Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Leikið gegn Norðmönnum í kvöld HM-hópurinn að taka á sig mynd — VIÐ LEGGJUM að sjálfsöjíðu mikla áherzlu á að sigra Norðmenn í þessum tveimur landsleikjum og teljum okkur eiga alla möguleika á að vinna þá, sagði Birgir Björnsson, formaður landsliðsnefndar, á fundi með fréttaniönnum í gær. Landsliðið, sem leikur þessa tvo leiki hefur enn ekki verið endanlega valið, en 14 manna landsliðshóp skipa eftirtaldir leikmenn: Kristján Sigmundsson, Víkingi. verður tilkynntur landsliðsmönn- Allan Simonsen fékk gull- knöttinn DAN'SKI knattsp.vrnusnillingur- inn Allan Simonsen var í gær valinn bezti knattspyrnumaður Evrópu af „France Football". Fær Simonsen „gullknöttinn“ en það eru eftirsóttestu verðlaun evrópskra knattspyrnumanna. í kosningu blaðsins fékk Allan Simonsen, sem er einn sterkasti leikmaður Borussia Mönchen- gladbach, samtals 74 stig. Á hæla honum komu þeir Kvein Keggan, Liverpool og Hamburg SV, með 71 stig og Frakkinn Michel Plat- ini fékk 70 stig. Roberto Bettega, Juvenuts, fékk 39 stig og Johan Cryuff 23 stig. Aðrir knattspyrnu- menn fengu mun færri stig í þessu kjöri. Allan Simonsen er 26 ára gam- ali og hefur skorað tæplega 50 mörk fyrir Borussia frá því að hann gerðist atvinnumaður með félaginu fyrir 4 árum. Aður lék hann með Vejle í Danmörku. IVIeð Borussia hefur hann orðið Þýzka- landsmeistari þrisvar sinnum og einnig unnið sigur í UEFA- keppninni með félagi sfnu. Gunnar Einarsson, Haukum, Jón Karlsson, Val, Geir Hallsteinsson, FH, Björgvin Björgvinsson, Víkingi, Árni Indriðason, Víkingi, Þorbjörn Guðmundsson, Val, Axel Axelsson, Dankersen, Gunn- ar Einarsson, Göppingen, Bjarni Guðmundsson, Val, Janus Guðlaugsson, FH, Jón Hjaltalin Magnússon, Lugi, Viggó Sigurðs- son, Víkingi, Ólafur Einarsson, Víkingi. Það vekur athygli að Einar Magnússon er ekki valinn til þessa leiks, en trúlega verður landsliðshópnum breytt á ný fyrir leikinn annaö kvöld. Þá er Axel Axelsson á ný meðal leikmanna landsliðsins og verður fróðlegt að sjá hvort hann og Björgvin Björg- vinsson „finna hvorn annan“ í leiknum en samvinna þeirra i gegnum árin er rnargrómuð. Reynt verður að semja við Norðmenn um að notaðir verði 13 leikmenn í leiknum i kvöld, en endanlegur landsliðshópur unum á æfingu í hádeginu i dag. Sá 16-manna landsliðshópur, sem fer til Danmerkur, verður endanlega valinn um áramótin. Þó enn séu nokkrir dagar til stefnu og ýmislegt geti breytzt, þá er það skoðun undirritaðs, að viðbót við þann hóp, sem skipar landsliðið í kvöld, bætist við þeir Ólafur Benediktsson og Einar Magnússon. Aðrir leikmenn, sem æft hafa af kappi með hópnum og fórnað miklum tíma fyrir lands- liðið verði að bíta í það súra epli að sitja heima. Þetta er eðlilega ekki anngð en spá og vissulega gætu merin eins og Þorbergur Aðalsteinsson tryggt sér sæti i landsliðshópnum og komið i stað einhvers þeirra, sem nefndur hefur verið hér að framan. Um Pál Björgvinsson var spurt á fundinum í gær og sagði Birgir Björnsson að iandsliðs- nefnd liti þannig á að annað hvort Jón Karlsson eða Axel Axelsson — eða jafnvel Þorbergur Aðal- steinsson fengi það hlutverk að koma í stað Geirs Hallsteinssonar sem stjórnandi í leik liðsins, ef Geir meiddist, hann þyrfti hvíld, eða vegna annarra orsaka. Páll væri þó enn í dæminu eins og aðrir í hópnum. Þeir handknattleiksmenn, sem enn eru í landsliðshópnum, en hafa ekki verið nefndir hér að framan eru Þórarinn Ragnarssoá, Þorbjörn Jensson, Birgir Jóhannesson og Jón Pétur Jóns- son — Okkur finnst við vera með mjög góðan landsliðshóp í höndunum, sagði Birgir Björns- son í gær. — Það leggja allir mikið á sig og æfa af kappi. 