Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 13 N jósnamál í Ty rklandi Ankara, Tyrklandi, 27. des. AP. HATTSETTUR embættismaður úr öryggisþjónustu Tyrklands MIT hefur verið handtekinn og grunaður um að hafa komið upp- lýsingum áleiðis til bandarískra og brezkra útsendara, að því er tyrknesk blöð skýrðu frá á mánu- dag. Dagblaðið Hurriyet I Istan- bul nafngreindi manninn og sagði hann heita Sabahattin Savasan, fyrrverandi hershöfð- ingja, og meðal hæst settu manna í MIT. Að sögn blaðsins er Savasan gefið að sök að hafa komið uppiýs- ingum áleiðis til CIA um stefnu Tyrklands í Kýpurmálinu og stefnu Tyrklands varðandi banda- rískar herstöðvar í Tyrklandi. Mörgum herstöðvum Bandaríkja- manna var lokað í hefndarskyni fyrir vopnasölubann sem Banda- ríkjamenn settu á Tyrkland. Fjölskylda Savasan hefur stað- fest fregnir um handtöku hans en af opinberri hálfu hefur ekkert verið um njósnamál þetta sagt. V antrauststillaga á Tyrklandsstjórn Ankara, 27. des. AP. Reuter. ÞING Tyrklands ákvað í dag með miklum meirihluta að taka til meðferðar á fimmtudag van- trauststillögu á minnihluta sam- steypustjórnina og ganga þar með skrefi nær því að koma Suleyman Demirel frá völdum. Lfklegt er talið að vantrauststil- lagan verði samþykkt, en búist er einnig við snörpum orðaskiptum um hana í umræðunum sem hefj- ast á fimmtudag. Vantrauststillagan sem komin er frá Þjóðveldisflokknum gagn- rýnir stjórn Demirels fyrir að vera óstaðföst, sundruð og óábyrg. Var tillagan borin upp er stjórnin hafði tapað meirihluta sínum i neðri deild þings Tyrk- lands, en margir þingmenn Rétt- lætisflokksins, flokks Demirels, hafa sagt sig úr flokknum að undanförnu. Er valdajafnvægið í deildinni nú i höndum 14 sjálf- stæðra þingmanna, en 11 þeirra hafa nýverið sagt sig úr flokki Demirels. 1 umræðum sem urðu er tillag- an var borin upp sagði Suleyman Demirel að ekkert nýtt kæmi fram i henni og tillagan sýndi bezt sjálf fram á hversu óábyrgur Þjóðveldisflokkurinn og stjórnar- andstaðan væri. Sagði hann og að stjórnarandstaðan hafði engar áætlanir um lausn þess efnahags- vanda sem nú steðjar að landinu. ■ ■■ ’ ERLENT, Sagði Demirel að spurningin sem skipti máli væri ekki hvort stjórn hans færi frá, heldur hvað tæki við af henni. Sagði hann efna- hagsvandræðin ekki leyst eingöngu með þvi að skipta um stjórn eða með „lýðæsingi". Howard Hawks er látinn Hollywood, 27. des. AP. HOWARD Hawks kvikmynda- leikstjóri, sem gat sér mikla frægð fyrir ýmsar mynda sinna, lézt I Hollywood á mánudags- kvöld 81 árs að aidri. Meðal mynda hans var „To have and have not“, Red River og fjöldi annarra. Hawks gat sér orð i Hollywood fyrir um það bil hálfri öld með handritinu að „Tiger Love“ en síðan snéri hann sér einkum að kvikmyndastjórn. Hann varð sér- staklega þekktur fyrir stjórn á ýmsum kaldranalegum myndum, þar sem hörkuleg karlmenni á borð við John Wayne, Humphrey Bogart og Kirk Douglas léku aðal- hlútverk. En hann sýndi síðar á sér nýjar hliðar og kimilegri, m.a. með myndunum „Bringing up baby“ með Cary Grant og Katharine Hepburn og enn síðar með mynd Marilyn Monroe „Gentlemen prefer Blondes". Sið- asta myndin sem Hawks stjórnaði var „Rio Lobo“ gerð árið 1970, með John Wayne i aðalhlutverki. Þetta gerðist AP, 28. dcsember. 