Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. DESEMBER 1977 Neskaupstaður: Lognið svo mikið að kerti loguðu í kirkjugarðinum Neskaupstað, 27. des. VEÐUR um jólin var hér eins fagurt og það getur orðið á þess- um árstíma. Algjör stilla var, hiti rétt fyrir ofan frostmark og eng- inn snjór í byggð, nema hvað smá- snjóföl kom að kvöldi annars í jólum. Lognið yfir jóladagana var — VR Framhald af bls. 32. það fólk, sem heyrir undir Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur búi við sömu kjör i staðfestum samningi og aðrir og hafa fengið sína launahækkun á grundvelli upplýsinga frá vinnuveitendum sjálfum sagði Guðmundur. — Risaflaug Framhald af bls. 1 það mundi draga úr möguleikum á nýjum samningum um vopna- búnað ef „cruise“-flaugum eða nevtrónusprengjum yrði komið fyrir i framlínustöðvum Banda- ríkjamanna í Evrópu eða banda- manna þeirra í álfunni. Rair Simonyan hershöfðingí tók fram í grein í flokksblaðinu Pravda að þetta mætti ekki túlka sem veikleikamerki því Rússar létu hvorki hræðast af cruise- flaugum né nevtrónusprengjum. Áður hefur Leonid Brezhnev for- seti varað við því að Rússar kunni að neyðast til að fara að dæmi Bandarfkjamanna og smíða nevtrónusprengju. — Gjaldeyrir Framhald af bls. 32. ur í bönkum og spariskirteini rikissjóðs, svo sem reglur um framtal og skattskyldu. Ekki verða gefnar út sparisjóðsbækur, heldur fá innstæðueigendur í hendur stofnskírteini í upphafi og reikningsyfirlit árlega eins og tíðkast með ávísanareikninga og vaxtaaukareikninga. Innborganir og útborganir af reikningunum munu fara fram í gjaldeyrisdeild- um bankanna, en ekki í spari- sjóðsdeildunum. Bankarnir taka við erlendum seðlum, bankaávísunum og ferða- ávísunum, sem menn óska að leggja á reikningana, en einnig er hægt að fela erlendum banka að færa fé beint inn á reikning í innlendum banka. Útborganir mun einkum fara fram með bankamillifærslum, banka- og ferðaávísunum og minni upphæð- ir í seðlum. Að sjálfsögðu verður einnig hægt að yfirfæra fé af gjaldeyrisreikningi i íslenzkar krónur hvenær sem er. Tekið er á móti innstæðum í fjórum gjaldmiðlum, þ.e.a.s. Bandaríkjadollurum, vesturþýzk- um mörkum, sterlingspundum og dönskum krónum. öðrum frjáls- um gjaldeyri, sem bankarnir verzla með, verður skipt yfir í einhvern hinna fjögurra gjald- miðla, áður en féð er lagt inn. Vaxtakjör verða ákveðin af Seðla- bankanum og fara eftir þeim kjörum, sem bankarnir geta ávaxtað innlánsféð á, og er gert ráð fyrir, að vextir verði 5% á ári, nema í mörkum, þar sem þeir verða sennilega 2%. Vaxtatil- kynning verður gefin út fljótlega upp úr áramótum. Kostnaður eða gengismunur er ekki tekinn, þeg- ar fé er lagt inn, en venjulegur bankakostnaður verður tekinn af útgefnum bankaávísunum og ferðaávísunum, og við millifærslu til erlends banka. Seðlabankinn hefur í samráði við viðskiptaráðuneytið og gjald- eyrisviðskiptabankana sett sér- stakar reglur um innlenda gjald- eyrisreikninga og munu þær liggja frammi í gjaldeyrisdeildum bankanna.