Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 15 bandarlkjadollara eða jafnvirði þess í annarri mynt án þess að innstæðueigandi geri sérstak- lega grein fyrir notkun fjárins, enda fari úttekin fjárhæð sam- tals ekki umfram 5000 dollara á hverju almanaksári. Hyggist innstæðueigandi taka út hærri fjárhæð en að ofan greinir skal hann gera gjaldeyrisdeild bankans skriflega grein fyrir notkun fjárins. Gjaldeyrisdeild tilkynni gjaldeyriseftirliti Seðlabankans um reiknings- númer og eigendur þeirra reikninga, sem tekið er út af meira en 5000 dollarar á ári f gjaldeyri. Fé af innlendum gjaldeyris- reikningi er eiganda heimilt að nota án takmarkana til þess að greiða fyrir hvers konar inn- flutta vöru, sem frjálst er að flytja til landsins. Skal reikn- ingseigandi leggja fram inn- flutningsskjöl, áður en greitt er út af gjaldeyrisreikningi og áritar bankinn skjölin svo að tollafgreiðsla geti farið fram. Fyrirframgreiðslur umfram ofangreinda fjárhæð skulu til- kynntar gjaldeyriseftirlitinu. Einnig er heimilt að nota fé Bráðabirgðareglur um innlenda gi aldeyrisreikninga Seðlabankinn hefur gefið út bráðabirgðareglur um inn- lenda gjaldeyrisreikninga. Hér fara reglurnar I heild: Heimildir til stofn- unar reiknings Þeim aðilum, sem eiga eða eignast erlendan gjaldeyri, sem undanþeginn er söluskyldu til gjaldeyrisbanka samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 418 frá 30. nóvember 1977 um breyting á reglugerð nr. 79, 27. maí 1960, um skipan gjaldeyris- og inn- flutningsmála o.fl., er heimilt að leggja hann inn á reikning f erlendum gjaldeyri f Lands- banka Islands og Utvegsbanka lslands og útibúum þeirra. Undanþegnir söluskyldu á gjaldeyri eru þeir, sem eiga eða eignast hann fyrir annað en vöruútflutning, endurgreiðslur fyrir innfluttar vörur, þjónustu við og afgreiðslu erlendra skipa, flugvéla og ferðamanna, opinbera þjónustu og fyrir við- skipti við varnarliðið sbr. ákvæði greindrar reglugerðar. Heimild tii stofnunar inn- lends gjaldeyrisreiknings hafa því allir aðrir en taldir eru hér að ofan svo sem þeir sem eiga erlend vinnulaun og þóknanir, þeir sem eiga afgang af áhafna- og ferðagjaldeyri, þeir sem taka arf erlendis frá eða þeir sem flytja með sér fé við búferlaflutning til landsins. Þá er eigendum flutningatækja f millilandaflutningum, eigend- um fyrirtækja erlendis, svo og vátryggingarfélögum f erlend- um viðskiptum, heimilt að leggja tekjur í gjaldeyri á þessa reikninga, sem nota má til greiðslu á tilteknum útgjöldum f gjaldeyri. Ennfremur er heim- ilt að leggja inn á gjaldeyris- reikninga umboðslaunatekjur erlendis frá, sem nota má til innflutnings á frílistavörum. Stofnun reiknings Eigandi innlends gjaldeyris- reiknings skal vera eihstakling- ur, skráð félag eða fyrirtæki, opinber stofnun eða stofnun cða félag undir opinberu eftir- liti, og skal reikningur ætfð skráður á nafn eiganda. Utfyllt skal til þess gert um- sóknareyðublað, þar sem fram komi nafn reikningseigenda ásamt heimilisfangi og nafn- eða fyrirtækisnúmeri. Þegar stofna skal innlendan gjald- eyrisreikning fyrir barn eða ungling innan 16 