1 hverri stöðu eru fleiri en einn og fleiri en tveir góðir leikmenn og það er síðan okkar erfiða hlut- verk að velja úr hópirum sterka heild og það er ekki auðvelt. Landsliðsmennirnir fengu þriggja daga frí frá æfingum um jólin og um áramótin verða æfing- HM KOSTAR HSI 15 MILLJÓNIR KR. HANDKNATTLEIKSSAMBANDIÐ hefur áætlað að beinn kostnaður vegna undirbúnings og þátttöku íslenzka landsliðsins í heimsmeistarakcppninni nemi rúmlega 15 milljónum króna. Það segir sig sjálft, að það er mikið átak fyrir sérsamband eins og HSl að fjármagna keppni sem þessa. Sagði Sigurður Jónsson, formaður HSl, á fundi með fréttamönnum í gær, að HSÍ yrði nú sem endranær að treysta á velvilja unnenda íþróttar- innar, sveitarfélög og aðra aðila, sem áður hefðu veitt handknattleikslandsliðinu stuðning og síðast svo myndarlega, sem enn væri í fersku minni, við þátttöku íslands í b-keppni HM í Austurríki á síðasta vetri. Kostnaður venga þátttöku Islands í úrslitum heimsmeistarakeppninnar skiptist þannig: 1. Undirbúningsferðir: a) Ferð til V-Þýzkalands, Póllands og Svíþjóðar kr. 2.200.000 b) Aukalega vegna leikja í Noregi kr. 750.000 2. Aðrar ferðir: a) Vegna „útlendinga" b) Vegna könnunarferða 3. Kostnaöur vegna þjálfunar: a) Þjálfaralaun, boltakostnaður, húsnæði b) Boltar, æfingatimar og annar kostnaður 4. Þátttakan í HIVI: a) Ferðir b) Annar kostnaður 5. Vinnutap: Vinnutap leikmanna, akstur Heildarkostnaður vegna þátttöku i HM kr. kr. 1.200.000 700.000 kr. 1.300.000 kr. 1.600.000 kr. kr. 2.500.000 1.800.000 kr. 3.000.000 kr. 15.050.000 Ackermann valin A-ÞYZKA stúlkan Rosemarie Ackermann var kjörinn íþróttamaður ársins í Evrópu af 23 evrópskum fréttastofum, en það var pólska fréttastofan PAP, sem gekkst f.vrir þessu kjöri. Síðaslliðið sumar náði Ackermann frábærum árangri í hástökki og marghætti þá heimsmetið í greininni. Hlaut hún samtals 209 stig, en mögulegt var að fá 230. Voru 10 fréttastofur með hana í 1. sæti, en 9 í 2. sæti. Annar í þessu kjöri varð Austurríkismaðurinn Niki Lauda, en sovézki hástökkvarinn Vladimar Yaschenko varð þriðji. síðan komu Svíarnir Ingemar Stenmark og Björn Borg. Var þetta í 20. skiptiö, sem PAP-fréttastofan gengst fyrir slíku kjöri. Til að afla fjár upp í þennan mikla kostnað sagði Sigurður Jónsson að HSI væri að snúast í ýmsum hlutum til að fjármagna fyrirtækið. Sambandið væri án fasts tekjustofns og yrði því að leita á ýmis mið til að afla fjár. Þannig væri sambandið með happdrætti í gangi og yrði gert átak í að selja rníða á næstunni, einnig yrði sótt um fé til Afreksmanna- sjóðs ISl og síðast en ekki sízt sagði Sigurður að HSI myndi treysta á stuðning handknattleiksunn- enda, sveitarfélaga og stofnana, sem hefðu stutt HSÍ myndarlega vegna þátttöku landsliðsins i Austurríki á síðasta vetri. A fundi með HSÍ í gær afhentu Samtök íþrótta- fréttamanna HSÍ 250 þúsund krónur að gjöf. TVEIR STJÓRNENDUR — Jón II. Karlsson, fyrirliði landsliðs- ins, og Geir Hallsteinsson, Ivkil- maður í leik liðsins, ar felldar niður i tvo daga. Að öðru leyti hefur verið æft daglega frá því í byrjum desember og stundum tvisvar á dag. Fram til 16. janúar verður æft eftir mjög erfiðu „prógrammi" frá Janusi Cerwinsky og auk æfinga er ætl- unin að bæta 2—3 æfingaleikjum viö. Síðustu dagana áður en farið verður utan verða aöeins léttar íeikfimiæfingar, nudd og gufu- böð. t Noregi verða leiknir 2 leikir 21. og 22. janúar, en HM hefst síðan 26. janúar. Þá verður leikið gegn Rússum, 28. er leikur á móti Dönum og loks 29. á móti Spán- verjum. Síðan taka við leikir í 8-liða úrslitunum — ef fer að von- um HSÍ-manna og allra unnenda handknattleiks á Íslandi. Sagði Sigurður Jónsson í gær að almennt væri litið svo á að Danir og Rússar kæmust áfram úr riðl- inum, en Íslendingar og Spán- verjar sætu eftir. Sagðist Sig- urður hins vegar veía trúaður á „óvænt úrslit" og að island kæmist áfram. Er J anus Cerwinsky var spurður um þessa hluti áöur en hann hélt héðan sagðist hann hafa tröllatrú á að ísland sigraði Sovétríkin, en hins vegar aö Dan- irnir yrðu erfiðari. Meðal annars vegna þess að þeir lékju á heima- velli. Norska landsliðið kom til lands- ins síðdegis í gær og nöfn leik- manna Norðmanna eru. Morgan Juul, Björn Steive, Ole Gundem, Geir Röse, Kristen Grislingaas, Henning Riegel, Terje Halén, Jan Hauger, Geir Haugstveit, Hans Augested. Trond Ingebritsen. Knut Sveen, Audun Dyrdal. Dómarar i leiknum í kvöld verða þeir Gentz og Pritzkow drá A-Þýzkalandi. —áij URVALIÐ ALDREI FJOLBREYTTARA wBQaaaa ©.aíJiiaaaaa a? ANANAUSTUM. SIMAR 28855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.