“ svo mikið að fólk lét loga á kert- um í kirkjugarðinum. Bærinn var mikið skreyttur yfir jól og sennilega aldrei jafnmikið og nú. Messað var alla jóladagan og var kirkjusókn fádæma mikil. Tvö stór jólatré prýða nú bæinn, stendur annað við kirkjuna, hitt við félagsheimilið. — ísraelsmenn Framhald af bls. 1 ágreinings um Palestínumálið. Hann kallaði leiðtoga Palestínu- manna mestu óvini Palestínu- manna og kvað 98% Sýrlendinga sammála sér. Hann kvað Gaddaffi Lýbíuleiðtoga brjálaðan mann sem PLO-menn fylgdu að málum og kvað Yasser Arafat sitja á fundum með leiguþýjum og morð- ingjum eins og Georg Habbash. Jafnframt er sagt í Jerúsalem að Ezer Weizman landvarnaráð- herra hafi tjáð þingmönnum á einkafundi að ísraelsmenn mundu ekki gera meiri tilslakanir á vesturbakka Jórdan og Begin hafi tekið skýrt fram á fundinum með Sadat að tilboð Israelsmanna um takmarkaða heimastjórn Palestínumanna væri lokaboð þeirra. Weizman kvað viðræðurnar hafa verið árangursríkar og kvaðst telja að Sadat vildi frið og að skapazt hefðu aðstæður sem mundu leiða til lausnar. „Þar sem horfur eru á friði verðum við að vera fúsir að taka áhættu," sagði hann. Hann hvað ísraelsmenn hafa fallizt á vfðtækar tilslakanir á Sinaiskaga. Hann sagði að Egypt- ar hefðu lýst því yfir að þeir teldu ekki Frelsissamtök Palestinu (PLO) eina fulltrúa Palestínu- manna. Moshe Dayan utanríkisráðherra var ekki viðstaddur sérstakan stjórnarfund sem var boðaður til að kynna árangur viðræðnanna og það kom á kreik orðrómi um að hann hefði farið úr landi í leyni- legum erindagerðum. Begin forsætisráðherra vísaði jafnframt á bug fréttum um ágreining milli hans og Dayan, sem fjarvera Dayans hefur ýtt undir. Dayan á það til að hverfa án skýringa. I Kaíró var sagt að egypzkir embættismenn ynnu að gagntil- lögum um friðsamlega lausn eftir Ismailia-fundinn og að þær yrðu lagðar fyrir tvær sameiginlegar nefndir Egypta og Israelsmanna: stjórnmálanefnd sem fundar í Jerúsalem og hermálanefnd sem fundar i Egyptalandi. Gert er ráð fyrir því að fundir nefndanna hefjist um miðjan janúar. Karió-fundi Egypta, Israelsmanna, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna hefur verið frestað meðan nefndirnar reyna að ná samkomulagi um friðsam- lega Iausn í smáatriðum og is- raelska sendinefndin hélt heim- leiðis í dag. Jafnframt s§gði talsmaður PLO í Beirút að palestínskir byltinga- mann hefðu skotið til bana palestínskan starfsmann israelska menntamálaráðuneytis- ins á vesturbakkanum og stuðn- ingsmann Sadats, Hamdi Khadi og hann varaði aðra „samverka- menn“ við sömu örlögum. PLO og sýrlenzka stjórnin gáfu út yfirlýsingu í dag þar sem boð- uð er harðnandi barátta gegn stefnu Sadats. Blöð í Kuwait, Jórdaníu, Saudi Arabíu og Kuwait hvöttu til nýrrar sam- stöðu Araba vegna óhagganlegrar afstöðu ísraelsmanna i Palestínu- málinu. Helmut Schmidt kanslari kom í dag til Kaíró til viðræðna við Sad- at 'um friðartilraunirnar í Mið- austurlöndum og Sadat kvað gagnlegt að tala við hann i kjölfar Ismailia-fundarins. Allur floti Norðfirðinga er nú í höfn og fer vart til veiða á ný fyrr en eftir nýár, þegar þorskveiði- banni verður aflétt. Norðfirzkir sjómenn