ára aldurs skal umsóknin jafnframt bera með sér nafn, heimilisfang og nafnnúmer foreldris eða fjár- haldsmanns hans. Innlánsstofnun gefur út stofnskfrteini, sem staðfestingu fyrir opnun innlends gjald- eyrisreiknings. A stofnskírteini komi fram reikningsnúmer, reikningsgjaldmiðill, nauðsyn- legar upplýsingar um reikn- ingseiganda ásamt sérreglum, sem gilda um slfka reikninga. Gjaldeyrisreikningar skulu færðir f bandarikjadollurum, sterlingspundum, vestur- þýskum mörkum eða dönskum krónum. Við opnun reiknings lætur reikningseigandi eða foreldri hans eða fjárhaldsmaður, sé reikningseigandi yngri en 16 ára, innlánsstofnuninni í té rit- handarsýnishorn sitt, til þess að nota við samanburð við af- greiðslur er varða reikninginn. Innborganir Við innborganir á reikninga, sem fram fara f afgreiðslusal, skal nota til þess gerð eyðublöð, hliðstæð þeim, sem notuð eru við innborganir á tékkareikn- inga og vaxtaaukareikninga. Bréflegar innborganir og inn- borganir með bankamillifærsl- um eru einnig heimilar. Banki tilkynni reikningseiganda sér- staklega um innborganir frá þriðja aðila og um millifærslur inn á reikninginn. Innborganir með ávfsunum á erlenda banka taka vexti fjórtán dögum eftir að inn er lagt. Oski reikningseigandi að leggja inn gjaldmiðil, sem bankinn verslar með, annan en reikningsgjaldmiðilinn, skiptir bankinn á honum og þeim reikningsgjaldmiðli, sem við- skiptamaður óskar, miðað við kaupgengi þess gjaldmiðils, sem keyptur er og miðgengi reikningsgjaldmiðilsins. tJtborganir Útborganir geta aðeins átt sér stað samkvæmt skriflegum fyrirmælum reikningseiganda, sem að jafnaði skuli vera á þar til gerðum eyðublöðum. Gjaldeyrisdeildir bankanna afgreiða útborganir allt að 2500 af innlendum gjaldeyrisreikn- ingi án takmarkana til þess að greiða fyrir hvers konar erlenda þjónustu, þar með tal- inn ferða- og dvalarkostnað erlendis, enda geri reiknings- eigandi gjaldeyrisdeildum bankanna fullnægjandi skrif- lega grein fyrir tilefni og mót- takanda greiðslunnar sé hún umfram ofangreinda f járhæð. Eignafærslur til útlanda af innlendum gjaldeyrisreikningi umfram 2500 bandaríkjadoll- ara eða jafnvirði þess f annarri mynt eru háðar takmörkunum og fjallar Gjaldeyrisdeild bank- anna um allar umsóknir um hærri fjárhæðir. Veitir hún heimildir til greiðslu á hærri fjárhæðum í gjaldeyri en að framan greinir út af reikning- um vegna arfs, búferlaflutn- ings, langdvalar erlendis og annarra eðlilegra þarfa hins al- menna borgara samkvæmt nán- ari starfsreglum, sem settar verða. Þrátt fyrir ofangreind al- menn ákvæði um ráðstöfun inn- stæðufjár á innlendum gjald- eyrisreikningum skulu eigend- ur fslenskra flutningatækja f millilandaflutningum, þeir sem reka fyrirtæki erlendis, inn- lend vátryggingarfélög, sem endurtryggja erlendis og þeir, sem fá umboðslaun frá erlend- um aðilum, fara eftir sérákvæð- um reglugerðar nr. 418/1977 og giidandi reglum um takmark- anir á gjaldeyrisyfirfærslum við ráðstöfun fjár út af innlend- um gjaldeyrisreikningum, sem þeir eiga. Yfirfærsla af innlendum gjaldeyrisreikningi í fslenskar krónur er frjáls hvenær sem