1976 Hua Kuo-Feng formaður kommúnistaflokks Kína sagði aðalviðfangsefnið 1977 vera að „hrista upp“ í flokknum og skipan sveitarstjórna. 1975 Tilraunir til að bjarga 372 innilokuðum nánamönnum i Norðaustur-Indlandi mistókust. Allir hinna innilokuðu létu líf- ið. 1974 Vinstrisinnaðir hryðju- verkamenn í Nicaragua rudd- ust inn i veizlu sem haldin var til heiðurs sendiherra Banda- ríkjanna i Managua. Drápu hryðjuverkamennirnir þrjá verði og tóku í gíslingu nokkra háttsetta Nicaragua-menn. 1973 Geimafararnir í banda- rísku geimvisindastöðinni Sky- lab ljúka fyrri hluta 84 daga dvalar sinnar í geimnum. 1972 Fjörir arabískir hryðju- verkamenn halda 6 mönnum í gislingu i 19 klukkustundir i sendiráði ísraels i Bankok á Thailandi, en flýja siðan til Kairo er þeir höfðu sleppt gísl- unum. 1971 Bandarikjamenn láta fleiri sprengjum rigna yfir Norður-Vietnam en þeir hafa gert í einni árás í þrjú ár. 1970 Herdómstóll á Spáni dæm- ir sex Baska til dauða. 1968 ísraelskir hermenn ráðast inn á flugvöll í Beirút og eyði- leggja þar 13 flugvélar. 1950 Kínverskar hersveitir fara yfir 38 lengdargráðu í Kóreu. 1948 Nokrashy Pasha, forseti Egyptalands, er myrtur. 1942 Japanskar flugvélar sprengja borgina Kalkutta á Indlandi i loft upp i heimsstyrj- öldinni siðari. 1908 Jarðskjálfti veldur mikl- um skaða i Suður-Kalabriu á Italiu og Sikiley. 1836 Spánn viðurkennir sjálf- stæði Mexikó. 1694 Maria II Englandsdrottn- ing lézt. ugeldum fráokkur Flugeldar - blys - gos - sólir - stjörnuljós SKIPARAKETTUR - SKIPABLYS - TIVOLÍBOMBUR OG INNIBOMBUR MEÐ LEIKFÖNGUM OG SPÁDÓMUM REYKJAVÍK: ÚTSÖLUSTAÐIR: KÓPAVOGUR: Skátabúöin, Snorrabraut Volvosalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Straumnes, Breiðholti Seglagerðin Ægir, Grandagarði Hagabúðin, Hjarðarhaga. Við Kjötmiðstöðina, Laugalæk Við Hreyfilsstaurinn, Árbæjarhverfi Tryggvagata, gegnt Tollstöðinni Nýbýlavegi 2 Skeifunni, Smiðjuvegi Skátaheimilinu Borgarholtsbraut Leikskólanum v/ Vörðufell SUÐURNES: Skátaheimilinu Njarðvík Kjörbúð Kaupfélagsins Njarðvík Saltfiskverkun Rafns HF. Sandgerði Vogabær Vogum GARÐABÆR: íþróttahúsið v/Blómabúðina Fjólu AKUREYRI: Ferðaskrifstofunni v/ Geislagötu Skipagötu 12 Söluskúr v/ Hrísalund Söluskúr v/Höfðahlíð ÍSAFJÖRÐUR VESTMANNAEYJAR: Kaupfélagshúsinu Hólagötu 28 Skólaveg 4 Reyni v/ Bárugötu HVERAGERÐI: Hjálparsveitarhúsinu BLÖNDUÓS: Skátaheimilinu Hjálparsveit skáta Blönduósi smsíf Fjölskyldupakkarnir eru 10% ódýrari - Þeir kosta 2500 kr. - IK»T» MHM 4000 kr. og 6000 kr.. í hverjum fjölskyldupakka er leiðarvísir um meðferð skotelda - inn í 10 slíka leiðarvísa höfum við sett 20 þúsund króna ávísanir. Það borgar sig að gæta vel að leiðarvísinum, hann færir öllum aukið öryggi - og 10 manns tmsm þar að auki 20 þúsund krónur. OPIÐ TIL KL. 10 Á HVERJU KVÖLDI 'j+l Flugeldamarkaöir jáö Hjálparsveita skáta Géí B Bjórnsson I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.