verða með sína árshátið i kvöld, og er hún kölluð „veiði- gleði“. Er reiknað með að fjöl- mennt verði þar. Ásgeir I Washington lagði bandariska utanríkisráðuneytið áherzlu á að líta bæri á Ismailiafundinn sem lið í þróun sem miðaði að heildar- lausn, og kvaðst ánægt með að viðræðum yrði haldið áfram. — Uppgjör Framhald af bls. 1 hafa sagt sig úr nefndinni til að mótmæla þeirri ákvörðun Reddis að reka Devraj Urs, yfirráðherra i Karnataka-fylki, úr flokknum, einn helzta stuðningsmann frú Gandhis, fyrir starfsemi fjand- samlega flokknum. I hóði stuðningsmannanna sem sögðu af sér eru Kamlapati Tri- pathi fyrrverandi járnbrautaráð- herra og Syed Mir Qasim fyrr- verandi ráðherra án stjórnar- deildar. Frú Gandhi sagði sig úr nefndinni fyrr í þessum mánuði. I yfirlýsingu Reddi og Chavans segir að fyrirhugaður landsfund- ur sé til þess fallinn að kljúfa flokkinn og koma af stað glund- roða og sundrungu í flokknum. — Ný heilsu- gæzlustöð Framhald af bls. 2 eftirlit með ungbörnum. 2) Lækninga- rannsóknir, 3) Sérfræðileg læknisþjón- usta og skólatannlækningar 4) Heilsu- vernd. sem spannar mjög vlðtækt svið. Náin samvínna er fyrirhuguð við St Jósefsspítala I sambandi við röntgen- deild og rannsóknir og verður sú að- staða I lágmarki I stöðinni Aðstaða verður fyrir tvo tannlækna, sem eiga að annast skólatannlækning- ar og jafnvel almennar tannlækningar Gert er ráð fyrir að starfsfólk stöðvar- innar verði. þegar allar deildir hafa hafið starfsemi, sem hér segir: 6 heilsugæzlulæknar, 4 hjúkrunar- fræðingar. 1 'h starf við slmaþjónustu, 2 störf ritara og tvö aðstoðarstörf og ræsting. Áætlað er að húsið verði fokhelt I mal-júni 1979 og fyrsti áfangi heilsu gæzlu taki til starfa júni-júli 1979 i 'A hluta húsnæðis 1 hæðar Verktakar við jarðvinnu eru Jakob Jakobsson og Húmur h.f en útboð vegna uppsteypu hússins verða auglýst um miðjan janúar n.k. — Skák Framhald af bls. 8 aó undanförnu og þótt deila megi um lokastöóuna verður að telja hann vel að þessum sigri kominn. Staðan í einviginu er þá 7,5 vinningur á móti 4,5 Krotsnoj I vil. Lokastaðan þegar Kortsnoj féll á tíma. Hann átti eftir að leika 3 leiki. — Áfengi Framhald af bls. 2 um í 5.800 krónur, Jonny Walker Wiskey hækkar úr 4.900 krónum i 5.900 krónur. Koníak, Camus hækkar úr 5.300 krónum í 6.400 krónur og Bisqui hækkar úr 5.600 krónum i 6.700 krónur og Bacchardi Rom hækkar úr 5000 í 6.000 krónur. Þá hækkar Campari úr 3.000 krónum í 3.600 krónur. Áfengi og tóbak hafa hækkað þrisvar sinnum á þessu ári, sem er að líða. I fyrsta sinni 5. janúar síðastliðinn um 10% og hækkaði þá tóbak um 16%. Síðan hækkuðu brennd vín 25. júlí um 15%, en tóbak um rúm 27% og loks er þessi hækkun til jafnaðar 20% bæði á áfengi og tóbaki. — Sprengjualda Framhald af bls. 1 reynt að vekja á sér athygli með sprengjuárásum eru félög öfga- sinnaðra hægrimanna sem eu fjandsamlegir fólki frá Alsir, skilnaðarsinnar á Bretagne, of- stækisfullir umhverfisverndar- menn og vinstrisinnaðir borgar- hryðjuverkamenn. Samtök sem kalla sig „Reiðir meðaltekjumenn" og önnur sam- tök sem kalla sig „Svört jól handa