Mustad forstjóra Simrad. þvi næst ræðir Ágúst Einarsson starfsmaður Landssambands isl útveqsmanna um á morgun stefnu og stöðu útgerðarinnar, Hjálmar Vilhjámsson fiskifræðingur ræðir um hafrannsókpir og fiskileit. Svavar Ármannsson starfsmaður Fiskveiða- sjóðs ræðir um fjármögnun fiskiskipa innanlands og Barði Árnason starfs- maður Landsbanka íslands ræðir um fjármögnun fiskiskipa. sem smíðuð eru erlendis Þá flytur Kári Jóhannésson starfsmaður F A O erindi um fiskileit — og rannsóknir á vegum F A O . notkun tækja o.fl. Að þvi loknu verða sýndar kvik- myndir og litskyggnur og verða skýringar fluttar með Síðan verða almennar umræður og fyrirspurnum svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.