er, og skal farið með hana sem venjuleg gjaldeyriskaup. Við útborganir skal innláns- stofnun gæta nauðsynlegra var- úðarreglna, og þar á meðal skal undirskrift borin saman við rit- handarsýnishorn f vörslu stofn- unar og úttektarfylgiskjal skal áritað af til þess bærum starfs- manni, áður en útborgun fer fram. Utborgun skal að jafnaði fara fram með bankamillifærslu eða bankaávisun á nafn hins erlenda móttakanda greiðsl- unnar og með ferðaávfsunum á nafn reikningseiganda, maka hans eða barna. Utborgun f erlendum bankaseðlum og Framhald á bls. 21. Dr. Sturta FriSriksson afhendir Steindóri Steindórssyni heiðursverölaun verölaunasjóös Ásu Guömundsdóttur Wright Ljósm. Rax. Steindór Steindórsson hlýtur vidurkenningu úr Verðlauna- sjóði Ásu Guðmundsd. Wright STEINDÓRI Steindórssyni fyrrum skólameistara á Akureyri voru I gær veitt heiðursverðlaun úr Verðlauna- sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wríght, en sjóðurinn veitir á ári hverju viður- kenningu vísindamanni er unnið hefur afrek I þágu landsins á ein- hvem hátt. Dr. Sturla Friðriksson afhenti viður- kenninguna og gerði hann I ræðu grein fyrir tilurð sjóðsins, en hún er sú að á 50 ára afmæli Visindafélags ís- lands ákvað Ása Guðmundsdóttir Wright að afhenda félaginu fjárupp- hæð er nota skyldi til að stofna verð- launasjóð og var gjöf þessi til minning- ar um eiginmann hennar og venzlafólk. í stjórn sjóðsins nú eru dr. Kristján Eldjárn, dr. Jóhannes Nordal og dr Sturla Friðriksson. Dr. Sturla Friðriksson sagði að sjóðs- stjórnin hefði ákveðið að veita Stein- dóri Steindórssyni heiðursverðlaunin að þessu sinni fyrir þátt hans í rann- sóknum á gróðri landsins, sem hann sagði að væru á mörgum sviðum al- gjört brautryðjendastarf. Rakti hann námsferil og helztu störf Steindórs en hann hefur samhliða kennslu og síðar skólameistarastarfi á Akureyri unnið að margvislegum rannsóknum á gróður- fari landsins Hefur hann ritað bækur um það efni m.a Gróður á íslandi sem Sturla sagði að væri grundvöllur að gróðursögu landsins og undanfari vistfræðirannsókna. Steindór Stein- dórsson hefur einnig verið ritstjóri blaðsins Heima er bezt, þýtt bækur, m a. ferðabækur Eggerts og Bjarna og Olavs Olaviusar o.fl. Við athöfn i Norræna húsinu í gær voru Steindóri Steindórssyni afhent heiðursverðlaunin en þau eru 250 Framhald á bls. 18 Bilsby Skurvogne A-S IndustribakkuiT 1. Sengelöse. 2630 Taastrup. Danmark. Talsimi 09 -02-99 47 08 Starfsfólksvannar. skrifstofuvaKnar. ibúóarva^nar. geymsluvaKnar. hreinlætisvaunar. (i‘*(VfúsU»Ka biéjið um upplvsin^apésa._ ( D0DGE ASPERN 1978 Eigum til afgreiðslu fáeina DODGE ASPEN 1978 2ja og 4ra dyra, Bilarnir eru m.a sjálfskiptir, með vökvastýri, lituðu gleri og deluxe frágangi Tryggið ykkur glæsilegan lúxusbíl fyrir áramót Einnig nokkra CHRYSLER SIMCA 1307 og 1508 árg 1978. CHRYSLER SIMCA er einn vinsælasti fólksbíllinn hér á landi, enda er þetta bíllinn sem varð i fyrsta sæti i rally-keppninni i haust. Tryggið ykkur bíl úr sendingunnL sem var að koma Vökull hf. ÁRMULA 36 REYKJAVÍK Simi 84366

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.