ríka fólkinu" sögðust bera ábyrgð á árásinni á fína matvöruverzlun. Óþekkt samtök sem kalla sig „Byltingarhreyfingu andstæðinga kynþáttahaturs" sögðust hafa ráðizt á rússneska veitingastaðinn „Raspoutine“. Öþekktir menn sprengdu gat á útidyr sumarbústaðar kommún- istaleiðtogans Georges Marchais sem kenndi skæruliðum fasista um verknaðinn. Innanríkisráðuneytið segir að á þessu ári hafi verið gerðar 548 sprengjuárásir miðað við 480 i fyrra. — Valgarður Framhald af bls. 2 Norðurlandi 1964 og gegndi því starfi þar til hann varð fræðslu- stjóri í Norðurlandsumdæmi eystra fyrir tveimur árum. Val- garður gegndi mörgum trúnaðar- stöðum, var m.a. varabæjarfull- trúi á Akureyri um skeið og hefur lengi átt sæti í skólanefnd Akur- eyrar og ýmsum öðrum nefndum, sem fást við kennslu og uppeldis- mál. Valgarður var kvæntur Guð- nýju Magnúsdóttur hjúkrunar- fræðingi og áttu þau 3 dætur barna. Sv.P. — Skipverjar Framhald af bls. 2 verja var farið fram á það við síðustu samningsgerð, að 10% áhættuþóknunin yrði rædd sér- staklega. Sá aðili sem fór með samningsgerð fyrir ríkisvaldið fór þá fram á það við dómsmálaráð- herra, að hann fengi heimild til að ræða þetta mál, en svo varð ekki. Að þvi er varðskipsmenn segja, hafði sáttanefnd ríkisins sagt að bókað yrði að 10% áhættu- þóknunin skyldi standa út næsta kjörtímabil. Hins vegar hafi aldrei verið gengið frá þessari bókun. Varðskipsmenn segjast ekki deila um hvort 10% áhættuþókn- unin sé réttmæt eða ekki heldur hvernig farið var að því afnema þessa þóknun. — Það var geysiheitt Framhald af bls. 2 að vísu hafnað slikri kröfu, en komi hún fram aftur mun ég leggja það til, að dómnefndin breyti þeirri afstöðu sinni,“ sagði dr. Euwe, forseti Alþjóða- skáksambandsins, er Mbl. ræddi við hann í Belgrad i gær. Dr. Euwe sagði það rétt, að þeir Spassky og Kortsnoj hefðu ekki tekizt í hendur við upphaf eða endi biðskákarinnar úr tiundu umferð og heldur ekki, þegar tólfta skákin var tefla á mánu- dag. „Það var geysiheitt i kol- unum hérna,“ sagði dr. Euwe, „og svona hitamál setja auðvit- að sín mörk á þá, sem í þeim standa.“ „Það má segja, að þessi að- ferð Spasskys að eyða umhugs- unartíma sínum fjarri skák- borðinu sé mjög óvenjuieg," sagði dr. Euwe. „Hann eyddi til dæmis um 90% af tíma sínum í tólftu skákinni i hvíldarkiefan- um. Það er vissulega rétt hjá honum að engar reglur segja til um það, að skákmaður eigi að verja umhugsunartíma sínum við skákborðið og ég er þeirrar skoðunar, að hann segi sann- leikann, þegar hann ber því við að honum gangi betur að ein- beita sér þar en frammi á svið- inu fyrir augum áhorfenda. Hins vegar trúi ég líka Kortsnoj þegar hann segir þetta fara mjög í taugarnir á sér, þannig að ég tel að FIDE verði að taka þetta mál upp og jafnvel setja reglur um það, hvernig skák- menn eigi að haga sér, þegar þeir eru að tefla, og nánari regl- ur um það, hvernig aðstæður á sjálfum skákstaðnum eru með tilliti til þess að keppendur geti haft auga hvort með öðrurn." Dr. Euwe sagði, að vandamál- ið i Belgrad hefði ekki reynzt siður erfitt viðureignar, en þeg- ar hann kom til Reykjavíkur við upphaf einvígis þeirra Spasskys og Fischers á sinum tíma. „Að vísu var vandamálið í Reykjavik að koma keppendum að skákborðinu, en hérna var um það að ræða að koma í veg fyrir að þeir hlypu frá einvig- inu í miðjum kliðum. En einvigið í Reykjavík hófst og úrslit fengust á skákborðinu og ég hef þá trú, að einvíginu hér í Belgrad ljúki einnig með þeim hætti,“ sagði dr. Euwe. — Charles Chaplin Framhald af bls. 17 sem aðeins tók örfáar mínútur að sýna. Theodore Huff skrifaði eftirfarandi um Chaplin í „The litterature of Cinema". „Þegar myndatakan byrjaði var Chaplin aðeins með grófa sögu- hugmynd I kollinum. en samdi handrit- ið jafnóðum. Sum atriði tóku gerbreyt- ingum meðan á tökunni stóð. Hann samdi atriði eða brandarasyrpu, sem allt var tekið upp. Síðan var þetta allt rætt daginn eftir á fundum. Stundum var eitthvað notað. en oft var öllu hent og alveg nýtt atriði búið til. T.d tók það marga mánuði áður en Chaplin var ánægður með atriðið « Borgarljósum. þar sem umrenningurinn hittir blindu blómasölustúikuna. Chaplin fékk margar af sínum beztu hugmyndum aðeins með því að fylgjast náið með llfinu I kringum sig. ..Ég fór í kvikmyndahús og leikhús til að sjá fólk hlæja og fylgist með þvf alls staðar, til að finna atriði til að fá það til að hlæja að. Dag nokkurn átti ég leið fram hjá slökkvistöð og þá hringdi brunabjallan og ég sá slökkviliðsmenn- ina renna sér niður súluna. klifra um borð í slökkvivagninn og æða af stað Um leið fór um huga minn keðja af hugsanlegum skiplegum atvikum I þessu tilviki. Ég sá sjálfan mig liggj- andi sofandi í rúminu án þess að heyra í bjöllunum. Þetta vissi ég að öllum myndi llka, þvl að allir vilja sofa. Ég sá sjálfan mig renna niður súluna. snúast I kringum hestana fyrir slökkvivagnin- um. detta af vagninum á horni og bjarga stúlkunni úr eldinum. Allt þetta geymdi ég I huga mér unz ég gerði ..Slökkviliðsmanninn", þá notaði ég hvert einasta atriði." Bosley Crowter, fyrrum kvikmynda- gagnrýnandi New York Times. lýsir Chaplin kannski hvað best I eftirfarandi ummælum. er hann frétti lát hans: ..Það sem hinn litli umrenningur Chaplms gerði fyrir kvikmyndirnar er aðeins lltill hluti þess, sem hann gerði fyrir mannkynið Hann er og mun áfram verða þekktasta, mannlegasta og ástsælasta söguhetja kvikmynda olckar aldar." — Hlýtur yiðurkenningu Framhald af bls. 15 þúsund krónur, heiðursskjal og verð- launapeningur með mynd af gefanda og merki Vísindafélags íslands Steindór Steindórsson þakkaði gef- endum fyrir þann heiður sem hann sagði að sér hefði verið sýndur og gat þess að þau störf er hann hefði innt af hendi til gróðurrannsókna hefðu jafnan verið unnið I tómstundum frá erilsömu embætti. en honum væri það mikil ánægja að hafa orðið að einhverju liði á þessu sviði, sem hann hefði ætíð haft mikinn áhuga á Þakkaði hann það móður sinni sem hefði komið honum til mennta og konu sinni fyrir að hafa búið honum góð starfsskilyrði og stað- íð við hlið sér i þessu tómstundastarfi slnu. eins og hann orðaði það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.